Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
NJÖRVI & NJÖRVI+
Öflug árekstrarvörn
Njörvi er öflugur stólpi til
að verja mannvirki og
gangandi fólk. Hentar líka
vel til skyndilokana vega
og til að afmarka
akstursleiðir og bílaplön.
Til hamingju með daginn
50 ára Elín er frá Akra-
nesi en býr í Garðabæ.
Hún er með BEd.-
gráðu í þroskaþjálfun
og BEd.-gráðu í sér-
kennslu frá Háskóla Ís-
lands. Elín er sérkenn-
ari og nemenda- og
kennsluráðgjafi í Flensborgarskóla í
Hafnarfirði.
Maki: Ómar Rögnvaldsson, f. 1969,
kerfisfræðingur hjá Elkem.
Synir: Máni Steinn, f. 1995, og Ernir
Valdi, f. 2002.
Foreldrar: Erna Elíasdóttir, f. 1939, d.
2016, húsmóðir og starfsmaður Fjöliðj-
unnar á Akranesi, og Þorsteinn Ragn-
arsson, f. 1936, blikksmiður á Grundar-
tanga, búsettur á Akranesi.
Elín Ragna
Þorsteinsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Dagurinn í dag er kjörinn til þess að
eyða í hópi góðra vina og njóta þess að
slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki
of langt né á torfu annars manns.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt gott með að greina kjarnann
frá hisminu og með góðra manna hjálp
tekst þér að leysa mál sem hefur hvílt á þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ættir að eiga betra með að
einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér tak-
mark. Þú hefur ástæðu til að fylgjast vel
með einhverjum sem er tortrygginn í þinn
garð.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þig langar mest til að gera uppreisn
og brjóta allar brýr að baki þér. Tíndu til allt
hið þroskaðasta í eigin fari til þess að kom-
ast í gegnum þrengingarnar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Breytingar geta sett allt á hvolf, en þú
hefur gott af þeim. Vertu með báða fætur á
jörðinni. Borgaðu reikninga og skilaðu hlut-
um sem þú hefur fengið lánaða.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Enginn veit að óreyndu hvern mann
annar hefur að geyma. Reyndu að gera ekki
of miklar væntingar til annarra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú mátt eiga von á óvæntum gestum
og ættir því að hafa eitthvað að bjóða þeim
við höndina. Varastu að vilja grípa inn í líf
annarra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vináttan er ekki bara að þiggja
af öðrum heldur líka að gefa af sjálfum sér.
Besta aðferðin til þess að hrista af sér góð-
veðursvin, er að biðja hann um greiða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er eitthvað sem er að
glepja þig þessa dagana en þú verður að
taka á honum stóra þínum og sinna þínum
störfum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Lærdómsferli sem virðist ganga
út á það að bæta upplýsingum á upplýs-
ingar ofan skilur ekkert eftir sig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er rétti tíminn til að kynnast
fólki og komast í sambönd við rétta aðila.
Einhver sem þú hefur treyst veldur þér von-
brigðum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki hika við að hrinda hugmyndum
í framkvæmd sem fegra heimilið. Hugsaðu
um það hvernig þú getur látið eitthvað gott
af þér leiða.
Byggðastofnunar og stjórn Fram-
leiðnisjóðs landbúnaðarins, var for-
maður Félags þingeyskra kúa-
Slysavarnadeildinni Hring og Kven-
félagi Mývatnssveitar um árabil sem
og kirkjukórnum. Hún var í stjórn
Ó
löf Þórelfur Hallgríms-
dóttir er fædd 19. febr-
úar 1960 á Akureyri en
ólst upp í Vogum í Mý-
vatnssveit og hefur átt
heima þar alla tíð.
Ólöf gekk í Skútustaðaskóla,
Laugaskóla, Gagnfræðaskólann á
Húsavík, Verslunarskóla Íslands,
lauk þaðan verslunarprófi, og varð
stúdent frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti.
„Ég aðstoðaði við öll almenn bú-
störf í uppvextinum eins og þá tíðk-
aðist en byrjaði að vinna sumarvinnu
við ferðaþjónustu fermingar-
sumarið. Ég tók við búinu í Vogum
1982 ásamt Leifi bróður mínum þeg-
ar faðir okkar lést fyrir aldur fram
og síðustu 20 árin höfum við byggt
upp heilsársferðaþjónustu í Vogum
ásamt fjölskyldum okkar og öðru
góðu fólki sem hefur verið í vinnu
hjá okkur.“
Vogabú hefur verið í eigu sömu
fjölskyldu í um 120 ár. Kýr og kind-
ur voru uppistaðan til að byrja með,
ásamt nokkrum hænum, tveimur
hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt
fjós byggt og eru nú um 40 kýr og
nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið
Vogafjós var svo byggt innan við
fjósið. „Þar fást ljúffengar heima-
gerðar veitingar en þar er einnig
hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og
jafnvel bragða á glænýrri mjólk
beint úr spenanum.“ Fjárhúsin hafa
að geyma um 120 kindur.
Í veitingasalnum Vogafjósi, sem
er áfastur fjósinu, er rekið veitinga-
hús sem tekur 90 gesti í sæti. „Ein-
kunnarorð Vogafjóss eru: „Þú ert
það sem þú borðar.“ Við notum mik-
ið af okkar eigin afurðum svo sem
hangikjöt, reyktan silung, heima-
gerða osta, heimabakað bakkelsi,
hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá
okkar eigin búi.“ Vogafjós er aðili að
Beint frá býli og matarklasanum
Þingeyska matarbúrið. Árið 2005
var síðan ráðist í að byggja gistihús
til viðbótar við ferðamannafjósið.
Ólöf tók þátt í að stofna kvenna-
lista fyrir sveitarstjórnarkosningar í
Mývatnssveit og sat í sveitarstjórn í
átta ár. Hún hefur starfað með
bænda, kom að stofnun Beint frá
býli. Ólöf er formaður Félags land-
eigendafélags Voga.
Ólöf fékk viðurkenningu fyrir
störf í þágu ferðaþjónustu á Norður-
landi árið 2017 og riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu 2020 fyrir
framlag til ferðaþjónustu og at-
vinnulífs í heimabyggð. Auk þess var
Vogafjós tilnefnt fyrir Íslands hönd
til hinna norrænu Emblu-verðlauna
árið 2019.
Afmælistónleikar verða haldnir í
Vogafjósi 22. febrúar þar sem sveit-
ungum, vinum og vandamönnum er
boðið, Guðrún Gunnarsdóttir,
Jogvan Hansen og hljóðfæraleikarar
flytja vel valin lög en afmælis-
deginum sjálfum verður varið á
Tenerife með systkinum og mökum.
Fjölskylda
Eiginmaður Ólafar er Jón Reynir
Sigurjónsson, f. 5.7. 1954, ferðaþjón-
ustubóndi. Foreldrar Jóns Reynis
Ólöf Hallgrímsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Vogafjósi – 60 ára
Fjölskyldan Ólöf og Jón Reynir ásamt Skarphéðni, Halldóru, Arnþrúði og Þórhöllu á Tenerife 2018.
Fékk fálkaorðuna í byrjun árs
Emblu-verðlaunin Arnþrúður, Halldóra, Ólöf og Gunnhildur mágkona við
tilnefninguna til Emblu-verðlaunanna síðastliðið vor.
40 ára Ragna býr í
Neskaupstað, er fædd
þar og uppalin. Hún er
með BEd.-gráðu í
íþróttafræðum við
Högskolen í Hedmark,
Noregi, og er að klára
meistaranám á heil-
brigðisvísindasviði við Háskólann á Akur-
eyri. Ragna kennir sund í Nesskóla.
Maki: Sigurður Kári Jónsson Zoëga, f.
1973, ferlasérfræðingur hjá Alcoa.
Börn: Patrekur Darri, f. 1999, Ragnhildur
Ósk, f. 2008, og Steinunn María, f. 2010.
Foreldrar: Ólafur Hreggviður Sigurðsson,
f. 1954, íþróttakennari og prófdómari hjá
Frumherja, bús. á Seyðisfirði, og Sigríður
María Bjarnadóttir, f. 1956, grunnskóla-
kennari í Lundarskóla á Akureyri.
Ragna Dögg
Ólafsdóttir
Aníta Lind Þorvalds-
dóttir, Alexandra Kolka
Steffy Eydal og Íris Ósk
Sverrisdóttir héldu nokkr-
ar tombólur á Akureyri til
styrktar Rauða krossin-
um. Þær komu með af-
raksturinn, 9.584 krónur,
og afhentu Eyjafjarðar-
deild Rauða krossins.
Rauði krossinn þakkar
þeim kærlega fyrir þeirra
framlag til mannúðar-
mála.
Hlutavelta