Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Þetta er óviðunandi ástand, Sel-
tjarnarnes er fangi Reykjavíkur í
umferðarmálum.“ Þetta segja
fulltrúar þriggja flokka í skipulags-
og samgönguráði Reykjavíkur í bók-
un á síðasta fundi.
Seltjarnarnesbær óskaði í nóvem-
ber í fyrra eftir svörum frá Reykja-
víkurborg vegna þrenginga á Birki-
mel og Hagatorgi og knapps tíma
græns beygjuljóss á gatnamótum
Geirsgötu og Lækjargötu sem
margir Seltirningar nýti sér á leið í
og úr vinnu daglega.
Svar Þorsteins R. Hermanns-
sonar, samgöngustjóra Reykjavíkur,
var kynnt á síðasta fundi skipulags-
og samgönguráðs.
Í fyrirspurn Sigurðar Vals Ás-
bjarnarsonar, byggingafulltrúa Sel-
tjarnarness, var m.a. vísað til sam-
komulags frá 2013, þar sem borgin
skuldbatt sig til að fækka ekki ak-
reinum á stofnbrautum og að bregð-
ast „við þéttingu byggðar með betri
samgönguæðum eftir því sem
reynslan kann að kalla eftir“.
Áhyggjur af þróun mála
Vísaði byggingafulltrúinn m.a. á
að nú þegar væru risin ný fjölbýlis-
hús við Eiðsgranda sem munu auka
umferðarþunga og hið sama megi
segja um hótelbyggingu á Héðins-
reit. Ætla megi að framkvæmdir
þessar muni hafa mikil áhrif á um-
ferð á samgönguæðum til og frá Sel-
tjarnarnesi.
„Hafa bæjaryfirvöld á Seltjarnar-
nesi ítrekað komið fram með áhyggj-
ur af þróun samgöngumála á vestur-
hluta höfuðborgarsvæðisins til
framtíðar litið,“ segir Sigurður.
„Þrengingar við gönguþveranir og
stoppistöðvar strætisvagna á Birki-
mel og Hagatorgi, til að auka öryggi
þeirra sem þar fara um, ganga að
mati Reykjavíkurborgar ekki gegn
samkomulagi frá 2013 um að fækka
ekki akreinum á stofnbrautum,“
segir m.a. í svari Þorsteins sam-
göngustjóra. Umræddar götur séu
hvorki stofnbrautir né tengibrautir
samkvæmt skipulagi.
Varðandi umferðarljósin á gatna-
mótum Geirsgötu/Kalkofnsvegar/
Lækjargötu bendir Þorsteinn á að
lotutíminn sé 90 sekúndur á anna-
tímum. Það þýði að allir umferðar-
straumar, bæði ökutækja og óvar-
inna vegfarenda, þurfa að deila
þessum 90 sekúndum á milli sín á
þremur fösum. Á gatnamótunum,
líkt og á gatnamótum Lækjargötu
við Hverfisgötu og Bankastræti, sé
mikið um óvarða vegfarendur og því
sérstakur fasi í 18 sek. fyrir gang-
andi og hjólandi vegfarendur, þ.e.
allir straumar gangandi/hjólandi um
gatnamótin fá grænt ljós á sama
tíma og 7 sek. í rýmingartíma. Um
65 sek. af lotutíma sem eftir stendur
sé svo deilt á tvo fasa eingöngu fyrir
bílaumferð. Hluti lotutíma er kall-
aður öryggistími, þar sem rautt er á
alla vegfarendur til að rýma gatna-
mót örugglega þegar skipt er á milli
fasanna þriggja.
Svar samgöngustjórans við fyrir-
spurn Seltjarnarnesbæjar varð til-
efni til bókana í skipulags- og sam-
gönguráði. Fulltrúar Samfylkingar-
innar, Viðreisnar og Pírata tóku
undir svör samgöngustjóra.
Breyttar ferðavenjur og öruggara
umhverfi fyrir alla ferðamáta séu
sameiginlegir hagsmunir sveitar-
félaganna beggja. „Reykjavíkur-
borg er ávallt reiðubúin að bæta
gott samtal og samvinnu sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu,
íbúum og framtíð svæðisins til
heilla.“
Fulltrúi Miðflokksins, einn
þriggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, Marta Guðjónsdóttir, og
áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins
bókuðu: „Seltjarnarnesbær hefur
miklar áhyggjur af umferðarmálum
og umferðarflæði út úr sveitar-
félaginu. Enda í fordæmalausri
landfræðilegri stöðu gagnvart
Reykjavík. Ekki er hægt að komast
frá Seltjarnarnesi nema í gegnum
Reykjavík eða á sjó. Hvaða sveitar-
félag myndi láta bjóða sér það eins
og Seltirningar mega þola að hafa
40 km hámarksakstur út úr sveitar-
félaginu á stofnbraut í stað þess að
Reykjavíkurborg greiði fyrir Vega-
gerðinni með þverun gatna fyrir
gangandi og hjólandi með göngu-
brúm eða undirgöngum. Þetta er
óviðunandi ástand.“
Hér eru fulltrúarnir væntanlega
að vísa til þess að í fyrra ákvað
Reykjavíkurborg að minnka há-
markshraða á Hringbraut úr 50 í 40
km frá Eiðisgranda langleiðina að
Njarðargötu.
„Seltjarnarnes fangi Reykjavíkur“
Seltirningar hafa áhyggjur af þróun samgöngumála á vesturhluta höfuðborgarsvæðisins Sam-
göngustjóri borgarinnar segir að þrengingar á Birkimel og Hagatorgi séu til að auka öryggi fólks
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gatnamótin Þar sem Geirsgata, Kalkofnsvegur og Lækjargata mætast myndast langar bílaraðir á álagstímum. Allir umferðarstraumar, bæði ökutækja og
óvarinna vegfarenda, þurfa að deila 90 sekúndna lotutíma á milli sín á þremur fösum, segir í svari umferðarstjóra Reykjavíkurborgar um umferðarljósin.
Kjörnefnd Gler-
árprestakalls á
Akureyri hefur
kosið séra
Sindra Geir Ósk-
arsson til emb-
ættis sóknar-
prests og hefur
biskup Íslands,
sr. Agnes M. Sig-
urðardóttir,
staðfest ráðn-
ingu hans. Þrjú sóttu um emb-
ættið.
Sr. Sindri Geir er fæddur í Ósló
29. ágúst árið 1991. Hann er upp-
alinn á Akureyri og lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 2010 og mag. theol.-prófi frá
Háskóla Íslands 2016.
Nokkru eftir að hann lauk guð-
fræðiprófi fluttist hann ásamt fjöl-
skyldu sinni til Noregs og starfaði
þar sem „prestevikar“ (óvígður af-
leysingamaður prests) í tæp tvö ár.
Undanfarin ár hefur sr. Sindri
Geir fengist við kennslu á Akur-
eyri, unnið sem svæðisstjóri KFUM
& K á Norðurlandi og sem ráðgjafi
hjá Vinnumálastofnun.
Kona Sindra Geirs er Sigríður
Árdal grunnskólakennari og eiga
þau þrjú börn.
Séra Gunnlaugur Garðarsson lét
lét fyrir skömmu af embætti sókn-
arprests í Glerárprestakalli fyrir
aldurs sakir. sisi@mbl.is
Valinn til að gegna
embætti sóknar-
prests á Akureyri
Sindri Geir
Óskarsson
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum