Morgunblaðið - 17.02.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
„Vitaleiðin verður ný gátt inn á
Suðurland og er skipulögð í því
skyni að fjölga áhugaverðum
áfangastöðum á svæðinu,“ segir
Dagný H. Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
Markaðsstofu
Suðurlands. Þar
á bæ vinna nú
sveitarfélög í
samvinnu við
ferðaþjónustuna
á svæðinu og
fleiri að því að
móta nýja ferða-
mannaleið frá
Selvogi og aust-
ur fyrir Stokks-
eyri. Þarna á milli eru 45 kílómetr-
ar en nafngiftin sem fyrr er
tilgreind kemur til vegna Selvogs-
og Knarrarósvita, sem eru sinn á
hvorum enda leggsins. Þriðji vitinn
er svo fyrir því sem næst miðri
leið, á Hafnarnesi við Þorlákshöfn.
Fjölga stöðum
og dreifa álagi
Að því er stefnt að Vitaleiðin
verði opnuð snemma á sumri kom-
anda, en undirbúningur þessa hef-
ur staðið yfir um nokkurt skeið.
Vinnan nýtur atfylgis Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga og
Ferðamálastofu sem heldur úti og
styrkir verkefnið Ferðamannaleið-
ir, sem miðar að því að fjölga
ferðamannastöðum og dreifa álagi
um landið.
„Vitaleiðin býður upp á þá
skemmtilegu fjölbreytni að ferða-
langar geta ekið hana eða nýtt sér
strandlengjuna og þá göngustíga,
sem búið er að gera meðfram sjón-
um til að ganga leiðina eða jafnvel
hjóla. Náttúrufar á þessum slóðum
er fjölbreytt og margvísleg af-
þreying í boði. Vitaleiðin getur því
styrkt þá starfsemi sem þar er fyr-
ir, hægt á ferðamönnum og verið
góður valkostur fyrir þá sem vilja
dvelja og upplifa landshlutann ut-
an við fjölfarnari staði,“ segir
Dagný. - Hún minnir jafnframt á
að á Suðurlandi séu fyrir meðal
annars tvær vinasælar ferða-
mannaleiðir; Gullni hringurinn og
Suðurströndin. Hin fyrri er um
uppsveitir Árnessýslu – að Þing-
völlum, Gullfossi og Geysi – en hin
að Seljalandsfossi, í Reynisfjöru,
Vík og Jökulsárlóni.
Aldamótaþorp
og útivistarparadís
Meðal áhugaverðra staða á Vita-
leiðinni eru til dæmis sjávarþorpin
litlu, Eyrarbakki og Stokkseyri.
Hús þar eru mörg reist á fyrstu
áratugum 20. aldarinnar, bera
svipmót þess tíma og eru að því
leyti einskonar aldamótaþorp. Auk
þeirra er Þorlákshöfn þar sem
mikil uppbygging í afþreyingu hef-
ur átt sér stað og er algjör útivis-
taparadís. Þá eru nokkur söfn á
þessari leið, góðar sundlaugar,
veitingahús og fleira áhugavert að
njóta og upplifa.
„Vitaleiðin sem fær góðan
hljómgrunn gæti til dæmis hentað
fólki sem ferðast á eigin vegum
eða er í litlum hópum. Fólk í ferða-
þjónustu sér ýmsa möguleika í
stöðunni og nefnir áhugaverða
sögu svæðisins, náttúru, kyrrð,
víðsýni, fjölbreytta afþreyingar-
möguleika, veitingastaði og gisti-
möguleika. Mínusarnir eru helst
taldir vera að útskot vanti á vegi á
svæðinu og að Óseyrarbrúin sé of
þröng; en væntanlega verður bætt
út úr því í fyllingu tímans – því
Vitaleiðin er aðeins hluti af enn
lengri leið sem hægt er að undir-
búa til frekari kynningar og mark-
aðssetningar í framtíðinni,“ segir
Dagný. sbs@mbl.is
Vitaleið við ströndina
Utan úr Selvogi og austur á Stokkseyri Þrír vitar og
vinsælir staðir Náttúra, kyrrð, víðsýni og afþreying
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selvogviti Einn fjölmargra vita við suðurströndina og öðlast nú hlutverk
sem kennimark á áhugaverðri og fallegri leið sem verður kynnt ferðafólki.
Dagný
Jóhannsdóttir
Vitaleiðin
Þorákshöfn Eyrarbakki
Hveragerði
Selfoss
Stokkseyri
Selvogsviti
Hafnarnesviti
Knarrarósviti
Ko
rt
ag
ru
nn
ur
:
O
pe
nS
tr
ee
tM
ap
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Korn var ræktað á tæplega 3 þúsund
hekturum lands á síðasta ári, um
20% stærra landsvæði en á árinu á
undan. Meginhluti aukningarinnar
varð á Suðurlandi og eru 58% korn-
akra landsins þar. Nú voru í fyrsta
skipti greiddar bætur út á tjón vegna
ágangs álfta og gæsa á ræktuðu
landi og námu greiðslurnar nálægt 5
milljónum í heildina.
Styrkir sem greiddir eru út á jarð-
rækt samkvæmt búvörusamningum
bænda sýna að mest er ræktað af
grænfóðri og grasi (endurræktun).
Endurræktun túna hefur aukist um
20% á milli ára.
Kornrækt jókst um tæpa 500
hektara frá árinu á undan, eða um
fimmtung. Það sýnir að bændur eru
að fá aftur trú á kornrækt eftir sam-
drátt í nokkur ár. Megnið af aukn-
ingunni kemur af Suðurlandi, eða
um 400 hektarar. Einnig varð nokk-
ur aukning í Skagafirði og á Vest-
urlandi. Það fer saman að þar sem
aukning er í ræktun varð besta korn-
uppskeran sl. haust, sums staðar
metuppskera. Óvissara var með upp-
skeru á austurhluta Norðurlands og
á Austurlandi vegna næturfrosta.
Akrarnir stækka gjarnan í kjölfar
góðrar uppskeru og því má allt eins
búast við frekari aukningu þegar sáð
verður í kornakra á komandi vori.
Auk jarðræktarstyrkja fá bændur
hluta stuðnings síns samkvæmt bú-
vörusamningum greiddan út á stærð
túna, í formi svokallaðra land-
greiðslna, í stað styrkja út á fram-
leiddar afurðir.
Bæta tjón vegna fugla
Í núgildandi búvörusamningum er
veitt heimild til að nota hluta af jarð-
ræktarstyrkjum ríkisins til að greiða
stuðning vegna ágangs álfta og gæsa
á ræktarlöndum bænda. Fuglarnir
hafa oft valdið miklum skemmdum á
kornökrum. Nú reyndi á þetta
ákvæði fyrir alvöru. Erfitt er að fá
nákvæma sundurliðun en
atvinnuvegaráðuneytið áætlar að
greiðslurnar fyrir síðasta ár hafi
numið tæpum 5 milljónum kr.
Kornrækt eykst
á Suðurlandi
Kornakrar landsins stækkuðu um
500 hektara í fyrra 5 milljónir greidd-
ar í bætur vegna ágangs álfta og gæsa
Jarðrækt og styrkir
Jarðrækt 2018-2019, hektarar*
Styrkir 2018-2019, m.kr.
Kornrækt eftir héruðum,
hektarar
Heimild: Atvinnuvegaráðuneytið
2018 2019 Breyting
Garðrækt 563 516 -47 -8%
Gras (endurræktun) 3.143 3.768 625 20%
Grænfóður 3.961 4.067 106 3%
Korn 2.472 2.967 495 20%
Olíujurtir 97 93 -4 -4%
Samtals 10.236 11.412 1.176 11%
2018 2019
Jarðræktarstyrkir 380 396
Þar af vegna álfta/gæsa 5
Landgreiðslur 254 266
Samtals, m.kr. 634 662
Suðurland, 1.712 ha
Eyjafjörður, 373 ha
Vesturland, 284 ha
Skagafjörður, 276 ha
Húnaþing-Strandir, 164 ha
Austurland, 88 ha
S-Þingeyjarsýsla, 69 ha
N-Þingeyjarsýsla, 1 ha
Samtals
2.967
hektarar
*Miðað við greiðslu jarðræktarstyrkja
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eyjafjöll Bleikir akrarnir við Þor-
valdseyri slegnir síðasta haust.
Ferskt og ófrosið nautakjöt frá Dan-
mörku hefur verið tekið til sölu í
verslunum Nettó. „Þetta er bara til-
raunasending og var flutt inn fyrir
einn ákveðinn aðila,“ sagði Jón Ingi
Einarsson, framkvæmdastjóri Ekr-
unnar, sem flutti kjötið inn. „Það er
búið að breyta allri löggjöfinni, sýna-
töku og öðru slíku, í kringum þetta.
Við vildum taka eina sendingu til
þess að sjá hvernig þetta virkaði.“
Flutt voru inn 200 kíló af þremur
vöruflokkum, nautalundum, ribeye-
og porterhouse-steikum, samtals
600 kíló. Bæði Matvælastofnun
(MAST) og Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur tóku sýni af vörunni
sem verða rannsökuð.
Stefán Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri innkaupasviðs hjá
Samkaupum, segir í samtali við
Morgunblaðið að innflutningnum sé
ætlað að mæta mikilli eftirspurn.
„Framboðið hefur á tímum verið
ófyrirsjáanlegt þannig að það hefur
verið erfitt að fá tilboð á innlendu
nautakjöti, sérstaklega á sumrin.
Við finnum þarna frábært kjöt frá
frábærum framleiðanda,“ segir Stef-
án. „Við erum nú reyndar bara að
feta okkar fyrstu spor í þessu. Þetta
eru ekki nema 600 kíló sem er mjög
lítið magn og við ætlum að sjá hvern-
ig þetta leggst í neytendur. Verðið
er mjög gott,“ bætir hann við.
Hann tekur fram að ekki standi til
að flytja inn ferskt lambakjöt eða
fersk egg enda hafi framboðsvand-
inn einungis snúið að fersku nauta-
kjöti.
Danmörk er með viðbótartrygg-
ingar vegna salmonellu líkt og Ís-
land sem gerir flutning ferskra og
ófrosinna matvæla á milli landanna
einfaldari en ella.
gudni@mbl.is, thor@mbl.is
Ferskt og ófrosið
nautakjöt komið í sölu
Samtals 600 kíló frá Danmörku