Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Dolorin
Hita- og verkjastillandi paracetamól
Á HAGSTÆÐUVERÐI!
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli
fyrir notkun lyfsins.
Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari
upplýsingumumáhættuogaukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Nýjar umbúðir
Dolorin500mg
paracetamól töflur -
20stkog30stk
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Bíðum ekki eftir að verði keyrt á annað barn,“ sagði
einn fundargesta á íbúafundi sem efnt var til í Gler-
árskóla fyrir íbúa í Hlíða- og Holtahverfi á Akureyri í
gærkvöld. Tilefnið er að ekið var á barn á Hörgárbraut
fyrir skömmu og er það annað barnið á einu og hálfu ári
sem orðið hefur fyrir bíl á götunni. Fjölmörg slys hafa
orðið á stuttum kafla á Hörgárbraut, árekstrar og aftan-
ákeyrslur með tilheyrandi tjóni. Þykir mörgum nóg kom-
ið og því var ákveðið að heyra hljóðið í íbúum og hvað
þeir vilja aðhafast í framhaldinu.
Skiptar skoðanir eru um bestu lausnir, sumir telja far-
sælast að fara þá leið að lækka umferðarhraða með
þrengingum og öðrum leiðum en aðrir telja ómögulegt að
hefta það mikla umferðarflæði sem um brautina er. Um
það bil 12 þúsund bílar fara um Hörgárbraut daglega.
Á fundinum var nefnt að í gildi sé deiliskipulag frá því í
júní árið 2010 sem geri ráð fyrir að undirgöng séu gerð á
neðsta hluta Hörgárbrautar og kemur fram í því að með
tilkomu þess muni umferðaröryggi aukast til muna. Þótt
liðin séu tæp 10 ár frá því skipulagið var samþykkt hafi
þó ekki neitt gerst í málinu og undirgöngin hafi ekki litið
dagsins ljós. Íbúar vilja margir hverjir dusta rykið af
hugmyndinni um undirgöng.
Samþykkt var áskorun á bæjaryfirvöld og Vegagerð-
ina að grípa til tafarlausra aðgerða til að auka öryggi
vegfarenda á þjóðvegi 1 um Hörgárbraut.
maggath61@simnet.is
Krefjast aðgerða tafarlaust
Morgunblaðið/ Margrét Þóra
Fundur Ýmsar leiðir voru ræddar til að auka öryggi.
Íbúafundur um slysahættu
á Hörgárbraut í gærkvöldi
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Miklar umræður urðu um málefni
braggans við Nauthólsvík á borgar-
stjórnarfundi í gærkvöldi. Reglur
voru brotnar, tölvupóstum var eytt
og gögn ekki skráð. Þetta sagði Vig-
dís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Mið-
flokksins, að komi fram í nýrri
skýrslu Borgarskjalasafns um frum-
kvæðisathugun á skjalastjórn skrif-
stofu eigna- og atvinnuþróunar í
tengslum við braggann.
Vigdís óskaði eftir umræðunni á
borgarstjórnarfundinum um skýrsl-
una sem var lögð fyrir borgarráð í
síðustu viku. Niðurstaða hennar er
samhljóða skýrslu innri endurskoð-
unar um braggann sem kom út í des-
ember 2018. Þar kom fram að lög um
skjalavörslu vegna framkvæmdanna
við braggann í Nauthólsvík hafi verið
brotin.
Rannsókn hófst á málinu vegna
framúrkeyrslu á kostnaði við bragg-
ann. „Þetta er orðið sakamál og hef-
ur alltaf verið,“ sagði Vigdís enn-
fremur um málið og krafðist þess að
meirihlutinn axlaði ábyrgð á gjörð-
um sínum. Hún sagði skort hafa ver-
ið á því alveg frá því málið kom upp
fyrst.
Borgarstjóri segir að að gott
starf hafi verið unnið
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
benti á að þegar málið hefði verið
tekið til skoðunar hjá innri endur-
skoðun hefði því verið ólokið og því
eðlilegt að öll skjöl hefðu ekki þegar
verið skráð, líkt og rými er fyrir í lög-
um. Hann ítrekaði að þegar hafi ver-
ið brugðist við athugasemdum og til-
mælum sem væru að finna í þessum
tveimur skýrslum, þ.e.a.s. þessari og
skýrslu innri endurskoðunar sem
birtist árið 2018. Innanstjórnkerfi
hefði þegar verið stokkað upp og
kallað eftir umbótaráætlunum í
skjalavörslu borgarinnar svo fátt eitt
sé nefnt. „Ég er býsna stoltur af því
góð starfi sem hefur verið unnið,“ út-
skýrði hann.
Dagur telur einnig að fela ætti
borgarlögmanni að bregðast við
skýrslu Borgarskjalasafns og meta
hana lögfræðilega.
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, furðaði sig á
því að starfsmaður borgarinnar yrði
fenginn til að gera slíkt. „Það tíðkast
ekki að maður rannsaki sjálfan sig,“
sagði hún og benti á að slík vinnu-
brögð væru bæði „ófagleg“ og
„ótraust“. Enda gegndi embætti
borgarlögmanns einstaklingur sem
hafi verið „handvalinn“ af borgar-
stjóra í embættið. Með þessum um-
mælum væri hún ekki að gera lítið úr
borgarlögmanni sem fagmanneskju
en óhjákvæmilegt væri að hann væri
ekki ýkjagagnrýninn á störf borgar-
stjóra og meirihlutans.
Skoraði á meirihlutann
að kalla til borgarskjalavörð
Undir þessi sjónarmið tóku aðrir
fulltrúar minnihlutans. Minnihlutinn
gagnrýndi einnig að borgarskjala-
vörður hefði ekki komið sjálfur og
kynnt skýrsluna fyrir borgarráði líkt
og tíðkast alla jafna þegar aðrar sam-
bærilegar skýrslur væru kynntar.
Eyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi
Sjálfstæðisflokks, skoraði á meiri-
hlutann að fá borgarskjalavörð til að
mæta og kynna skýrsluna. Eyþór
gagnrýndi einnig að Borgarskjala-
safn hefði ekki verið gerð sjálfstæð-
ari eining innan stjórnkerfisins.
Borgarskjalasafn sem eftirlitsaðili
ætti að fá meira rými til slíks.
Talsverð umræða spannst um
þann lið þar sem meirihlutinn ítrek-
aði að stjórnkerfisbreytingarnar
hefðu eflt Borgarskjalasafnið til
muna og væru til mikilla bóta.
„Sakamál og hefur alltaf verið“
Miklar umræður um braggamálið í borgarstjórn Fulltrúar minnihlutans segja reglur brotnar og
krefjast ábyrðar Borgarstjóri vill að borgarlögmaður meti skýrslu Borgarskjalasafns lögfræðilega
Morgunblaðið/Eggert
Bragginn Fram kom í skýrslu að lög um skjalvörslu vegna framkvæmda við braggann hefðu verið brotin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgarstjórnarfundur Umræða um skýrslu Borgarskjalasafns um frumkvæðisathugun á skjalastjórn vegna braggans stóð fram eftir kvöldi í gær.