Morgunblaðið - 17.02.2020, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
Rás 2
FBL
BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN
BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3
BESTA KVIKMYNDATAKAN
ÓSKARSVERÐLAUN4 BESTA MYNDINm.a.
ÓSKARSVERÐLAUN2 BESTA FRUMSAMDA TÓNLISTm.a.
HILDUR GUÐNADÓTTIR
» Umfangsmikil sýning á verkum eftir hinnheimskunna bandaríska myndlistarmann Sol
LeWitt (1928-2007) var opnuð í Listasafni Reykja-
víkur – Hafnarhúsi á fimmtudagskvöldið var.
LeWitt var einn helsti fulltrúi mínimalismans og
konsepts í listasögunni. Um tuttugu manns unnu
að uppsetningu verkanna í rúman mánuð, eftir ná-
kvæmri uppskrift og teikningum listamannsins.
Sýning með verkum Sols LeWitt opnuð í Hafnarhúsinu
Margbrotin Um fimmtán sjálfboðaliðar unnu að uppsetningu verkanna í mánuð.
Lukkuleg Hjálmar Sveinsson og safnstjórinn Ólöf K. Sigurðardóttir. Listunnandinn Ármann Reynisson var mættur á opnun og skoðaði verkin.
Morgunblaðið/Eggert
Veggmyndir Birkir Karlsson og Aldís Snorradóttir fyrir framan teikningu.
Áhugasamir Listamennirnir Erling Klingenberg og Guðjón Ketilsson.
Kanadíski leikarinn og grínistinn
Rick Moranis snýr brátt aftur á
hvíta tjaldið eftir 23 ára fjarveru og
leikur í gamanmyndinni Shrunk
sem mun vera svokölluð endurræs-
ing, „reboot“ á ensku, á gaman-
myndinni Honey, I shrunk the kids
eða Elskan, ég minnkaði börnin, frá
árinu 1989.
Moranis naut mikilla vinsælda á
níunda og tíunda áratugnum þegar
hann lék í fyrrnefndri gamanmynd,
framhaldi hennar og tveimur
Ghostbusters-myndum. Þá lék hann
einnig í kvikmyndaútgáfu söng-
leikjarins Litla hryllingsbúðin og
grínmyndinni Spaceballs. Hann
hætti kvikmyndaleik árið 1997 en
hefur nú ákveðið að snúa aftur.
Ástæðan fyrir því að hann hætti
að leika var andlát eiginkonu hans,
Ann Belsky, árið 1991 og sagði
Moranis í viðtali við Guardian árið
2013 að honum hefði reynst of erf-
itt að hugsa um börn þeirra hjóna
og sinna leikarastarfinu sem fól í
sér langa fjarveru og mikil ferða-
lög. Síðasta kvikmyndin sem hann
lék í var sú þriðja í minnkunar-
syrpunni, Honey, We Shrunk Our-
selves.
Moranis mun sem fyrr leika upp-
finningamanninn Wayne Szalinski í
Shrunk og Josh Gad mun leika son
hans sem einnig er uppfinninga-
maður.
Moranis
snýr aftur
Fyndinn Rick Moranis í Spaceballs.