Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Kæra mágkona
og vinkona Sigrún.
Þú reyndist mér
alltaf sem besta
systir.
Þegar ég stóð uppi heimilis-
laus opnaðir þú dyrnar – fagnaðir
mér eins og langþráðum gesti.
Og hjá þér bjó ég um þriggja
mánaða skeið. Kvöldin okkar
voru dýrmæt, við lyftum kannski
rauðvínsglasi, horfðum út yfir
hafið, rifjuðum upp góðar minn-
ingar.
Gaman var þegar við keyrðum
með Bögga bróður í kringum eyj-
una Púertó Ríkó, sem átti eftir að
verða heimili ykkar.
Eftirminnilegt þegar við sát-
um uppi í fjallasal – Böggi sló
danstaktinn á píanóið, við sveifl-
uðum okkur á gólfinu, fullar af
kátínu og lífsgleði.
Sigrún
Siggeirsdóttir
✝ Sigrún Sig-geirsdóttir
fæddist 10. mars
1946. Hún lést 11.
febrúar 2020.
Sigrún var jarð-
sungin 18. febrúar
2020.
„Eigum við ekki
að dansa, Obba
mín,“ sagðir þú eitt
sinn brosandi þegar
ég kom að heim-
sækja þig þar sem
þú sast í hjólastóln-
um og gast þig ekki
hreyft.
Dásamlegt að þú
skyldir geta yljað
þér við fallegar
minningar.
Ein jólin vorum við Auður hjá
ykkur í New York, fórum saman í
kirkju, hlýddum á jólaguðspjallið
– viðmót þitt alltaf jafnhlýtt.
Í þér eignaðist ég systurina
sem ég hafði alltaf þráð.
Sárt að þið Böggi skylduð ekki
bera gæfu til að eyða lífinu sam-
an. Púertó Ríkó togaði í hann –
Ísland í þig.
En ykkur þótti alltaf vænt um
hvort annað.
Þú barst fallega og góða áru,
elsku Sigrún. Mynd þín mun ætíð
skipa sess í huga mínum.
Farðu í friði – friður Guðs þig
blessi.
Þín „mágkona“ og vina,
Oddný Sv. Björgvins.
Með fáeinum
orðum langar mig
fyrir hönd okkar
hjóna að minnast
heiðursmannsins Sigurðar
Árna Sigurðssonar eða Adda
prentara sem yfirgaf hér
vistina 5. febrúar síðastliðinn
eftir langa ævi.
Sigurði Árna kynntist ég fyr-
ir meira en hálfri öld. Hann og
Guðrún, eiginkona hans, voru
sérstakir vinir tengdaforeldra
minna. Hann var leiðtogi minn
þegar ég var tekinn í Oddfel-
low-regluna. Sigurður Árni var
traustur og trúfastur bróðir,
starfaði í reglunni í rúm 65 ár,
sinnti trúnaðarembættum af
trúmennsku og alúð og var
enda heiðraður af stórsír regl-
unnar og sæmdur 60 ára heið-
ursmerki hennar.
Sigurður Árni var í mínum
huga einn af hetjum hversdags-
ins, hvers manns hugljúfi,
Sigurður Árni
Sigurðsson
✝ Sigurður ÁrniSigurðsson
fæddist 4. janúar
1928. Hann lést 5.
febrúar 2020.
Útför Adda fór
fram 14. febrúar
2020.
smekkvís og vand-
virkur fagmaður.
Um það geta allir
vottað sem störf-
uðu í stúkunni
Hallveigu því að
hann prentaði leyfi
ég mér að segja
allt sem þurfti að
prenta fyrir hana.
Hann var Odd-
fellowi í húð og hár
og þau hjón bæði.
Dóttir þeirra heitir Hallveig
eftir stúkunni. Þau sóttu vel
alla viðburði í stúkustarfinu og
voru hrókar alls fagnaðar. Addi
og Gunna vöktu ekki síst eft-
irtekt á dansgólfinu þar sem
þau tjúttuðu með miklu svingi
svo að meira að segja Sæmi
rokk hefði orðið grænn af öf-
und.
Skíðabrekkurnar á KR-
svæðinu voru sömuleiðis heima-
völlur hins fótalipra manns. Á
áttræðisaldri fór hann í skíða-
ferð til Colorado með Þóri vini
sínum og félaga í KR. Sigurður
Árni var uppalinn Vesturbæ-
ingur, æfði og lék með KR á
yngri árum var traustur KR-
ingur fram í andlátið.
Við hittumst á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund í
janúar og eins og séntilmönn-
um sæmir fengum við okkur
„te fyrir tvo“. Nafni Sigurðar
og barnabarn leit þá inn og
hafði með sér fallegu hvítu Gol-
den Retriever-tíkina hennar
Hallveigar. Við vorum í svörtu.
Það var orðið fundarhæft hjá
KR. Kom svo á daginn að Sig-
urður yngri er mikill KR-ingur
eins og afi hans, hafði orðið Ís-
landsmeistari með sínum flokki
í fyrra. Hann þurfti ekki að
hafa mikið fyrir því að sann-
færa okkur um að KR væri
best á Íslandi en Liverpool í
Englandi.
Fallinn er frá góður drengur,
heill og sannur Oddfellowi og
KR hefur misst traustan stuðn-
ingsmann. Missir fjölskyldunn-
ar er þó mestur en Sigurður
Árni var faðir og tengdafaðir,
afi og langafi. Hugur okkar er
hjá henni þegar við kveðjum
kæran vin.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Trausti og Kristín.
Elsku besti afi okkar.
Síðustu dagar hafa verið erf-
iðir fyrir okkur öll eftir að þú
sveifst yfir í draumalandið góða
til drottningarinnar þinnar. Það
yljar okkur þó um hjartarætur
að vita að þið séuð loksins sam-
einuð á ný eftir tæpa sex ára
bið.
Við efumst ekki um að það
hafi verið tekið á móti þér opn-
um örmum og að drottningin
þín hafi verið tilbúin að stíga
léttan dans með þér í bana-
stuði.
Það fór aldrei mikið fyrir
þér, elsku afi, en þú varst alltaf
til staðar fyrir okkur og hefur
alla tíð verið fyrirmynd okkar
allra. Þú kenndir okkur margt
og þá sérstaklega að vera
nægjusöm og þakklát fyrir það
sem við höfum og eigum.
Það er sárt að hugsa til þess
að við fáum ekki að knúsa þig
einu sinni enn eða spjalla við
þig á Grundinni góðu þar sem
þú eyddir síðustu árunum þín-
um en við vitum að þér líður vel
núna.
Missirinn er mikill og þín
verður sárt saknað en minning
þín mun lifa í hjarta okkar allra
um ókomna tíð.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Guð geymi þig afagullið okk-
ar, við elskum þig afar heitt.
Sjáumst síðar.
Þín afabörn,
Rakel Sif, Þórhalla
Mjöll og Sigurður
Oddgeir.
Hann Kiddi var
svo einstaklega fal-
lega samansett
manneskja, hlýr,
einlægur, hláturmildur og svo-
lítið stríðinn en yfirvegaður og
æðrulaus þegar ljóst var að
ekki yrði um bata að ræða.
Mig langaði að faðma hann
og strjúka honum um kollinn,
en hann svaf svo vært, ég
faðmaði Ólöfu í staðinn.
Einhvern veginn hrakar
manneskjum hægar sem manni
þykir svo óendanlega vænt um
og Ólöf dvaldi hjá honum Kidda
öllum stundum þar til yfir lauk.
Þau minntu mig á álftaparið
með ungana sína, stolt og
Guðjón Kristinn
Harðarson
✝ Guðjón Krist-inn Harðarson
fæddist 23. desem-
ber 1954. Hann lést
1. febrúar 2020.
Útför Guðjóns
fór fram 14. febr-
úar 2020.
þokkafullt leið hóp-
urinn áfram, annað
foreldrið fór fyrir
þeim, hitt á eftir.
Halla skáldkona
á Laugabóli hafði
þann starfa sem
ung stúlka að tína
fegurstu fjaðrirnar
sem rak á fjöru
Gilsfjarðar. Seinna
orti hún af
heimþrá til æsku-
stöðvanna:
Svanurinn minn syngur,
sólu ofar hljóma
ljóðin hans og heilla
helga englasveitir.
Blómin löngu liðin
líf sitt aftur kalla.
Fram úr freðnum gljúfrum
fossar braut sér ryðja.
Í annan tíma sitja litlar syst-
ur í aftursætinu á drossíunni
hans Bubba á G-10, og þau
mamma mala í framsætinu og
svo birtast Vöðlurnar yfir
Bjarkalundi, Teigsskógur í
Þorskafirði, seinna Dóra í Gróf
og fjallgrösin. Upp Töglin,
Þorskafjarðarheiðin, ofan í
Langadalinn, Nauteyrin,
bryggjan á Melgraseyri, áfram
upp úr beygjunni.
Hvítan reykinn ber í fellið,
strompurinn, fallegi litli glugg-
inn yfir útidyrum og amma.
Haukur Morthens í útvarpinu
„Ég er kominn heim ... “
Við systurnar 14 ára og Inga
Ding á milli okkar í svarta
fólksvagninum syngur við
raust:
Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Djúp og blá blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.
(Grímur Thomsen)
Við systurnar flissum eins og
hálfvitar, en mamma horfir
heilluð á systur sína.
Áð við minnismerki Stephans
G. og pabbi stoltur af sveitunga
sínum; Skagafjörðurinn opinn,
og bjartur eins og stórt leik-
svið. „Nú styttist leiðin til
Laugu systur á Brúnastöðum,“
segir pabbi, eftirvæntingin
leynir sér ekki.
Áður söng ungur piltur í
réttunum, sinni tæru rödd og
kenndi sig við Ísland:
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
(Davíð Stefánsson)
Við Ólöf tökum okkur ef til
vill far með Morgunstjörnunni
og siglum á vit sólarlagsins
meðan yndislegasti söngvari
bernsku minnar; hann Sigurður
Ólafsson, tekur lagið.
Það gefur á bátinn við Grænland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast það er
að tala sem minnst um það allt.
En fugli, sem flýgur í austur,
er fylgt yfir hafið með þrá.
Og vestfirskur jökull, sem heilsar
við Horn
í hilling með sólroðna brá,
segir velkominn heim, segir velkom-
inn heim,
þau verma hin þögulu orð.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og
heim.
Þá er hlegið við störfin um borð.
(Kristján við Djúpalæk)
Björk Gísladóttir.
✝ GuðmundurÞorsteinsson
fæddist í Hólsseli
31. janúar 1922.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sundabúð 15. jan-
úar 2020. For-
eldrar hans voru
Þorsteinn Jóhann-
es Sigurðsson,
fæddur á Víðirhóli
2. nóvember 1895,
d. 18. ágúst 1986, og Guðrún
Sigurbjörnsdóttir, fædd í Sand-
fellshaga 12. júní 1899, d. 7.
maí 1969.
Systkini Guðmundar voru
Sigurður, fæddur
19. mars 1923 í
Hólsseli, d. 9. júlí
2014, Sigurbjörn,
fæddur 23. nóv-
ember 1925 í Ný-
hóli, d. 12. nóv-
ember 2010,
Karólína Guðný,
fædd 15. sept-
ember 1927 í Víði-
dal, d. 1. sept-
ember 2004, og
Aðalbjörg Ester, fædd 28. júní
1937 í Víðidal, dáin 6. sept-
ember 2007.
Útförin fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Við systkinin frá Möðrudal
viljum minnast Guðmundar Þor-
steinssonar frá Víðidal á Fjöll-
um en hann lést í hárri elli 15.
janúar.
Samfélagið á Fjöllum var þétt
og miklar samgöngur á milli
bæja og Mundi og Ester áttu
stóran þátt í því. Ekki var rutt á
milli bæja yfir veturinn en það
voru lagðar slóðir eða farið á
snjósleða á milli.
Mundi var með eindæmum
geðprúður maður og það má
segja að ekkert hafi haggað
honum eða sett hann út af lag-
inu. Eitt skipti sem hann kom
upp í Möðrudal á bíl spurði
pabbi hvernig færðin hefði verið
á milli bæjanna og hann svaraði:
„Þetta var allt í lagi.“ Síðar
komst pabbi að því að hann
hafði farið meira og minna aftur
á bak niður Skarðið á bílnum
vegna hálku.
Mundi var frár á fæti og
göngugarpur mikill. Hann smal-
aði ætíð fótgangandi. Fjöllin í
Víðidal eru gróin upp að toppi
en það vafðist ekki fyrir honum
að ná fénu niður úr þeim. Í Víði-
dalnum og á bæjunum í kring
þekkti Mundi hverja þúfu og var
hann mjög fjárglöggur. Þekkti á
svip kindanna frá hvaða bæ þær
voru. Ef hann sá kind einu sinni
þekkti hann hana þar eftir. Það
vildi ekkert okkar systkinanna í
Möðrudal missa af því að fara í
heimsókn í Víðidal til Munda og
var hann mikill félagi okkar og
vinur. Jólin hófust ekki hjá okk-
ur fyrr en búið var að fara í
Víðidal á aðfangardagsmorgun.
Jón Björgvin fór af og til í pöss-
un til Munda þegar hann var um
5-9 ára. Mundi hafði allan tím-
ann í heiminum og léku þeir sér
í bílaleik þar sem Mundi sat
öðrumegin við eldhúsborðið og
Jón hinumegin og þeir ýttu bíl-
um sín á milli og svo var það
símaleikurinn þar sem þeir not-
uðuðst við gamla síma og gekk
leikurinn út á það að þeir
hringdu hvor í annan og sögðu
sögur og hlógu og hlógu. Eitt
sinn braut Jón bolla og Mundi
var fljótur að láta hann hverfa.
Þegar Mundi og amma Margrét
hittust var glatt á hjalla og þau
fræddu okkur um gamla tímann
með spjalli sínu.
Það er örugglega glatt á
hjalla hjá ykkur gömlu Fjallabú-
um nú.
Með kærri þökk fyrir hvað þú
varst okkur góður og mikill fé-
lagi,
Bergrún (Begga),
Snæþór, Vilhjálmur
(Villi) og Jón Björgvin.
Guðmundur
Þorsteinsson
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR BENNÝ EIRÍKSDÓTTIR
lést á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn
14. febrúar.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 24. febrúar klukkan 15. Blóm og kransar afþökkuð
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið
Landsbjörg.
Eiríkur Gunnarsson Valgerður Stefánsdóttir
Trausti Gunnarsson Berglind Rut Sveinsdóttir
Hildur Gunnarsdóttir Guðjón Pétur Ólafsson
Ragnheiður Gunnarsdóttir Bjarni Snæbjörnsson
Unnur Gunnarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Okkar ástkæra,
LILJA BERNÓDUSDÓTTIR
frá Skagaströnd,
varð bráðkvödd að heimili sínu í Reykjavík
9. febrúar. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju
laugardaginn 14. mars klukkan 13.
Halla Björg Bernódusdóttir Ari Hermann Einarsson
Þórunn Bernódusdóttir Guðmundur Jón Björnsson
Ólafur Halldór Bernódusson Guðrún Pálsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT JÓNA JÓNASDÓTTIR
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
föstudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá
Höfðakapellu föstudaginn 21. febrúar
klukkan 10.30.
Jónas P. Sigurðsson Ólöf M. Guðbjartsdóttir
Karl Á. Sigurðsson Þorbjörg Ragnarsdóttir
Alfreð Alfreðsson
Stefán E. Sigurðsson
Ágústa G. Sigurðardóttir Sigurður B.H. Jóhannesson
Aron Þ. Sigurðsson
og ömmubörnin.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar