Morgunblaðið - 17.02.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.02.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020  Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason úr Ármanni tók þátt í Asíu- bikarnum í Suður-Kóreu og náði sínum besta árangri á ferlinum með því að lenda í 15. sæti af 75 keppendum í svigi. Fyrir árangurinn hlaut hann 26,99 FIS-stig og getur því átt von á að stökkva nokkuð upp heimslistann. Sturla keppti á alls fjórum mótum, þremur svigmótum og einu í stórsvigi. Hann hafnaði einnig í 29. sæti í svigi og í 39. sæti í stórsvigi.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt fimmta mark í jafn- mörgum leikjum fyrir AC Mílan er liðið vann 4:0-stórsigur á Tavagnacco á úti- velli í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. AC Mílan hefur unnið alla fimm leiki sína síðan Berglind kom til félagsins að láni frá Breiðabliki og er liðið nú komið upp í annað sæti, þremur stig- um frá toppliði Juventus.  Handknattleiksþjálfarinn Einar Jónsson átti afar góðu gengi að fagna þegar færeysku bikarhelginni lauk. Einar gerði karla- og kvennalið H71 að bikarmeisturum. Karlaliðið vann 23:18-sigur á Kyndli. Bikartitillinn var sá fjórði í sögu félagsins. Í kvenna- flokki hafði H71 betur gegn VÍF, 23:22, og vann sinn fyrsta bikartitil í sögunni. Báðum liðum gengur vel í deildinni í Færeyjum. Karlaliðið er á toppnum með 22 stig, sex stigum á undan næstu liðum. Kvennaliðið er í þriðja sæti, tveimur stigum frá toppnum.  Svíinn Armand Duplantis bætti á laugardag eigið heimsmet í stangar- stökki innanhúss, aðeins viku eftir að hann setti það sjálfur á móti í Glasgow í Skotlandi. Fyrir akkúrat viku sló Duplantis met Frakkans Renaud La- villenie frá 2014 þegar hann stökk 6,17 metra á móti í Torun í Póllandi. Hann stökk nú 6,18 metra í Glasgow og fékk 30 þúsund dollara í verðlaunafé.  Alfreð Finnbogason var í annað skipti í byrjunarliði Augsburg frá því hann meiddist á öxl í landsleik Tyrk- lands og Íslands í nóvember en lið hans gerði þá jafntefli við Freiburg á heimavelli, 1:1, í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Alfreð hafði komið inná sem varamaður í tveimur leikjum Augsburg eftir áramót og spilað í 65 mínútur gegn Eintracht Frankfurt en hann lék í 80 mínútur á laugardag.  Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, mætti einu sigursælasta knattspyrnuliði Evrópu í gær, þegar hann var í byrjunarliði Brescia gegn Juventus í Tór- ínó í ítölsku A- deildinni. Juventus hafði betur 2:0 og fór í efsta sætið. Birkir lék í 80 mínútur fyrir Brescia. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – ÍBV.............................. 18 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hleðsluhöll: Selfoss – Afturelding ...... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Stykkish.: Snæfell – Skallagrímur...... 19.15 Ísafjörður: Vestri – Selfoss ................. 19.15 Enski boltinn á Símanum Sport Chelsea – Manchester United ................. 20 Í KVÖLD! HANDBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Karlalið Vals í handknattleik tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Áskor- endabikars Evrópu um helgina með því að leggja tyrkneska liðið Beykoz að velli í tveimur leikjum sem báðir voru leiknir í Istanbúl. Valur vann fyrri leikinn 26:25 á laugardaginn og svo 31:30 í gær og vann því einvígið samanlagt 57:55. Valsarar náðu fimm marka forystu í báðum leikjunum en stórt og stæði- legt lið Beykoz færði sig iðulega upp á skaftið og gaf lítið eftir. Magnús Óli Magnússon var drjúgur í fyrri leikn- um, skoraði tíu mörk og þeir Agnar Smári Jónsson og Ásgeir Snær Vign- isson voru markahæstir í síðari leikn- um, báðir með sex mörk, en liðið fékk framlag frá flestum leikmönnum og ljóst að allir voru að skila sínu. Þrátt fyrir að spila vel lengst af voru Vals- arar í hættu á að detta úr keppni seint í viðureigninni í gær. Heima- menn voru tveimur mörkum yfir þeg- ar skammt var eftir en frábær loka- kafli Valsara dugði þó til þar sem þeir skoruðu fimm mörk gegn tveimur. Ýmir Örn Gíslason var seldur til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Lö- wen fyrr í mánuðinum og hornamað- urinn Finnur Ingi Stefánsson er frá vegna meiðsla. Þar missti liðið tvo sterka burðarása og á enn eftir að koma í ljós hver áhrifin af þeirra fjar- veru verða til lengri tíma en þeir leik- menn sem eftir eru sýndu mátt sinn og megin í Tyrklandi um helgina. Þetta kryddar tímabilið „Þetta var mjög skemmtilegt en líka gríðarlega erfitt, við þurftum að hafa mjög mikið fyrir þessu. Þetta var hörkulið, líkamlega sterkt og vel þjálfað, þetta var erfið viðureign,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Morgun- blaðið eftir leikinn og bætti við að Tyrkirnir hefðu jafnvel verið betri en hann átti von á. „Við vorum komnir með eitthvert myndefni en við tókum því með fyrirvara og ef eitthvað er, þá voru þeir töluvert sterkari en mynd- efnið gaf til kynna, það verður að segjast alveg eins og er. Auðvitað gátum við myndað okkur einhverja skoðun á þeim og vorum ágætlega undirbúnir. Það er gríðarlega gott að klára þetta, við þurftum að glíma við alls konar hluti og þetta var mjög sætt,“ sagði Snorri en Valsarar fengu ekki upptökur af fyrri leiknum á þeim tíma sem samið var um. „Við fengum ekki upptökur úr fyrri leiknum fyrr en klukkan eitt í dag. Það var farið aðeins á bak við okkur þar, þetta var annað en um var samið. Það var óþægilegt að geta ekki greint leikinn meir. Ég veit ekki hvort þetta var viljandi eða hvað, við látum það bara liggja á milli hluta. Við komumst áfram og getum þess vegna hlegið að þessu, við erum bara glaðir að vera komnir áfram.“ Geta mætt gömlum fjendum Dregið verður í átta liða úrslitin á þriðjudaginn og geta Valsarar þar mætt Halden frá Noregi, Victor frá Rússlandi, Karvina og Dukla Prag frá Tékklandi, AEK Aþenu frá Grikklandi og CSM Búkarest og Potaissa Turda frá Rúmeníu. Lið Turda er auðvitað handbolta- áhugamönnum og Völsurum vel kunnugt. Rúmenarnir slógu Val úr keppninni í undanúrslitum árið 2017 í leik sem var „handknattleiksíþrótt- inni til skammar“ að mati Morgun- blaðsins en tékkneska dómaraparið sem sinnti leiknum flautaði Valsmenn úr leik. Valur á því harma að hefna, fari svo að liðið geri sér aðra ferð til Rúmeníu. Valsarar unnu tvisvar í Istanbúl  Tyrkirnir voru stórir og stæðilegir  Geta mætt gömlum óvini í Rúmeníu Ljósmynd/Baldur Þorgilsson Markahæstur Agnar Smári Jónsson skorar eitt af mörkum sínum í gær. Lengjubikar karla og kvenna í knattspyrnu hófst um helgina með nokkrum leikjum. Kvennamegin fór Breiðablik illa með bikarmeist- ara Selfoss, 8:1, í Fífunni á meðan Íslandsmeistarar Vals gerðu sér góða ferð norður og lögðu Þór/KA að velli, 4:0. Karlalið Vals var ekki í vandræðum með Vestra á Hlíðar- enda, vann 5:0, og Víkingur R. vann Magna með sömu markatölu í Bog- anum en þar mættust KA og Fylkir einnig og skildu jöfn, 1:1. Nánar má lesa um úrslitin í Lengjubikarnum á mbl.is/sport. Kröftug byrjun meistaranna Ljósmynd/Þórir Tryggvason Einvígi Ída Marín Hermannsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir í leiknum. Forskot Liverpool á toppi ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu er orðið 25 stig eftir að liðið vann 1:0- sigur á botnliði Norwich um helgina. Senegalinn Sadio Mané gerði sigurmarkið tíu mínútum fyr- ir leikslok og hefur liðið frá Bítla- borginni nú unnið 35 af síðustu 36 leikjum sínum. Lundúnaliðin Ars- enal og Tottenham unnu svo bæði mikilvæga sigra í baráttunni um Evrópusæti. Tottenham marði ný- liða Aston Villa, 3:2, og Arsenal fór á flug og skellti Newcastle, 4:0, á heimavelli sínum. Forskot Liverpool orðið 25 stig AFP Óstöðvandi Mark Sadio Mané hélt sigurgöngu Liverpool áfram. Eyjamenn hafa heldur betur látið að sér kveða í Olís-deild karla á þessu ári eftir að deildin fór aftur af stað eftir EM-fríið. Í gær burst- aði ÍBV topplið Hauka 36:28 í Vestmannaeyjum. Fyrir vikið get- ur Valur farið upp fyrir Hauka og Afturelding getur farið upp að hlið Hauka. Valsmenn sinntu Evrópu- keppninni um helgina eins og sjá má hér að ofan á síðunni en liðið leikur fyrir vikið á miðvikudaginn gegn Fjölni á heimavelli. Aftureld- ing fer á Selfoss í kvöld en liðið á sem sagt leik til góða á Hauka. Eftir eins marks tap í drama- tískum spennuleik gegn Val í Eyj- um í lok janúar hafa Eyjamenn nú unnið þrjá leiki í röð. Ekki er hægt að segja að það hafi verið auðveld- ustu leikirnir sem finnast en liðið hefur unnið Selfoss og Aftureld- ingu á útivelli og nú Hauka heima. ÍBV er í 7. sæti með 20 stig og virðist líklegt til að klifra ofar í töflunni fyrir úrslitakeppnina. Lesa má um viðureignina á mbl.is/sport/handbolti eins og við- ureign FH og ÍR í Kaplakrika í gærkvöldi þar sem FH vann öruggan sigur 39:28. Leikmenn HK eru ekki dauðir úr öllum æðum en þeir unnu úti- sigur á Fram 30:29. Með sigrinum fór HK upp fyrir Fjölni og er í næstneðsta sæti. Er liðið fimm stigum á eftir KA sem er í 10. sæti og sex á eftir Fram sem er í 9. sæti. Stjarnan heldur áfram að safna stigum og nú er ekki útlit fyrir annað en að liðið komist í úr- slitakeppnina. Stjarnan vann KA 32:25 og eru Garðbæingar í 8. sæti með 17 stig. sport@mbl.is Þriðji sigur ÍBV í röð kom gegn Haukum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Í Eyjum Adam Haukur sækir og Fannar Friðgeirs er til varnar. Stjarnan vann magnaðan sigur á KA/Þór í Olís-deild kvenna í hand- knattleik í Garðabænum á laugar- daginn 24:23 eftir mikla dramatík. Sólveig Lára Kjærnested skoraði sigurmark Stjörnunnar úr víti eftir að leiktíminn rann út og einungis vítakastið var eftir. Stjarnan náði góðum endaspretti og sneri þá erfiðri stöðu í sigur en Akureyringar voru til að mynda yf- ir í stöðunni 19:15 í síðari hálfleik. Sólveig Lára var markahæst hjá Stjörnunni með níu mörk og Martha Hermannsdóttir skoraði annað eins fyrir KA/Þór. Stjarnan er í þriðja sæti deild- arinnar með 19 stig og KA/Þór í sjötta sæti með tólf stig. HK gefur lítið eftir þrátt fyrir skakkaföll og er í 4. sætinu eftir eins marks sigur á Haukum 25:24 í Kórnum. Sigurinn var mikilvægur því Haukar eru nú fjórum stigum á eftir HK. Díana Kristín Sigmars- dóttir skoraði 10 mörk fyrir HK en Karen Helga Díönudóttir skoraði 7 fyrir Hauka. sport@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Markahæst Sólveig Lára Kjærnested kom mjög við sögu hjá Stjörnunni. Stjarnan sneri erfiðri stöðu í sigur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.