Morgunblaðið - 17.02.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.02.2020, Qupperneq 21
virkan þátt í starfi okkar í SPES- barnahjálp og hefur styrkt lítinn dreng að nafni Koffi. Hann verð- ur 18 ára í árslok og er nú að því kominn að ljúka námi í húsgagna- smíði og stefnir ótrauður út í lífið. Svona góðum árangri hefur sam- kennd hennar skilað. Í raun og veru má líta á Sig- rúnu sem afrekskonu. Ekki ein- ungis vegna dugnaðar hennar við að breyta Dæli úr fjárbúi í ferða- þjónustu, heldur ekki síður vegna þess hvernig hún tókst á við al- varleg, langvarandi og mjög erfið veikindi. Ég kveð frænku mína með sárum söknuði og sendi Villa og börnunum innilegar samúðar- kveðjur. Njörður P. Njarðvík. Stundum erum við minnt á hversu hverfult lífið getur verið og ósanngjarnt. Ekki síst þegar komið er að þeim tímamótum í líf- inu sem enginn fær umflúið. Þeg- ar horfið er á braut úr jarðnesku lífi fylgir förin til hins óþekkta og í þá för lagði elsku Sigrún hinn 1. febrúar, dauðans tími er alltaf óviss. Jafnvel þótt fólk hafi um nokkur ár staðið við dauðans dyr. Skilnaðurinn er svo algjör og um- skiptin svo glögg. Margs er að minnast þegar lit- ið er til baka og er þakklæti mér efst í huga fyrir að hafa kynnst þér 1988 þegar ég flutti á Hvammstanga, þvílík gæfa að hafa kynnst þér og fjölskyldu þinni. Það var yndislegt hvað mikill kærleikur var á milli Villa, Hrafnhildar, Vilmars og Kidda. Þú sýndir hetjulega baráttu í veikindum Sigrún mín en varðst að lokum að játa þig sigraða. Nú þegar komið er að kveðju- stund er erfitt að sætta sig við að þú sért ekki lengur á meðal okk- ar. Vil ég þakka þér elsku Sigrún hvað þú reyndist mér vel. Þegar ég flutti til Reykjavíkur minnk- uðu samskipti okkar en þegar við hittumst var eins og við hefðum hist deginum áður. Vil ég þakka þér það sem gleymist aldrei. Guð blessi þig og þína. Góða ferð í sumarlandið. Við sjáumst þegar minn tími kemur. Þín vinkona, Ólöf Jónsdóttir. Baráttukonan Sigrún Björk Valdimarsdóttir í Dæli er fallin frá langt um aldur fram. Sigrún háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm hin síðari ár af miklu æðruleysi og dugnaði. Sigrún var einlæg og kraftmikil í hverju sem hún tók sér fyrir hendur eða kom að. Hún virtist aldrei vera að flýta sér, brosmild, með hlýja nærveru sem geislaði út í umhverfið. Það leið öllum vel í návist hennar. Góðir eiginleikar fyrir vinsælan ferðaþjónustubónda. Sigrún var félagslynd með ríka réttlætis- kennd, bar umhyggju fyrir þeim sem hallar stóðu í samfélaginu. Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð var stofnuð 1999 skipaði hún sér þar í fylkingarbrjóst. Hún helgaði sig baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði og brýndi gjarnan félaga sína í þeim efnum. Það þótti mörgum djarft þegar þau hjónin Víglundur og Sigrún hófu uppbyggingu ferðaþjónustu í Dæli í Víðidal. Ekki var það nú svo að bærinn stæði við þjóðveg- inn. Minnist ég góðs spjalls við þau hjón eftir að hafa keyrt í miklum rykmekki afleggjarann heim að Dæli. Sást varla til bæja í ryk- mekkinum og holurnar virtust ætla að hrista bílinn í sundur. „Þetta gengur nú ekki,“ sagði Sigrún af hógværð en festu. Og svo sannarlega var það hárrétt hjá Sigrúnu sem ráða varð bót á hið snarasta. Þau hjónin og fjöl- skyldan öll voru hagsýn, Víglund- ur húsamiður og mjög lagtækar til allra verka. Sigrún með rekstr- artilfinningu í fingurgómunum og kunni að taka á móti gestum af hlýju sveitamennskunnar. Hús voru innréttuð og ný byggð en ávallt farið að með gætni. Upp- bygging og rekstur ferðaþjónust- unnar í Dæli varð mörgum í hinni nýju atvinnugrein gott fordæmi. Að Dæli var gott að sækja ráð og einkum fyrir þá sem hugðu á ferðaþjónustu til sveita. Sigrún bar mikla umhyggju fyrir kjörum eldra fólks og þeim sem þurftu hjúkrunar við. Hún fór gjarnan með mér um Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga og dvalarheimili aldraðra á staðnum. Hún lýsti með stolti metnaðarfullu starfi og góðum aðbúnaði fólksins sem þangað leitaði. Við fundum vel hvar hjarta hennar sló. Sigrún var hreinskilin og sagði hlutina beint út. Bæði það sem henni fannst vel gert og hitt sem henni þótti miður og þyrfti að bæta. Mér er minnisstætt stórt hugð- arefni Sigrúnar, Selasetrið á Hvammstanga. Var mér einkar ljúft að beita mér sem þingmaður og fjárlagnefndarmaður og síðar sem ráðherra að styðja við það starf sem heimamenn börðust fyrir að koma upp. Selurinn er jú eitt af náttúru- sérkennum Vatnsnessins. Hinn 29. ágúst 2010 undirrit- uðum við sérstaka yfirlýsingu af hálfu sjávarútvegs- og landbún- aðaráðherra og stjórn Selaseturs- ins um að „Rannsóknir á sel við Ísland og fræðastarf skyldi vera undir umsjá Selaseturs Íslands á Hvammstanga.“ Sigrún naut mikillar virðingar í samfélaginu nær sem fjær og það var gott að eiga Sigrúnu að vin. Við þökkum Sigrúnu fyrir sam- ferðina og þá fyrirmynd og góðu stundir sem hún gaf okkur. Blessuð sé minningin um hug- prúða baráttukonu, Sigrúnu Björk Valdimarsdóttur, hús- freyju í Dæli. ´ Víglundi og fjölskyldu þeirra Sigrúnar sendum við einlægar samúðarkveðjur. Ingibjörg Sólveig Kolka og Jón Bjarnason. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020 mitt líf að einn daginn kæmi að þessu en einhvern veginn hugs- aði ég sjaldan um það. Kannski fannst mér hún ódauðleg, hún var alltaf til staðar, sama hvað bjátaði á. Það er töluvert langt síðan ég áttaði mig á því að mamma var alveg einstök og núna þegar hún er farin sé ég það svo skýrt. Eins og við má búast hef ég mikið hugsað um hana undan- farið og meðal annars velt því fyrir mér hvort hún hafi ein- hvern tíma verið í vondu skapi eða kvartað yfir einhverju en ég einfaldlega man ekki eftir því. Rétt eins og ég man ekki eftir því að hún hafi fengið flensu eða magapest. Hvernig er það hægt? Ég er langyngstur af okkur systkinum en var samt svo heppinn að mamma var enn heimavinnandi þegar ég fædd- ist. Fyrstu fimm árin í Reyni- hvammi og svo í Hrauntungunni þar á eftir. Þegar ég segi að mamma hafi verið heimavinn- andi þá meina ég það. Hún var alltaf að og það kom varla fyrir að hún legði sig eða slakaði á, nema kannski á góðum sumar- degi. Hún naut þess að liggja á bekk í sólinni. Mamma saumaði á okkur föt, bakaði, eldaði, gerði sultu, slát- ur og svo margt fleira. Þegar hún var ekki að því þá prjónaði hún peysur, kannski var það hennar leið til að slaka á. Ég er henni svo óendanlega þakklátur og ég veit að ég var einstaklega heppinn að fá að eiga hana sem mömmu því betri mömmu hefði ég ekki getað hugsað mér. Ég veit það líka að ég sýndi henni ekki alltaf þakklæti og lét gremju mína og pirring stund- um bitna á henni en einhvern veginn leyfði hún því ekki að ná til sín. Ég er þakklátur fyrir að hafa náð að segja henni að ég elskaði hana áður en hún dó en það er eitthvað sem mér hafði alltaf þótt erfitt að segja. Annað með mömmu er, að ég man ekki eftir því að hún hafi nokkurn tímann baktalað eða hallmælt neinni manneskju sem mér finnst töluvert magnað og einstakt og mikill kostur. Hún gat samt sem áður verið mjög ákveðin og fengið sínu fram- gengt en einhvern veginn alltaf með góðu. Ég var svo heppinn að fæðast inn í fjölskyldu sem hafði gaman af ferðalögum og þá sérstaklega tjaldferðalögum. Pabbi var dug- legur að taka myndir og mynd- bönd sem ég er ótrúlega þakk- látur fyrir í dag. Þessar myndir vekja margar fallegar minning- ar og ég sé það svo vel hvað það er einstakt að vera í þessari fjöl- skyldu. Takk fyrir allt, elsku mamma. Gunnar Ólason. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund, hugsunin um að þú sért farin er þungbær. Þú varst alltaf til staðar þegar einhver af okkur þurfti. Við vorum alltaf spenntir að koma til þín í matarboð sem þú hélst á tveggja vikna fresti sem breyttist alltaf í tveggja til þriggja rétta veislu þar sem þú vildir heyra allt slúðrið í lífi okk- ar. Einnig var gaman þegar við fórum til Danmerkur í sumarbú- stað í viku þar sem við fórum í Lego-land þar sem þú dast og lást kylliflöt en fórst ómeidd úr því og eftir á gátum við hlegið mikið að því og gerum enn í dag. Það var alltaf gaman að fara í sumarbústað með þér þar sem við krakkarnir vorum endalaust með læti og vesen en þú hafðir bara gaman af því. Við elskum þig, amma, og munum sakna þín gríðarlega mikið og það er hundrað pró- sent víst að við fáum ekki aftur jafnt gott lambalæri og þú varst alltaf með. Pétur William og Fannar Hrafn. Elsku amma. Ein af mínum fyrstu minning- um um þig er heima hjá ykkur afa í Hulduborgum. Þetta var rétt fyrir jól og við eyddum deg- inum í að baka saman hálfmána og randalínur og spjalla um dag- inn og veginn. Ég leit alltaf mikið upp til þín. Þú kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér til dæmis að baka pönnukökur og að prjóna. Það sem var svo æðislegt við þig var hvað þú varst alltaf þolinmóð, ró- leg, yfirveguð og hlý. Það var svo gott að kíkja í kaffi til þín, þú átt- ir alltaf fulla skúffu af nýbök- uðum kökum og ískalda mjólk með. Við gátum spjallað enda- laust saman um allt og ekkert, þú varst svo forvitin og vildir alltaf hafa puttann á púlsinum. Sunnudagsmaturinn hjá ykk- ur afa var alltaf svo góður. Það var oft sem þú bauðst okkur Högna upp á nýja rétti sem þú hafðir fengið uppskriftina að frá Hugrúnu en soðna ýsan og kart- öflurnar stóðu alltaf upp úr. Þú varst ótrúlega handlagin. Þú naust þess einna helst að sauma og prjóna, enda einstak- lega góð í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég gleymi því aldr- ei þegar þú saumaðir pilsin á mig og vinkonur mínar. Ég kom til þín með efni og mál af okkur stelpunum, þú sagðir mér að setjast fram og áður en ég vissi varstu komin með þrjú pils til mín. Þú varst mögnuð. Það að þú sért farin er sárt og skilur eftir mikið tómarúm. Þú varst svo hugulsöm og góð og vildir öllum vel. Ég vona að þú sért komin á góðan stað. Guð geymi þig, elsku amma. Hekla. Ég vissi ekki að ég myndi sakna pabba míns svona mikið eftir að hann veiktist því maður var ekkert mik- ið að kíkja orðið í heimsókn til Vestmannaeyja nema kannski á þjóðhátíð og önnur hver jól. Nú vildi maður að maður hefði komið oftar, t.d. kom ég einu sinni um páska og þá fórum við í svaka reið- ferð um Vestmannaeyjar á hest- um, þetta var ekkert smá gaman, svo þegar maður kom með börnin var farið með alla í bátsferð og alltaf svo gaman að koma, en svona er alltaf hægt að vera vitur Magnús Örn Guðmundsson ✝ Magnús Örnfæddist 7. des- ember 1956. Hann lést 4. febrúar 2020. Útför hans fór fram 13. febrúar 2020. eftir á og hlutirnir gera ekki boð á und- an sér. Pabbi kenndi mér að vinna og hann er alinn upp á öðrum tíma þar sem það var mikilvægara að vera hörkujaxl frekar en „Langamma mín dó“ og mig langaði að fara í frí, honum fannst það ekki rétt- lætanlegt og ef maður var lasinn átti maður að harka þetta bara af sér frekar en að kíkja til læknis. Kannski var það það sem varð honum að falli þar sem hann var með sjálfsofnæmi og þurfa þeir sem eru með svoleiðis að taka B12 mjög reglulega í sprautum það sem eftir er lífs. Þetta var ekki uppgötvað hjá honum fyrr en of seint, þannig að í guðanna bænum ef það er eitthvað að, þótt það sé lítið, farið til læknis og gerið eins og ég gerði þegar ég varð 40 ára, fór og spurði lækninn minn hvort það væri ekki svona „þjónustu- skoðun“ í boði fyrir mann þegar maður er gott sem hálfnaður með þetta líf. Það kom í ljós að ég var lágur í B12 en ekki eins lágur og aðrir sem hafa þetta sjálfsofnæmi, svo er áfengi líka versti óvinur B12, svo 2019 fór ég ristilspeglun og þar fundust separ sem hefðu lík- legast breyst í illkynja krabba- mein ef þeir hefðu ekki verið upp- götvaðir þarna og nú þarf ég að fara á þriggja ára fresti, boðskap- urinn með þessari sögu er: ekki vera jaxl heldur vertu frekar lif- andi. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. P.s. Ekki vera hræddur við að heilsa upp á mig. Þinn sonur, Ómar Örn Magnússon. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, RAGNAR SIGURÐSSON, Krókahrauni 8, Hafnarfirði, sem lést 3. febrúar verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 18. febrúar klukkan 15. Hjördís Jónsdóttir Reynir Þ. Ragnarsson Þórunn B. Tryggvadóttir Ragnar V. Reynisson Fríða Kristjánsdóttir Tryggvi Þ. Reynisson Javiera I. Rámila Hjördís H. Reynisdóttir Rafn Emilsson Hrafn I. Reynisson Kristín B. Hallvarðsdóttir barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, föstudaginn 14. febrúar. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. febrúar klukkan 13. Hjartnæmar þakkir til starfsfólksins á Álfhóli og Lundi fyrir hlýja og góða umönnun. Sigurborg Gunnlaugsdóttir Ríkharður Örn Jónsson Íris Edda Jónsdóttir Viðar Arnarson Hafdís Eygló Jónsdóttir Sigurbjörn Arngrímsson barnabörn og barnabarnabörn ✝ Guðríður ÓskÓskarsdóttir fæddist í Reykjavík 11. júní 1948. Hún andaðist á Líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 28. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Lára L. Loftsdóttir húsmóðir, f. 10. júlí 1925, d. 21. júní 2002 og Ólafur Sigurvin Ósk- arsson bifvélavirki, f. 9. janúar 1917, d. 28. mars 1990. Systkini Guðríður Óskar voru sex: Guð- munda Hjördís, f. 20. janúar 1941, Sólveig Margrét, f. 25. Svansdóttir, f. 17. janúar 1968 og á hún fjögur börn, Söndru Dögg, Evu Kristinu, Adrian og Noah Elias. 4) Sigrún Aradótt- ir, f. 13. maí 1978 og á hún þrjú börn, Katrínu Líf (látin), Ólöfu Rós og Ásgeir Örn. 5) Stella Aradóttir, f. 30. nóvember 1981 og á hún tvö börn, Thelmu Ósk og Emil Örn. 6) Sigurjón, f. 30. nóvember 1981 og á hann einn son, Mána. Guðríður Ósk er fædd og uppalin í Reykjavík en bjó sín fullorðinsár í Kópavogi. Hún var húsmóðir og vann ýmis önnur störf um ævina. Útför Guðríðar Óskar hefur farið fram í kyrrþey. apríl 1943, Ólafur Kristján, f. 19. nóv- ember 1944, Anna Edda húsmóðir, f. 9. desember 1945, Sigrún, f. 25. mars 1947 og Kjartan f. 23. mars 1951, d. 23. ágúst 1999. Guðríður eign- aðist sex börn: 1) Gyða Svansdóttir, f. 21. júní 1965 og á hún fimm börn, Heiðrúnu, Hildi, Óskar, Arnar og Guð- mund. 2) Anna Edda Svans- dóttir, f. 17. júní 1966 og á hún fjögur börn, Selmu Rut, Garð- ar, Elvar og Hafrúnu. 3) Rakel Í dag fylgjum við elsku Diddu frænku til hinstu hvíldar. Eftir lifa einstakar og hlýjar minningar um yndislegar samverustundir sem gott er að hlýja sér við um leið og við syrgjum brotthvarf hennar úr þessum heimi. Didda fékk kannski ekki úthlutuð bestu spilin alltaf í lífinu en gerði það sem hún þurfti til að spila sem best úr þeim hverju sinni. Hún var þrautseig, elskaði börnin sín og gerði það sem hún gat til að vera til staðar fyrir þau. Mín uppáhaldsæskuminning með Diddu er á fjögurra ára afmælis- daginn, við fjölskyldan þá flótta- menn vegna eldgoss á Heimaey, þegar hún lét setja göt í eyrun á mér, litlu pjattrófunni. Það var al- veg stórkostleg gjöf. Didda reynd- ist mér alltaf vel, man aldrei eftir að hún hafi sagt við mig eitt styggðaryrði og eftir á að hyggja hafði hún einstaka þolinmæði til að skutlast og brasa með mér í borg- inni. Hún kallaði mig Lobbu alla tíð og þótti mér alltaf vænt um það gælunafn en hefði alls ekki leyft neinum öðrum að kalla mig því nafni. Hún tók mig inn á heimili sitt þegar ég var 17 ára einmana skólanemi og það var ómetanlegt að finna hvað ég var innilega vel- komin. Skipti þá engu að hún var sjálf með þrjú ung börn, einstæð móðir og með uppkomna dóttur og barnabarn fyrir á heimilinu, alltaf nóg pláss. Yndislegar minningar um ísbíltúra með litlu rauðhærðu grislingana þrjá í aftursætinu og vídeókvöld og bakstur í eldhúsinu um helgar ylja mér um hjartað. Þegar ég sjálf átti börn var það sama sagan; fyrsti viðkomustaður var kaffisopi hjá Diddu og var hún boðin og búin að aðstoða mig alla tíð eftir bestu getu. Ég þakka fyrir að við áttum mjög langt og gott spjall síðastliðið sumar og þótt ég vildi óska að hún hefði ekki þurft að kveðja svo fljótt og skyndilega er þakklæti mér efst í huga fyrir að hafa átt pláss í hjarta hennar og fengið að hafa hana í lífi mínu. Elsku Didda frænka var ein af mínum fyrirmyndum í lífinu, ótrú- lega sterk, stolt og raungóð. Kvartaði aldrei en hafði einstakan húmor, var stríðin og stóð fast á sínum skoðunum. Ég mun sakna elsku Diddu frænku og minnast hennar með hlýju og söknuði og bið góðan Guð að styrkja börnin hennar, barnabörnin og aðra ná- komna í sorginni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni Farðu í friði vina mín kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði elsku Didda. Kær kveðja, Lára Skæringsdóttir og fjölskylda. Guðríður Ósk Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.