Morgunblaðið - 17.02.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
Bi
ðf
i
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
ð frá kr.
209.995
r
JÓGAÁKRÍT
– fáðumeira út úr fríinu
Hreyfiferð 2. júní í 10 nætur
Jafnt fyrir byrjendur
sem lengra komna
aaaaa
irv
a
DVALIÐ Á ALOE BOUTIQUE & SUITES
-meðAuði Bjarnadóttur
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í þúsundir nýrra bíla á Íslandi er nú
kominn árekstursskynjari sem í al-
varlegum tilvikum, til dæmis þegar
öryggisbelgur blæs út, gerir Neyðar-
línu viðvart og sendir þangað fyrstu
upplýsingar um stöðu mála. Búnaður
þessi heitir eCall og þarf að vera í öll-
um nýjum gerðum bíla skv. ákvörðun
Evrópusambandsins. Þessi regla hef-
ur gilt á Íslandi frá apríl 2018, og
þýðir að ef bílaumboð setur nýja teg-
und bíls af tiltekinni gerð á markað
er þetta staðalbúnaður sem skylt er
að hafa.
Tíminn vinnur með þróun
„Eftir áratug eða svo verður eCall
komið í flesta bíla á Íslandi enda
vinnur tíminn með þessari tækniþró-
un. Allt miðar þetta að því að stytta
viðbragðstíma ef lögregla, sjúkralið
eða aðrir sem bjargir veita þurfa á
vettvang,“ segir Tómas Gíslason sem
er aðstoðarframkvæmdastjóri Neyð-
arlínunnar.
Kjarninn í virkni eCall er sá, að
þegar árekstrarskynjarar bifreiðar
virkjast er hringt með gagnauppkalli
til Neyðarlínunnar sem fær upplýs-
ingar um slysið, staðsetningu, tegund
ökutækis og hraða og stefnu tækis í
aðdraganda atviksins. Í framhaldinu
opnast talsamband við neyðarvörð
sem tekur stöðuna og reynir að ná
tali af fólki. Jafnframt verður í fram-
tíðinni hnappur í öllum bílum fyrir
hraðval til Neyðarlínunnar, sem
hægt verður að nota virkist skynj-
arar ekki sjálfkrafa. Árekstrarvarinn
nemur öll meiriháttar högg sem bíll-
inn fær og sendir þá skilaboð, en ekki
verði bíll fyrir minniháttar núningi,
utaníkeyrslu eða slíkt.
Þróun langt komin í Volvo,
Toyota og Skoda
„Tölvukerfi hvers nýs bíls í dag
eru gjarnan með 40 til 50 víddum eða
atriðum sem virkjast með ýmsu móti.
Fjarskiptarás er svo í hverjum bíl
sem gefur þetta beina samband við
Neyðarlínuna. Þá kemur sér vel að í
okkar dreifbýla landi er farsíma-
kerfið orðið mjög þétt. Um 99%
landsins eru í þekju farsímafyr-
irtækjanna og aðeins stöku skugga-
blettir eftir,“ segir Tómas sem hefur
stýrt innleiðingu eCall á Íslandi.
Hann hefur verið þar í góðu sam-
starfi við til dæmis bílaumboðin, en
þróun eCall-tækninnar er komin sér-
staklega langt í Volvo, Toyota og
Skoda.
Kröfurnar nú taka einungis til
þess að eCall sé í nýjum tegundum
bíla á Íslandi. Bílaflotinn endurnýjast
á 10-15 árum og því tugir þúsunda
notaðra ökutækja í umferð, sem ekki
eru með þennan búnað. Þá hafa verið
gerðar breytingar í símstöð Neyðar-
línunnar til að undirbúa virkjun
eCall. Nýr búnaður hefur verið sett-
ur upp og nýjar tengingar settar í
samband. Þá hafa verið gerðar próf-
anir og símtöl afgreidd alla leið á skjá
neyðarvarða – sem sáu nákvæmlega
hvar viðkomandi bíll var. Í þessu ferli
komu í ljós nokkrir minniháttar
hnökrar sem nú hafa verið lagfærðir.
Reynslan er hvetjandi
„Oft fara svona verkefni rólega af
stað, en svo er eins og stífla bresti og
þá gerast hlutirnir mjög fljótt. eCall
hefur sannað gildi sitt víða í Evr-
ópulöndum og flýtt fyrir því að bjarg-
ir berist. Sú reynsla er hvetjandi.
Hvað varðar svo regluverkið þá segja
fjarskiptalög að allir eigi að geta haft
hindranalaust samband við neyðar-
svörun – og almennur skilningur er á
því að eCall falli þar undir. Ef til vill
þarf þó að styrkja rammann með
breytingum á reglugerðum um gerð
og búnað ökutækja,“ segir Tómas.
eCall verður komið í
flesta bíla eftir áratug
Bíll sendir boð til Neyðarlínunnar í alvarlegum atvikum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferð Þegar nýjar gerðir eða tegundir bíla koma á markað þarf hinn nýi neyðarbúnaður að vera til staðar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tækni Styttir viðbragðstíma, segir
Tómas Gíslason hjá Neyðarlínunni.
Ríkissjóður greiddi á síðasta ári
þolendum ofbeldisbrota út samtals
178.392.309 krónur í bætur vegna
mála sem komu
til afgreiðslu
bótanefndar rík-
isins.
Um er að
ræða töluverða
hækkun á milli
ára samkvæmt
upplýsingum frá
Halldóri Þor-
mari Halldórs-
syni, ritara
bótanefndar
vegna þolenda afbrota. Má þess
vænta að á þessu ári muni líka
verða hækkun á bótagreiðslum
miðað við árið á undan þó það
liggi ekki endanlega fyrir.
Sækja þarf um innan tveggja
ára frá því brot var framið
Eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í seinustu viku
hefur umsóknum um bætur til
þolenda ofbeldisbrota sem berast
bótanefndinni fjölgað mikið á
seinustu árum. Bárust tæplega
500 umsóknir í fyrra, sem er um
60% fjölgun umsókna frá árunum
2015 og 2016.
Oft getur liðið töluverður tími
frá því að brot á sér stað og þar
til bætur eru ákveðnar og greidd-
ar út, yfirleitt ekki fyrr en að lok-
inni rannsókn og dómsmeðferð.
Sækja þarf um bætur innan
tveggja ára frá því brot var framið
en skv. upplýsingum Halldórs Þor-
mars eru umsóknir oft sendar inn
áður en niðurstaða í máli liggur
fyrir, hvort sem bæturnar eru
ákveðnar af dómstóli eða bóta-
nefndinni og geta mál oft verið í
ferli í eitt til þrjú ef t.d. lög-
reglurannsókn stendur lengi yfir
eða mál fer fyrir fleiri en eitt dóm-
stig.
Bæturnar eru greiddar fyrir lík-
amstjón og miska þolenda ofbeld-
isbrota og geta hæstar verið átta
milljónir í hverju tilviki skv. lög-
um. Á árinu 2018 voru þolendum
greiddar 116 milljónir í bætur í
alls 426 málum. omfr@mbl.is
178 milljónir í bætur til
þolenda afbrota í fyrra
Búast má við hærri bótagreiðslum á þessu ári
Halldór Þormar
Halldórsson
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
„Stjórn Sambands íslenskra sveitarfé-
laga hefur fjallað um málið og það er
ljóst að ríkislögmaður þarf nú að fara
yfir þessa kröfu og þar verður metið
með hvaða hætti henni verður mætt.
En það er auðvitað skilyrðislaus krafa
sveitarfélaganna að mögulegar bóta-
greiðslur verði ekki dregnar af fram-
lögum til annarra sveitarfélaga.“
Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir,
bæjarstjóri Hveragerðis og stjórnar-
formaður SÍS, spurð um sex milljarða
króna kröfu Reykjavíkurborgar á
hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í
kröfugerð borgarinnar er vísað til
dóms Hæstaréttar frá 14. maí 2019 í
máli nr. 34/2018 þar sem Hæstiréttur
komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt
hefði verið að fella niður jöfnunar-
framlag til sveitarfélagsins Grímsnes-
og Grafningshrepps úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga.
Telur Reykjavíkurborg, með þetta
dómafordæmi að leiðarljósi, að borgin
hafi verið útilokuð með ólögmætum
hætti frá því að eiga möguleika á að
hljóta tiltekin framlög úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga og krefur íslenska
ríkið um kr. 5.860.817.432.
Stjórn SÍS tók málið fyrir á fundi
sínum í lok janúar og samþykkti bók-
un um málið þar sem hún lagði „þunga
áherslu á að óvissu verði eytt sem
fyrst um ábyrgð ríkisins á bóta-
greiðslum vegna dómsmála sem varða
framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga“.
Aldís segir þó ljóst að bíða þurfi nið-
urstöðu ríkislögmanns en ef það fari
svo að kröfugerð Reykjavíkurborgar
verði samþykkt þá muni sveitarfélög-
in ekki sætta sig við að bótagreiðsl-
urnar skerði jöfnunargreiðslur til ann-
arra sveitarfélaga heldur muni ríkið
þurfa að leggja til aukið fjármagn.
Málið er í umsagnarferli hjá ríkis-
lögmanni og samkvæmt upplýsingum
þaðan er óvíst um næstu skref og
tímasetningar.
Bjarni Jónsson, varaþingmaður VG
og stjórnarmaður SÍS, sagði í samtali
við Morgunblaðið um helgina að ef
Jöfnunarsjóður þyrfti að greiða borg-
inni sex milljarða þá myndi það setja
samstarf sveitarfélaga á Íslandi í upp-
nám. Þá myndu forsendur fyrir hlut-
verki sjóðsins bresta sem og traust
milli sveitarfélaga.
Spurð um ummæli Bjarna segir Al-
dís að sér finnist of djúpt í árinni tekið
og að hún hafi tröllatrú á því að sveit-
arstjórnarmenn skilji mikilvægi sam-
vinnu og samstöðu. Hún telur hins
vegar að ef krafa Reykjavíkurborgar
nái fram að ganga þurfi að endurskoða
„allan lagagrunn á bak við jöfnunar-
sjóð“.
Skynsemi og sanngirni
að leiðarljósi
„Við sveitarstjórnarmenn þurfum
að líta í eigin barm og íhuga með
hvaða hætti við viljum reka sveitar-
félög á Íslandi. Viljum við að íbúar í
þessu landi sitji að sama borði tekju-
lega séð eins og nokkur er kostur eða
ætlum við að skekkja þessa mynd enn
frekar og taka peninga af sveitarfélög-
um með veikan tekjugrunn. Ég vona
svo sannarlega að fólk hafi skynsemi
og sanngirni að leiðarljósi þegar
fjallað er um þessi mál,“ segir Aldís að
lokum.
Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnar-
maður SÍS og borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar, tekur ekki undir þau um-
mæli Bjarna að ef krafa Reykjavíkur-
borgar yrði samþykkt þá myndi það
setja samstarf sveitarfélaga landsins í
uppnám heldur hafi hæstaréttardóm-
urinn frá 14. maí 2018 gert það. Því sé
eðlilegt framhald málsins að Reykja-
víkurborg sæki rétt sinn. Hún telur
þess þörf að farið verði yfir það hvern-
ig sé best að jafna stöðu sveitarfélaga
til að veita góða lögbundna þjónustu.
Hún tekur undir þá skoðun Aldísar
að ríkið þurfi að leggja til aukið fjár-
magn fari svo að krafa Reykjavíkur-
borgar á hendur Jöfnunarsjóði verði
samþykkt. Það þurfi að koma í veg
fyrir að greiðslur til annarra sveitarfé-
laga skerðist vegna dómsmála um
framlög úr sjóðnum. „Mér finnst það
eðlilegt og mér finnst það líka eðlilegt í
því máli sem kom upp árið 2018. Það
er verið að tala um að gera það upp
núna úr sjóðnum en mér finnst það
ósanngjarnt af því að með sjóðnum er
verið að jafna stöðu sveitarfélaga til að
veita þjónustu, til að mynda grunn-
skólarekstur, og sá kostnaður minnk-
ar ekkert þó að jöfnunarsjóður tapi
dómsmáli.“
Ríkið leggi til
aukið fjármagn
Sveitarfélög sætta sig ekki við skerðingu
Heiða Björg
Hilmisdóttir
Aldís
Hafsteinsdóttir