Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
✝ María LovísaJack fæddist í
Heydölum í Breið-
dal 28. ágúst 1946.
Hún lést á heimili
sínu í Åseda í Sví-
þjóð 17. janúar
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Robert
John Jack, f. 5.8.
1913, d. 11.2. 1990,
og Sigurlína Guð-
jónsdóttir, f. 15.2. 1908, d. 2.3.
1952. Stjúpmóðir hennar er
Guðmunda Vigdís Jack, f. 24.3.
1929. Alsystkini Maríu: Davíð
Wallace, f. 25.6. 1945, d. 30.6.
2017, Róbert Jón, f. 15.9. 1948,
og Pétur William, f. 21.12. 1950,
d. 31.10. 1983. Hálfsystir sam-
mæðra: Hildur Ólöf Eggerts-
dóttir, f. 24.11. 1930, d. 28.4.
1988. Hálfsystkini samfeðra:
Ella Kristín, f. 14.6. 1954, Anna
Josefin, f. 25.7. 1958, Jónína
Guðrún, f. 3.3. 1960, Sigurður
Tómas, f. 12.9. 1963, og Sig-
urlína Berglind, f. 2.2. 1965.
Stjúpbróðir: Erlingur Jóhannes
Ólafsson, f. 20.4. 1950, d. 12.8.
1967. Uppeldisbræður: Bragi
Hólm Kristjánsson, f. 1.7. 1939,
d. 7.6. 2003, og Ragnar Gunn-
steinn Ragnarsson, f. 12.1.
1954, d. 8.1. 2009.
ir hennar hóf prestskap en
fluttist eins árs með foreldrum
sínum til Grímseyjar. Árið 1952
fór hún ásamt Davíð bróður sín-
um í fóstur til móðurbróður
síns, Ragnars Gunnsteins Guð-
jónssonar, f. 31.1. 1910, d. 31.1.
1983, og konu hans Guðrúnar
Jóhönnu Magnúsdóttur, f.
13.12. 1903, d. 14.6. 1992, í
Hveragerði. Vorið 1956 fluttu
Davíð og María með föður sín-
um og Vigdísi, seinni konu
hans, á Tjörn á Vatnsnesi.
María gekk í barnaskóla í
Hveragerði, farskóla á Vatns-
nesi og var í Reykjaskóla 1960
til 1963. Hún vann á Hrafnistu,
fór sem au pair til Englands
1966 og vann á Sólheimum í
Grímsnesi 1970-1972.
María flutti til Svíþjóðar
ásamt sambýlismanni sínum
Sigurjóni Ingiberg Bjarnasyni
árið 1981. Þau skildu en héldu
alltaf einstaklega góðu sam-
bandi og töluðu saman í síma
tvisvar eða þrisvar á dag síð-
ustu árin sem hann lifði.
Hún giftist árið 1988 Niilo
Mathias Reinikainen, f. 11.8.
1949, látinn. Þau skildu. Unn-
usti Maríu, Kjell Johannsson,
lést 2001.
María var mikill dýravinur
og átti hún bæði hund og ketti.
Hún bjó í Åseda frá 1991 til
dánardags.
Útför hefur farið fram í kyrr-
þey.
Börn Maríu: 1)
Rut Kolbrún Steph-
ens Finney, f. 19.8.
1967. Faðir Willi-
am Stephens.
Eiginmaður henn-
ar er Timothy Je-
rome Finney, f. 6.7.
1965. Börn: a)
Grímur Ari Jóns-
son, f. 15.8. 1988,
b) Móses Marcellas
T. Finney, f. 29.6.
2005, c) María Mjöll T. Finney,
f. 29.6. 2005. Börn Maríu og
Sigurjóns Ingibergs Bjarnason-
ar, f. 26.5. 1951, d. 5.12. 2016: 2)
Sigurlín Bjarney Gísladóttir, f.
9.2. 1975. Sambýlismaður Lárus
Steinþór Guðmundsson, f. 19.9.
1967. Börn: a) Freyja Krist-
insdóttir, f. 24.2. 2004, b) Sölvi
Kristinsson, f. 15.9. 2009. 3) Sig-
tryggur Jón Gíslason, f. 24.2.
1977. Kona hans er Pranee Kar-
ensri, f. 12.7. 1978. Börn þeirra:
a) Gísli Jón Sigtryggsson, f.
20.8. 2005. b) Lovísa Rós Sig-
tryggsdóttir, f. 18.7. 2007. Sig-
urlín Bjarney og Sigtryggur
Jón voru ættleidd af Gísla Arn-
bergssyni, f. 23.3. 1946, og
Lovísu Þórðardóttur, f. 15.12.
1948, d. 20.1. 2014.
Fyrsta æviárið átti María
heima í Heydölum þar sem fað-
Mig langar að minnast systur
minnar, Maríu Lovísu Jack. Hún
fæddist í Heydölum í Breiðdal ár-
ið 1946, tveimur árum á undan
mér. Í æsku man ég eftir Maríu
sem ákaflega líflegu barni.
Hún var glaðlynd, skemmtileg
og uppátækjasöm. Hún stjórnaði
okkur yngri bræðrunum eins og
herforingi í mömmuleikjum, búa-
leikjum, eltingaleikjum og bolta-
leikjum. Leikvöllurinn var oftast
inni í fjárhúsum, út með læk eða
niður með sjó.
Hún bar umhyggju fyrir systk-
inum sínum og var góð við þau og
létti einnig undir með foreldrum
sínum við heimilisstörf og bústörf.
Hún var mikill dýravinur og var
hrifin af skepnunum; kindunum,
kúnum, hestunum og hundunum,
og undi sér alltaf vel í sveit. Hún
elskaði sveitalífið.
Þegar við fjölskyldan bjuggum
úti í Grímsey misstum við móður
okkar. Stuttu eftir það fluttu
María og elsti bróðir okkar Davíð
til Hveragerðis til að búa hjá móð-
urbróðir okkar og konu hans á
meðan við hin fluttum til Kanada
þar sem við dvöldum í tvö ár. Hún
gekk því fyrst í barnaskólann í
Hveragerði. Síðan þegar við hin
vorum komin heim frá Kanada og
fluttum á Vatnsnesið fluttu Davíð
og María til okkar aftur og við tók
farkennsla á ýmsum bæjum í
sveitinni. Þá var hún 10 ára.
Hún fór á Reykjaskóla þegar
hún var 14 ára og flutti suður til
Reykjavíkur þegar hún var 17 ára
til að vinna á Hrafnistu. Hún fór
sem au pair til Englands um tví-
tugt og hóf störf á Sólheimum í
Grímsnesi 24 ára og vann þar í tvö
ár.
Hún eignaðist þrjú börn, Rut
Kolbrúnu, Sigurlín Bjarneyju og
Sigtrygg Jón. Eftir mikla baráttu,
erfiðleika og vonleysi tók hún þá
ákvörðun að flytja með barnsföð-
ur sínum Sigurjóni frá Íslandi og
setjast að í Svíþjóð árið 1981. Síð-
ar slitu þau samskiptum. Í Svíþjóð
undi hún sér vel og bjó þar til dán-
ardags. María kynntist þar góð-
um manni að nafni Kjell Johanns-
son sem átti bújörð þar sem var að
finna húsdýr og fallega náttúru.
Það féll Maríu vel og breytti það
lífi hennar að komast í sveitina.
En sambandið var skammvinnt
því Kjell og hún lentu í alvarlegu
bílslysi árið 2001 þar sem hún
brotnaði á öllum útlimum og unn-
usti hennar lést.
Undanfarin þrjú ár vorum við
María í stöðugu sambandi sím-
leiðis og töluðumst við daglega.
Hún veitti mér huggun og and-
legan stuðning í mínum veikind-
um alveg til síðasta dags. María
lést síðan 17. janúar 2020.
Ég kveð þessa yndislegu syst-
ur sem var hjálpsöm og greiðvikin
og vildi allt fyrir alla gera. Einnig
votta ég börnunum hennar, systk-
inum og stjúpmóður innilega sam-
úð mína. Blessuð sé minning þín,
kæra systir.
Róbert Jón Jack.
Enn er skarð höggvið í systk-
inahópinn frá Tjörn á Vatnsnesi.
María mágkona mín og vinkona er
látin. Henni kynntist ég þegar við
Davíð bróðir hennar fórum að
búa. Hún var falleg og vel tilhöfð
ung kona, sem vann á Sólheimum
í Grímsnesi. Þegar hún kom í bæ-
inn gisti hún hjá okkur og við
kynntumst því fljótt vel.
Eftir að hún fór að búa með
Sigurjóni og yngri börnin hennar
tvö fæddust bjuggum við stutt
hvor frá annarri. Það var mikill
samgangur með börnin okkar lítil.
Þau fluttu suður með sjó en þar
voru erfiðleikarnir og veikindin
ofjarl. Þau komu til baka en börn-
in urðu eftir í fóstri. Söknuðurinn
var sár. Þetta var aldrei útrætt.
Síðan fluttu hún og Sigurjón til
Svíþjóðar. Þau Sigurjón slitu
samvistum en vinátta þeirra hélst
alla tíð.
Gegnum árin höfum við María
haft mikið saman að sælda og höf-
um haldið góðu sambandi þótt
hún hafi búið í Svíþjóð í nær 40 ár.
Fyrr á árum kom hún nokkuð oft
til Íslands en á síðari árum vorum
það við hjónin sem heimsóttum
hana og síðar ég ein. Nú síðustu
árin reglulega einu sinni á ári.
Mér fannst alltaf notalegt að
heimsækja hana. Vanalega var
hún búin að fylla allt af mat svo
engin leið var að torga því öllu en
á síðari árum var hún farin að
gegna mér og hafa minna til þann-
ig að við gætum borðað saman ís-
lenska góðgætið sem ég kom með.
Svið, hangikjöt og saltkjöt var
hennar uppáhaldsmatur að ekki
sé nú talað um lifrarpylsu og há-
karl. Alltaf vildi hún leysa fólk út
með gjöfum og skildi ekkert í
hvað ég var alltaf með litla ferða-
tösku.
María hafði gott skopskyn og
gat hlegið að bröndurum og öðru
gríni en best fannst mér henni líða
þegar hún hlustaði á tónlist og
dillaði sér eftir hljómfallinu raul-
andi með, enda held ég að hennar
besta dægradvöl hin síðari ár hafi
verið að hlusta á tónlist.
Það er gott að minnast hennar
raulandi með tónlist sem hún naut
að hlusta á.
Þegar ég heimsótti hana í haust
áttum við góðan tíma saman þótt
veikindin hafi vissulega verið far-
in að taka sinn toll. Þegar hún lést
var hún nýlega komin af sjúkra-
húsi og var afskaplega ánægð með
að vera komin heim og bar sig vel.
Sagðist hafa það gott. Það var
sannarlega engin uppgjöf í henni
þótt hún hafi átt við mikil veikindi
og erfiðleika að stríða í lífinu. Það
er gott til þess að hugsa að þegar
hún lést var hún mjög ánægð með
að vera heima. Ég kveð Maríu
með söknuði og þökk.
Guð blessi minningu Maríu
Lovísu Jack.
Bergdís.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
María var sex ára þegar ég sá
hana fyrst, með það rauðasta hár
sem ég hef séð á nokkru barni.
Hún kom ekki í mína umsjá
fyrr en níu ára. Það á ekkert barn
að missa móður sína fimm ára
gamalt. Þau voru fjögur alsystk-
inin. Hún var næstelst. Bræðurn-
ir voru þrír. Nú er bara einn eftir
af stjúpbörnum mínum.
Ég leit aldrei á þau öðruvísi en
mín börn. Sá yngsti var á öðru ári
þegar ég tók við. María var sú
eina af börnunum sem elskaði að
vera í sveitinni innan um dýrin.
Hún var svo natin við litlu systur
sínar. Þær dýrkuðu hana.
Eftir fermingu fór hún að vinna
í búðinni hjá móðurbróður sínum í
Hveragerði og var á Reykjaskóla
á veturna. Þannig var lífið í sveit-
inni þá. Börnin komu bara heim
haust og vor. Það voru 20 ár á
milli elsta og yngsta. Þau náðu
bara að vera ein jól öll saman.
Sumarið eftir var einn farinn. Þeir
eru nú farnir þrír stjúpbræðurnir
og svo hún.
María eignaðist dóttur sína,
Rut Kolbrúnu, 19 ára. Eftir það
gjörbreyttist hún. Þegar maður
lítur til baka þá hefur hún eflaust
þjáðst af fæðingarþunglyndi, sem
hún fékk ekki bót á. Rut Kolbrún
ólst svo upp hjá móðursystur sinni
vestur í Dölum.
María fór svo í sambúð og eign-
aðist tvö börn, Sigurlín Bjarneyju
og Sigtrygg Jón. Þau voru ætt-
leidd. Hún hélt að þau hefðu farið
í fóstur eins og Rut Kolbrún. Við
fréttum ekki af þessu fyrr en allt
var um garð gengið.
Hún flutti síðan til Svíþjóðar
með sambýlismanni sínum og bjó
þar í nær 40 ár. Þau slitu sam-
vistir, en voru alltaf góðir vinir.
Loksins þegar hún var búin að
finna hamingjuna með indælum
Svía, sem bjó í sveit þar sem hún
gat haft dýr í kringum sig, lentu
þau í bílslysi þar sem hann dó og
henni var vart hugað líf. Útlim-
irnir fóru í mask og rif brotnaði og
reif annað lungað.
Ég sat yfir henni í fimm vikur í
öndunarvél. Það voru lengstu vik-
ur sem ég hef lifað. Hún náði sér
furðuvel. Hún bar sig furðuvel, en
nú er hún komin í faðm foreldra
og bræðra. Megi hún hvíla í friði.
Drottinn sem að lífið léði,
líka hinstu hvílu bjó,
dýrð sé yfir dánarbeði,
dreymi þig í friði og ró.
(Bjarni Kristins. frá Hofi)
Vigdís.
María Lovísa Jack
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
ÁLFHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR,
Miðleiti 3, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
31. janúar. Útför hennar fer fram frá
Grensáskirkju mánudaginn 10. febrúar klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningar- og
styrktarsjóð Sóltúns.
Páll Bjarnason
Kristín Pálsdóttir Gunnar Þór Kjartansson
Heiðrún Pálsdóttir Gestur Guðjónsson
Bjarni Pálsson Unnur Ýr Kristjánsdóttir
Þuríður Anna Pálsdóttir
Kristján Frosti, Elva, Álfheiður, Auðunn Páll,
Páll Theodór, Bragi Valur
Ólína Sigurgeirsdóttir
Klemens Sigurgeirsson
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Opið: 10-17
alla virka daga
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og vinur,
BJARNI JAKOBSSON
stálsmiður,
frá Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt
miðvikudagsins 5. febrúar eftir langvinn veikindi.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. febrúar
klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
MS-félagsins.
Adda Þóra Bjarnadóttir Óskar Atli Gestsson
Karen Bjarnadóttir Gunnar Bjarki Ólafsson
Margrét Bragadóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HELGI SNORRASON,
Garðhúsum 55,
varð bráðkvaddur þriðjudaginn 4. febrúar.
Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogs-
kirkju fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 13.
Þóra Sigurþórsdóttir
Sigurþór Arnarsson
Jónína Helgadóttir
Þórdís Ósk Helgadóttir
Snorri Helgason
tengdabörn og afabörn
Elskuleg konan mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HREFNA ERNA JÓNSDÓTTIR,
Boðaþingi 8,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 5. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 14. febrúar
klukkan 13.
Sigurður J. Sigurðsson
Steinunn Jensdóttir Sverrir Ómar Guðnason
Heiðrún Jensdóttir Baldur Hans Úlfarsson
Svanhildur Jensdóttir Jens Karl Bernharðsson
Ólafur Jensson Jóhanna Bjarnadóttir
Þröstur Jensson Ester Þorsteinsdóttir
Jóna Þóra Jensdóttir Andrés Einar Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
ÞORGERÐUR ÁRNADÓTTIR
líffræðingur
lést á líknardeild Landspítalans 7. febrúar.
Útförin fer fram frá Lindakirkju
miðvikudaginn 12. febrúar klukkan 11.
Svavar Sigmundsson
Einfríður Árnadóttir Christer Magnusson
Tinna Jóhanna Magnusson Óttar Már Kárason
Árni Magnús Magnusson Lindsey Lee
Guðrún María Svavarsdóttir Helgi Guðbergsson
Svavar og Ásbjörn Helgasynir
Sverrir Garðarsson
Pétur Garðarsson Guðrún Friðriksdóttir
Stefán Árnason Marsibil Ólafsdóttir
og bræðrabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞURÍÐUR HULDA SVEINSDÓTTIR,
lést í Brákarhlíð Borgarnesi miðvikudaginn
5. febrúar. Jarðsungið verður frá
Borgarneskirkju föstudaginn 14. febrúar
klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Rauða krossinn.
Helgi Ormsson
Hilmar Helgason
Kristján Helgason Hrefna Traustadóttir
Sigríður S. Helgadóttir Stefán Aðalsteinsson
Helgi Örn Helgason Kerstin Bruggemann
Þuríður Helgadóttir Sigurður Ó. Kristófersson
barnabörn og barnabarnabörn