Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Bakvörður dagsins horfði á úrslitaleikinn í NFL-deildinni fyrir tæpri viku og hafði gaman af. Miðað við umstangið í kringum viðburðinn og sjónvarpsútsend- inguna er reyndar magnað að söngur listamannanna sem tróðu upp hafi illa skilað sér inn í stofu til sjónvarpsáhorfenda. En það er svo sem aukaatriði frá mínum bæjardyrum séð. Eitt atriði í leiknum sjálfum vakti athygli mína. Um tíma þeg- ar komið var fram í síðasta leik- hluta virtist San Francisco 49ers vera með leikinn nánast í hönd- unum. Liðið var í það minnsta í vænlegri stöðu. Liðið vann boltann af Kansas City Chiefs þegar 12 mínútur voru eftir og San Francisco var yfir 20:10. Sá sem hafði náð boltanum tók á rás inn í eigið mark til að fagna fyrir framan áhorfendur og ljósmyndara. Samherjarnir fylgdu á eftir og stilltu þeir sér upp í myndatöku fyrir framan haf ljósmyndara. „Svona gera menn ekki,“ muldraði ég. „Þeir láta eins og þeir séu búnir að vinna leikinn.“ Svo var hlegið að þessum at- hugasemdum mínum en hjátrú og svokallað jinx er sjaldnast langt undan í íþróttaheiminum. Íþróttafólk ætti helst að sleppa því að fagna sigri fyrr en hann er í höfn. En líkamstjáning leik- manna liðana var áhugaverð. Hjá 49ers voru menn eins og þær ættu landið og miðin skuldlaus en hjá Chiefs voru menn beygðir. Ég ákvað að leiknum loknum að láta skynsemi og rökhugsun lönd og leið. Hélt því fram að þessi fagnaðarlæti hefðu verið upphaf- ið að endurkomu Kansas. Þetta fannst mér alveg ljómandi fín kenning þar til mikill áhugamað- ur um NFL tjáði mér að leikmenn fögnuðu öllu á milli himins og jarðar í leikjum. Þeir gætu þess vegna stillt sér upp í slíka myndatöku þótt þeir væru að tapa 30:3. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – Selfoss ..................... L17 Kórinn: HK – Stjarnan .......................... L18 Varmá: Afturelding – ÍBV ..................... S16 Dalhús: Fjölnir – FH .............................. S18 Ásvellir: Haukar – Valur ................... S19.30 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – Fram ........... L14.30 Eyjar: ÍBV – Afturelding ...................... L15 Kórinn: HK – Valur................................ L16 Ásvellir: Haukar – Stjarnan................... S17 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Eyjar: ÍBV U – HK U............................. S14 Dalhús: Fjölnir – Selfoss ........................ S16 Origo-höllin: Valur U – Fram U ....... S16.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: KA-heimilið: KA U – Þróttur................. S15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Borgarnes: Skallagrímur – Breiðablik. L15 Mustad-höll: Grindavík – Keflavík........ L16 Stykkishólmur: Snæfell – KR ............... L16 Ásvellir: Haukar – Valur........................ L16 1. deild kvenna: Hertz-hellirinn: ÍR – Tindastóll ............ L16 Hveragerði: Hamar – Fjölnir................ L16 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Boginn: Þór – Grótta ......................... L18.15 Reykjavíkurmót kvenna: Egilshöll: Víkingur R. – Þróttur R .. L15.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Laugardalur: SR – SA....................... L17.45 Enski boltinn á Símanum Sport Everton – Crystal Palace ...... mbl.is L12.30 Brighton – Watford ........................... L17.30 Sheffield United – Bournemouth .......... S14 Manchester City – West Ham .......... S16.30 UM HELGINA! SVÍÞJÓÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Ólafur Andrés Guðmundsson, lands- liðsmaður í handknattleik, hefur lítið getað beitt sér í síðustu leikjum sænska liðsins Kristianstad. Ólafur glímir við meiðsli í kálfa sem hann telur ekki vera alvarleg en er búinn að fara í myndatöku og læknis- skoðun vegna þeirra. „Ég fór í rannsóknir hjá lækni vegna þess að ég hef verið stífur í kálfanum. Ég var ekki með í síðasta leik þótt ég hafi verið á skýrslu. Ég fór í myndatöku og á eftir að fá niðurstöðurnar,“ sagði Ólafur þegar Morgunblaðið hafði samband við hann, en hann hefur engar áhyggjur af því að meiðslin séu alvarleg eðlis. „Mér finnst líklegt að ég þurfi að hvíla í tvær til þrjár vikur. Þar af leiðandi verð ég pottþétt orðinn leik- fær þegar kemur að úrslitakeppn- inni,“ sagði Ólafur. Sveiflukennd spilamennska Kristianstad hefur verið eitt allra besta liðið í Svíþjóð á síðustu árum. Liðinu hefur þó oft gengið betur en í vetur. Liðið er með 32 stig í 4. sæti eins og Skövde sem er í 3. sæti. Kristianstad hefur þó örugglega ekki sagt sitt síðasta orð og í úr- slitakeppnum getur allt gerst. Með liðinu leikur einnig örvhenta skyttan Teitur Örn Einarsson. „Tímabilið hefur verið svolítið skrítið hjá okkur. Við byrjuðum hræðilega en áttum flottan kafla í lok síðasta árs og komum okkur í ágæta stöðu. Aftur byrjaði þetta brösuglega hjá okkur eftir EM-fríið en við unnum síðasta leik og vonandi erum við aftur komnir í gang. Við er- um þannig lið að við þurfum að finna taktinn og þá getum við unnið marga leiki. Á síðasta ári unnum við marga leiki í röð þegar við náðum að kom- ast á skrið. Ég er bjartsýnn fyrir lokakaflann og úrslitakeppnina. Ég held að við verðum sterkari þegar líður á mótið og heimavöllurinn mun hjálpa okkur. Við styrktum liðið að- eins í janúar og ég held að þetta verði flott hjá okkur.“ Kann vel við Vranjes Svíinn Ljubomir Vranjes tók við liði Kristianstad seint á síðasta tíma- bili. Íslenskir handknattleiksunn- endur kannast vel við þann kappa enda var hann fastamaður í sænska landsliðinu um árabil. Hann átti flottan feril sem leikmaður og hefur verið í þjálfun frá árinu 2010 en hann stýrði þýska stórliðinu Flensburg um sjö ára skeið. „Ein breytingin frá síðustu árum er sú að skipt var um þjálfara undir lok síðasta tímabilsins. Ljubomir Vranjes tók þá við liðinu,“ sagði Ólafur. Vranjes er einnig landsliðs- þjálfari Slóveníu. Hefur hann nokk- uð verið að nudda Ólafi upp úr sigri Slóvena á Íslendingum á EM í Sví- þjóð í janúar? „Nei, hann hefur látið það eiga sig. Hann náði frábærum árangri þar með lið sitt og var óheppinn að komast ekki í úrslitaleikinn. Hann er mjög flottur þjálfari og ég kann mjög vel við hann.“ „Við vildum meira“ Nú þegar rykið er aðeins farið að setjast er áhugavert að spyrja Ólaf út í frammistöðu íslenska landsliðs- ins á EM. Er hann sáttur? „Ég er ekki sáttur. Við vildum að- eins meira eftir þessa góðu byrjun sem við náðum. Þetta leit vel út. Við áttum mjög flotta kafla í þessu móti þar sem við sýndum að við getum spilað í háum gæðaflokki. En þegar hlutirnir gengu ekki upp töpuðum við svolítið stórt. Okkur vantaði því meiri stöðugleika og við þurfum að geta haldið góðri spilamennsku lengur í svona móti. Það er atriði sem mér finnst að við þurfum að læra og bæta,“ benti Ólafur á og er þar að sjálfsögðu að vísa til þess mikla leikjaálags sem er á stórmót- unum. Getum bætt okkur Sú umræða skýtur upp kollinum í kringum stórmótin og ekki að ástæðulausu því nú var leikjum á EM fjölgað um einn frá því sem áður var. Leikirnir í milliriðli eru orðnir fjórir en voru þrír áður. „Við vitum svo sem forsendurnar fyrir mót. Hvíldin á milli leikja er lít- il og allir andstæðingarnir eru erf- iðir. Síðustu ár hefur takturinn verið svolítið á þann veg hjá landsliðinu í stórmótunum að við byrjum vel en verðum síðan bensínlitlir þegar á líður. Við leggjum mikið í hvern leik, andlega og líkamlega. Þetta eru átök en þannig er það fyrir öll liðin. Við þurfum kannski að læra hvernig best er að nálgast mótin. Þar held ég að séu möguleikar fyrir okkur að bæta okkur,“ sagði Ólafur Guð- mundsson enn fremur. Verður leikfær fyrir úrslita- keppnina  Landsliðið þarf að halda betur út á stórmótum að mati Ólafs Guðmunds. Ljósmynd/Einar Ragnar Skytta Ólafur Guðmundsson lætur vaða á mark Norðmanna. efstu liðin eftir 26 umferðir halda áfram að spila um efstu sætin og leika tvöfalda umferð innbyrðis á meðan hin átta liðin fara í flókið um- spil um sæti í deildinni. Bröndby er sína spila gegn Norrköping, Astana og Slavia Prag í æfingaferðinni. Bröndby er í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þegar leiknar hafa verið 20 umferðir af 36. Sex enn aðeins fjórum stigum ofan við sjöunda sætið og því ekki öruggt með að enda í efri hlutanum. Fékk aldrei nein skilaboð Fyrir áramót voru fregnir um að Hjörtur yrði jafnvel seldur frá félag- inu, en hann er samningsbundinn til ársins 2021 og á að baki 90 úrvals- deildarleiki með því síðan hann kom þangað frá Gautaborg sumarið 2016. „Miðað við efnahag félagsins reikna ég með því að allir leikmenn- irnir hafi verið meira og minna til sölu. Ég fékk hinsvegar aldrei nein skilaboð um að það stæði til að selja mig og ég heyrði að það væri alls ekki víst að þessar fregnir hafi kom- ið frá félaginu. Mér finnst þó lík- legra en ekki að eitthvað gerist hjá mér í þessum efnum í sumar,“ sagði Hjörtur Hermannsson. Ragnar líka meiddur Ragnar Sigurðsson, samherji Hjartar í íslenska landsliðinu, gæti líka misst af fyrstu umferðinni eftir vetrarfríið en FC Köbenhavn, erki- fjandi Bröndby, samdi við hann í janúar. FCK skýrði frá því í gær að Ragnar og tveir aðrir leikmenn liðs- ins væru tæpir og óvíst að þeir yrðu með gegn Esbjerg í fyrstu umferð ársins næsta föstudagskvöld. Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Hjörtur Hermannsson í leik Íslands og Tyrklands síðasta sumar. Hann á fjórtán A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Allir meira og minna til sölu  Hjörtur Hermannsson að ná sér af meiðslum  Gæti yfirgefið Bröndby í sumar DANMÖRK Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hjörtur Hermannsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur verið frá æfingum og keppni vegna meiðsla í tvo mánuði og ekkert getað spilað með danska liðinu Bröndby að und- anförnu en það hefur verið að búa sig undir seinni hluta keppnistíma- bilsins í Danmörku sem hefst eftir rúma viku, að vetrarfríinu loknu. Hjörtur tognaði aftan í læri í næstsíðasta leik ársins 2019, gegn Midtjylland 8. desember, og missti af lokaleiknum fyrir jól. Bröndby hefur verið á Spáni að undanförnu og lék þar þrjá æfingaleiki, þann síð- asta í gær, en miðvörðurinn kom ekkert við sögu í þeim vegna meiðsl- anna. „Ég fer að komast á ról bráðlega og er á lokasprettinum í endurhæf- ingunni. Markmiðið er að ég verði kominn á fullt á æfingum í næstu viku og ég verð mögulega leikhæfur þegar við mætum OB í fyrsta leikn- um eftir fríið 16. febrúar. Mér finnst þó líklegra að ég komi inn í næsta leik eftir það, jafnvel þarnæsta,“ sagði Hjörtur við Morgunblaðið í gær en hann hefur horft á félaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.