Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 50

Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Eitt skærasta nýstirni evrópsku klúbbasenunnar, plötusnúðurinn Upsammy frá Hollandi, kemur fram í Hörpu á Vetrarhátíð í kvöld, laugardag. Þá verður haldið „rave“ undir ljósunum í Hörpu undir heit- inu Vetrarblót, með fyrsta flokks hljóðkerfi, dansgólfi og sérsmíð- uðum bar. Dagskráin hefst kl. 21 og stendur til 02. Auk Upsammy kem- ur íslenska plötusnúðagengið Plútó fram og hópur sjónsnúða leikur á ljósahjúp Hörpu. „Hugmyndin er að Harpa verði einhver frumlegasti og skemmti- legasti næturklúbbur Evrópu í eitt kvöld,“ segir Atli Bollason, einn að- standenda kvöldsins. Upsammy kom fram á LungA- hátíðinni á Seyðisfirði í fyrrasumar og vakti mikla lukku meðal gesta. Vinsæl Upsammy verður á Vetrarblóti. Upsammy á dans- kvöldi í Hörpu Einn af fremstu myndhöfundum landsins, Þor- björg Höskulds- dóttir sem nú stendur á átt- ræðu, opnar á morgun, sunnu- dag, klukkan 17 sýningu á nýjum verkum í Ottó, Hafnarbraut 2 á Höfn í Hornafirði. Þorbjörg sækir myndefni í íslenska náttúru og sýn- ir hálfdraumkennt landslag. Hún kveðst hafa verið við það heygarðs- horn allt frá því hún byrjaði að mála árið 1972. Þorbjörg nýtir sér fjarvíddartæknina og fellir iðulega tíglagólf, súlur og annað manngert inn í myndirnar. Ný málverk Þor- bjargar á Höfn Þorbjörg Höskuldsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikritið Mæður er sagt fagna vanda- málunum og sigrunum sem fylgja móðurhlutverkinu, „því sagða og öllu sem okkur er ekki sagt, klisjunum, mýtunum, því fáránlega og því frá- bærlega óvænta“. Þetta verk eftir dönsku leikskáldin Christinu Seder- qvist, Anna Bro, Julia Lahme og Mette Marie Mai Lange um móður- hlutverkið verður frumflutt í Iðnó á morgun kl. 17 og er leikið af fjórum leikkonum sem allar eru mæður, Aðal- björgu Árnadóttur, Kristínu Péturs- dóttur, Lilju Nótt Þórarinsdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Lilja Nótt, sem hafði forgöngu um að verkið er nú fært á fjalirnar hér gerði líka að skilyrði að listrænu stjórnendurnir væru mæður, segir leikstjórinn og móðirin Álfrún Örnólfsdóttir. Stein- unn Jónsdóttir úr Reykjavíkur- dætrum sér um tónlistarval og Hildur Selma Sigbertsdóttir hannar leik- mynd og búninga. Mýturnar og mistökin „Verkið fjallar um það að verða for- eldri og glímuna við að átta sig á því hvernig eigi að standa sig sem best í því hlutverki. Og þá líka um öll mis- tökin sem maður getur mögulega gert og um allar uppeldisaðferðirnar sem maður heyrir eða les um,“ segir Álf- rún. Hún segir að mæðurnar sem gestir muni sjá á sviðinu beri saman bækur sínar og séu ekki endilega sam- mála um það hvernig best sé að fara að. „Það er líka gert grín að leitinni að hinni einu réttu aðferð til að barnið fái fullkomið uppeldi. Komið er inn á allar mýturnar og hvað fólk gengur stund- um fáranlega langt, áður en það fer að sætta sig við það sem það er með í höndunum: hið fullkomna meðalbarn! Sem fólk elskar samt ótakmarkað …“ Álfrún segir leikkonurnar fara með mörg hlutverk. „Þetta er mömmu- klúbbur og í honum hittast þessar ólíku konur. Þær þekkjast ekki fyrir og eru nýorðnar mæður í fyrsta sinn. Svo eru líka eintöl í verkinu þar sem við sjáum aðrar týpur af mæðrum með ólíkar skoðanir og upplifanir af því að verða foreldri.“ Mikill húmor Mæður er tveggja ára gamalt danskt verk. Það gekk í tvö ár í Kaup- mannahöfn og var sýnt bæði á daginn og kvöldin, rétt eins og í Iðnó, en sýn- ingar verða klukkan 13 á þriðjudög- um, 17 á sunnudögum og 20 á fimmtu- dögum næsta mánuðinn. „Mæður geta komið á sýningarnar með korna- börn með sér, það hentar vel for- eldrum í fæðingaorlofi,“ segir Álfrún. Þegar spurt er hvort feður séu líka velkomnir svarar hún: „Að sjálfsögðu! Leikritið fjallar um reynsluheim kvenna en er líka um þá reynslu að verða foreldrar. Auk þess eigum við öll mæður og getum áttað okkur á fórnarkostnaðinum við að alla upp litla manneskju. Svo fæða ekki allar konur börn, sumt fólk ættleiðir til að mynda. Þá þekki ég mann á þrítugs- aldri sem er „mamman“ í sínu sam- bandi – konan hans vaknar til dæmis aldrei til barnsins þeirra á nóttunni ef það grætur, hann sér alveg um það, og hún vill alls ekki skipta um bleyju svo hann sér líka um það. Margir karl- menn skilja því vel hvað svefnlausar nætur eru og hvaða áhrif það hefur á samband fólks, þegar allir eru úrvinda af þreytu. Ein persónan segist hafa þurft að setja læsingu á gluggana svo hún myndi ekki kasta barninu út um gluggann eftir langvarandi svefnleysi. Það er mikill húmor í leikritinu,“ segir Álfrún um verkið. Lilja Nótt, sem bæði leikur og er einn framleiðenda sýningarinnar, var í fæðingaorlofi og langaði að finna leikverk til að undirbúa að setja upp. „Á netinu rakst hún á umfjöllun um þetta leikrit og skellti sér í sólarhring- sferð til Kaupmannahafnar að sjá það. Hún mjólkaði sig bara áður og skildi eftir pela hjá manninum sínum til að gefa barninu. Hún náði að sjá lokasýn- inguna á verkinu og keypti sýning- arréttinn á staðnum,“ segir Álfrún. Og konur eru hvattar til að mæta á sýningu með brjóstmylkinga. „Já, ef þær treysta sér til. Við erum með svæði þar sem hægt er að leggja börnin niður og skipta á þeim, en sýn- ingin hentar ekki eldri börnum sem hlaupa um; þetta er ekki barnasýning en litlu krílin eru velkomin,“ segir leikstjórinn að lokum. Mæður í leit að hinni einu réttu uppeldisaðferð  Leikritið Mæður frumsýnt í Iðnó á sunnudag  Ólíkar konur í mömmuklúbbi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gamansamt Leikkonurnar og listrænir aðstandendur uppsetningarinnar í Iðnó – sem allar urðu að vera mæður. Myndlistarkonan Monika Fryèová stendur fyrir uppákomu í Kling & Bang í Marshall-húsinu í dag, laugardag, kl. 18.30, í tilefni af út- gáfu nýs bókverks hennar sem nefnist Ekphrasis / Pure Mobile vs. Dolce Vita. Karlakór kemur fram og boðið verður upp á vídeósýningu með persónum úr bókinni, heiðurs- gestur kemur frá Seyðisfirði og þá verða léttar veitingar í boði. Monika Fryèová fæddist árið 1983 í Tékkóslóvakíu en býr og starfar á Seyðisfirði og í Suður- Portúgal. Hún vinnur með hljóð- og myndlist, gjörninga og ljóðlist. Í tilkynningu segir að allir séu velkomnir að „fagna (tíma- bundinni) enda- stöð á Lífs- bjargar heims- ferð 2020 Moniku“ á mátt- lausu vélhjóli en hún lagði á því upp í ferð með saltfisk frá Seyðisfirði suður til Portúgal. Ævintýrinu hafi verið ásamt texta „umbreytt í mjög þunga bók“ sem styrkt sé af útgáfu- félaginu Brotherhood og East Ice- land Development Fund. Fagna útgáfu verks Moniku Fryèová Monika Fryèová á ferðalaginu. Tvísýni er heiti sýningar sem mynd- listarmennirnir Hulda Vilhjálms- dóttir og Jón Magnússon opna í dag, laugardag, kl. 17 í Listamönnum galleríi á Skúlagötu 32. Sýna þau samstarfsverk sem þau hófu að vinna að fyrir tveimur árum, þar sem bæði mála sömu fyrirmyndina, en á sinn persónulega hátt. Hafa þau Hulda og Jón deilt vinnustofu á þessum tíma og unnið að mál- verkum sínum hlið við hlið. „Það gerist eitthvað mjög sér- stakt þegar listamaður málar port- rett eftir lifandi fyrirmynd. Sam- band listamanns og fyrirsætu verður persónulegt því markmiðið er ekki aðeins að fanga svip mann- eskjunnar heldur að reyna að kafa Máluðu myndir af sömu fyrirsætunum Hulda Vilhjálmsdóttir undir yfirborðið og ná að túlka per- sónuna eins og hún birtist lista- manninum. Þar hefur hver lista- maður sinn háttinn á, sinn skilning á manneskjunni, sinn stíl og sína túlkun,“ skrifar Jón Proppé um verkin á sýningunni. Jón Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.