Morgunblaðið - 17.02.2020, Side 24

Morgunblaðið - 17.02.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020 SAMNINGAR VIÐ ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG • Fagleg þjónusta • Vönduð vinnubrögð • Frítt tjónamat Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is HSRETTING.IS 547 0330 LÁTTU OKKUR UM MÁLIÐ • BÍLARÉTTINGAR • PLASTVIÐGERÐIR • SPRAUTUN Hægt er að bóka tjónaskoðun hjá okkur á netinu 60 ára Magnús er Akureyringur en býr í Grafarvogi í Reykjavík. Hann er trésmíða- meistari að mennt frá Iðnskólanum á Akur- eyri og er umsjónar- maður fasteigna Sjóvár auk þess að vera tjónamatsmaður. Maki: Jóhanna Sveinsdóttir, f. 1960, tækniteiknari hjá Össuri. Börn: Ingólfur, f. 1980, og Helga Maggý, f. 1991. Börn Jóhönnu eru Sveinn Anton Sveinsson, f. 1980, og Hlín Ólafsdóttir, f. 1986. Barnabörnin eru samtals sjö. Foreldrar: Ingólfur Magnússon, f. 1928, fv. vörubílstjóri, og Jenný Karlsdóttir, f. 1939, grunnskólakennari. Þau eru búsett á Akureyri. Magnús Ingólfsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vilt helst ekki samþykkja eitt- hvað bara af því að það er erfitt að breyt- ast. Haltu fast á málum og láttu engan bil- bug á þér finna. 20. apríl - 20. maí  Naut Það gengur ekki að þú hafir allt á hornum þér, bæði við ástvini og vinnu- félaga. Taktu að þér ábyrgðarstöðu og heppnin verður með þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú bókstaflega ljómar þessa dag- ana og vekur eftirtekt hvar sem þú kemur. Sérstaða þín lífgar upp á andrúmsloftið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér hefur vegnað vel og mátt því svo sannarlega gleðjast yfir árangrinum með þínum nánustu vinum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert hreinskiptinn að eðlisfari og getur sagt hlutina afdráttarlaust. Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi fjármál eða viðskipti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fyrirhyggja í fjármálum er nauðsyn- leg þessa dagana. Taktu þér tíma til þess að gera fortíðina upp og haltu svo lífinu ótrauður áfram. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu það ekki koma þér á óvart þótt nágranni eða ættingi geri eitthvað ófyr- irsjáanlegt í dag. Brynjaðu þig gegn utan- aðkomandi áhrifum og taktu málin í þínar hendur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur komið sér vel að eiga trúnaðarvin sem getur deilt með þér bæði gleði og sorg. Þér er óhætt að fara eftir eðlisávísun þinni þegar þú afgreiðir viðkvæmt einkamál í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Forðastu deilur við maka og ná- komna í dag. Ef þú veist að þú getur ekki unnið, getur þú allt eins gefið eftir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki hugfallast þótt sumar hugmyndir þínar hljóti ekki strax framgang. Leitaðu ekki langt yfir skammt heldur slak- aðu á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að setjast niður og gera þér grein fyrir þeim takmörkum sem þú stefnir að. Varastu allt það sem gæti sett stöðu þína í tvísýnu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur þörf fyrir að kafa til botns í hlutunum. Einhver öfund gæti komið upp í mannlegum samskiptum svo Albertína flutti til Akureyrar árið 2014 og var verkefnastjóri atvinnu- mála hjá Akureyrarbæ 2014–2016 og framkvæmdastjóri EIMS 2016–2017, sem er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra. „Það var ekki staklega skapandi starf. Það var sérstaklega skemmtilegt að fá þann heiður að stýra Fjórðungssambandi Vestfirðinga á sínum tíma og kynnast öllum því frábæra fólki sem býr fyrir vestan og sömuleiðis kynnast þeim ólíku stöðum sem eru á Vest- fjörðum.“ F riðbjörg Elíasdóttir er fædd 17. febrúar 1980 á Ísafirði og ólst þar upp. „Ég var mikið á Hest- eyri í Jökulfjörðum á sumrin og fer þangað enn eins mikið og ég get.“ Hún æfði gönguskíði til 16 ára aldurs, en skíðamennskan er mik- il í fjölskyldunni. Albertína gekk í grunnskólann á Ísafirði, tók tvö ár í Menntaskólanum á Ísafirði og tvö ár við Mennta- skólann við Hamrahlíð þaðan sem hún útskrifaðist með stúdentspróf ár- ið 2000. Hún lauk BA prófi í fé- lagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og MSc gráðu frá sama skóla ár- ið 2012. Hún lauk áttunda stigs prófi á píanó frá Tónlistarskólanum á Ísa- firði árið 2010 og nýtur þess enn að spila á píanóið þegar tækifæri gefst. Albertína var ráðgjafi og verk- efnastjóri í barnavernd og fé- lagsmálum hjá Skóla- og fjöl- skylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar 2003–2005, forstöðumaður Gamla apóteksins á Ísafirði, sem er upplýs- inga- og menningarhús ungs fólks á aldrinum 16-24 ára, 2004–2006 og leiðsögumaður um Jökulfirði og Hornstrandir í sumarleyfum frá 2004. Hún var verkefnastjóri hjá At- vinnuþróunarfélagi Vestfirðinga 2006–2008 og rannsakandi í ferða- málum hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands í Bolungarvík 2008–2010. Al- bertína var organisti í Dýrafirði, Ön- undarfirði, Súgandafirði og Arnar- firði í afleysingum 2008–2014. Hún var verkefnastjóri og kennari hjá Há- skólasetri Vestfjarða 2009–2015, bæj- arfulltrúi í Ísafjarðarbæ 2010–2014, forseti bæjarstjórnar 2011 og 2013, fulltrúi í bæjarráði Ísafjarðarbæjar 2010–2014, formaður Fjórðungs- sambands Vestfirðinga 2010–2014, og verkefnastjóri hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands á Ísafirði 2012– 2014. „Það var virkilega skemmtilegt að vinna hjá Háskólasetri Vestfjarða, enda skemmtileg blanda af verk- efnastjórn og kennslu en mér finnst alltaf jafn gaman að kenna. Það sama má segja um starf mitt hjá Nýsköp- unarmiðstöð en þar stýrði ég Fa- bLabinu á Ísafirði sem var sér- einföld ákvörðun að flytja norður, en á þeim tíma stóð ég á ákveðnum krossgötum í lífinu og ákvað að það væri tími til að breyta til. Ég sá spennandi starf auglýst á Akureyri og ákvað að slá til og hef svo sannarlega ekki séð eftir því. Ólíkt því sem haldið er fram þá taka Akureyringar vel á móti fólki og hér er sérstaklega gott að búa.“ Albertína hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjör- dæmi frá árinu 2017. Hún er varafor- maður atvinnuveganefndar Alþingis. „Ég ætlaði nú ekki aftur í stjórnmál, en þegar mér var boðið annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðaust- urkjördæmi þá gat ég ekki skorist undan. Það er heilmikill munur á því að sitja í sveitarstjórn og á þingi, þó í grunninn sé þetta auðvitað það sama – að vinna að því að skapa sem best samfélag fyrir okkur að búa í. Það hafa verið alger forréttindi að starfa bæði í sveitarstjórn og á þingi, en ég er sérstaklega heppin með hvað ég er í frábærum þingflokki en við vinnum þétt og vel saman að þeim málum sem við viljum stuðla að.“ Albertína hlaut hvatningarverð- laun Forseta Íslands til ungra Íslend- inga 1996. Helsta áhugamál Albertínu er matargerð, en hún var með matar- blogg í nokkur ár á vestfirdingurinn.- blogspot.com. „Þetta byrjaði nú sem hálfgert grín, en þróaðist smátt og smátt í eitthvað meira þó ég hafi aldr- ei tekið þetta alla leið. Mín hugleiðsla á sér stað í eldhúsinu en það skemmti- legasta þykir mér að bjóða skemmti- legu fólki í mat, helst jafnvel fólki sem þekkist ekki mikið og ná að skapa skemmtilega stemningu og jafnvel mynda ný vinatengsl yfir góðum mat.“ Fjölskylda Sambýlismaður Albertínu er Dofri Ólafsson, f. 6.3. 1980, rafvirki. For- eldrar hans: Hjónin Ólafur Svan- laugsson, f. 7.6. 1952, smiður á Ak- ureyri, og Jóna Frímannsdóttir, f. 9.6. 1950, d. 16.1. 1999, leikskólakennari á Akureyri. Systkini Albertínu eru Þórunn Anna Elíasdóttir, f. 16.10. 1985, sér- fræðingur hjá Skattinum í Reykjavík, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir alþingismaður - 40 ára Parið Dofri og Albertína á 100 ára afmæli fullveldisins 2018. Að skapa sem best samfélag Þingmenn Þingflokkur Samfylkingarinnar mættur á Þingvelli. 50 ára María er Kefl- víkingur en býr í Graf- arvogi í Reykjavík. Hún er löggiltur læknaritari, er með BS-gráðu í landfræði og MS-gráðu í nátt- úrulandfræði frá Há- skóla Íslands. María er verkefnastjóri á jarðvegsrannsóknastofu Landbúnaðar- háskóla Íslands í Keldnaholti. Maki: Vilhjálmur Kjartansson, f. 1966, tæknimaður hjá Veðurstofu Íslands. Börn: Fanney Halla, f. 2000, Védís Halla, f. 2002, og Ásta Lovísa, f. 2006. Foreldrar: Sóldís Björnsdóttir, f. 1944, húsmóðir, og Svavar Geir Tjörvason, f. 1942, múrarameistari. Þau eru búsett í Keflavík. María Svavarsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Eva Katrín fæddist 27. október 2019. Hún vó 4.040 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Elna Albrechtsen og Viktor Þór Georgsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.