Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Áhrif ótímabundins verkfalls fé-
lagsmanna Eflingar hjá Reykjavík-
urborg verða meiri eftir því sem
verkfallið stendur lengur. Verði ekki
samið mun t.d. skortur á þrifum hafa
fljótlega áhrif á starfsemi skóla.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og
frístundasviðs Reykjavíkurborgar,
sagði að ótímabundna verkfallið
muni hafa meiri áhrif en skæruverk-
föll Eflingar höfðu.
„Í leikskólunum eru viðbrögðin í
sjálfu sér hin sömu og þegar skæru-
verkföllin voru. Vistunartími barna í
leikskólunum var skertur og það
snerti öll börnin í leikskólunum en
mismikið,“ sagði Helgi. Hann sagði
að öll börn á leikskóladeildum, þar
sem deildarstjóri vinnur eftir kjara-
samningi Eflingar, missi alla leik-
skólaþjónustu. Um 80 deildarstjórar
leikskólanna eru í Eflingu og deildir
þeirra því óstarfhæfar. Á þeim eru
rúmlega 1.500 leikskólabörn. Hlut-
fall Eflingarfólks á öðrum deildum
hefur áhrif á hvað mörg börn geta
verið í skólanum hverju sinni.
Matseld og ræstingar
Margir leikskólar eru nú með
hluta nemenda fyrir hádegi og ann-
an hóp eftir hádegið. Ef starfsmaður
á kjarasamningi Eflingar annast
matseldina er ekki hægt að fram-
reiða hádegismat. Í þeim tilvikum
hafa foreldrar komið með mat handa
börnum sínum. Þau fara jafnvel út í
bíl og borða áður en barnið fer aftur
í leikskólann. Ræsting í tveimur
leikskólum er í höndum félagsmanna
Eflingar og kemur það í veg fyrir
eðlilegt skólahald þar.
Áhrif verkfallsins á rekstur
grunnskólanna eru aðallega vegna
mötuneyta og ræstinga. Eflingar-
fólk kemur að ræstingu í ellefu
grunnskólum. Hlutfall Eflingarfólks
er langhæst í Réttarholtsskóla þar
sem sex félagsmenn sinna ræst-
ingum, gangavörslu o.fl. Dragist
verkfallið er hætt við að það muni
hafa áhrif á nemendur skólans, eink-
um 10. bekk sem á að útskrifast í
vor. Einnig er Eflingarfólk í nokkr-
um stöðugildum í Grandaskóla.
Mikil áhrif á velferðarsviði
„Velferðarsvið er á undanþágu hjá
Eflingu og veitir félagslega heima-
þjónustu til borgarbúa á öllum aldri
sem búa í heimahúsum og geta ekki
séð hjálparlaust um heimilishald og
persónulega umhirðu vegna skertr-
ar getu, fjölskylduaðstæðna, veik-
inda, barnsburðar eða fötlunar,“
sagði í skriflegu svari velferðarsviðs
við spurningum Morgunblaðsins. „Á
vegum velferðarsviðs er veitt fé-
lagsleg heimaþjónusta til 3.600 ein-
staklinga. Heimilt er að bregðast við
þvotti á taui og böðun íbúa vegna at-
vika sem fela í sér missi á þvagi og
hægðum og/eða vegna uppkasta til
að geta gætt fyllsta hreinlætis og
tryggja heilbrigðissjónarmið.“
Efling veitti undanþágur
Undanþágur Eflingar gilda svo
lengi sem verkfallið varir. Þó má
Eflingarfólk ekki sinna almennum
þrifum og böðun í heimaþjónust-
unni. Matarþjónusta í félagsstarfi
fullorðinna liggur niðri. Heimsendur
matur er á undanþágu.
Flestir sem eru með heimaþjón-
ustu eru einnig með þrif. Veita má
aðstoð við lyfjainntöku og við að fara
á fætur. Tryggja á að fólk nærist og
fjarlægja á rusl. Ekki fékkst undan-
þága vegna þvottar á taui og ekki
heldur fyrir að baða fólk og búa um
rúm. Um 300 einstaklingar fá alla
jafna baðþjónustu hjá félagslegri
heimaþjónustu.
Hjúkrunarheimilin Seljahlíð og
Droplaugarstaðir fengu undanþágu
ef frá er talinn uppþvottur á leirtaui.
Gripið var til þess ráðs að nota ein-
nota diska og áhöld í staðinn fyrir
leirtau. Á Droplaugarstöðum býr 81
einstaklingur á fjórum deildum. Í
Seljahlíð eru hjúkrunardeild og
þjónustuíbúðir. Á hjúkrunardeild-
inni búa 26 og 55 í þjónustuíbúðum
eða samtals 81 íbúi.
Áhrif á skóla og heimaþjónustu
Verkfall Eflingar hefur meiri áhrif eftir því sem það stendur lengur Skortur á þrifum skóla get-
ur truflað skólastarf Efling veitti undanþágur vegna velferðarþjónustu Ekki veitt full þjónusta
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sáttafundir Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar hittust hjá ríkissáttasemjara í gær og er annar fund-
ur boðaður klukkan 13 í dag. Samninganefnd Eflingar lagði fram tillögur að lausn deilunnar á fundinum í gær.
Ótímabundið verkfall
» Efling hóf ótímabundið verk-
fall hjá Reykjavíkurborg á mánu-
dagskvöld kl. 00.01.
» Verkfallið nær til um 1.850 fé-
lagsmanna sem vinna á um 129
starfsstöðvum hjá borginni.
» Veittar hafa verið und-
anþágur t.d. vegna starfa Efling-
arfólks á hjúkrunarheimilum.
» Þeir sem leggja niður störf
vinna m.a. í leikskólum og
grunnskólum, við sorphirðu,
gatnahreinsun o.fl.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar munu hittast hjá ríkis-
sáttasemjara í dag. Samninganefndirnar áttu fund klukkan tíu í gær-
morgun. Síðasti viðræðufundurinn þar á undan var haldinn 7. febrúar.
Samninganefnd Eflingar lagði fram á fundinum í gær „útfærðar hug-
myndir“ að lausn kjaradeilunnar, að því er fram kom í fréttatilkynningu
frá Eflingu. Þær hugmyndir voru bundnar trúnaði.
Fram kemur í tilkynningunni að samninganefnd Eflingar hafi fundað
stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til þess að út-
færa og ná sátt um tillögurnar. Þetta var í þriðja sinn í viðræðunum sem
Efling lagði fram tillögur til lausnar á kjaradeilunni.
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst
á miðnætti á sunnudagskvöld.
Samningafundur í dag
EFLING OG REYKJAVÍKURBORG
Samkeppniseftirlitið hefur nú til
skoðunar hvernig unnt sé tryggja að
markmið sáttar sem gerð var við
stofnunina árið 2018 vegna samruna
fyrirtækjanna N1 og Festar, um
m.a. að vernda samkeppnishags-
muni neytenda á Hellu og Hvols-
velli, nái fram að ganga.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær,
að Festi hefði hvorki getað selt
verslun Kjarvals á Hellu né verslun
Krónunnar á Hvolsvelli og sveitar-
stjórn Rangárþings eystra hafnaði
því að leyfa Festi að framleigja hús-
næðið á Hvolsvelli til annars félags.
Í tilkynningu frá Samkeppniseft-
irlitinu um málið segir að rannsókn
stofnunarinnar hafi m.a. leitt í ljós
að verslanir Festar og N1 yrðu nán-
ast með einokunarstöðu í sölu dag-
vara á Hellu og Hvolsvelli eftir sam-
runann og samrunaaðilar myndu
búa við takmarkað samkeppnislegt
aðhald á svæðinu.
„Til þess að bregðast við framan-
greindu lögðu samrunaaðilar (nú
Festi) að eigin frumkvæði fram til-
lögur að skilyrðum til að leysa fram-
angreind samkeppnisleg vandamál
sem ella hefði leitt af samrunanum.
Fólu þessar tillögur Festar í sér sölu
verslunar Kjarvals á Hellu. Þar sem
vafi lék á söluhæfi verslunarinnar á
Hellu var jafnframt mælt fyrir um
það í sáttinni að ef ekki tækist að
selja verslunina á Hellu bæri Festi
að selja aðrar eignir félagsins á
þessu svæði á grundvelli sömu skil-
mála. Slíkt skilyrði er þekkt leið í
samkeppnisrétti til þess að bregðast
við óvissu um möguleika á sölu fram-
boðinna eigna,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu Samkeppniseftirlitsins.
„Þess ber að geta að í viðræðum
við Samkeppniseftirlitið ábyrgðist
Festi að gengið hefði verið úr
skugga um heimild til framsals allra
réttinda er tengdust sölu eignanna.
Eins og fram kemur í frétt Morgun-
blaðsins virðist annað hins vegar
komið á daginn, þ.e. varðandi versl-
un Krónunnar á Hvolsvelli.“
Skoða hvernig tryggja
eigi markmið sáttar
Morgunblaðið/Eggert
Samkeppni Festi hefur ekki tekist
að selja verslanir á Suðurlandi.