Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Sigurður Bjarni Jónsson
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
✝ Guðbjörg Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Horni í Horn-
vík 7.2. 1937. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
fjarða Ísafirði 24.1.
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Dagbjört Hallvarð-
ardóttir, f. 19.7.
1894, d. 17.5. 1977
og Stefán Pétur Þorbjörnsson,
f. 9.1. 1910, d. 15.6. 1994. Systk-
ini Guðbjargar sammæðra voru
Elín, f. 1921, Sigríður, f. 1922,
Guðmunda, f. 1926 og Grímur,
f. 1930. Þau eru öll látin.
Eiginmaður Guðbjargar var
Gunnar Guðfinnur Jón Leósson
pípulagningameistari, f. 26.1.
1933, d. 27.3. 1994. Foreldrar
hans voru Soffía Júlíana Bær-
ingsdóttir og Leó Jónsson.
Börn Guðbjargar og Gunnars
eru: 1) Hafþór pípulagninga-
meistari, f. 1960. Kona hans er
Guðbjörg Hjartardóttir. Dóttir
Hafþórs og Guðbjargar er
Anna Margrét en fyrir átti Haf-
þór dæturnar Helgu Björgu
með Höllu Ragúelsdóttur og
Fanný, kennara og náms- og
starfsráðgjafa, f. 1957. Maður
hennar er Hörður Gunnarsson
og eiga þau soninn Gunnar.
Guðbjörg og Gunnar tóku að
sér um tíma fósturdótturina
Guðlaugu Elíasdóttur, f. 1954.
Maður hennar er Sigurgeir
Guðmundur Jóhannsson. Börn
þeirra eru Halldóra Íris, Elvar
Kristinn, Hrefna Sylvía og
Hrafnhildur Brynja.
Guðbjörg eða Gugga eins og
hún var kölluð bjó á Horni til
átta ára aldurs en þá fluttist
fjölskyldan á Kolbeinslæk í
Súðavík. Gugga stundaði um
tíma nám við Héraðsskólann í
Reykjanesi, en síðar stundaði
hún nám í Húsmæðraskólanum
Ósk á Ísafirði. Gugga hafði alla
tíð mikið yndi af hannyrðum,
sérstaklega prjónaskap. Gugga
bjó í 59 ár í Bolungarvík. Árið
1963 byggðu þau Gunnar sér
heimili að Hlíðarstræti 15.
Lengi vel var Gugga húsmóðir
en fór til starfa í frystihúsinu í
Bolungarvík eftir að börn henn-
ar fjögur voru orðin stálpuð.
Þau Gugga og Gunnar komu
sér upp griðastað í Skálavík. Í
mars 1994 lentu þau í vélsleðas-
lysi á leið sinni frá Skálavík til
Bolungarvíkur með þeim afleið-
ingum að Gunnar lést en Gugga
slasaðist alvarlega.
Útför Guggu fer fram frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag,
8. febrúar 2020, kl. 14.
Guðbjörgu Stef-
aníu með Elsu Jó-
hannesdóttur.
Fósturdóttir Haf-
þórs úr fyrri sam-
búð með Elsu er
Ellý. Börn Guð-
bjargar eru Hall-
dór Ingi, Hjörtur
Rúnar og Helga
Guðrún. 2) Jó-
hanna Sóley
sjúkraliði, f. 1962.
Sambýlismaður hennar er Páll
Benediktsson. Synir þeirra eru
Benedikt Eggert og Gunnar
Leó.
3) Bæring Freyr Gunnarsson,
bílstjóri og útgerðarmaður, f.
1963. Fyrrverandi kona hans er
Grazyna M. Okunewska og eiga
þau soninn Einar Patrek. Fyrir
átti Bæring dótturina Kristínu
Agnesi með Ester Agnarsdótt-
ur. Bæring er í sambandi með
Rayong Ngosanthiah og á hún
fyrir synina Tananchai og Jón
Karl. 4) Elín, starfandi kennari,
f. 1969. Maður hennar er Sig-
urgeir Sveinsson. Börn þeirra
eru Guðný, Þórður, Jón Ragnar
og Kolbrún Ýr.
Fyrir átti Gunnar dótturina
Að sitja og skrifa minningar-
grein um mömmu sína er erfitt.
Hún mamma var besta vin-
kona mín.
Hún mamma var algjör hetja.
Hún mamma var hæfileikarík.
Hún mamma var heiðarleg.
Hún mamma var hvetjandi.
Hún mamma var hjálpsöm.
Hún mamma var og er fyrir-
myndin mín.
Takk fyrir allar gæðastundirn-
ar sem við áttum saman ég og
mín fjölskylda. Við eigum þér
mikið að þakka, alltaf boðin og
búin að hjálpa okkur.
Að eiga minningu um svona
góða konu eins og þig er dýr-
mætur fjársjóður.
Að hugsa sér allt sem þú hefur
áorkað um ævina, elsku mamma.
Allt sem þú hefur gengið í gegn-
um, elsku mamma.
Slysið sem þið lentuð í fyrir 26
árum og pabbi lést og þú slas-
aðist mikið. Þú hefur lifað fyrir
fólkið þitt.
Síðasti mánuður var þér og
okkur mjög erfiður. Þú stóðst þig
eins og hetja. En á endanum
gastu ekki meir.
Himneska blíðan mín. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
Með landnemum sigldi hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma, hún vakt́er hún
svaf.
Hún þerraði tárin hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó, hún var ambáttin rjóð
hún var ástkonan hljóð
hún var amma svo fróð.
Ó, athvarf umrenningsins
inntak hjálpræðisins
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraðı́og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín.
Hún er barnsmóðir þín.
Hún er björt sólarsýn.
Ó, hún er ást, hrein og tær.
Hún er alföður kær.
Hún er Guðsmóðir skær.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís,
sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Elín Gunnarsdóttir.
Horfin ert þú sumarið og sólin,
er setning úr þekktum dægur-
lagatexta sem mér finnst eiga vel
við tilfinningar mínar á þessari
stundu.
Þegar ég kvaddi móður mína á
tröppunum hjá henni 19. desem-
ber átti hvorugt okkar von á því
að á Hlíðarstræti kæmi hún aldr-
ei aftur. Þessi lífsglaða móðir mín
sem átti að skreppa í smá aðgerð
suður til Reykjavíkur rétt fyrir
jólin. Hún var á því að hún næði
sennilega ekki aftur vestur til að
halda upp á jólin með okkur eins
og mörg undanfarin ár, en yrði
örugglega komin heim til að
halda upp á nýtt ár með okkur.
Maður veit ekki sína ævi fyrr en
öll er. Alveg síðan hún og pabbi
lentu í skelfilegu slysi fyrir nærri
26 árum þar sem pabbi lét lífið og
hún köld og illa slösuð, hefur hún
verið okkur stoð og stytta. Alltaf
með opið hús, haft til kaffi og
meðlæti svo jaðraði við ferming-
arveislu á hverjum degi. Þá
fannst henni fátt skemmtilegra
en að fá barnabörnin í heimsókn.
Auðsótt mál var að fá hana til að
passa börnin ef foreldrarnir
þurftu að bregða sér af bæ. Það
má segja að garðurinn hafi verið
hennar uppáhald. Þar eyddi hún
ófáum stundum við að slá með
rafmagnsorfi, klippa runna og
tré, reyta óværu úr steinbeðinu
og koma fyrir álfum og skrauti.
Þetta varð allt að líta vel út. Það
var nánast undantekning að hún
fengist til að þiggja aðstoð við
garðhirðuna, það var þá helst við
sláttinn og að koma afskurðinum
í gámastöðina. Hitt gat hún séð
um sjálf. Það var eins þegar pera
fór í ljósakrónu, þá bað hún mann
um að hjálpa sér við að ná í
tröppur. Þegar maður var búinn
að koma þeim fyrir undir ljósinu
og ætlaði að fara upp til að taka
peruna, sagði hún: „Vert þú ekki
að þessu, ég geri þetta.“
Í uppvextinum man ég varla til
þess að hún hafi skipt skapi. Þó
menn hafi verið að segja að það
hafi verið full ástæða til, þar sem
við bræður þóttum víst yfir með-
allagi uppátækjasamir.
Mamma lagði mikla áherslu á
að við krakkarnir kynnum að
lesa áður en við byrjuðum í
skóla. Gagn og gaman var ekki í
neinu uppáhaldi hjá okkur þar
sem staglað var kvöld eftir
kvöld. Barnabörnin voru öll
mjög hænd að ömmu sinni. Hún
var svo natin og góð við þau. Þau
fengu blöð og liti til að teikna og
lita fyrir hana á meðan hún las
og fór með vísur sem hún gat
þulið upp þó ég hafi aldrei séð
þau á prenti. Eitthvað sem hún
hafði lært á unga aldri.
Við höfum haft móður okkar
26 árum lengur en pabba. Þetta
er búinn að vera ómetanlegur
tími. Nú hittir hún pabba aftur
eftir öll þessi ár, ég veit að hann
tekur vel á móti henni.
Elsku mamma, takk fyrir allt
og allt.
Hafþór Gunnarsson.
Elsku mamma mín, nú ert þú
að leggja upp í ferðalagið mikla
sem við förum víst öll í einhvern
daginn. Það var mín mesta gæfa
í lífinu að vera úthlutað þér sem
móður minni.
Þú hefur kennt mér svo margt
um góð gildi lífsins. Frá því að ég
var lítil varst þú alltaf með okkur
systkinin í fyrsta sæti þar sem
við gátum alltaf leitað til þín með
stórt og smátt. Ég var svo ham-
ingjusöm með fallegan bláa
dúkkuvagninn sem þú keyptir
handa mér. Ég man eftir þegar
við fórum í fyrstu útileguna í
Skálavík. Pabbi hafði saumað
tjald úr fallhlíf sem honum
áskotnaðist. Tjaldið var eins og
indíánatjald, sannkallað ævin-
týratjald. Þá lék pabbi við okkur.
Árið 1974 hófuð þið pabbi í að
byggja sumarbústað í Skálavík.
Þar vorum við öll sumur. Þið
pabbi lögðuð ykkur fram við að
gera þessa sumarparadís okkar
að veruleika. Elsku mamma, það
er aðdáunarvert að hugsa til
þess hvað þú varst alltaf dugleg
við að sjá um okkur. Þú saumaðir
og prjónaðir á okkur flest föt. Ég
tala nú ekki um bakstur matar-
gerð þrif og þvotta. Ég vildi að
ég hefði fengið eitthvað af hæfi-
leikum þínum. Það er ekki hægt
að hugsa sér betri og tryggari
vinkonu sem alltaf var hægt að
leita ráða hjá. Eftir að synir mín-
ir fæddust varst þú mín helsta og
traustasta hjálp. Synir mínir
hafa baðað sig í ást og umhyggju
þinni. Það eru ófáar prjónaflík-
urnar sem þú hefur hrist fram af
prjónunum fyrir afkomendur
þína. Eftir að ég flutti suður var
það mín mesta gleði þegar þú
komst til okkar. Við áttum góðar
stundir heima. Ég kom alltaf
vestur á sumrin fyrstu árin með
strákana og í seinni tíð ein. Fyrir
rúmu einu og hálfu ári vorum við
systkinin að mála Hlíðarstræti í
fallegu veðri. Þú vildir hjálpa til
og bograst við að mála sökkul-
inn. Við tókum það ekki mál, þú
fékkst að sjá um kaffið og vera
með okkur. Garðurinn þinn var
líka alltaf til fyrirmyndar. Ég dá-
ist að þrautseigju þinni og dugn-
aði. Seinustu garðverkin þín
voru að ganga frá afklippum af
trjám í byrjun nóvember. Þú
komst suður 19. desember í
læknisskoðun. Þegar þú varst
lögð inn á LSH var ég svo lán-
söm að þú komst á mína deild og
fékk ég því að annast þig. Eftir
rúma viku varstu færð á aðra
deild. Í millitíðinni varst þú þó
flutt á gjörgæslu. Með þinni
óstöðvandi þrautseigju tókst þér
að rétta þig við. Þrátt fyrir að
komið var í ljós að þú værir al-
varlega veik. Ég kvaddi þig með
trega þegar þú varst send vestur
í þeim tilgangi að byggja þig upp
í faðmi fjallanna. Því miður hrak-
aði þér mjög hratt og urðum við
að sætta okkur við að það væri
ekkert hægt að gera til að bjarga
lífi þínu. Við systkinin náðum að
vera öll saman með þér seinustu
dagana, elsku yndislega mamma
mín. Það var svo sárt að sitja við
rúmið þitt og horfa á lífið fjara út
en samt svo dýrmætt að vera
með þér þar til yfir lauk.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og mína
fjölskyldu. Allar dýrmætu sam-
verustundirnar. Ég veit að pabbi
hefur beðið eftir þér og er það
huggun harmi gegn að vita að þið
eruð saman á ný í draumaland-
inu. Takk, elsku besta mamma
mín, og Guð geymi þig. Þín dótt-
ir,
Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir.
Elsku brosmilda amma mín
með fallega hjartað.
Það er óskaplega skrítið að sjá
ekki ljós í eldhúsglugganum. Ég
var fjögurra ára þegar við feng-
um hvor aðra inn í líf okkar og
frá þeirri stundu varstu mér sem
amma, fyrir það verð ég ævin-
lega þakklát.
Amma, þú varst dásamleg,
ótrúleg lífsgleði og dugnaður
sem þú bjóst yfir. Það var alltaf
svo gaman að skoða fallega garð-
inn þinn sem þú hafðir svo gam-
an af að vinna í. Alla mína tíð hef-
ur verið fyrra og seinna kaffi á
Hlíðarstrætinu nema þegar þú
skrappst í frí til stelpnanna þinna
í borginni. Það sem þú hefur
dekrað okkur gegnum tíðina með
nýlöguðu kaffi, smurðu brauði og
kökum. Þvílík forréttindi.
Það er svo margs að minnast:
Hlíðarstrætið, kexskúffan,
Skálavíkin okkar, matartímarnir
á H12, þegar við bjuggum hjá
þér, pjötlurnar, kóngabrauðið,
spjall úti á götu, sláturtíðin,
mjúka faðmlagið þitt, hláturinn
og brosið.
Ég man hvað við hlógum á síð-
asta rúntinum okkar. Þá hafði
verið svo mikið frost og fram-
hurðin farþegamegin á bílnum
föst, svo þú amma settist í aft-
ursætið og við rúntuðum um bæ-
inn og kjöftuðum, eins og þú vær-
ir í leigubíl. Það þurfti ekki meira
til þess að fá okkur til að hlæja.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð
í hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Amma, takk fyrir allt.
Helga Guðrún Magnúsdóttir.
Elsku amma Gugga, það að
skrifa minningargrein um þig er
nokkuð sem ég hélt að væri í óra-
fjarlægð frá þessari stund.
Mínar fyrstu minningar um
okkar samverustundir eru frá því
ég var lítill pjakkur í pössun hjá
þér í Hlíðarstrætinu. Þetta eru
miklar sæluminningar sem veita
mér mikla hlýju og vellíðan. Það
er ekki sjálfgefið að eiga svo ynd-
islegar minningar frá æskuárun-
um. Að vera í pössun hjá þér var
draumi líkast. Ekki varstu bara
góð og blíð kona sem virtist skilja
allt, heldur varstu líka sérstak-
lega góður bakari. Þú bakaðir
bestu kanilsnúðana og kónga-
brauðin.
Eftir að ég flutti suður kom ég
alltaf í heimsókn til þín á sumrin
með mömmu. Mikið var alltaf
gaman og notalegt hjá okkur. Að
vera í dekri hjá ömmu Guggu var
yndislegt. Við fórum niður á mal-
ir saman eins og þú sagðir alltaf
og auðvitað í Skálavík, sem er
yndislegur staður sem á að
geyma ótal ánægjustundir. Nú
síðast áttum við ómetanlega
stund þar í brúðkaupi nöfnu
þinnar í ágúst sl. þar sem við
dönsuðum og sungum fram eftir
nóttu. Það hvarflaði ekki að mér
að þetta ætti eftir að verða okkar
síðasta stund saman í Skálavík.
Þessi stund var reglulega góð
eins og þú sagðir svo oft.
Sama get ég sagt um stund-
irnar okkar í Hlíðarstrætinu í
seinni tíð. Þó að heimsóknunum
vestur fækkaði varstu alltaf dug-
leg að koma suður þannig að
samband okkar var alla tíð frá-
bært. Ég kom stundum einn til
þín þegar ég var að spila fyrir
vestan. Alltaf dekraðir þú við
mig. Þú hýstir einu sinni alla
hljómsveitina mína og varst
strax orðin vinkona allra meðlim-
anna. Þú hugsaðir alltaf mest um
aðra og passaðir að öllum liði vel.
Þér tókst það vel, allavega leið
mér alltaf eins og prins í kringum
þig. Það sést líka vel á mömmu
og hennar systkinum. Þér tókst
aldeilis vel upp í uppeldinu því
börnin þín eru sérlega yndislegt
fólk, sem bera góðmennsku þína,
alúð og hjartahlýju.
Í desember sl. kemur þú suður
í ferð sem var frábrugðin þeim
ferðum sem þú hafðir farið í
gegnum tíðina. Þetta var spítala-
heimsókn. Ég reyndi að vera
duglegur að heimsækja þig á
spítalann og áttum við góðar
stundir þar en ekki gat ég ímynd-
að mér að þarna væru endalokin
að nálgast. Heilsunni hrakaði og
svo kom að símtali sem ég mun
aldrei gleyma, að þú værir komin
á gjörgæslu. Ég var alltaf viss
um að þú myndir komast af gjör-
gæslu og sigrast á þessum veik-
indum. Þú losnaðir svo af gjör-
gæslunni og gott var að sjá að þú
værir að hressast en þó varstu
verkjuð og reyndir að harka
þetta af þér. Loks kom að deg-
inum sem þú varst flutt á Ísa-
fjörð. Aldrei hefði mér dottið í
hug á þeirri stund að ég væri að
kyssa þig bless í hinsta sinn.
Svona er víst lífið, maður getur
ekki alltaf sigrað allt og þegar
svona alvarleg veikindi herja á er
lítið hægt að gera.
Ljósið í myrkrinu er þó það að
þú ert komin á góðan stað, til
elsku Gunnars afa, manns sem
þú og við söknum svo sárt. Þið
eruð sameinuð á ný og vakið yfir
okkur hinum. Lífið verður ekki
samt en allar yndislegu minning-
arnar lifa. Takk fyrir allt elsku
amma mín og guð geymi ykkur
bæði.
Gunnar Leó Pálsson.
Yndisleg amma hefur nú kvatt
þennan heim eftir erfið en
Guðbjörg
Stefánsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kæra langamma Gugga.
Þú varst fín og flott með
góða lykt og krem. Ég fékk
hjá þér kex og horfði á
Scooby Doo. Ég var að
skrifa og lita í bókinni
þinni. Ég var að kyssa þig.
Í garðinum er gaman að
leika með álfana. Við vorum
stundum að syngja og þú
söngst fyrir mig:
Stígur hún við stokkinn,
stuttan á hún sokkinn,
ljósan ber hún lokkinn,
litli telpuhnokkinn.
Bless, amma.
Erna Ósk.
Takk fyrir að syngja fyr-
ir mig, rugga mér fram og
aftur, dásama mig, kyssa
mig og knúsa.
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka
ég læt sem ég sofi
en samt mun ég vaka.
Hafþór Nói.