Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 11
Ritinn í bátunum útbýr siglinga- og ferilskrá í rauntíma fyrir hvern skipstjóra og bát og er líka ör- yggisstjórnunar- og atvikaskrán- ingakerfi. Meðal annars er skráð hvernig bátnum var siglt, á hvaða hraða og hvernig sjólagið er og hvort farið var eftir ráðlögðum há- markshraða. Þessum upplýsingum er líka streymt upp í ský þar sem flota- stjórar, eigendur og aðrir geta haft aðgang að þessum upplýsingum. Á aðgangsstýrðri stjórnendasíðu Hefring Marine kerfisins er hægt að skoða gögn og skýrslur fyrir hverja siglingu og fylgjast með í rauntíma,“ segir Karl Birgir og tekur undir að að hluta til geti ver- ið um „svarta kassa“ eins og í flug- vélum að ræða. Viðræður við erlenda aðila Nú er prófunum að ljúka, kerfið tilbúið og fram undan er að kynna og selja afurðina. Í næstu viku verður Hefring Marine kynnt fyrir stórum bátaframleiðanda í Hol- landi, „sem hefur einbeittan áhuga á að setja kerfið um borð í báta sem verið er að smíða fyrir strand- gæslu ríkis í Evrópu“ og þar gætu einhverjir tugir báta verið undir en þar er m.a. horft til ESB-reglu- gerðar sem meðal annars kveður á um hámark titrings og högg við vinnu sem sjófarendur mega verða fyrir. Þá eru fram undan samtöl og samningaviðræður við einn stærsta bátaframleiðanda í Skandinavíu. Sá er að smíða leitar- og björgunar- báta fyrir tvö björgunarfélög og strand- og löggæsluaðila í Evrópu. Þar gætu menn verið að tala um aðra 30 báta í þessari umferð. Í næstu viku er einnig á dagskrá að taka þátt í vinnustofu eða hraðli fyrir sprotafyrirtæki í haftengdri starfsemi sem fram fer í Hollandi. Þar keppir Hefring við 40 fyrirtæki alls staðar að úr heiminum og þar gætu opnast tenging á samskiptum við framleiðendur báta og snekkja. Sömuleiðis óskaði fyrirtæki sem tengist Lloyd’s-tryggingafyrirtæk- inu eftir að Hefring sækti um þátt- töku í hraðli á vegum Lloyd’s. Þar var metið að nýja kerfið gæti gagnast í tryggingamálum. Þá má nefna að Hefring Marine- kerfið verður kynnt á ráðstefnu sem fagráð siglinga stendur fyrir um öryggismál sjófarenda 19 mars. Tekið á stóru vandamáli Björn segir að verkefni Hefring sé gott dæmi um íslenska nýsköp- un, sem taki á alvarlegu og stóru vandamáli á heimsvísu. „Samstarf og stuðningur hér heima hefur gert okkur kleift að klára þróunina og gefa okkur byr í seglin til að hefja kynningu erlendis. Þá er Ísland, eins og í okkar tilviki, líka mjög góður markaður til að prófa nýj- ungar í hafsækinni starfsemi,“ segir Björn. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ÚTSÖLU- SPRENGJA LOKSINS ÚTSÖLUVEÐUR SEINASTA ÚTSÖLU- VIKA Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook ALGJÖRT VERÐHRUN Á ÚTSÖLUNNI Str. 36-52 Útsölubuxur kr. 3900.- Aðeins 5 verð 2000.- 3000.- 4000.- 5000.- 6000.- Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Fundur verður haldinn til að kynna ferðir ársins 2020 á Gullhömrum (í Grafaholti), við Vínlands- leið, Þjóðhildarstíg 2, 113 Reykjavík. Miðvikudaginn 12 . febrúar 2020 kl. 19:30. Kaffiveitingar, verð kr. 3.200. Upplýsingar um ferðir ársins 2020 er hægt að finna á http://orlofrvk.123.is. Hægt er að nálgast upplýsingar og bækling á skrifstofunni að Hverfisgötu 69, á mánudögum, þriðjudögum ogmiðvikudögum, milli klukkan 16:00 og 17:30, í mars og apríl 2020 og í síma 551-2617/ 864-2617 á sama tíma. „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Nefndin Aukaaðalfundur Búmanna hsf. Aukaaðalfundur Búmanna hsf. verður haldinn á Grand Hótel við Sigtún 38 í Reykjavík í fundarsalnum Hvammi, þriðjudaginn 3. mars 2020 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Kjör fundarstjóra og fundarritara 2. Tillögur stjórnar Búmanna hsf. um breytingar á samþykktum Búmanna hsf. 3. Önnur mál Tillögur að breytingum á samþykktum Búmanna hsf. hafa verið birtar á heimasíðu Búmanna, www.bumenn.is. Einnig er hægt að nálgast tillögur að breyttum samþykktum á skrifstofu Búmanna að Lágmúla 7, 5. hæð, Reykjavík. Stjórn Búmanna hsf. Auglýsing – Fiskislóð 41 Faxaflóahafnir sf. auglýsa hér með lóðina Fiskislóð 41 í Reykjavík lausa til umsóknar samkvæmt almennum skilmálum Faxaflóahafna sf. um lóðaúthlutun og lóðagjöld. Lóðin er 5.127 m2 og hámarkshæð er allt að 14 metrar á hluta lóðarinnar. Landnotkun á lóðinni er skilgreind sem hafsækin þjónusta, verslun, þjónusta og fínlegri atvinnustarfsemi. Greiða skal lóðagjald fyrir lóðina miðað við nýtingarhlutfallið 0,5 eða 0,6 með millipöllum. Deiliskipulagi lóðarinnar var nýverið breytt þannig að nú er heimilt að byggja samkvæmt nýtingarhlutfallinu 1. Greiða þarf viðbótargatnagerðargjald, samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar, fyrir fermetra umfram nýtingarhlutfallið 0,5 eða 0,6 með millipöllum. Umsóknum skal skilað til skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna (hildur@faxi.is) sem veitir einnig frekari upplýsingar um lóðina. Umsóknum skal skilað fyrir fimmtudaginn 20. febrúar n.k. ásamt greinargóðri lýsingu á fyrirhugaðri nýtingu lóðarinnar, fyrirhugaðar framkvæmdir og fjármögnun. Við úthlutun lóðarinnar verður horft til framangreindra þátta. Skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna sf. Við lokaprófanir á Hefring Marine- búnaðinum síðustu vikur hefur fyrirtækið átt í góðu samstarfi við Landhelgisgæsluna og Landsbjörg, sem þeir Karl Birgir og Björn segja ómetanlegt. Kerfið hefur einnig verið prófað um borð í fiskibátum. „Starfsmönnum og stjórnendum Landhelgisgæslunnar verður seint fullþakkað fyrir að styðja við bakið á sprotafyrirtæki eins og okkar,“ segir Björn. „Svo dæmi sé tekið þá held ég að það sé ekki sjálf- gefið að sprotafyrirtæki í Þýska- landi geti bankað upp á hjá strandgæslunni þar í landi og fengið hana til að taka þátt í svona prófunum. Í þessu felast mikil verðmæti fyrir okkur og nýsköpun yfir höfuð,“ segir Björn. Stutt við bakið á sprotafyrirtæki GOTT SAMSTARF VIÐ LANDHELGISGÆSLUNA OG LANDSBJÖRG Gott samstarf Björn Jónsson útskýrir kerfið fyrir skipverjum á varðskipinu Tý.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.