Morgunblaðið - 17.02.2020, Side 12

Morgunblaðið - 17.02.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020 17. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.71 127.31 127.01 Sterlingspund 165.03 165.83 165.43 Kanadadalur 95.64 96.2 95.92 Dönsk króna 18.375 18.483 18.429 Norsk króna 13.676 13.756 13.716 Sænsk króna 13.067 13.143 13.105 Svissn. franki 129.09 129.81 129.45 Japanskt jen 1.153 1.1598 1.1564 SDR 173.2 174.24 173.72 Evra 137.32 138.08 137.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.9082 Hrávöruverð Gull 1575.0 ($/únsa) Ál 1701.0 ($/tonn) LME Hráolía 56.41 ($/fatið) Brent Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að stöðva flutninga notaðra peninga- seðla á milli héraða og á milli þeirra borga þar sem yfirstandandi kór- ónuveirufaraldur hefur verið hvað skæðastur. Seðlabanki Kína mun hreinsa sértaklega seðla frá svæðum þar sem smit hefur greinst, ýmist með því að hita þá eða lýsa með út- fjólubláu ljósi og síðan setja seðlana í geymslu í tvær vikur áður en þeir fara aftur í umferð. Seðlar frá svæðum þar sem minni hætta þykir á smiti munu fara í geymslu í eina viku og hafa bankar verið beðnir að halda seðlum frá spítölum og matarmörkuðum að- skildum frá öðrum seðlum í umferð. Bloomberg greinir frá þessu og hefur eftir fulltrúa seðlabankans að 600 milljarða júana virði af nýjum seðlum verði beint til Hubei-héraðs þar sem faraldurinn átti upptök sín. Ekki er reiknað með að hreins- unarverkefnið valdi almenningi vanda vegna vöntunar á seðlum í umferð en kínverskum neytendum er mjög tamt að greiða fyrir vörur og þjónustu með snjallsímaforritum og eru það einkum eldri íbúar lands- ins sem reiða sig á seðla. ai@mbl.is Reuters Vörn Seðlarnir verða lýstir eða hit- aðir og svo settir í geymslu. Kínverskir seðlar fara í hreinsun tollastríðinu við Kína og búið að und- irrita áfangasamning þess efnis. Er skemmst að minnast þess að á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í janúar sagði Trump koma til greina að hækka tolla á evrópskar bifreiðar ef Þýskaland, Frakkland og Bret- land verða ekki samstiga Bandaríkj- unum í aðgerðum gegn Íran. Þá hafa Bandaríkin hótað Frakklandi tollum á franskan varning vegna fyrirhug- aðra skatta á netrisa á borð við Google og Facebook. Hærri tollar bitna þó ekki aðeins á evrópska flugvélaframleiðandanum og hefur Airbus bent á að bandarísk flugfélög glími í dag við skort á flug- vélum. Í tilkynningu sem Airbus sendi frá sér segir að þegar upp er staðið verði það bandarísku flug- félögin, og farþegar þeirra, sem þurfi að borga nýja tollinn í formi hærra kaupverðs og hærri fargjalda. Þrengja að Comac í Kína Samhliða deilunni við Evrópu skoða ráðamenn í Bandaríkjunum hvort stöðva megi sölu þotuhreyfla frá GE til Kína þar sem þeir eru not- aðir í nýju Comac C919 þotuna. Að sögn WSJ óttast bandarísk stjórn- völd að Kínverjar noti þá þotu- hreyfla sem þeir kaupa til að vendi- smíða (e. reverse engineer) og þróa sína eigin. Gagnrýnendur telja lík- legra að sölubanninu sé ætlað að koma í veg fyrir að C919 þotan nái útbreiðslu. Þotuhreyfill GE er sá eini sem þróaður hefur verið fyrir C919 og myndi sölubann því í reynd stöðva framleiðslu kínversku þotunnar. Fram til þessa hafa aðeins sex C919 þotur verið smíðaðar en framleið- andanum hafa borist 305 pantanir, aðallega frá kínverskum flugfélögum og flugvélaleigum. Bandaríkin hækka tolla á evrópskar flugvélar AFP Átök Frá jómfrúarflugi Boeing 777X fyrr á árinu. Deilur um ríkisstuðning við Airbus og Boeing hafa varað í hálfan annan áratug og harðna til muna með nýju tollunum. Bandarísk flugfélög og ferðalangar sitja uppi með kostnaðinn. Stálin stinn » Eftir deilur sem varað hafa í hálfan annan áratug lögðu Bandaríkin 10% toll á Airbus- vélar í október » Nú hækkar tollurinn á flugvélar Airbus úr 10% í 15% » Evrópa gæti verið næst á dagskrá nú þegar Trump hef- ur sigrað Kína í tollastríði og haft Kanada og Mexíkó undir í fríverslunardeilum. » Á sama tíma vill Banda- ríkjastjórn stöðva sölu þotu- hreyfla GE til kínverska flug- vélaframleiðandans Comac.  Trump kann að vilja beina sjónum sínum að Evrópu nú þegar tollastríðið við Kína er í rénun  Ríkisstjórn Trumps hyggst stöðva sölu á þotuhreyflum til Kína FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bandarísk stjórnvöld tilkynntu á föstudag að tollar á Airbus-flugvél- ar myndu hækka úr 10% í 15% frá og með 18. mars næstkomandi. Hækkunin tengist langvinnum deilum Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins um ríkisstuðning við stóru flugvéla- framleiðendurna Boeing og Air- bus. Deilurnar hóf- ust árið 2004 þegar Bandarík- in gerðu fyrst at- hugasemd við að Airbus nyti rík- isstuðnings í formi lána frá hinu opinbera og svaraði ESB með því að kvarta yfir ríkisstuðningi bandrískra stjórnvalda við Boeing. Alþjóðaviðskiptastofnunin hóf tvær aðskildar rannsóknir á flugvéla- framleiðendunum árið 2005 og úr- skurðaði árið 2010 að sú lánafyrir- greiðsla sem ríki í Evrópu veittu Airbus stangaðist á við reglur um niðurgreiðslur á útflutningsvöru. Ári síðar komst stofnunin að svip- aðri niðurstöðu um stuðning banda- rískra stjórnvalda við Boeing. Tollar með blessun Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar Þrátt fyrir þessa úrskurði tókst ekki að leysa úr ágreiningi ESB og Bandaríkjanna og hefur málið velkst um í kæru- og úrskurðakerfi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar síðan þá. Á síðasta ári ákvað stofn- unin að Bandaríkjunum væri heim- ilt að bregðast við ríkisstuðningi ESB með því að hækka tolla á evr- ópskan varning og varð úr að leggja 10% toll á Airbus-þotur auk 25% tolls á ýmsar matar- og drykkjar- vörur. Að sögn Reuters kann útspil Bandaríkjastjórnar í síðustu viku að vera til marks um að Donald Trump sé með Evrópu í sigtinu nú þegar tekist hefur að höggva á hnútinn í Donald Trump Nýjar rannsóknir benda til að vinsældir skutlfyrirtækja á borð við Uber og Lyft hafi valdið auknum umferðarþunga í bandarískum stórborgum og hægt á umferðinni þar. Staf- ar þetta m.a. af því að bætt aðgengi að skutli fær almenn- ing til að vera meira á ferðinni, og borga fyrir skutl frekar en að nota almenningssamgöngur eða fara fótgangandi á milli staða. Þá er enginn farþegi í skutl-bílum 40% þess tíma sem þeir eru í akstri og mikill meirihluti viðskiptavina kýs að ferðast einn í bíl frekar en að deila fari með ókunnugum. Wall Street Journal birti á laugardag umfjöllun um þennan vanda og vísar m.a. í nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að hægt hefði á bílaumferð í San Francisco frá 2010 til 2016 og að rekja megi 60% þeirrar þróunar til skutlbíla. Virðast áhrifin mest í þéttbýlum stórborgum og leiddi t.d. rannsókn í Toronto í ljós að skutlþjónustur hefðu ekki haft nein áhrif á umferðarhraða þar. Er þéttni byggðar í Toronto um það bil fjórðungur af þéttni San Francisco. Uber og Lyft hafa brugðist við með því t.d. að beina við- skiptavinum að öðrum samgöngumátum en skutli og veita m.a. upplýsingar um almenningssamgöngur í snjallforrit- um sínum auk þess að bjóða sums staðar upp á rafhlaupa- hjól og reiðhjól til leigu. Þá segja fyrirtækin að þær rann- sóknir sem tengja aukinn umferðarþunga við skutl gleymi að taka með í reikninginn áhrif vaxandi umferðar vegna heimsendingar vöru sem fólk pantar á netinu. ai@mbl.is AFP Eftirspurn Skutlfyrirtækin Uber og Lyft segja rann- sóknirnar draga upp ranga mynd af þróuninni. Skutlþjónustur þyngja umferð  Notendur fara fleiri ferðir en ella og vilja helst ekki deila skutl-bíl með ókunnugum Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.