Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Dolorin Hita- og verkjastillandiparacetamólÁ HAGSTÆÐUVERÐI! Nýjar umbúðir Dolorin500mg paracetamól töflur 20stkog30stk Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Forsvarsmenn ferðaskrifstofanna Heimsferða og Nonna Travel hafa ákveðið að slá af Kínaferðir sem áformaðar voru á næstunni. Alls voru um þrjátíu farþegar skráðir í ferðina hjá Nonna og sumt af því fólki hafði lýst áhyggjum sínum vegna kór- ónuveirunnar. „Ákvörðun um að fresta þessari blasti því við og allir sýna ráð- stöfuninni skiln- ing,“ segir Arnar Steinn Þorsteins- son, sölustjóri Nonna Travel, í samtali við Morgunblaðið. Farþegar höfðu áhyggjur Frá því kórónuveiran kom upp hefur Arnar Steinn, sem bjó nokkur ár í Kína, fylgst með þróun mála eystra og verið í sambandi við ferðaþjónustufólk þar í landi. „Eitt af því sem við höfum staldrað við er að smitleiðir virðast óhefðbundnar og að fólk sem tekur veiruna er stundum einkennalaust í nokkurn tíma áður en það veikist. Margir af þeim sem höfðu bókað sig eru komnir yfir miðjan aldur og hafa mögulega meiri áhyggjur en aðrir af því að veikjast. Draumaferð í fjarlæga heimsálfu verður ekki skemmtileg sé fólk óttaslegið. Ferðalög eiga að vera tilhlökkunar- efni.“ Nonnaferðin til Kína var áætluð 6. til 22. apríl – og átti að fljúga í gegnum Helsinki til Beijing – og heimsækja Forboðnu borgina, Sumarhöllina og Kínamúrinn svo nokkrir staðir séu nefndir. „Kórón- uveiran gengur væntanlega yfir á ekki löngum tíma. Núna skoðum við að gera aðra tilraun í haust eða um páskana á næsta ári. Fólk sem ætl- aði með okkur nú hefur margt lýst áhuga á að koma með okkur þá,“ segir Arnar. Ákvörðun í ljósi staðreynda Heimsferðir höfðu sett upp tvær ferðir til Kína nú á vordögum, páskaferð 3.-23. apríl og aukaferð 22. til 9. maí. Málin hafa verið í skoðun að undanförnu og í gær- morgun voru ferðirnar blásnar af, eftir að fyrirliggjandi upplýsingar höfðu verið vegnar og metnar. „Við teljum að það séu ekki forsendur fyrir því að fara á næstu mánuðum til Kína og tókum ákvörðun í ljósi staðreynda,“ sagði Tómas J. Gests- son, framkvæmdastjóri Heims- ferða, í samtali við Morgunblaðið í gær. Allir sem höfðu bókað sig í ferðirnar geta fengið endurgreitt eða nýtt innborgunina til að komast aðrar ferðir með ferðaskrifstof- unni. Ferðir til Kína slegnar af  Kórónuveiran vekur víða ugg  Ferðaskrifstofur aflýsa  Ákvörðunin blasti við  Stefnt á haustið og næsta vor  „Ferðalög eiga að vera tilhlökkunarefni“ AFP Ferðalangur Í Kína notar fólk andlitsgrímur til að forðast smit. Uggur er í mörgum og ferðaþjónustan í hægagangi. Tómas J. Gestsson Þorsteinn Sig- urðsson, fiski- fræðingur og fyrrverandi sviðsstjóri upp- sjávarlífríkis á Hafrannsókna- stofnun, hefur verið ráðinn sér- fræðingur í sjáv- arútvegsráðu- neytinu. Hann gerði starfslokasamning á Haf- rannsóknastofnun í haust, samhliða uppsögnum á tíu starfsmönnum stofnunarinnar. Þorsteinn mun sinna ýmsum störfum í ráðuneytinu og m.a. koma að verkefnum innanlands og al- þjóðasamstarfi sem Ísland á aðild að. Hann kom sem starfsmaður Hafró að fræðilegu starfi á sviði fiskifræði innanlands og utan og að samningum um fiskveiðimál sem ráðgjafi stjórnvalda. Þorsteinn er 55 ára líffræðingur frá Háskóla Íslands og fiskifræð- ingur frá Háskólanum í Bergen í Noregi. Frá Hafrannsókna- stofnun í ráðuneytið Þorsteinn Sigurðsson Fjórir voru úrskurðaðir í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 7. febr- úar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjórmenningarnir voru hand- teknir um næstsíðustu helgi sam- hliða mjög umfangsmiklum aðgerð- um lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, þar sem lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Í til- kynningu LRH segir að rannsókn málsins miði ágætlega, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um það að svo stöddu. Fjórir áfram í gæsluvarðhaldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.