Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Peysur • Bolir • Buxur
Kjólar • Töskur
NÝ SENDING
Vinsælu
Velúrgallarnir
Alltaf til í mörgum litum
og í stærðum S-4xl
Hallgrímur Sveinsson,
bókaútgefandi og fv.
skólastjóri á Þingeyri
og staðarhaldari á
Hrafnseyri, varð bráð-
kvaddur á heimili sínu
sunnudaginn 16. febr-
úar. Hann var á áttug-
asta aldursári.
Hallgrímur var
fæddur í Reykjavík 28.
júní 1940. Foreldrar
hans voru Sveinn Jóns-
son húsasmiður og
Hanna Kristín Guð-
laugsdóttir húsfreyja.
Hallgrímur lauk
kennaraprófi vorið 1961 og kenndi
fyrst við heimavistarskólann á Jaðri
við Reykjavík og var síðan for-
stöðumaður vistheimilisins í Breiðu-
vík í tvö ár. Hann var kennari í Auð-
kúluhreppi og síðan í barna- og
unglingaskólanum á Þingeyri og
skólastjóri þar um árabil. Þau hjónin
voru bændur og staðarhaldarar á
Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðing-
arstað Jóns Sigurðssonar forseta, í
rúm 40 ár og sáu um vörslu og um-
hirðu staðarins fyrir hönd Hrafns-
eyrarnefndar.
Hallgrímur gaf út fjölda bóka í
nafni Vestfirska for-
lagsins, ekki síst með
sögum og fróðleik af
Vestfjörðum. Hans eig-
in höfundarverk voru
þar á meðal. Bókatitl-
arnir voru orðnir a.m.k.
300 á rúmum 25 árum.
Vann Hallgrímur að
þessu verkefni og
áhugamáli til dán-
ardags. Hann ritaði
einnig greinar í blöð,
m.a. Morgunblaðið, og
á Þingeyrarvefinn, síð-
ustu árin gjarnan í
samvinnu við félaga
sína í „Þingeyrarakademíunni“.
Hallgrímur kenndi handknattleik
í Reykjavík og var virkur í fé-
lagsmálum fyrir vestan. Sat meðal
annars í hreppsnefnd Auðkúlu-
hrepps og var oddviti, hreppstjóri og
sýslunefndarmaður, sat í stjórn
Kaupfélags Dýrfirðinga og sóknar-
nefnd.
Eftirlifandi eiginkona Hallgríms
er Guðrún Steinþórsdóttir frá
Brekku í Dýrafirði. Hún var með
sauðfjárbúskap á Brekku í mörg ár
og titlaði Hallgrímur sig þá „létta-
dreng“ á Brekku.
Andlát
Hallgrímur Sveinsson
Jakob Björnsson, fyrr-
verandi orkumálastjóri,
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Eir laugardaginn
15. febrúar.
Jakob fæddist 30.
apríl 1926, sonur
Björns Guðmundar
Björnssonar bónda í
Fremri-Gufudal í A-
Barðastrandasýslu og
Sigríðar Ágústu Jóns-
dóttur húsfreyju.
Jakob missti móður
sína á sjöunda ári og
flutti þá í Hnífsdal með
föður sínum en þaðan lá
leiðin til Siglufjarðar á tíunda ald-
ursári hans.
Þar lauk hann gagnfræðiprófi og
hóf í framhaldinu nám við Mennta-
skólann á Akureyri. Hann lauk fyrri-
hlutaprófi í verkfræði við Háskóla
Íslands og prófi í raforkuverkfræði
hjá DTH í Kaupmannahöfn 1953.
Sama ár fékk hann starf sem
verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Veturinn 1956-1957
stundaði hann framhaldsnám við
Tækniháskólann í Aachen í Vestur-
Þýskalandi.
Jakob var yfirmaður
orkudeildar raforku-
málastjóra 1958-61 og
verkfræðingur hjá
verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsens
1961-62. Eftir það
vann hann verkfræði-
leg ráðgjafarstörf á
sviði virkjanarann-
sókna, orkumála o.fl.
Hann gegndi stöðu
orkumálastjóra frá
1973 til 1996 þegar
hann lét af störfum
fyrir aldurssakir. Jak-
ob var í rannsóknar-
ráði ríkisins 1963-65 og ráð-
gjafanefnd Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins frá 1965. Hann
kom að stofnun seinnihlutadeildar
verkfræðináms við HÍ og varð þar
síðan prófessor. Árið 2005 var Jakob
sæmdur viðurkenningu frá Lands-
virkjun fyrir einstakt framlag til ís-
lenskra orkumála.
Jakob lifði eiginkonu sína til 45
ára, Jónínu Þorgeirsdóttur, en hún
lést 2002. Hann skilur eftir sig
dóttur, stjúpson, þrjú barnabörn og
fimm barnabarnabörn.
Jakob Björnsson
Sigurður Árnason, tón-
listarmaður og kerfis-
fræðingur, lést 15.
febrúar, á 73. aldurs-
ári. Sigurður, kallaður
Siggi Árna, fæddist í
Reykjavík 12. desem-
ber 1947, sonur Árna
Sigurðssonar, starfs-
manns Rafmagns-
veitna Reykjavíkur, og
Sigríðar Jónínu Guð-
mundsdóttur hús-
móður.
Sigurður ólst upp í Laugarnes-
hverfi í Reykjavík og var farinn að
spila í hljómsveitum áður en hann
lauk gagnfræðaprófinu. Fyrsta
skólahljómsveitin var Strengir, síð-
an lék hann með Tónum þar til
hann stofnaði hljómsveitina Sálina
árið 1968. Hún varð skammlíf og ári
síðar var Sigurður meðal stofnenda
Náttúru ásamt Jónasi R. Jónssyni
söngvara, Rafni Haraldssyni
trommuleikara og Björgvini Gísla-
syni gítarleikara. Naut hljómsveitin
mikilla vinsælda næstu árin og var
Siggi jafnan kenndur við þá hljóm-
sveit. Var hann kjölfestan í sveitinni
ásamt Björgvini en meðal þeirra
sem komu og fóru
voru Sigurður Rúnar
Jónsson (Diddi fiðla),
Pétur Kristjánsson,
Jóhann G. Jóhanns-
son, Shady Owens og
Karl Sighvatsson.
Eftir að hafa leikið
með Náttúru sneri
Sigurður sér meira að
upptökustjórn, m.a.
hjá SG-hljómplötum
og Hljóðrita. Hann
var upptökustjóri á
fyrstu plötu Bubba Morthens,
Ísbjarnarblús, auk þess sem hann
útsetti titillagið og lék á bassa í því.
Seinna lærði Sigurður kerfisfræði
og starfaði sem slíkur hjá Blindra-
félaginu, RÚV og síðast Jarð-
fræðideild Háskóla Íslands.
Sigurður kvæntist Þorbjörgu
Kristjánsdóttur árið 1968 og eign-
uðust þau tvær dætur, Erlu, f. 1968,
og Elínborgu, f. 1971. Barnabörnin
eru orðin sex talsins. Sigurður og
Þorbjörg skildu árið 1977 en voru
ætíð góðir vinir. Þorbjörg lést í
október sl., tæplega sjötug að aldri.
Útför Sigurðar mun fara fram í
kyrrþey.
Sigurður Árnason
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tilboð í notaðan dráttarbát fyrir
höfnina í Þorlákshöfn voru opnuð
um miðjan síðasta mánuð. Þrjú til-
boð bárust, en 25 aðilar sýndu út-
boðinu áhuga. Um nýsmíði var að
ræða í öllum til-
vikum, sem öll
voru langt yfir
kostnaðaráætlun.
„Með hliðsjón
af þessu höfum
við tekið ákvörð-
un um að hafna
öllum tilboðum
sem bárust og
munum leita eft-
ir samninga-
kaupum beint við aðila sem boðið
geta hagkvæman notaðan drátt-
arbát,“ segir Elliði Vignisson, bæj-
arstjóri í Ölfusi. Hann segir að von-
ir standi til þess að það ferli geti
gengið nokkuð hratt fyrir sig og
nýr dráttarbátur verði kominn í
notkun við höfnina í sumar. Verk-
efnið verði unnið samkvæmt for-
skrift Ríkiskaupa.
Langt umfram áætlun
Dráttarbáturinn átti samkvæmt
útboði meðal annars að vera með
lágmarkstoggetu upp á 30 tonn,
góða stjórnhæfni og ekki lengri en
27 metrar. Báturinn átti ekki að
vera eldri en 15 ára. Í skoðun, sem
gerð var á netinu fyrir útboð, voru
nokkrir dráttarbátar til sölu sem
uppfylltu þessi skilyrði, að sögn
Elliða.
Nú þjónar dráttarbáturinn Ölver
höfninni í Þorlákshöfn, en hann er
30 tonn og með 14 tonna togkraft.
Nefna má að Magni, dráttarbátur
Faxaflóahafna, er með 40 tonna
togkraft, en nýr Magni, sem er
væntanlegur, er með yfir 80 tonna
togkraft.
Kostnaðaráætlun var upp á um
200 milljónir króna og miðaðist við
12 ára gamlan dráttarbát sem hef-
ur verið afskrifaður um allt að 50%.
Lægsta tilboð var frá kínverskri
skipasmíðastöð, Lilia, og var upp á
tæplega 400 milljóna króna ný-
smíði. Hollenska skipasmíðastöðin
Damen bauð bát upp á rúmlega
400 milljónir og hæst var tilboð frá
búlgarskri stöð, sem einnig bauð
stærsta bátinn, en tilboðið hljóðaði
upp á um 530 milljónir.
„Umferðin um Þorlákshöfn hefur
vaxið mjög hratt á seinustu 2-3 ár-
um og er nú svo komið að höfnin
hér er orðin ein mikilvægasta vöru-
höfn landsins,“ segir Elliði. „Smyril
Line, sem á og rekur bæði Akra-
nesið og Mykinesið hefur sýnt svo
ekki verður um villst að siglingar
um Þorlákshöfn til Evrópu eru í
senn hagkvæmari og umhverf-
isvænni en siglingar um Faxaflóa.
Til að bregðast við þessu höfum við
unnið hratt að því að efla og auka
þjónustugetu hafnarinnar og þá
ekki síst hvað varðar öryggi sjófar-
enda.“
Einnig mikilvægt öryggistæki
Elliði segir að dráttarbátur þjóni
ekki aðeins sem slíkur heldur einn-
ig sem mikilvægt öryggistæki í og
við höfnina. Stöðugt fleiri fyr-
irspurnir sýni tiltrú markaðarins á
Þorlákshöfn og það sé orðið al-
gengt að ísfisktogarar landi á
sunnudögum í Þorlákshöfn til að
koma ferskum fiski um borð í
Akranes á mánudegi.
Elliði segir að unnið sé að undir-
búningi að stækkun á höfninni
þannig að hægt verði að taka á
móti allt að 180 metra löngum og
34 metra breiðum skipum. Hann
segir að vitað sé af áhuga erlendra
og innlendra aðila til að hefja sigl-
ingar á farþegaferjum til bæði
Bretlands og meginlands Evrópu
þegar slíkum framkvæmdum verði
lokið.
Aukin umferð kallar
á öflugri dráttarbát
Leita að notuðum báti Fengu þrjú tilboð í nýsmíði
Ljósmynd/Smyril Line
Flutningar Akranes og Mykines sigla reglulega til Þorlákshafnar og fleiri
hafa sýnt áhuga á að sigla þangað að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra.
Elliði Vignisson