Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 atriði í þróun málsins. Nokkrum dög- um síðar óskaði lögmaður hans, Vil- hjálmur Hans, eftir því að einn dómaranna, Arnfríður Einarsdóttir, segði sig frá málinu vegna ágalla á skipan hennar og þriggja annarra dómara í Landsrétt í byrjun júní 2017. Breytti kröfugerðinni Landsréttur hafnað þessari ósk í lok febrúar 2018 og 8. mars sama ár vísaði Hæstiréttur sömu beiðni frá. Í kjölfarið breytti Guðmundur Andri kröfugerð sinni fyrir landsrétti og krafðist aðallega sýknu í málinu. Til vara krafðist hann að refsingin yrði milduð með vísan til þess að við skipan dómara í landsrétt hafi verið brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar og mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til réttlátrar máls- meðferðar. Landsréttur staðfesti dóm Héraðs- dóms Reykjaness 23. mars 2018. Guðmundur Andri leitaði þá til Hæstaréttar sem féllst á að taka mál- ið fyrir. Aðalkrafa hans var að dómur Landsréttar yrði ógiltur og málið endurflutt fyrir löglega skipuðum dómi. Varakrafa var að hann yrði sýknaður eða refsingin milduð. Reisti hann kröfu sína á því að við skipan dómara í Landsrétt hefði verið brotið gegn lögum um dómstóla. Þá hefði Sigríður Á. Andersen, þáv. dómsmálaráðherra, með tillögu sinni um dómaraefni brotið gegn þeirri reglu að skipa beri hæfasta umsækj- andann. Með því hefði verið brotið gegn áðurnefndum ákvæðum stjórn- arskrár og mannréttindasáttmálans. Ógildingu dómsins hafnað Hæstiréttur hafnaði aðalkröfu Guðmundar Andra og staðfesti dóm Landsréttar. Þessi maídómur Hæsta- réttar hefur málsnúmerið 10/2018. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson óskaði eftir því 31. maí 2018 að MDE tæki málið fyrir. Meginrökin voru þau að við skipan Arnfríðar í embætti dóm- ara við Landsrétt hefði verið brotið gegn lögum um dómstóla. Málið hefði því ekki verið dæmt af löglega skip- uðum dómi. Af því leiddi að málið varðaði ákvæði mannréttindasáttmál- ans um rétt til réttlátrar málsmeð- ferðar, þ.e. 1. mgr. 6. gr. sáttmálans. Mannréttindadómstóllinn sam- þykkti að taka málið fyrir. Skriflegur málflutningur fór fram haustið 2018 og féll dómur 12. mars í fyrra. Fimm dómarar af sjö, þ.m.t. Róbert Spanó, töldu málsmeðferðina hafa brotið gegn ákvæðinu en tveir dómarar voru ósammála og skiluðu séráliti. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. And- ersen af sér sem dómsmálaráðherra. Beiðni íslenska ríkisins um að yfir- réttur mannréttindadómstólsins endurskoðaði málið var síðar sam- þykkt og var málið tekið fyrir síðasta miðvikudag að viðstöddu fjölmenni. Vísuðu til dóms Hæstaréttar Eftir að Sigríður færði fjóra um- sækjendur um stöðu dómara við Landsrétt ofar á hæfnislista töldu tveir þeirra sem færðust neðar, og urðu þar með ekki skipaðir, að á rétti þeirra hefði verið brotið. Sú atburðarás hafði mikla þýðingu í dómi undirréttar MDE. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu í tveimur dómum í desember 2017 (mál 591 og 592) að greiða bæri þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhann- esi Rúnari Jóhannssyni, umsækjend- um um stöðu dómara við landsrétt, 700 þús. í miskabætur fyrir að hafa ekki verið skipaðir í Landsrétt. Við málflutninginn í Strassborg vísaði Vilhjálmur til þessara dóma og þeirrar niðurstöðu Hæstaréttar að við skipan dómara í Landsrétt hafi Sigríður gengið fram án þess að „skeyta nokkuð um [þá] augljósu hættu“ sem það hefði fyrir orðspor og starfsheiður stefnanda – Jóhannesar Rúnars og Ástráðs – að víkja frá áliti dómnefndar við dómaraval. Vísvitandi brot eða vanræksla „Þessi fordæming Hæstaréttar hlýtur að verða skilin svo að brot fyrr- verandi dómsmálaráðherra skuli álit- in hafa verið framin annaðhvort vís- vitandi eða vegna slíkrar vanrækslu að það jaðri við ásetning. Það hefur því verið sýnt fram á að brot fyrrver- andi dómsmálaráðherra í skipunar- ferlinu hafi verið alvarleg. Þau hefðu með hliðsjón af dóma- fordæmum þessa dómstóls með réttu átt að leiða að þeirri niðurstöðu að sakfelling Landsréttar í máli um- sækjanda hefði verið ógilt og málið endurflutt fyrir löglega skipuðum dómstól. Því miður var Hæstiréttur ekki tilefninu vaxinn með því að kom- ast að réttri niðurstöðu,“ sagði Vil- hjálmur en þýtt er úr ensku. Þá sagði Vilhjálmur Hæstarétt ranglega hafa vísað til þess í dómnum í maí 2018, þegar kröfu um ógildingu Landsréttardómsins var hafnað, að í dómunum í desember 2017 hefði það verið álitinn veigalítill ágalli að Al- þingi hefði ekki fylgt þeirri skyldu sinni að kjósa um hvert og eitt dóm- araefnanna 15. Þá niðurstöðu væri þar ekki að finna. Þetta er hér rifjað upp vegna þess að undirréttur komst að sömu niður- stöðu og Vilhjálmur. Þannig taldi undirréttur að þær niðurstöður Hæstaréttar, að Sigríður ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu og að annmarkar hefðu verið á staðfest- ingu Alþingis, skyldu metnar þung- vægar. Það væri því næsta verkefni undirréttar að meta hvort brotin teld- ust hafa verið skýlaus (e. flagrant) og seta Arnfríðar í landsrétti því gengið gegn rétti Guðmundar Andra til rétt- látrar málsmeðferðar. Niðurstaða undirréttar var að brotin teldust vera skýlaus. Ásamt þessum sjónarmiðum sagði í málsgrein 103 í dómi undirréttar að undirrétturinn hefði þurfi að meta hvort brot á reglum um skipan dóm- ara í landsrétt hefði skapað hættu á að aðrir hlutar ríkisvaldsins, einkum framkvæmdavaldið, hefði með fram- göngu sinni grafið undan heilindum valferlisins á þann hátt að ekki var fyrirséð í gildandi reglum. Fleiri dæmi mætti nefna um gagn- rýni undirréttarins á það hvernig staðið var að skipan dómaranna. Meðal annars var vísað til bóta sem einn umsækjanda, Jón Höskuldsson, fékk dæmdar í Héraðsdómi Reykja- víkur, alls fjórar milljónir króna með vöxtum, en það mál sætir áfrýjun. Horfa þurfi á allt ferlið Það er mikilvægt atriði í dómi undirréttar MDE að hann setur upp próf til að skera úr um hvort ágallar á skipan dómara í Landsrétt teljist hafa verið skýlaus brot. Þá fyrst og fremst brot Sigríðar á rannsóknar- reglu stjórnsýslulaga og ágallar á staðfestingu Alþingis, hvort tveggja atriði sem Hæstiréttur hafi fundið að í desemberdómunum. Niðurstaðan er að Landsréttur hafi ekki verið löglega skipaður og eftir atvikum því um ský- laust brot að ræða. Með því hafi verið brotið á rétti Guðmundar Andra til réttlátrar málsmeðferðar. Þessi niðurstaða undirréttar bygg- ist á annarri réttarhefð en á Íslandi. Hér á landi þarf sakarefnið að vera afmarkað og gögn málsins að sýna fram á tiltekið brot. Mannréttinda- dómstóll Evrópu túlkaði hins vegar málið heildstætt til að leiða fram niðurstöðu. Undirrétturinn taldi þannig að samanlagt hefðu verið slík- ir ágallar á valferlinu að komast mætti að þeirri niðurstöðu að brotið verið á rétti sakbornings. Með því lýsti undirrétturinn sig ósammála Hæstarétti og þar með íslenska rík- inu, sem vísaði til maídóms Hæsta- réttar. Það var enda meginröksemd ríkisins að dómararnir hefðu verið löglega skipaðir og því ekki verið brotið á réttinum til réttlátrar máls- meðferðar. Undirrétturinn beitti því annarri röksemdafærslu en Hæstiréttur, æðsti dómstóll Íslands, sem féllst ekki á að slíkir annmarkar hefðu verið á skipan dómara í Landsrétt að þeir teldust ekki löglega skipaðir. Vikið að þætti Alþingis Hvað varðar samþykkt Alþingis á lista Sigríðar vísar undirréttur til þess í málsgrein 33 að Hæstiréttur hafi í desemberdómunum talið ráð- herrann hafa vanrækt rannsóknar- skyldu. Því hafi Alþingi ekki getað rækt hlutverk sitt í ferlinu sem skyldi. Loks vekur athygli að í málsgrein 107 segir að MDE hafi ekki forsendur til að efast um túlkun Hæstaréttar á íslenskum lögum. Á hinn bóginn lagði undirrétturinn desemberdómana til grundvallar en ekki maídóminn og hvernig komist var að þeirri niður- stöðu að Arnfríður væri réttilega skipuð. Þess í stað skiptir undir- rétturinn því mati út fyrir eigið mat á afleiðingum skipunar Arnfríðar. Sem áður segir byggðist málflutn- ingur Vilhjálms fyrir yfirrétti á sömu sjónarmiðum og dómur undirréttar. Á eftir að koma í ljós hvort yfirréttur kemst að annarri niðurstöðu. Sem kunnugt er dæmir Róbert Spanó í málinu á báðum stigum. MDE styðst við aðra réttarhefð  Undirréttur Mannréttindadómstóls Evrópu hafnaði niðurstöðu Hæstaréttar og íslenska ríkisins  Undirrétturinn setti upp próf sem meirihluti dómara taldi leiða til þessarar niðurstöðu í málinu Ljósmynd/MDE Málflutningur í yfirrétti Mál Guðmundar Andra gegn íslenska ríkinu hefur tvisvar komið til kasta MDE. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mánudaginn 24. október 2016 ók Guðmundur Andri Ástráðsson bifreið undir áhrifum kókaíns austur Hlíðar- hjalla í Kópavogi og inn á gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar og í veg fyrir bifreið. Fór þá af stað atburða- rás sem leiddi til málflutnings fyrir yfirrétti Mannréttindadómstóls Evrópu á miðvikudaginn var. Fram kom í dómi Héraðsdóms Reykjaness í mars 2017 að Guðmund- ur Andri hefði skýlaust játað brotið en kókaín mældist í blóði. Var hann dæmdur í 17 mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt. Hafði hann þá margítrekað verið dæmdur fyrir að aka sviptur ökurétt- indum undir áhrifum áfengis- og eða áhrifum ávana- og fíkniefna. Var Sveinn Andri Sveinsson meðal réttar- gæslumanna. Að auki fékk hann dóm í nóvember 2018 fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, sviptur ökurétti, m.a. undir áhrifum fíkniefna. Ári síðar, í nóvember 2019, fékk hann svo dóm fyrir akstur undir áhrifum kókaíns, sviptur ökurétti, og brot á vopnalögum. Sagði í dómnum að hann hefði 14 sinnum fengið dóm fyrir refsiverða háttsemi en saka- ferillinn nær aftur til ársins 2005 er hann var tvítugur. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson var verjandi hans í báð- um málum sem eru frá árinu 2017. Fluttist á nýtt dómstig Guðmundur Andri áfrýjaði áður- nefndum dómi Héraðsdóms Reykja- ness til Hæstaréttar í apríl 2017. Sök- um þess að málið var ekki flutt fyrir árslok 2017 fluttist það yfir til nýs millidómstigs, Landsréttar, sem tók til starfa í ársbyrjun 2018. Í lok janúar 2018 var Guðmundi Andra tilkynnt að málið yrði tekið fyrir í Landsrétti 6. febrúar og fylgdu með nöfn þriggja dómara. Hafði Hæstiréttur þá dæmt tveim- ur umsækjendanna bætur, eins og hér verður rakið. Það reyndist lykil- Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.