Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
Rás 2
FBL
BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN
BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3
BESTA KVIKMYNDATAKAN
ÓSKARSVERÐLAUN4 BESTA MYNDINm.a.
ÓSKARSVERÐLAUN2 BESTA FRUMSAMDA TÓNLISTm.a.
HILDUR GUÐNADÓTTIR
Eftir upphafsljóðið, „TilÖnnu“, sem er fallegamyndvís, erótísk oggáskafull ástarjátning,
hefur Brynjólfur Þorsteinsson sína
fyrstu ljóðabók, Þetta er ekki bíla-
stæði, á ljóðinu „Gormánuður“ en
það hreppti Ljóðstaf Jóns úr Vör ár-
ið 2019. Þetta er áhrifamikið og
býsna vel lukkað verðlaunaljóð sem
hefst á línunum
„allir hrafnar eru
gat // líka þessi
sem krunkar /
uppi á ljósastaur
// eins og brot / í
himingrárri
tönn“. Skáldið
heldur myndinni
vel út ljóðið, af
hrafninum sem er þetta svarta gat á
gráum himni og „innvolsið upp-
dráttur að morgundegi“. Ljóðið er
drungalegt og í lokin hvetur ljóð-
mælandinn lesandann til að „lesa“
hrafninn með vasahníf og opinn
munn og „hjartað springur / eins og
ber undir tönn // bragðið er svart“.
Þessi lesandi er sammála dóm-
nefnd verðlaunanna sem sagði sigur-
ljóðið draga „fram íslenskan hvers-
dag sem birtist dularfullur og
margræður, þar sem samruni nátt-
úru og líkama myndar óljós og
áhugaverð mörk milli heima“. Og
ljóðin sem á eftir koma staðfesta
með afgerandi hætti þá skoðun að
skáldið ráði vel við ljóðmálið og fari
um það persónulegum höndum, því
þetta er furðu heildstætt og vel mót-
að byrjendaverk; bók sem í raun er
lítill byrjandabragur á.
Brynjólfur skiptir bókinni í þrjá
hluta og gefur þeim heiti fyrstu
vetrarmánaðanna samkvæmt gamla
íslenska tímatalinu, Gormánuður,
Ýlir og Mörsugur. Og það er óneit-
anlega vetrarbragur yfir ljóðheim-
inum, hann er kaldur, vindasamur
og dimmur, og í honum dregnar upp
margar vel mótaðar myndir, þar
sem sérstök rödd skáldsins og
haganleg myndsmíð þess nýtur sín
vel. Oft er til að mynda stutt í ógnina
í dimmri heimsmyndinni, eins og í
ljóðinu „Þessi nótt“ þar sem sagt er
um nótt sem horft er út í að hún sé
ekki eins og blek, heldur sé hún ný
og:
þessi nótt er eins og eitthvað
sem maður stígur ofan í
pollur með gáruðu tungli
tóm sægræn sundlaug
hrúga af sölnuðum laufum
afvegaleiðir
opnar höfuð
hylur hræ
gæti maður ekki fóta sinna
þessa nótt
Ferð í strætó númer eitt verður
líka ógnvekjandi og birtir váboða
með vísunum í ýmsar áttir; spor í
snjónum sýna að tröll hafi verið
þungstígt á leið til vinnu þar sem
það fór undir brúna og „fæturnir
drógu línur / plógför kulnunar í
starfi“. Og utan gluggans er
svifrykið
eins og þokumistur
í útlensku ævintýri
sem endar ekki vel
Snjallar myndir og persónugerv-
ingar eru vel notaðar við að móta
andrúm ljóðanna. Í einu er snjór í
vegkantinum svartur „eins og mask-
ari sem runnið hefur til“; í öðru er
fullyrt að ljóð leiti alltaf niður „eins
og blað fallaxarinnar / kuldi og regn
// eins og höfuð án skrokks“; og í
hinu kaldranalega ljóði „Mörsugur“
er lýst köldum dögum þar sem trjá-
rætur skríða inn skólplagnir, brjóta
sér leið inn og „mergsjúga hús / eins
og skepnubein“.
Þegar líður á bókina magnast sú
tilfinning lesanda að lýst sé mann-
gerðum heimi sem stilltur sé á
sjálfseyðingu. Í einu af síðustu ljóð-
unum heita staðirnir sem ekið er
framhjá um nótt ekkert lengur og
hvatt er til þess, með írónískri
röddu, að landið sé staðdeyft og
skorið upp því „skurðgröfur kosta
ekki jafn mikið og þú heldur“.
Í næsta ljóði er ekki síður myrk
og írónísk mynd dregin upp af
byggingarkrönum sem eru að „naga
upp bleika litinn“ í heimi þar sem
„hótel eru aukaafurð / morgunsárs-
ins“, en þessir kranar munu fá sig
„fullsadda af rökkrinu“ og ríða á
brott, „skilja okkur eftir / í dimm-
unni / rétt fyrir dögun“. Það er
spurning hvort skáldið hafi fengið
opinbera uppáskrift á þessa bölsýnu
efnahagsspá. Og bókin endar á
„Vögguvísu“ sem er ekki ljúf heldur
er lýst breyttum hversdagsheimi,
merktum dauða:
hálsakotið kitlar ekki lengur
og mjólkin flóast ekki lengur
skepnuhaldið gengur ekki lengur
girðingarnar hurfu
kindurnar stökkva ekki yfir neitt
lengur
draumar eru ekki silfruð torfa til að
róa eftir lengur
fiska draga í land og flaka lengur
(ekki borða svefninn hráan)
Þá segir að áður hafi mávar hang-
ið niður úr himninum en svo sé ekki
lengur; sjái menn þó máv losna úr
festingunni; sjái maður mávahrap
„skaltu loka augunum / og óska þér:
// þetta er ekki bílastæði lengur /
þetta er ekki bílastæði lengur“. Með
þeirri ósk, sem lýkur bókinni og fel-
ur í sér heiti hennar, finnst þessum
lesanda að stigið sé út úr köldum, á
stundum fjandsamlegum en hnit-
miðuðum heimi ljóðanna, og hugsað
aftur til heilbrigðari náttúru, betra
lífs; að óskað sé bjartari framtíðar
þar sem jörðin er ekki bara bíla-
stæði. Og eftir þessa áhugaverðu og
vel mótuðu frumraun Brynjólfs
hlakkar þessi lesandi til að sjá hvað
hann sendir frá sér næst.
Brot í himingrárri tönn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Myndvís Brynjólfur Þorsteinsson með Ljóðstaf Jóns úr Vör. Rýnir segir
fyrstu ljóðabók hans heildstæða, „bók sem í raun er lítill byrjandabragur á.
Ljóð
Þetta er ekki bílastæði
bbbbn
Eftir Brynjólf Þorsteinsson.
Una útgáfuhús, 2019. Kilja, 58 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Snæbjörg Guð-
munda Gunnars-
dóttir sópran-
söngkona og
Þóra Kristín
Gunnarsdóttir
píanóleikari
koma fram á
ljóðasöngs-
tónleikum í Nor-
ræna húsinu í
kvöld, miðviku-
dag, klukkan 20. Yfirskrift tón-
leikanna er Gunnarsdætur og eru
þeir á dagskrá tónleikaraðarinnar
Klassík í Vatnsmýrinni.
Tónlistarkonurnar eru báðar bú-
settar erlendis, Snæbjörg í Stutt-
gart og Þóra í Zürich. Fyrstu tón-
leikar þeirra sem dúett eru óður til
heimalandsins Íslands og hinna
þýskumælandi búsetulanda þeirra.
Gunnarsdætur
í Vatnsmýrinni
Snæbjörg G.
Gunnarsdóttir
Breski upp-
tökustjórinn,
plötusnúðurinn
og tónlistar-
maðurinn And-
rew Weatherall
er látinn, 56 ára
að aldri. Lést
hann af völdum
blóðtappa. Er
honum eignað að
hafa fært sýru-
hústónlist inn í meginstraum
dægurheimsins seint á níunda ára-
tugnum og snemma á þeim tíunda.
Samkvæmt The Guardian sló Weat-
herall í gegn sem upptökustjóri
Primal Scream á plötunni Screa-
madelica, sem kom út 1991. Hann
vann með fjölda annarra lista-
menna og endurhljóðblandaði til að
mynda tónlist Bjarkar Guðmunds-
dóttur, My Bloody Valentine, Saint
Etienne og New Order.
Lykilmaður sýru-
hústónlistar látinn
Andrew
Weatherall