Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ég fer á fjöll
Ferðafélag Íslands • www.fi.is
Prófsteinn á íslenska utanríkisþjónustu
Ráðherra telur setu Íslands í mannréttindaráði hafa heppnast vel Líst vel á annað framboð síðar,
en þverpólitísk sátt verður að ríkja Eigum að einbeita okkur að þeim sviðum sem við erum sterkust á
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
„Það er samdóma álit erlendra fjöl-
miðla og annarra að seta Íslands
hafi heppnast mjög vel.“ Þetta segir
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra, en í dag verður gefin út
skýrsla um setu Íslands í mannrétt-
indaráði Sameinuðu þjóðanna, sem
lauk um áramót.
Aðdragandinn að framboði Ís-
lands var um margt óvenjulegur.
Bandaríkjastjórn sagði sig úr mann-
réttindaráðinu sumarið 2018 og með
því losnaði eitt sæti fyrir ríki úr hópi
Vesturlanda (WEOG-hópnum). Úr
varð að Ísland gaf kost á sér til setu
út kjörtímabilið.
Guðlaugur Þór
segir að seta Ís-
lands í ráðinu
hafi verið próf-
steinn á íslenska
utanríkisþjón-
ustu. „Áhersla
okkar hefur frá
fyrsta degi verið
að líta til þeirra
þjóða sem eru í
mannréttindaráðinu,“ segir Guð-
laugur og nefnir í því skyni sérstak-
lega Sádi-Arabíu og Filippseyjar en
bæði ríki sitja í umræddu ráði þrátt
fyrir að liggja undir ámæli fyrir gróf
mannréttindabrot heima fyrir. Ís-
lensk stjórnvöld hafa haft frum-
kvæði að ályktunum þar sem mann-
réttindabrot Sádi-Araba voru
fordæmd og samþykkt að hefja
rannsókn á stríðinu gegn fíkniefnum
á Filippseyjum.
Guðlaugur segir að gott sé að hafa
þennan vettvang þar sem hægt er að
taka fyrir mál þeirra ríkja og þau
hafa tækifæri til að svara fyrir sig.
„Við höfum engan annan vettvang
en þennan.“
Aðspurður telur Guðlaugur að
barátta Íslendinga hafi skilað raun-
verulegum árangri í baráttunni fyrir
bættum mannréttindum. „Það er
óumdeilt að seta okkar hafði áhrif.
Við finnum að umfjöllun [í mannrétt-
indaráðinu] setur pressu á ríki til að
standa sig betur,“ segir Guðlaugur
og nefnir sem dæmi að sjö af ellefum
konum í Sádi-Arabíu sem hafi verið
handteknar fyrir mótmæli séu nú
lausar úr haldi.
Telur annað framboð vænlegt
Úr því að seta Íslendinga í ráðinu
þótti heppnast vel, er ekki úr vegi að
spyrja hvort Íslendingar ættu að
gefa kost á sér til setu í öðrum ráð-
um Sameinuðu þjóðanna. Aðspurður
segir Guðlaugur Þór að Íslendingar
eigi að leggja áherslu á þá mála-
flokka þar sem Ísland stendur vel að
vígi. Þar séu mannréttindi ofarlega á
blaði. Því sé vænlegra fyrir Íslend-
inga að gefa aftur kost á sér í mann-
réttindaráðið en mörg önnur ráð, s.s.
öryggisráðið, sem Íslendingar gáfu
kost á sér í fyrir árin 2009-2010 án
árangurs.
Líkt og fram kemur í skýrslu
utanríkisráðuneytisins hefur ákveð-
ið samráð verið meðal Norðurlanda-
þjóðanna um að þau skipti með sér
framboði til setu í ráðinu. Danir sitja
nú í ráðinu út næsta ár, en fyrir ligg-
ur að Finnar munu gefa kost á sér til
setu árin 2022-2024. Guðlaugur Þór
er opinn fyrir því að Íslendingar gefi
kost á sér til setu árin 2025-2027, en
segir að forsenda þess sé að þver-
pólitísk samstaða sé um framboðið á
þingi.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Maní Shahidi,
sautján ára
gömlum trans-
dreng frá Íran,
verður ekki
vísað úr landi í
dag ásamt fjöl-
skyldu sinni
líkt og til stóð.
Stoðdeild
ríkislög-
reglustjóra tók
þá ákvörðun í gærkvöldi vegna
heilsufars Maní en hann hefur
nú verið lagður inn á Barna- og
unglingageðdeild Landspítalans
vegna andlegrar vanheilsu.
Mál Shahidis komst í hámæli
um helgina og var brottvísun
hans mótmælt í gær við dóms-
málaráðuneytið og Alþingishúsið.
„Ísland er fyrsti staðurinn sem
ég hef komið til þar sem ég finn
fyrir öryggistilfinningu sem nær
alveg niður í dýpstu hjartarætur.
Ég hitti fólk sem er óhrætt við
að vera það sjálft og þá fann ég
öryggið til að koma út sem
transstrákur í fyrsta skipti,“
sagði Shahidi í samtali við mbl.is
í gær.
Maní ekki
vísað úr
landi
Maní
Shahidi
Lagður inn á
BUGL vegna and-
legrar vanheilsu
Þessi káti hvutti spásseraði á mótum Banka-
strætis og Lækjargötu þegar ljósmyndari Morg-
unblaðsins veitti honum athygli. Eflaust naut
hann þess að ekki hvessti jafnmikið á suðvestur-
horninu í gær eftir óveðrið mikla sem skall á
landinu á föstudaginn. Enn voru þó gular veður-
viðvaranir í gildi á landinu norðan- og vestan-
verðu, og mega íbúar á Vestfjörðum eiga von á
áframhaldandi stormi eða hvassviðri í dag.
Morgunblaðið/Eggert
Hundi loks út sigandi eftir óveðrið
Öllu skaplegra veður á höfuðborgarsvæðinu eftir storminn
„Öll aðildarfélög eru búin að eiga í
samtali við sína félagsmenn á undan-
förnum vikum og niðurstaðan er
mjög skýr um að það eigi að grípa til
aðgerða til að þrýsta á um gerð
kjarasamninga,“ segir Sonja Ýr Þor-
bergsdóttir, formaður BSRB, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Atkvæðagreiðsla um boðun verk-
fallsaðgerða hjá allt að 18 þúsund fé-
lagsmönnum BSRB hófst í dag og
stendur fram á miðvikudag. Verk-
fallsaðgerðir gætu hafist 9. mars og
ótímabundið allsherjarverkfall 15.
apríl náist samningar ekki fyrir þann
tíma.
Sonja segir að launaliðurinn hjá
mörgum aðildarfélaga BSRB standi
út af þar sem ekki hafi öllum borist
tilboð sem eru í samræmi við lífs-
kjarasamningana. „Svo er krafa okk-
ar um jöfnun launa milli markaða al-
farið eftir og þá er eftir að ræða og
finna niðurstöðu varðandi áherslu
orlofs,“ útskýrir Sonja og bætir við
að hún sé ekki vongóð um að samn-
ingar náist fyrir fyrirhugað verkfall.
Sverrir Jónsson, formaður samn-
inganefndar ríkisins, er öllu bjart-
sýnni en Sonja. „Við höfum meðal
annars verið að ræða vinnutíma-
styttingu og í tilboði ríkisins er sam-
bærilegur vinnutími og samið var
um á almennum vinnumarkaði sl.
vor. Launaliðurinn er alveg sam-
bærilegur við lífskjarasamningana
þar sem áhersla er á lægstu laun og
að tryggja kaupmátt,“ segir Sverrir.
Samninganefnd ríkisins fundar með
Sameyki á morgun og BSRB síðar í
vikunni. thor@mbl.is
Skýr vilji til að þrýsta á
um gerð kjarasamninga
Ótímabundið allsherjarverkfall gæti hafist 15. apríl
Sonja Ýr
Þorbergsdóttir
Sverrir
Jónsson