Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum „Við höfum notað allt þetta ár til að fagna þessum merka áfanga í sögu okkar. Bærinn hefur staðið fyrir á annað hundrað menningartengdum viðburðum og hátíðum. Má þar nefna glæsilega yfirlitssýningu á ljósmyndum um sögu Vestmanna- eyja, málþing um fortíð, nútíð og framtíð Eyja, fjöldbreytta list- viðburði, glæsilega hátíð 5. júlí á Skansinum, stórtónleika fyrir bæjar- búa og áfram mætti lengi telja. Og endapunkturinn er sem sagt hér í dag,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í sameiginlegri messu allra safnaða í Eyjum í Landakirkju og tónleikum í lok síðasta árs þegar Vestmanna- eyingar fögnuðu 100 ára kaupstað- arafmæli. Margt hjálpaðist að til að gera afmælisárið eftirminnilegt, ekki síst frábært veður síðasta sumar, en skuggi hvíldi yfir.    Engin loðnuveiði var á síðasta ári og í skýrslu segir að tekjutapið sé nálægt tíu milljörðum króna og mun- ar um minna í 4.300 manna sveitar- félagi. Ekki lítur vel út með loðnu- veiði þetta árið sem yrði mikið áfall fyrir allt samfélagið í Eyjum þar sem sjávarútvegur er undirstaðan en enn lifa menn í voninni um að loðnuleit sem nú stendur yfir beri árangur.    Þjónustukönnun Gallups fyrir árið 2019 fyrir Vestmannaeyjar var kynnt á fjölmennum fundi sl. mið- vikudag og ekki annað að sjá en að Eyjafólk sé almennt ánægt. Mark- mið fundarins var að upplýsa bæjar- búa um stöðu þjónustunnar og leita eftir viðbrögðum um hvað megi bet- ur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna. Helstu niðurstöður eru að þegar kemur að ánægju íbúanna almennt eru Vestmannaaeyjar í 3. til 6. sæti af 20 sveitarfélögum en voru í 9. sæti árið 2018. Í öllum flokkum er hamingja Eyjamanna meiri en undanfarin ár og er vel yfir lands- meðaltali.    Samgöngur eru oft mál mál- anna í Eyjum en með nýjum Herjólfi og dælingu allan veturinn í Land- eyjahöfn hefur birt til. Það hefur orðið til þess að Herjólfur hefur siglt í Landeyjahöfn í allan vetur þegar leiði er. En byr ræður þó kóngur vilji sigla og þá er það Þorlákshöfn. Í þeim veðrum sem gengið hafa yfir landið frá því í fyrri hluta desember hefur reynt á Herjólf og áhöfn hans svo um munar. Hefur skipið reynst vel í átökum sínum við Ránardætur og lætur fólk sem farið hefur með honum í verstu veðrunum vel af. Tvö stærstu hleðslutæki lands- ins eru í Vestmannaeyjum og Land- eyjahöfn og eiga að þjóna Herjólfi. Í lok janúar var búið að tengja í Eyj- um og þann 28. janúar sigldi hann í fyrsta skipti fyrir rafmagni til Land- eyjahafnar. Hleðslan dugar aðra leiðina en þegar lokið verður frá- gangi í Landeyjahöfn siglir skipið eingöngu fyrir rafmagni nema þegar siglt er í Þorlákshöfn.    Alltaf af og til erum við Íslend- ingar minntir á hvar við búum á hnettinum og það stundum óþægi- lega. Þannig hefur það verið frá fyrri hluta desember þegar norðanbál gekk yfir allt landið. Mikið tjón varð um allt land, rafmagnsleysi með til- heyrandi óþægindum og tjón svo eitthvað sé nefnt. Vestmanna- eyingar urðu fyrir miklu höggi þeg- ar ungur drengur, Leif Magnús Grétarsson, fórst í hörmulegu slysi norður í landi. Fleiri urðu banaslysin og litlu mátti muna þegar snjóflóð féll á Flateyri og sjór gekk á land á Suðureyri. Nú hristist jörð í Grinda- vík en vonandi sér fyrir endann á því.    Eldgos í túnjaðrinum er ekki það sem fólk vill, það þekkja Vest- mannaeyingar af biturri reynslu og hugsa nú til Grindvíkinga. Tjón í Vestmannaeyjum nam hundruðum milljóna króna í ofsaveðri að norðan 11. desember sl. Það var ekki í fyrsta skiptið sem Eyjafólk fékk að kynnast ógnarkrafti náttúrunnar. Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos á Heimaey og eyðileggingin var mikil. Þá sagði þáverandi forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, að Vestmannaeyjar myndu rísa og sú varð raunin. Þá eins og síðustu vikur reyndi á fólkið.    Ragnar Baldvinsson, fyrrver- andi slökkviliðsstjóri, rifjaði þetta upp í viðtali 23. janúar sl. Þar segir hann að mikið hafi gengið á og mjög reynt á alla bæjarbúa, bæði þá sem voru við björgunarstörf og ekki síð- ur Eyjafólk uppi á landi. „En það reyndu allir eins og þeir gátu. Magnús bæjarstjóri og bæjarstjórnin stóðu sig vel. Palli Zóph. var réttur maður á réttum stað sem bæjarverkfræðingur. Þor- björn Sigurgeirsson jarðfræðingur, sem átti hugmyndina að sprauta á hraunið, var ómetanlegur. Það á líka við svo marga sem reyndust okkur Eyjamönnum vel í þessum stóra slag.“ Raggi segir aldrei skemmtilegt að rifja þetta upp. Það ýfi upp sár. „Auðvitað situr þetta í manni. Ég hef t.d. aldrei skoðað Eldheima og veit ekki hvort ég á eftir að gera það,“ sagði hann að endingu.    Heimaeyjargosið fyrir 47 árum var prófsteinn á almannavarnir á Ís- landi og sú uppbygging hefur að miklu leyti byggst á reynslunni frá 1973. Og vel hefur tekist til því þegar á reynir sýnir sig að almannavarna- kerfið virkar og allir gera eins og þeir geta. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Eyjamenn Kátína yfir kaffibolla. Viktoría Karlsdóttir, lengst t.v., í léttu spjalli á fundinum við hjónin Emmu Pálsdóttur og Kristján Óskarsson. Vaxandi hamingja þrátt fyrir loðnubrest Sigtryggur Sigtrygsson sisi@mbl.is Á annað hundrað milljónir króna hafa sparast með því að flytja efni úr grunni nýja Landspít- alans við Hringbraut í landfyllinguna í Sunda- höfn í stað þess að flytja efnið upp í Bolaöldur eins og kom til greina. Þetta kemur fram í svari Gunnars Svavars- sonar, framkvæmdastjóra Hringbrautarverk- efnisins, við fyrirspurn Morgunblaðsins. „Meginhagkvæmnin er þó miklu frekar lág- mörkun umhverfisáhrifa með minni keyrslu og lægra kolefnisspori en ekkert síður að nýting efnisins í landfyllingu gefur hærra Breeam-skor en ella, en allar framkvæmdir á Hringbrautinni fara í gegnum Breeam-umhverfisvottun,“ segir Gunnar. Breeam-vottun er ætlað að greina og draga úr umhverfisáhrifum bygginga, allt frá hönnun og byggingu þeirra til rekstrar. Eins og fram kom í frétt um hina nýju land- fyllingu í Morgunblaðinu á fimmtudaginn munu um 25 þúsund vörubílshlöss úr grunni Nýja Landspítalans við Hringbraut fara í fyllinguna. Vörubílar hafa verið í stanslausum ferðum mán- uðum saman með efni úr grunninum. Til að koma í veg fyrir mengun á götum Reykjavíkur hafa allir bílarnir farið í gegnum þvottastöð áður en þeir aka út af lóðinni. Þá hef- ur verið forðast að bílarnir séu í umferðinni á álagstímum. Efnið sem fer í landfyllinguna hefur komið úr grunni meðferðarkjarnans, stærstu nýbygg- ingar nýja spítalans. Stefnt er að því að í apríl verði öllum efnisflutningum lokið úr grunni meðferðarkjarnans, meginflutningum er þá lok- ið í bili. Eftir er að taka grunna fyrir fleiri hús og tengiganga á næstu mánuðum og árum þ.a. gera má ráð fyrir enn þá frekara efni í landfyll- inguna, segir Gunnar. Stefnt er að útboði fyrir jarðvinnu rann- sóknahúss síðar á þessu ári en það er um 15.500 fermetra hús. Einnig mun fara fram jarðvinna fyrir tengiganga á næstu mánuðum. Í apríl 2018 tók stjórn Faxaflóahafna sf. til af- greiðslu erindi Nýs Landspítala dags. 23. mars 2018 þar sem óskað var eftir að skoðað yrði hvort mögulegt væri að nýta uppgröft af lóð spítalans til landfyllingar. Jafnframt var lagt fyrir minnisblað hafnarstjóra þar sem tekið var jákvætt í erindið. Ef Faxaflóahafnir hefðu tekið neikvætt í er- indið stóð til að flytja efnið úr grunninum upp í Bolaöldur, sem er námasvæði fyrir ofan Sand- skeið, nánar tiltekið í hlíðum Vífilsfells í landi Ölfuss. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu samning við Bolaöldur ehf. um móttöku á jarðefnum.  Efnið úr spítalalóð fór í landfyllinguna Ljósmynd/Nýr Landspítali Hringbraut Efni hefur verið mokað mánuðum saman upp úr grunni nýja meðferðarkjarnans. Á annað hundrað milljónir sparast Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gall- up segist fimmtungur fullorðinna Íslendinga almennt finna fyrir svo- nefndum umhverfiskvíða (e. eco anxiety) en þar er átt við kvíða sem tengist neikvæðum umhverfisáhrif- um af mannavöldum, eins og meng- un eða loftslagsbreytingum. Fleiri segjast hins vegar almennt finna fyrir litlum umhverfiskvíða, eða nær 56%, og tæplega 23% segjast hvorki finna fyrir miklum né litlum kvíða. Konur finna frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en karlar, og yngra fólk frekar en eldra. Þeir sem hafa meiri menntun að baki finna líka frekar fyrir miklum umhverfis- kvíða en þeir sem hafa minni menntun. Þá eru þeir sem kysu Pír- ata, Vinstri græna eða Samfylk- inguna, ef kosið væri til Alþingis í dag, líklegri til að finna fyrir mikl- um umhverfiskvíða en þeir sem kysu aðra flokka. Þeir sem kysu Miðflokkinn eða Framsóknarflokk- inn eru hins vegar ólíklegastir til að finna fyrir miklum umhverfiskvíða. Fimmtungur finnur fyrir umhverfiskvíða Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.