Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 atriði í þróun málsins. Nokkrum dög- um síðar óskaði lögmaður hans, Vil- hjálmur Hans, eftir því að einn dómaranna, Arnfríður Einarsdóttir, segði sig frá málinu vegna ágalla á skipan hennar og þriggja annarra dómara í Landsrétt í byrjun júní 2017. Breytti kröfugerðinni Landsréttur hafnað þessari ósk í lok febrúar 2018 og 8. mars sama ár vísaði Hæstiréttur sömu beiðni frá. Í kjölfarið breytti Guðmundur Andri kröfugerð sinni fyrir landsrétti og krafðist aðallega sýknu í málinu. Til vara krafðist hann að refsingin yrði milduð með vísan til þess að við skipan dómara í landsrétt hafi verið brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar og mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til réttlátrar máls- meðferðar. Landsréttur staðfesti dóm Héraðs- dóms Reykjaness 23. mars 2018. Guðmundur Andri leitaði þá til Hæstaréttar sem féllst á að taka mál- ið fyrir. Aðalkrafa hans var að dómur Landsréttar yrði ógiltur og málið endurflutt fyrir löglega skipuðum dómi. Varakrafa var að hann yrði sýknaður eða refsingin milduð. Reisti hann kröfu sína á því að við skipan dómara í Landsrétt hefði verið brotið gegn lögum um dómstóla. Þá hefði Sigríður Á. Andersen, þáv. dómsmálaráðherra, með tillögu sinni um dómaraefni brotið gegn þeirri reglu að skipa beri hæfasta umsækj- andann. Með því hefði verið brotið gegn áðurnefndum ákvæðum stjórn- arskrár og mannréttindasáttmálans. Ógildingu dómsins hafnað Hæstiréttur hafnaði aðalkröfu Guðmundar Andra og staðfesti dóm Landsréttar. Þessi maídómur Hæsta- réttar hefur málsnúmerið 10/2018. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson óskaði eftir því 31. maí 2018 að MDE tæki málið fyrir. Meginrökin voru þau að við skipan Arnfríðar í embætti dóm- ara við Landsrétt hefði verið brotið gegn lögum um dómstóla. Málið hefði því ekki verið dæmt af löglega skip- uðum dómi. Af því leiddi að málið varðaði ákvæði mannréttindasáttmál- ans um rétt til réttlátrar málsmeð- ferðar, þ.e. 1. mgr. 6. gr. sáttmálans. Mannréttindadómstóllinn sam- þykkti að taka málið fyrir. Skriflegur málflutningur fór fram haustið 2018 og féll dómur 12. mars í fyrra. Fimm dómarar af sjö, þ.m.t. Róbert Spanó, töldu málsmeðferðina hafa brotið gegn ákvæðinu en tveir dómarar voru ósammála og skiluðu séráliti. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. And- ersen af sér sem dómsmálaráðherra. Beiðni íslenska ríkisins um að yfir- réttur mannréttindadómstólsins endurskoðaði málið var síðar sam- þykkt og var málið tekið fyrir síðasta miðvikudag að viðstöddu fjölmenni. Vísuðu til dóms Hæstaréttar Eftir að Sigríður færði fjóra um- sækjendur um stöðu dómara við Landsrétt ofar á hæfnislista töldu tveir þeirra sem færðust neðar, og urðu þar með ekki skipaðir, að á rétti þeirra hefði verið brotið. Sú atburðarás hafði mikla þýðingu í dómi undirréttar MDE. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu í tveimur dómum í desember 2017 (mál 591 og 592) að greiða bæri þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhann- esi Rúnari Jóhannssyni, umsækjend- um um stöðu dómara við landsrétt, 700 þús. í miskabætur fyrir að hafa ekki verið skipaðir í Landsrétt. Við málflutninginn í Strassborg vísaði Vilhjálmur til þessara dóma og þeirrar niðurstöðu Hæstaréttar að við skipan dómara í Landsrétt hafi Sigríður gengið fram án þess að „skeyta nokkuð um [þá] augljósu hættu“ sem það hefði fyrir orðspor og starfsheiður stefnanda – Jóhannesar Rúnars og Ástráðs – að víkja frá áliti dómnefndar við dómaraval. Vísvitandi brot eða vanræksla „Þessi fordæming Hæstaréttar hlýtur að verða skilin svo að brot fyrr- verandi dómsmálaráðherra skuli álit- in hafa verið framin annaðhvort vís- vitandi eða vegna slíkrar vanrækslu að það jaðri við ásetning. Það hefur því verið sýnt fram á að brot fyrrver- andi dómsmálaráðherra í skipunar- ferlinu hafi verið alvarleg. Þau hefðu með hliðsjón af dóma- fordæmum þessa dómstóls með réttu átt að leiða að þeirri niðurstöðu að sakfelling Landsréttar í máli um- sækjanda hefði verið ógilt og málið endurflutt fyrir löglega skipuðum dómstól. Því miður var Hæstiréttur ekki tilefninu vaxinn með því að kom- ast að réttri niðurstöðu,“ sagði Vil- hjálmur en þýtt er úr ensku. Þá sagði Vilhjálmur Hæstarétt ranglega hafa vísað til þess í dómnum í maí 2018, þegar kröfu um ógildingu Landsréttardómsins var hafnað, að í dómunum í desember 2017 hefði það verið álitinn veigalítill ágalli að Al- þingi hefði ekki fylgt þeirri skyldu sinni að kjósa um hvert og eitt dóm- araefnanna 15. Þá niðurstöðu væri þar ekki að finna. Þetta er hér rifjað upp vegna þess að undirréttur komst að sömu niður- stöðu og Vilhjálmur. Þannig taldi undirréttur að þær niðurstöður Hæstaréttar, að Sigríður ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu og að annmarkar hefðu verið á staðfest- ingu Alþingis, skyldu metnar þung- vægar. Það væri því næsta verkefni undirréttar að meta hvort brotin teld- ust hafa verið skýlaus (e. flagrant) og seta Arnfríðar í landsrétti því gengið gegn rétti Guðmundar Andra til rétt- látrar málsmeðferðar. Niðurstaða undirréttar var að brotin teldust vera skýlaus. Ásamt þessum sjónarmiðum sagði í málsgrein 103 í dómi undirréttar að undirrétturinn hefði þurfi að meta hvort brot á reglum um skipan dóm- ara í landsrétt hefði skapað hættu á að aðrir hlutar ríkisvaldsins, einkum framkvæmdavaldið, hefði með fram- göngu sinni grafið undan heilindum valferlisins á þann hátt að ekki var fyrirséð í gildandi reglum. Fleiri dæmi mætti nefna um gagn- rýni undirréttarins á það hvernig staðið var að skipan dómaranna. Meðal annars var vísað til bóta sem einn umsækjanda, Jón Höskuldsson, fékk dæmdar í Héraðsdómi Reykja- víkur, alls fjórar milljónir króna með vöxtum, en það mál sætir áfrýjun. Horfa þurfi á allt ferlið Það er mikilvægt atriði í dómi undirréttar MDE að hann setur upp próf til að skera úr um hvort ágallar á skipan dómara í Landsrétt teljist hafa verið skýlaus brot. Þá fyrst og fremst brot Sigríðar á rannsóknar- reglu stjórnsýslulaga og ágallar á staðfestingu Alþingis, hvort tveggja atriði sem Hæstiréttur hafi fundið að í desemberdómunum. Niðurstaðan er að Landsréttur hafi ekki verið löglega skipaður og eftir atvikum því um ský- laust brot að ræða. Með því hafi verið brotið á rétti Guðmundar Andra til réttlátrar málsmeðferðar. Þessi niðurstaða undirréttar bygg- ist á annarri réttarhefð en á Íslandi. Hér á landi þarf sakarefnið að vera afmarkað og gögn málsins að sýna fram á tiltekið brot. Mannréttinda- dómstóll Evrópu túlkaði hins vegar málið heildstætt til að leiða fram niðurstöðu. Undirrétturinn taldi þannig að samanlagt hefðu verið slík- ir ágallar á valferlinu að komast mætti að þeirri niðurstöðu að brotið verið á rétti sakbornings. Með því lýsti undirrétturinn sig ósammála Hæstarétti og þar með íslenska rík- inu, sem vísaði til maídóms Hæsta- réttar. Það var enda meginröksemd ríkisins að dómararnir hefðu verið löglega skipaðir og því ekki verið brotið á réttinum til réttlátrar máls- meðferðar. Undirrétturinn beitti því annarri röksemdafærslu en Hæstiréttur, æðsti dómstóll Íslands, sem féllst ekki á að slíkir annmarkar hefðu verið á skipan dómara í Landsrétt að þeir teldust ekki löglega skipaðir. Vikið að þætti Alþingis Hvað varðar samþykkt Alþingis á lista Sigríðar vísar undirréttur til þess í málsgrein 33 að Hæstiréttur hafi í desemberdómunum talið ráð- herrann hafa vanrækt rannsóknar- skyldu. Því hafi Alþingi ekki getað rækt hlutverk sitt í ferlinu sem skyldi. Loks vekur athygli að í málsgrein 107 segir að MDE hafi ekki forsendur til að efast um túlkun Hæstaréttar á íslenskum lögum. Á hinn bóginn lagði undirrétturinn desemberdómana til grundvallar en ekki maídóminn og hvernig komist var að þeirri niður- stöðu að Arnfríður væri réttilega skipuð. Þess í stað skiptir undir- rétturinn því mati út fyrir eigið mat á afleiðingum skipunar Arnfríðar. Sem áður segir byggðist málflutn- ingur Vilhjálms fyrir yfirrétti á sömu sjónarmiðum og dómur undirréttar. Á eftir að koma í ljós hvort yfirréttur kemst að annarri niðurstöðu. Sem kunnugt er dæmir Róbert Spanó í málinu á báðum stigum. MDE styðst við aðra réttarhefð  Undirréttur Mannréttindadómstóls Evrópu hafnaði niðurstöðu Hæstaréttar og íslenska ríkisins  Undirrétturinn setti upp próf sem meirihluti dómara taldi leiða til þessarar niðurstöðu í málinu Ljósmynd/MDE Málflutningur í yfirrétti Mál Guðmundar Andra gegn íslenska ríkinu hefur tvisvar komið til kasta MDE. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mánudaginn 24. október 2016 ók Guðmundur Andri Ástráðsson bifreið undir áhrifum kókaíns austur Hlíðar- hjalla í Kópavogi og inn á gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar og í veg fyrir bifreið. Fór þá af stað atburða- rás sem leiddi til málflutnings fyrir yfirrétti Mannréttindadómstóls Evrópu á miðvikudaginn var. Fram kom í dómi Héraðsdóms Reykjaness í mars 2017 að Guðmund- ur Andri hefði skýlaust játað brotið en kókaín mældist í blóði. Var hann dæmdur í 17 mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt. Hafði hann þá margítrekað verið dæmdur fyrir að aka sviptur ökurétt- indum undir áhrifum áfengis- og eða áhrifum ávana- og fíkniefna. Var Sveinn Andri Sveinsson meðal réttar- gæslumanna. Að auki fékk hann dóm í nóvember 2018 fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, sviptur ökurétti, m.a. undir áhrifum fíkniefna. Ári síðar, í nóvember 2019, fékk hann svo dóm fyrir akstur undir áhrifum kókaíns, sviptur ökurétti, og brot á vopnalögum. Sagði í dómnum að hann hefði 14 sinnum fengið dóm fyrir refsiverða háttsemi en saka- ferillinn nær aftur til ársins 2005 er hann var tvítugur. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson var verjandi hans í báð- um málum sem eru frá árinu 2017. Fluttist á nýtt dómstig Guðmundur Andri áfrýjaði áður- nefndum dómi Héraðsdóms Reykja- ness til Hæstaréttar í apríl 2017. Sök- um þess að málið var ekki flutt fyrir árslok 2017 fluttist það yfir til nýs millidómstigs, Landsréttar, sem tók til starfa í ársbyrjun 2018. Í lok janúar 2018 var Guðmundi Andra tilkynnt að málið yrði tekið fyrir í Landsrétti 6. febrúar og fylgdu með nöfn þriggja dómara. Hafði Hæstiréttur þá dæmt tveim- ur umsækjendanna bætur, eins og hér verður rakið. Það reyndist lykil- Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.