Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Heilbrigðisyfirvöld í Kína birtu í gær nýja skýrslu um kórónuveiru- faraldurinn, sem bendir til þess að veiran valdi einungis mildum ein- kennum í um 81% tilfella. Sögðu kínverskir embættismenn skýrsl- una sýna að ekki væri þörf á hörð- um neyðaraðgerðum gegn veirunni, þó ástandið væri enn alvarlegt þar sem faraldurinn kom fyrst upp. Samkvæmt opinberum tölum í Kína hafa nú 1.868 manns látist af völdum lungnabólgunnar í Kína. Þá hafa meir en 72.000 tilfelli veirunn- ar verið skráð, og hefur hennar nú orðið vart í um 25 löndum. Fimm hafa látist utan Kína. Á meðal þeirra sem staðfest var að hefðu látist í gær var Liu Zhim- ing, forstjóri Wuchang-sjúkrahúss- ins í Wuhan-borg, þar sem kór- ónuveirunnar varð fyrst vart. Zhiming er sjöundi heilbrigðis- starfsmaðurinn sem deyr af völdum faraldursins, en meira en 3.000 slíkir hafa smitast af veirunni í Kína við að annast sjúklinga. Smitum fækkar enn Færri ný tilfelli veirunnar voru skráð í gær en daginn þar á undan, og var það þriðji dagurinn í röð sem nýjum tilfellum fækkaði. Te- dros Adhanom Ghebreyesus, for- stjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar, WHO, varaði hins vegar við því að of snemmt væri að spá um hvort sú þróun myndi halda áfram, eða hvort faraldurinn gæti blossað upp á ný. Í skýrslu kínverskra stjórnvalda kemur fram að dánartíðnin af völd- um veirunnar er enn um 2,3%, sem er lægra en í SARS-faraldrinum 2003. Dánartíðnin er þó hærri en í venjulegum inflúensufaraldri. Veiran leggst verr á þá sem eldri eru, eða þá sem veikir eru fyrir. Þá ætti mikill meirihluti þeirra sem smitast að geta náð sér, fái þeir við- hlítandi umönnun. Hvetja fólk til stillingar  Um 72.000 tilfelli af kórónuveirunni skráð í Kína  Ný skýrsla um faraldurinn AFP Faraldur Sjúklingar með væg ein- kenni taka þátt í leikfimi í Wuhan. Tíu létust í fyrrinótt þegar íslömsku hryðjuverka- samtökin ADF réðust á þorpið Manzahalo. Hafa sam- tökin haldið uppi herferð í austurhluta landsins frá því í október síðastliðnum og drepið fjölda manns. Íbúar þorpsins kusu margir hverjir að flýja heimili sín í kjöl- farið og hefur herinn verið sendur á vettvang. AFP Tíu látnir eftir árás í Austur-Kongó Auðkýfingurinn Michael Bloom- berg mælist nú með 19% á lands- vísu vestanhafs í könnunum á fylgi þeirra sem gefið hafa kost á sér í forvali demókrata fyrir bandarísku for- setakosning- arnar í haust. Einungis Bernie Sanders er með meira fylgi en 31% demókrata segjast styðja hann. Hið aukna fylgi Bloombergs þýð- ir að hann má taka þátt í kapp- ræðum frambjóðanda, sem fram munu fara í nótt, en þetta er í fyrsta sinn sem Bloomberg mun mæta helstu keppinautum sínum um út- nefningu Demókrataflokksins. Bloomberg tók ekki þátt í forvali flokksins í Iowa eða New Hamps- hire, þar sem hann taldi sig eiga betri von á útnefningunni með því að einbeita sér að þeim 14 ríkjum sem taka munu þátt í svonefndum „ofur-þriðjudegi,“ 3. mars nk. Bloomberg mælist með aukið fylgi Michael Bloomberg BANDARÍKIN Forseta- frambjóðandinn Abdullah Abdul- lah tilkynnti í gær að hann við- urkenndi ekki lokaniðurstöðu landskjör- stjórnar Afgan- istan, sem hafði fyrr um daginn lýst því yfir að Ashraf Ghani, sitjandi forseti, hefði unnið endurkjör með 50,64% at- kvæða. Sagði Abdullah að hann hygðist mynda sína eigin ríkisstjórn og að „skömm sögunnar“ hvíldi á þeim sem hefðu reynt að hafa rangt við í forsetakosningunum. Þær fóru fram í september á síðasta ári, en ekki reyndist unnt að tilkynnina niðurstöðuna fyrr en í gær, þar sem Abdullah krafðist endurtalningar. Neitar að viður- kenna úrslitin Abdullah Abdullah AFGANISTAN Níu manns voru í gær sýknaðir af tyrkneskum dómstól, en þeir voru hluti af sextán, sem hafði verið ákærður fyrir tilraun til þess að koll- varpa stjórnvöldum með mótmælun- um í Gezi-garðinum í Istanbúl árið 2013. Mannréttindalögfræðingurinn Osman Kavala var á meðal hinna sýknuðu, en hann hafði verið í fang- elsi í meira en 800 daga vegna sak- argiftanna. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur sakað Kavala um að vera útsendara bandaríska auðkýfingsins George Soros. Var Kavala sleppt þegar í stað, og fögn- uðu viðstaddir mjög þegar hann gekk út úr dómhúsinu. Dómari málsins sagði í úrskurði sínum að ekki væru næg sönnunar- gögn fyrir hendi til þess að draga þá ályktun að sextánmenningarnir hefðu skipulagt mótmælin, hvað þá að þeir hefðu haft í hyggju að steypa ríkjandi stjórnvöldum með þeim. Mótmælin í Gezi-garðinum hófust vegna áforma stjórnvalda um að rífa hann, en þau breyttust fljótt í mót- mæli gegn stjórn Erdogans, sem þá var forsætisráðherra. Lögreglan í Istanbúl leysti mótmælin upp með mikilli hörku. Níu sýknaðir vegna skorts á sönnunum AFP Sýknaðir Mikill fögnuður braust út fyrir framan dómhúsið í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún hygðist beita dótturfélag rúss- neska ríkisolíufyrirtækisins Rosneft viðskiptaþvingunum vegna við- skipta þess við stjórnvöld í Vene- súela. Sögðu bandarískir embætt- ismenn að félagið, Rosneft Trading SA, hefði auðveldað Nicolas Mad- uro, sem nú situr á forsetastóli í Venesúela, að komast undan bandarískum viðskiptaþvingunum á landið. Aðgerðunum gegn dótt- urfélaginu væri því ætlað að sýna að bandarísk stjórnvöld hygðust ekki sitja hjá meðan erlend ríki að- stoðuðu Maduro við að halda uppi ógnarstjórn sinni í Venesúela. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í síðustu viku að refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela væru ólöglegar, og helsta ástæða þess að efnahagur landsins væri nú á vonarvöl. Beita Ros- neft refsi- aðgerðum  Bandaríkjastjórn þrýstir á Maduro

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.