Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 32
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t il kvölds
Söngkonan Rebekka Blöndal kemur
fram með hljómsveit á djasskvöldi
Kex hostels annað kvöld kl. 20.30.
Rebekka mun flytja nokkra vel
valda standarda. Með henni leika
Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Sigmar
Þór Matthíasson á kontrabassa og
Matthías Hemstock á trommur.
Kex hostel er á Skúlagötu 28 í
Reykjavík.
Rebekka og hljómsveit
á djasskvöldi Kex
MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 48. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Valsmenn eru komnir í átta liða úr-
slit Áskorendabikars Evrópu í hand-
knattleik eftir að hafa slegið út
sterkt lið Beykoz frá Tyrklandi. Báð-
ar viðureignirnar voru leiknar í Ist-
anbúl um helgina og höfðu Valsarar
betur eftir mikinn hamagang og
baráttu en Tyrkirnir þóttu nokkuð
grófir. »27
Valsarar sýndu mátt
sinn í Tyrklandi
ÍÞRÓTTIR MENNING
Garðbæingar fögnuðu öðrum
bikarmeistaratitlinum í röð þegar
Stjarnan sigraði Grindavík 89:75 í
úrslitaleik Geysisbikars
karla í körfuknattleik á
laugardaginn. Leikstjórn-
andinn Ægir Þór Stein-
arsson var valinn mað-
ur leiksins af KKÍ en
hann gaf 14 stoðsend-
ingar á samherja
sína í leikn-
um. Ægir
varð bikar-
meistari í
þriðja sinn
með tveimur fé-
lögum og fyrirliðinn
Hlynur Bæringsson
vann keppnina í fjórða
sinn. »26
Annað árið í röð hjá
Garðbæingum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fiskverslunin Hafbjörg var opnuð í
Hjallabrekku í Kópavogi fyrir fjórum
vikum og hafa viðtökur verið góðar.
„Við ákváðum að fara rólega af stað,
einbeita okkur að fiskborðinu, gera
það 100% og okkur hefur verið vel
tekið,“ segir Aðalbjörn Jónsson.
Hann er annar eigandi verslunar-
innar, en hinn er Eiríkur Auðunn
Auðunsson, móðurbróðir hans.
Aðalbjörn segir að þeir frændur
hafi rætt um að fara út í svona rekst-
ur saman í mörg ár, en ekki stigið
skrefið fyrr en þeim bauðst húsnæðið
í Hjallabrekku. „Skilyrði fyrir því að
fara út í rekstur saman var að vera
engum háðir, geta verið með eldhús
og vinnslu á sama stað og þetta hús-
næði uppfyllti kröfurnar. Því var bara
að hrökkva eða stökkva og við
ákváðum að kýla á þetta.“
Húsið var byggt sem verslunar-
húsnæði. Þar var lengi verslunin
Brekkuval og síðast 10-11. Þeir fengu
aðstöðuna afhenta í sumarbyrjun í
fyrra og hófust þá handa við nauðsyn-
legar breytingar. „Við gerðum allt
sjálfir sem við gátum gert en fengum
iðnaðarmenn í annað,“ segir Aðal-
björn. „Við reiknuðum með fjögurra
mánaða framkvæmdatíma en hann
varð um sex mánuðir.“ Klæða þurfti
veggi, laga loft, setja milliveggi,
brjóta upp gólf, flísaleggja og fleira.
„Ekkert niðurfall var í húsinu en nú
eru þau um tuttugu,“ bendir hann á.
Miklu úrvali af ferskum fiski og
fiskréttum er haganlega komið fyrir í
fiskborðinu og til stendur að bjóða
upp á heitan mat í hádeginu innan
skamms. „Við ákváðum að einbeita
okkur að fiskhlutanum í byrjun og
gera hann vel,“ útskýrir Aðalbjörn.
Frændurnir hafa mikla reynslu á
þessu sviði. Aðalbjörn er menntaður
kjötiðnaðarmaður, hefur unnið við
framleiðslu, sölu og markaðsmál í yf-
ir 20 ár og var síðast sölu- og mark-
aðsstjóri hjá Matfugli í Mosfellsbæ.
Eiríkur er matsveinn og hefur starf-
að í yfir 30 ár í fiskiðnaði og fisk-
verslun, hefur rekið margar versl-
anir, síðast Kjöt- og fiskbúð
Austurlands á Egilsstöðum. Eigend-
urnir fengu Arnar Þór Elísson til liðs
við sig, en undanfarin 14 ár hefur
hann unnið í Fiskbúðinni Sundlauga-
vegi.
Handunnið gæðahráefni
„Margar fiskverslanir eru háðar
öðrum varðandi hráefni en það vild-
um við alls ekki,“ áréttar Aðalbjörn.
Hann segir lykilatriði að geta keypt
fiskinn á markaði og unnið hráefnið
sjálfir. „Verðstýringin verður betri
með þessum hætti og við getum leyft
okkur að vera með verðið í lægri
kantinum vegna þess að við vinnum
hráefnið sjálfir. Handunnið gæða-
hráefni án véla skiptir öllu máli.“
Morgunblaðið/RAX
Hafbjörg Fisksalarnir frá vinstri: Eiríkur Auðunn Auðunsson, Aðalbjörn Jónsson og Arnar Þór Elísson.
Frændur í fisksölunni
Aftur líf í verslunarhúsnæðinu í Hjallabrekku í Kópavogi
Aðgerð Eiríkur með ferskar lúður.