Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Þetta er óviðunandi ástand, Sel- tjarnarnes er fangi Reykjavíkur í umferðarmálum.“ Þetta segja fulltrúar þriggja flokka í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur í bók- un á síðasta fundi. Seltjarnarnesbær óskaði í nóvem- ber í fyrra eftir svörum frá Reykja- víkurborg vegna þrenginga á Birki- mel og Hagatorgi og knapps tíma græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýti sér á leið í og úr vinnu daglega. Svar Þorsteins R. Hermanns- sonar, samgöngustjóra Reykjavíkur, var kynnt á síðasta fundi skipulags- og samgönguráðs. Í fyrirspurn Sigurðar Vals Ás- bjarnarsonar, byggingafulltrúa Sel- tjarnarness, var m.a. vísað til sam- komulags frá 2013, þar sem borgin skuldbatt sig til að fækka ekki ak- reinum á stofnbrautum og að bregð- ast „við þéttingu byggðar með betri samgönguæðum eftir því sem reynslan kann að kalla eftir“. Áhyggjur af þróun mála Vísaði byggingafulltrúinn m.a. á að nú þegar væru risin ný fjölbýlis- hús við Eiðsgranda sem munu auka umferðarþunga og hið sama megi segja um hótelbyggingu á Héðins- reit. Ætla megi að framkvæmdir þessar muni hafa mikil áhrif á um- ferð á samgönguæðum til og frá Sel- tjarnarnesi. „Hafa bæjaryfirvöld á Seltjarnar- nesi ítrekað komið fram með áhyggj- ur af þróun samgöngumála á vestur- hluta höfuðborgarsvæðisins til framtíðar litið,“ segir Sigurður. „Þrengingar við gönguþveranir og stoppistöðvar strætisvagna á Birki- mel og Hagatorgi, til að auka öryggi þeirra sem þar fara um, ganga að mati Reykjavíkurborgar ekki gegn samkomulagi frá 2013 um að fækka ekki akreinum á stofnbrautum,“ segir m.a. í svari Þorsteins sam- göngustjóra. Umræddar götur séu hvorki stofnbrautir né tengibrautir samkvæmt skipulagi. Varðandi umferðarljósin á gatna- mótum Geirsgötu/Kalkofnsvegar/ Lækjargötu bendir Þorsteinn á að lotutíminn sé 90 sekúndur á anna- tímum. Það þýði að allir umferðar- straumar, bæði ökutækja og óvar- inna vegfarenda, þurfa að deila þessum 90 sekúndum á milli sín á þremur fösum. Á gatnamótunum, líkt og á gatnamótum Lækjargötu við Hverfisgötu og Bankastræti, sé mikið um óvarða vegfarendur og því sérstakur fasi í 18 sek. fyrir gang- andi og hjólandi vegfarendur, þ.e. allir straumar gangandi/hjólandi um gatnamótin fá grænt ljós á sama tíma og 7 sek. í rýmingartíma. Um 65 sek. af lotutíma sem eftir stendur sé svo deilt á tvo fasa eingöngu fyrir bílaumferð. Hluti lotutíma er kall- aður öryggistími, þar sem rautt er á alla vegfarendur til að rýma gatna- mót örugglega þegar skipt er á milli fasanna þriggja. Svar samgöngustjórans við fyrir- spurn Seltjarnarnesbæjar varð til- efni til bókana í skipulags- og sam- gönguráði. Fulltrúar Samfylkingar- innar, Viðreisnar og Pírata tóku undir svör samgöngustjóra. Breyttar ferðavenjur og öruggara umhverfi fyrir alla ferðamáta séu sameiginlegir hagsmunir sveitar- félaganna beggja. „Reykjavíkur- borg er ávallt reiðubúin að bæta gott samtal og samvinnu sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu, íbúum og framtíð svæðisins til heilla.“ Fulltrúi Miðflokksins, einn þriggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, Marta Guðjónsdóttir, og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókuðu: „Seltjarnarnesbær hefur miklar áhyggjur af umferðarmálum og umferðarflæði út úr sveitar- félaginu. Enda í fordæmalausri landfræðilegri stöðu gagnvart Reykjavík. Ekki er hægt að komast frá Seltjarnarnesi nema í gegnum Reykjavík eða á sjó. Hvaða sveitar- félag myndi láta bjóða sér það eins og Seltirningar mega þola að hafa 40 km hámarksakstur út úr sveitar- félaginu á stofnbraut í stað þess að Reykjavíkurborg greiði fyrir Vega- gerðinni með þverun gatna fyrir gangandi og hjólandi með göngu- brúm eða undirgöngum. Þetta er óviðunandi ástand.“ Hér eru fulltrúarnir væntanlega að vísa til þess að í fyrra ákvað Reykjavíkurborg að minnka há- markshraða á Hringbraut úr 50 í 40 km frá Eiðisgranda langleiðina að Njarðargötu. „Seltjarnarnes fangi Reykjavíkur“  Seltirningar hafa áhyggjur af þróun samgöngumála á vesturhluta höfuðborgarsvæðisins  Sam- göngustjóri borgarinnar segir að þrengingar á Birkimel og Hagatorgi séu til að auka öryggi fólks Morgunblaðið/Árni Sæberg Gatnamótin Þar sem Geirsgata, Kalkofnsvegur og Lækjargata mætast myndast langar bílaraðir á álagstímum. Allir umferðarstraumar, bæði ökutækja og óvarinna vegfarenda, þurfa að deila 90 sekúndna lotutíma á milli sín á þremur fösum, segir í svari umferðarstjóra Reykjavíkurborgar um umferðarljósin. Kjörnefnd Gler- árprestakalls á Akureyri hefur kosið séra Sindra Geir Ósk- arsson til emb- ættis sóknar- prests og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig- urðardóttir, staðfest ráðn- ingu hans. Þrjú sóttu um emb- ættið. Sr. Sindri Geir er fæddur í Ósló 29. ágúst árið 1991. Hann er upp- alinn á Akureyri og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 2010 og mag. theol.-prófi frá Háskóla Íslands 2016. Nokkru eftir að hann lauk guð- fræðiprófi fluttist hann ásamt fjöl- skyldu sinni til Noregs og starfaði þar sem „prestevikar“ (óvígður af- leysingamaður prests) í tæp tvö ár. Undanfarin ár hefur sr. Sindri Geir fengist við kennslu á Akur- eyri, unnið sem svæðisstjóri KFUM & K á Norðurlandi og sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. Kona Sindra Geirs er Sigríður Árdal grunnskólakennari og eiga þau þrjú börn. Séra Gunnlaugur Garðarsson lét lét fyrir skömmu af embætti sókn- arprests í Glerárprestakalli fyrir aldurs sakir. sisi@mbl.is Valinn til að gegna embætti sóknar- prests á Akureyri Sindri Geir Óskarsson Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.