Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Eitt skærasta nýstirni evrópsku klúbbasenunnar, plötusnúðurinn Upsammy frá Hollandi, kemur fram í Hörpu á Vetrarhátíð í kvöld, laugardag. Þá verður haldið „rave“ undir ljósunum í Hörpu undir heit- inu Vetrarblót, með fyrsta flokks hljóðkerfi, dansgólfi og sérsmíð- uðum bar. Dagskráin hefst kl. 21 og stendur til 02. Auk Upsammy kem- ur íslenska plötusnúðagengið Plútó fram og hópur sjónsnúða leikur á ljósahjúp Hörpu. „Hugmyndin er að Harpa verði einhver frumlegasti og skemmti- legasti næturklúbbur Evrópu í eitt kvöld,“ segir Atli Bollason, einn að- standenda kvöldsins. Upsammy kom fram á LungA- hátíðinni á Seyðisfirði í fyrrasumar og vakti mikla lukku meðal gesta. Vinsæl Upsammy verður á Vetrarblóti. Upsammy á dans- kvöldi í Hörpu Einn af fremstu myndhöfundum landsins, Þor- björg Höskulds- dóttir sem nú stendur á átt- ræðu, opnar á morgun, sunnu- dag, klukkan 17 sýningu á nýjum verkum í Ottó, Hafnarbraut 2 á Höfn í Hornafirði. Þorbjörg sækir myndefni í íslenska náttúru og sýn- ir hálfdraumkennt landslag. Hún kveðst hafa verið við það heygarðs- horn allt frá því hún byrjaði að mála árið 1972. Þorbjörg nýtir sér fjarvíddartæknina og fellir iðulega tíglagólf, súlur og annað manngert inn í myndirnar. Ný málverk Þor- bjargar á Höfn Þorbjörg Höskuldsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikritið Mæður er sagt fagna vanda- málunum og sigrunum sem fylgja móðurhlutverkinu, „því sagða og öllu sem okkur er ekki sagt, klisjunum, mýtunum, því fáránlega og því frá- bærlega óvænta“. Þetta verk eftir dönsku leikskáldin Christinu Seder- qvist, Anna Bro, Julia Lahme og Mette Marie Mai Lange um móður- hlutverkið verður frumflutt í Iðnó á morgun kl. 17 og er leikið af fjórum leikkonum sem allar eru mæður, Aðal- björgu Árnadóttur, Kristínu Péturs- dóttur, Lilju Nótt Þórarinsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Lilja Nótt, sem hafði forgöngu um að verkið er nú fært á fjalirnar hér gerði líka að skilyrði að listrænu stjórnendurnir væru mæður, segir leikstjórinn og móðirin Álfrún Örnólfsdóttir. Stein- unn Jónsdóttir úr Reykjavíkur- dætrum sér um tónlistarval og Hildur Selma Sigbertsdóttir hannar leik- mynd og búninga. Mýturnar og mistökin „Verkið fjallar um það að verða for- eldri og glímuna við að átta sig á því hvernig eigi að standa sig sem best í því hlutverki. Og þá líka um öll mis- tökin sem maður getur mögulega gert og um allar uppeldisaðferðirnar sem maður heyrir eða les um,“ segir Álf- rún. Hún segir að mæðurnar sem gestir muni sjá á sviðinu beri saman bækur sínar og séu ekki endilega sam- mála um það hvernig best sé að fara að. „Það er líka gert grín að leitinni að hinni einu réttu aðferð til að barnið fái fullkomið uppeldi. Komið er inn á allar mýturnar og hvað fólk gengur stund- um fáranlega langt, áður en það fer að sætta sig við það sem það er með í höndunum: hið fullkomna meðalbarn! Sem fólk elskar samt ótakmarkað …“ Álfrún segir leikkonurnar fara með mörg hlutverk. „Þetta er mömmu- klúbbur og í honum hittast þessar ólíku konur. Þær þekkjast ekki fyrir og eru nýorðnar mæður í fyrsta sinn. Svo eru líka eintöl í verkinu þar sem við sjáum aðrar týpur af mæðrum með ólíkar skoðanir og upplifanir af því að verða foreldri.“ Mikill húmor Mæður er tveggja ára gamalt danskt verk. Það gekk í tvö ár í Kaup- mannahöfn og var sýnt bæði á daginn og kvöldin, rétt eins og í Iðnó, en sýn- ingar verða klukkan 13 á þriðjudög- um, 17 á sunnudögum og 20 á fimmtu- dögum næsta mánuðinn. „Mæður geta komið á sýningarnar með korna- börn með sér, það hentar vel for- eldrum í fæðingaorlofi,“ segir Álfrún. Þegar spurt er hvort feður séu líka velkomnir svarar hún: „Að sjálfsögðu! Leikritið fjallar um reynsluheim kvenna en er líka um þá reynslu að verða foreldrar. Auk þess eigum við öll mæður og getum áttað okkur á fórnarkostnaðinum við að alla upp litla manneskju. Svo fæða ekki allar konur börn, sumt fólk ættleiðir til að mynda. Þá þekki ég mann á þrítugs- aldri sem er „mamman“ í sínu sam- bandi – konan hans vaknar til dæmis aldrei til barnsins þeirra á nóttunni ef það grætur, hann sér alveg um það, og hún vill alls ekki skipta um bleyju svo hann sér líka um það. Margir karl- menn skilja því vel hvað svefnlausar nætur eru og hvaða áhrif það hefur á samband fólks, þegar allir eru úrvinda af þreytu. Ein persónan segist hafa þurft að setja læsingu á gluggana svo hún myndi ekki kasta barninu út um gluggann eftir langvarandi svefnleysi. Það er mikill húmor í leikritinu,“ segir Álfrún um verkið. Lilja Nótt, sem bæði leikur og er einn framleiðenda sýningarinnar, var í fæðingaorlofi og langaði að finna leikverk til að undirbúa að setja upp. „Á netinu rakst hún á umfjöllun um þetta leikrit og skellti sér í sólarhring- sferð til Kaupmannahafnar að sjá það. Hún mjólkaði sig bara áður og skildi eftir pela hjá manninum sínum til að gefa barninu. Hún náði að sjá lokasýn- inguna á verkinu og keypti sýning- arréttinn á staðnum,“ segir Álfrún. Og konur eru hvattar til að mæta á sýningu með brjóstmylkinga. „Já, ef þær treysta sér til. Við erum með svæði þar sem hægt er að leggja börnin niður og skipta á þeim, en sýn- ingin hentar ekki eldri börnum sem hlaupa um; þetta er ekki barnasýning en litlu krílin eru velkomin,“ segir leikstjórinn að lokum. Mæður í leit að hinni einu réttu uppeldisaðferð  Leikritið Mæður frumsýnt í Iðnó á sunnudag  Ólíkar konur í mömmuklúbbi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gamansamt Leikkonurnar og listrænir aðstandendur uppsetningarinnar í Iðnó – sem allar urðu að vera mæður. Myndlistarkonan Monika Fryèová stendur fyrir uppákomu í Kling & Bang í Marshall-húsinu í dag, laugardag, kl. 18.30, í tilefni af út- gáfu nýs bókverks hennar sem nefnist Ekphrasis / Pure Mobile vs. Dolce Vita. Karlakór kemur fram og boðið verður upp á vídeósýningu með persónum úr bókinni, heiðurs- gestur kemur frá Seyðisfirði og þá verða léttar veitingar í boði. Monika Fryèová fæddist árið 1983 í Tékkóslóvakíu en býr og starfar á Seyðisfirði og í Suður- Portúgal. Hún vinnur með hljóð- og myndlist, gjörninga og ljóðlist. Í tilkynningu segir að allir séu velkomnir að „fagna (tíma- bundinni) enda- stöð á Lífs- bjargar heims- ferð 2020 Moniku“ á mátt- lausu vélhjóli en hún lagði á því upp í ferð með saltfisk frá Seyðisfirði suður til Portúgal. Ævintýrinu hafi verið ásamt texta „umbreytt í mjög þunga bók“ sem styrkt sé af útgáfu- félaginu Brotherhood og East Ice- land Development Fund. Fagna útgáfu verks Moniku Fryèová Monika Fryèová á ferðalaginu. Tvísýni er heiti sýningar sem mynd- listarmennirnir Hulda Vilhjálms- dóttir og Jón Magnússon opna í dag, laugardag, kl. 17 í Listamönnum galleríi á Skúlagötu 32. Sýna þau samstarfsverk sem þau hófu að vinna að fyrir tveimur árum, þar sem bæði mála sömu fyrirmyndina, en á sinn persónulega hátt. Hafa þau Hulda og Jón deilt vinnustofu á þessum tíma og unnið að mál- verkum sínum hlið við hlið. „Það gerist eitthvað mjög sér- stakt þegar listamaður málar port- rett eftir lifandi fyrirmynd. Sam- band listamanns og fyrirsætu verður persónulegt því markmiðið er ekki aðeins að fanga svip mann- eskjunnar heldur að reyna að kafa Máluðu myndir af sömu fyrirsætunum Hulda Vilhjálmsdóttir undir yfirborðið og ná að túlka per- sónuna eins og hún birtist lista- manninum. Þar hefur hver lista- maður sinn háttinn á, sinn skilning á manneskjunni, sinn stíl og sína túlkun,“ skrifar Jón Proppé um verkin á sýningunni. Jón Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.