Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Dauði NATO stórlega ýktur  Rætt um framtíð Atlantshafsbandalagsins á öryggisráðstefnunni í München  „Vestrið er að sigra,“ segir Mike Pompeo  Áhersla lögð á einingu yfir hafið Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Það gleður mig að greina frá því að dauði bandalagsins yfir Atlants- hafið er stórlega ýktur,“ sagði utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, á hinni árlegu öryggisráð- stefnu sem haldin var í München yfir helgina. Beindi hann athyglinni frá þeim málum sem Bandaríkin og banda- lagsþjóðir þeirra í Evrópu hefur greint á um síðustu ár, svo sem málefni Kína, Írans og alþjóðavið- skipta. Lagði hann þess í stað áherslu á að skipan alþjóðamála samkvæmt vestrænum gildum væri áfram best til þess fallin að verja réttindi ein- staklingsins og efnahagslega vel- megun. „Vestrið er að sigra og við erum að sigra saman,“ bætti ráðherrann við og svaraði þannig gagnrýni for- seta Þýskalands, Frank-Walters Steinmeier, sem á föstudag fullyrti að Bandaríkin höfnuðu „jafnvel hugmyndinni um alþjóðasamfélag“ og aðhefðust „á kostnað nágranna sinna og bandamanna“. Stefnubreyting stjórnvalda? Í umfjöllun þýska ríkismiðilsins Deutsche Welle segir að af ummæl- um ráðherrans megi ráða vissa stefnubreytingu. Pompeo reyni nú að teygja sig yfir Atlantshafið til að vekja að nýju bandalagsvilja Evr- ópuþjóða, eftir að bandarísk stjórn- völd hafi gert margt til að slökkva þann vilja. Framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, Jens Stoltenberg, ítrekaði mikilvægi góðra tengsla Bandaríkjanna og Evrópuríkja þeg- ar hann ávarpaði ráðstefnuna á laugardag. „Allar tilraunir til að færa Evr- ópu fjær Norður-Ameríku veikja ekki aðeins böndin yfir Atlantshafið heldur eiga þær einnig á hættu að tvístra Evrópu,“ sagði Stoltenberg. „Ég trúi ekki á Evrópu eina og sér. Ég trúi á Evrópu og Ameríku sam- an.“ Endurbóta þörf í NATO Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, reyndi að gera lítið úr mögulegri gjá á milli Evrópu og Bandaríkjanna og lofaði gildi Atl- antshafsbandalagsins, en sagði þó ljóst að endurbóta væri þörf. „Ég tel að það væru mistök að beina Evrópu gegn Bandaríkjun- um,“ sagði Maas í samtali við Deutsche Welle. „Við erum í öryggisbandalagi sem virkar; NATO. En það þarfn- ast endurbóta og við erum að ræða þær núna. Við viljum byggja upp evrópsku hlið bandalagsins og svo það sé hægt þurfum við að ná sam- stöðu í álfunni,“ sagði ráðherrann. Kallaði hann að auki eftir því að komið yrði á fót evrópsku öryggis- og varnarbandalagi sem móta myndi sterka, evrópska stoð undir Atlantshafsbandalagið. Nýjum tilfellum kórónuveirunnar fækkaði í gær, þriðja daginn í röð. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin varar þó við því að ómögulegt sé að spá um hvernig faraldurinn muni þróast. Fyrsta dauðsfallið utan Asíu af völdum veirunnar varð í Frakklandi um helgina, en staðfest var í gær að alls 1.665 manns eru látnir á megin- landi Kína eftir að 142 til viðbótar lét- ust. Fleiri en 68 þúsund hafa nú sýkst af veirunni. Biðja um frekari samvinnu Sú staðreynd að nýjum tilfellum fer fækkandi er til marks um það að stjórnvöld í Kína hafa náð tökum á út- breiðslu faraldursins, segir Mi Feng, talsmaður kínverska heilbrigðisráðu- neytisins. „Þegar má sjá áhrif for- varna í mörgum landshlutum,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Framkvæmdastjóri Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus, varar hins vegar við því að ógerningur sé að spá um hvaða stefnu faraldurinn muni taka. „Við biðjum allar ríkisstjórnir, fyrirtæki og fréttamiðla að vinna með okkur til að vara fólk við með réttum hætti án þess að kynda undir múgæs- ingi,“ sagði framkvæmdastjórinn á öryggisráðstefnunni í München. Alþjóðlegur hópur sérfræðinga á vegum stofnunarinnar kom til Peking um helgina til að starfa í sameiningu með kínverskum kollegum sínum. Ógerningur að spá um hvert faraldurinn stefnir  Nýjum tilfellum kórónuveirunnar hefur fækkað síðustu daga AFP Kórónuveira Faraldurinn er óút- reiknanlegur, segja yfirvöld. Franska lögreglan yfirheyrði í gær rússneskan aðgerðasinna og kærustu hans vegna kynlífsmyndbands sem lekið var á netið í síðustu viku og varð til þess að stjórn- málamaðurinn Benjamin Gri- veaux, samflokks- maður Emm- anuels Macrons Frakklands- forseta, dró fram- boð sitt til borg- arstjóraembættis Parísar til baka. Aðgerðasinn- inn, Pjotr Pav- lenskí, hafði áður opinberlega sagst hafa lekið myndbandinu á verald- arvefinn, en kosið verður í næsta mánuði. Pavlenskí hlaut hæli í Frakklandi árið 2017 eftir nokkur róttæk mót- mæli í Rússlandi og var handtekinn á laugardag í tengslum við slagsmál sem brutust út í nýársfögnuði. Í gær beindi lögreglan hins vegar athygli sinni að myndskeiðinu, sem sýnir karlmann stunda sjálfsfróun ásamt klúrum skilaboðum sem virðast send til konu. Griveaux, sem er giftur þriggja barna faðir, hætti við framboðið í kjölfar þess að myndskeiðið var birt á vefnum. Þykja það nýmæli í Frakk- landi, þar sem stjórnmálamenn hafa til þessa reynt að gera lítið úr kynlífs- hneykslum og sagt þau einkamál. Yfirheyrð- ur vegna myndskeiðs Pjotr Pavlenskí  Kynlífshneyksli í Frakklandi Stjörnufræðingar hafa náð mynd- um af stjörnunni Betelgás, einni þeirri skærustu í vetrarbrautinni, sem sýna að ljós hennar hefur dvín- að undanafarna mánuði. Frá þessu greindi stjörnustöð Evrópuríkja á suðurhveli á föstudag. Þessi dularfulla myrkvun hefur vakið margar spurningar og velta fræðingar því fyrir sér hvort hún sé forleikur þess að stjarnan springi. Myndir af yfirborði stjörnunnar þykja sýna að ekki aðeins sé hún að dofna heldur virðist sem lögun hennar sé einnig að breytast, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjörnustöðinni. Betelgás gefur nú frá sér aðeins um 36% af þeirri birtu sem alla jafna berst frá henni, sem þýðir að menn geta merkt breytinguna með berum augum. Dofnar yfir Betelgás Sýrlenskar sveitir uppreisnarmanna skjóta í átt að sveitum ríkisstjórnarinnar í Idlib-héraði í Norðvestur-Sýrlandi. Sveitir ríkisstjórnarinnar náðu á sitt vald tólf þorpum og smábæjum í gær, þar sem þær héldu áfram sókn sinni gegn síðasta stóra vígi uppreisnarmanna. Sóknin hófst í desembermánuði og hafa sveit- irnar notið aðstoðar Rússa sem herjað hafa á uppreisnarmenn með árásum úr lofti. Skotið á sveitir ríkisstjórnarinnar AFP Sóknin gegn uppreisnarmönnum heldur áfram í Sýrlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.