Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
✝ FriðfinnurFriðfinnsson
húsasmíðameistari
fæddist á Siglufirði
15. júní 1941. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestur-
lands á Akranesi
26. janúar 2020.
Foreldrar hans
voru Jóný Þor-
steinsdóttir, hús-
móðir, frá Svínár-
nesi í Eyjafirði, fædd 3. júní
1903, og Sigurður Friðfinnur
Níelsson vélstjóri frá Kálfskinni
í Eyjafirði, fæddur 17. febrúar
1904.
Friðfinnur var fimmti í röð
sjö systkina, elstur var Að-
alsteinn Hjörvar, fæddur 25.
mars 1930, d. 19. ágúst 2017.
Guðný, fædd 8. október 1932, d.
8. mars 2015. Sveinn, fæddur 6.
febrúar 1937. Kristín, fædd 4.
ágúst 1939. Selma, fædd 4. júlí
1943. Níels, fæddur 28. sept-
ember 1946, dáinn 12. maí 2007.
Friðfinnur giftist eftirlifandi
12. janúar 1987, og eiga þau
soninn Óðinn Hersi, f. 17. apríl
2012. b) Rúnar, f. 13. október
1991, giftur Eyrúnu Telmu
Jónsdóttur, f. 28. febrúar 1993,
og eiga þau synina Atlas og
Eldar, f. 13. maí 2019. 3)
Sveinn, f. 25. maí 1967. Börn
hans eru (a) Katrín Ósk, f. 3.
desember 1992, dóttir hennar
er Ástrós Alexstrasa, f. 11. júlí
2015. b) Kaspar Maximilian, f.
16. júlí 2009, og c) Evan Baltas-
ar, f. 2. apríl 2012. 4) Aðalheið-
ur, f. 5. febrúar 1974, gift Lúð-
vík Rúnarssyni, f. 11. apríl
1973. Börn þeirra eru a) Klara,
f. 1. mars 1996, b) Hekla, f. 7.
október 1999, og c) Ernir, f. 24.
nóvember 2009.
Friðfinnur ólst upp á Siglu-
firði og lærði húsasmíði hjá
móðurbróður sínum Gísla Þor-
steinssyni þar í bæ og vann
hann við smíðar lengst af. Einn-
ig starfaði hann í lögreglunni
og sem fangavörður í Síðumúla-
fangelsi sem smíðakennari og
við veiðivörslu hjá Silfurlaxi í
Hraunsfirði. Finni og Halla áttu
og ráku veitingahúsið Krákuna
í Grundarfirði síðustu 13 árin
sín á vinnumarkaði.
Útförin fer fram frá Grund-
arfjarðarkirkju í dag, 8. febr-
úar 2020, klukkan 13.
eiginkonu sinni
Höllu Elimars-
dóttur 2. október
1963. Halla fæddist
í Hallgeirseyj-
arhjáleigu í Vest-
ur-Landeyjum 20.
júní árið 1945. For-
eldrar hennar voru
Elimar Tómasson
skólastjóri, fæddur
30. ágúst 1900, frá
Skammadal í Mýr-
dal, og Guðbjörg Jónína Páls-
dóttir húsmóðir, fædd 3. mars
1915, frá Álfhólahjáleigu í Vest-
ur-Landeyjum.
Börn Friðfinns og Höllu eru:
1) Þorsteinn, f. 5. mars 1963,
giftur Önnu Husgaard Andr-
easen, f. 1. ágúst 1968. Sonur
þeirra er Daníel Husgaard Þor-
steinsson, f. 18. september
1998. 2) Guðbjörg Elín, f. 1.
mars 1964, gift Geirmundi Vil-
hjálmssyni, f. 11. mars 1964.
Synir þeirra eru a) Heiðar
Heisi, f. 29. apríl 1984, giftur
Oddnýju Össu Jóhannsdóttur, f.
Þér fannst skrítið að geta ekki
verið heima eftir að þú fluttist upp
á dvalarheimili og er ég óendan-
lega þakklát fyrir að hafa getað
verið hjá þér alla daga og öll
kvöld.
Þegar ég lít til baka, elsku
Finni minn, þá man ég bara eftir
góðu stundunum okkar þó að auð-
vitað hafi skipst á skin og skúrir í
gegnum 60 ár.
Ég kveð þig með orðunum
hans pabba:
Við gengum saman um grund og dal
og glaður var sólarljómi,
en hrímdögg á hverju blómi,
því haustið var komið og vorsins val
vék fyrir huldum dómi.
Við gengum saman með hönd í hönd
í haustbjarmans djúpa friði
og lofsöng frá lækjarniði,
og litum fjörðinn frá strönd að strönd
og stakan fugl yfir miði.
Við gengum saman, og sólin skein
á silfruðum dalagrundum,
í fjallanna faðmi undum.
Og minningar vöknuðu ein og ein
með ylinn frá liðnum stundum.
Við gengum saman um grjót og mel
svo glöð yfir því að mega
svo margar minningar eiga,
er ljóma bregða á húm og hel
og hverfast um munarteiga.
Við gengum saman, uns sólin hneig,
að svalköldum unnarbárum,
sem eilífð að gengnum árum.
Hún roðaði fjörðinn, tún og teig
og tindanna gullnum hárum.
Við gengum saman með hönd í hönd
og heilan minningaskara
ýmissa ævikjara.
Er ljósið dvínar við lága strönd
við leiðumst og bíðum svara.
(Elimar Tómasson)
Bless, elskan mín.
Þín
Halla.
Allar tilfinningar pabba voru
stórar, hjartað úr gulli og mátti
hann ekkert aumt sjá. Skapið var
stórt og hann var fljótur að
stökkva upp á nef sér en snöggur
niður líka – svona oftast. Að sama
skapi var ástríkið mikið og faðm-
urinn alltaf opinn fyrir okkur
börnin og hann hafði óbilandi trú
á okkur og fannst við geta allt
best.
Við krakkarnir og mamma vor-
um ekki alltaf ánægð með stór-
yrðin sem ekki eru eftir hafandi
og pabbi kallaði kjarnyrta ís-
lensku eða jafnvel siglfirsku. Ekki
var óvanalegt þegar pabbi var í
stuði að heyra mömmu segja „æi
Finni minn“.
Pabbi var sérlega góð eftir-
herma og tók eftir öllum töktum
og sérkennum hjá fólki, enda sitja
sögurnar svo mikið betur í minni
fyrir vikið, einnig hermdi hann
eftir flestu okkar samtímafólki.
Alltaf var stutt í fíflaganginn og
bað hann okkur t.d. um að spila í
jarðarförinni sinni „Komdu og
skoðaðu í kistuna mína“ en þar
drógum við mörkin.
Svo var hann pabbi auðvitað
listasmiður og gat smíðað allt frá
grunni og upp úr og ekkert var
svo stórt eða smátt að hann ekki
gæti smíðað það. Þau eru ófá hús-
in sem hann bæði teiknaði og
byggði í Grundarfirði fyrir utan
það að hjálpa okkur börnunum að
byggja okkar hús og innrétta.
Drifkrafturinn var ævinlega mik-
ill og fannst pabba hann geta allt,
jafnvel þegar heilsan fór að svíkja
hann var hann alltaf að bjóðast til
að hjálp okkur með alla mögulega
hluti, stóra sem smáa.
Pabbi elskaði tónlist og þá sér-
staklega sveiflutónlist og djass.
Hann spilaði sjálfur á trompet og
var lengi í lúðrasveit sem ungling-
ur á Sigló þar til komst upp um
hann, hann kunni nefnilega ekki
að lesa nótur. Það má kannski
teljast til áhugamála, slagsmálin á
Sigló á síldarárunum og kannski
væri réttara að kalla þetta list-
grein enda pabbi stórkostlegur
sögumaður. Þar var slegist við öll
tækifæri og alltaf enduðu sögurn-
ar á því að „svo rotaði ég hann“
eða „svo rotuðum við þá“.
Pabbi var sérlega barngóður
og öll börn löðuðust að Finna
frænda og Kráku-afa. Hann var
einstakur afi. Elstu barnabörnin,
þau sem bjuggu í Grundarfirði
gátu alltaf gengið að ömmu og afa
vísum. Þau ásamt öllum sínum
vinum gátu alltaf farið í Krákuna,
fengið að borða og hlustað á
tröllasögur. Þau voru ófá skiptin
þegar þurfti að bera út auglýsing-
ar, moka snjó, tína upp rusl o.fl.
Þá var hóað í strákana sem voru
yfirleitt snöggir til enda vissu
þeir, og minnast oft á, að Finni afi
„dældi“ í þá seðlum og hamborg-
urum fyrir erfiðisvinnuna. Þegar
yngri barnabörnin og langafa-
börnin bættust við var hann hætt-
ur að vinna og naut þess að fá
elskurnar sínar í heimsókn, ekki
síst þau sem bjuggu erlendis og
hann hitti sjaldnar.
Samband mömmu og pabba
var einstakt og voru þau sérlega
samhent og var gestrisni þeirra
með eindæmum. Heimili okkar
var reglulega fullt út úr dyrum af
gestum og gangandi, jafnan var
spilað og sungið og oft mikið líf og
fjör.
Elsku pabbi, við lofum að passa
mömmu vel fyrir þig. Takk fyrir
allt.
Þorsteinn (Steini), Guðbjörg,
Sveinn (Svenni),
Aðalheidur (Heida).
Elsku afi minn, við bræður sitj-
um hérna og hugsum um það hvað
við erum heppnir, heppnir að hafa
fengið að alast upp með þig sem
afa okkar. Við vorum ekki alltaf
auðveldustu eða þægustu strák-
arnir en það var alveg sama hvað
við gerðum og tókum upp á, aldrei
kom svipur á kallinn okkar. Og al-
veg var sama hversu margir
krakkar komu með okkur, allir
voru barnabörnin þín og allir voru
velkomnir. Okkur þykir erfitt að
koma því í orð hversu mikils virði
þú varst okkur og hversu virki-
lega sárt við söknum þín. Og
hversu mikið af því sem við lærð-
um af þér fylgir okkur í dag. Þú
kenndir okkur að virða fólk,
standa með fjölskyldunni sama
hvað bjátar á, að vinnusemi og
dugnaður kæmi okkur þangað
sem við vildum fara og að sama
hvað við tækjum okkur fyrir
hendur þá stæðir þú alltaf með
okkur. Á sama tíma lærðum við að
blóta og hvernig best er að rota
menn. Við ætluðum nú ekki að
hafa þetta of langt eða væmið en
urðum að segja þér einu sinni enn
hvað við elskum þig fyrir allt sem
þú varst okkur og hvíldu nú í friði
elsku kallinn okkar.
Heisi og Rúnar.
Engu skiftir að ég fer
eða hvar mig niður ber
Siglufjörður alltaf er
einhvern veginn inn’í mér.
Friðfinnur Friðfinnsson, kall-
aður Finni, var Siglfirðingur og
stoltur af því.
Í kvæði Stefáns G. segir: „Þótt
þú langförull legðir sérhvert land
undir fót bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.“
„Heimalands mót“ Finna var
Siglufjörður þegar síldin var þar
mest og síldarplönin flest. Fimm
öflugar síldarbræðslur glömruðu
dag og nótt og spúðu kafþykkum
gufumekki, sem lagðist yfir bæinn
og fyllti fjörðinn fjalla á milli.
Á höfninni voru oft mörg
hundruð útlend og íslensk skip. Í
landlegum var bærinn troðinn af
fólki. Norðmenn, Finnar, Álend-
ingar, Svíar, Danir, Færeyingar,
Íslendingar og farandverkafólk,
mikið stúlkur, allt í einni kös. Oft
var þá slegist, öskrað og faðmast.
Það var athugasemdalaust að 12
ára strákar eða yngri blönduðu
sér í þvöguna. Stundum urðu þeir
vitni að atvikum sem í bíói eru
bönnuð innan 18 ára.
Mikið af daglegum samskipt-
um bæjarbúa var við ókunnuga.
Þá varð hver að halda sínu og
elsku mamma var sjaldnast innan
seilingar. Finni mótaðist af þess-
ari menningu. Hann var höfðing-
jadjarfur og oft stórorður og gerði
sér aldrei mannamun. Skólastjór-
inn og löggan og vinnufélaginn í
mjölskemmunni fengu allir við-
eigandi lof eða last.
Á yngri árum var Finni hvorki
þykkur né hár í lofti en hann var
kraftaköggull og kjarkaður og
snöggur eins og köttur. Ósjaldan
gerðist það að stærri oflátungar
og slánar horfðu niður til Finna
og ætluðu að beita hann aflsmun-
um. Ævinlega fór þó svo að lokum
að þeir litu upp til hans – af göt-
unni.
Fólk af öllu landinu flykktist til
Siglufjarðar og margir tóku sér
þar fasta búsetu. Stór hluti bæj-
arbúa var því nýbúar. Þeim var
oftast vel tekið. Jarðvegur fyrir
frændhygli og klíkuskap var því
rýr. Allir urðu Siglfirðingar sem
hjálpuðu hver öðrum.
Rómuð greiðvikni og hjálpsemi
Finna var hluti af þeirri menn-
ingu. Hún var hans siglfirska
„heimalands mót“. Hann var ón-
ískur að hjálpa og vinna fyrir fólk
en seinn og tregur að rukka.
Finni var ótrúlega afkastamik-
ill smiður og ekkert vafðist fyrir
honum. Ég sá hann steypa sér
stóran heitan pott á rúmri viku.
Það tók hann tvær vikur að
byggja varanlegt 20-30 fm gróð-
urhús í garði sínum. Á einu sumri
reisti hann tveggja hæða viðbygg-
ingu við hús sitt og að auki rúm-
gott trésmíðaverkstæði. Þetta
vann karlinn nánast einn ásamt
Höllu og tveim sonum þeirra. Það
var lyginni líkast að sjá það ger-
ast.
Finni hafði yndi af tónlist og
náði t.d. góðum tökum á trompeti.
Hann var góð eftirherma og gat
leikið hljóð úr hvers manns nefi.
Færeyingar voru hans sérgrein.
Ég hlæ enn þegar ég rifja upp
taktana og tónana og innihaldið í
Færeyingasögunum hans Finna.
Nú þegar þessi vel greindi,
duglegi, hjálpsami og skemmti-
legi kraftaköggull er horfinn af
heimi hér segir maður bara far
vel, félagi, og takk fyrir sam-
veruna.
Halla og börnin eiga hug okkar
Lólóar á þessari stundu.
Birgir Dýrfjörð.
Finni, hvað getur maður
sagt …
Mín fyrstu kynni af Finna voru
þegar við Sindri vorum að stilla
píanó í Grundarfirði 1999 og
römbuðum inn á Krákuna þegar
við vorum að leita okkur að kvöld-
mat.
Þar hittum við fyrir þau hjónin,
Höllu og Finna, í fyrsta skiptið. Á
Krákunni var píanó sem við
Sindri settumst niður við og byrj-
uðum að spila á. Finni var ekki
lengi að ná í trompetið og byrjaði
að spila með. Halla söng og áður
en varði var hópur af fólki byrj-
aður að syngja með.
Með árunum myndaðist vin-
skapur milli mín, Finna og Höllu
sem verður ekki lýst með orðum.
Ég hef, í 21 ár, verið tíður gestur
hjá þeim hjónum þegar ég stilli pí-
anó á Snæfellsnesinu og hafa þau
alltaf tekið mér eins og einum úr
fjölskyldunni. Það var alveg með
eindæmum gaman að hlusta á
Finna segja frá. Ég hef ekki hitt
neinn sem skreytir setningar með
misfallegum orðum jafn mikið og
Finni. Hann skorti aldrei orð til að
lýsa viðburðum eða persónum, en
fallega brosið hans og hlýja hjarta
skein í gegn svo það var aldrei
vonska á bak við lýsingarnar.
Finni hafði gaman af því að
segja sögur og leið mér stundum
eins hann hefði lifað mörgum líf-
um, frásagnirnar voru óendaleg-
ar. Það kom mér alltaf á óvart að í
öll þau ár sem við þekktumst þá
sagði hann mér sögur sem ég
hafði aldrei heyrt áður.
Ég verð þó að segja eina sögu
af Finna sem ég varð vitni að. Ég,
Finni og vinur hans Hlynur vor-
um í eldhúsinu á Krákunni. Finni
og Hlynur voru að metast um box
og karate. Finni vildi sýna mér
hvað Hlynur væri góður í karate
og Finni setti upp í sig sígarettu
og Hlynur ætlaði að sparka glóð-
inni úr munni hans. Hlynur gerði
sig kláran og BÚMM, sparkaði
glóðinni úr sígarettunni í munni
Finna. Nú var komið að okkar
manni. Hlynur setti upp í sig síg-
arettu og Finni gerði sig kláran að
kýla glóðina úr sígarettunni í
munni hans og BÚMM. Finni sló
og Hlynur steinlá. Finni hitti ekki
rettuna heldur gaf Hlyni hressi-
lega á kjaftinn með þeim afleið-
ingum að Hlynur lá í gólfinu.
Finni kvartaði mikið alla tíð yfir
því að Hlynur hefði fært sig og
þess vegna hefði hann ekki hitt.
Þetta eru einu ágreiningsmál
okkar Finna. Hvort Hlynur hafi
hreyft sig eða ekki, við komumst
aldrei til botns í því.
Finni talaði oft um það hversu
ríkur hann væri að eiga góða fjöl-
skyldu og vini og það var það sem
skipti máli í lífinu. Það var greini-
legt að þannig horfði hann á lífið. Í
gegnum árin hef ég kynnst fjöl-
skyldunni þeirra Finna og Höllu
og það kom alltaf ákveðinn glampi
í augu Finna þegar hann talaði
um börnin og barnabörnin. Það
var greinilegt að hann var ótrú-
lega stoltur af þeim öllum og elsk-
aði þau.
Nú ertu farinn á góðan stað,
elsku vinur, og ég sakna þín
óendalega mikið. Ég veit að ég á
aldrei aftur eftir að eignast vin
eins og þig en ég hlakka til að
hitta þig á himnum þar sem við
tökum upp þráðinn.
Elsku Halla, ég veit að þinni til-
veru hefur verið snúið á hvolf en
ég veit að þið eigið eftir að hittast
aftur og ég get aðeins ímyndað
mér þá gleðistund.
Takk fyrir allt,
Þinn vinur
Stefán.
Friðfinnur
Friðfinnsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRIR KRISTJÓNSSON
skipstjóri,
Fellasmára 4, Kópavogi,
sem lést föstudaginn 31. janúar, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. febrúar
klukkan 15.
Inga Jóna Ólafsdóttir
Helga Þórisdóttir Gísli Sveinbjörnsson
Inga Þóra Þórisdóttir Guðmundur Helgason
Guðný Þórisdóttir Egill Sveinbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
sem lést 22. desember, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. febrúar
klukkan 15.
Ólafur Guðbrandsson Kristbjörn Egilsson
Anna Lísa Geirsdóttir
Hjördís Geirsdóttir Óðinn Birgisson
Bjarni Heiðar Geirsson Bryndís Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÖRN NORÐDAHL,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási 3. febrúar.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju
þriðjudaginn 11. febrúar klukkan 13.30.
Elísabet Þorgeirsdóttir
Ómar Norðdahl Josie Maitaoral
Harpa Norðdahl
Elín Norðdahl Magnús Hauksson
barnabörn og barnabarnabörn