Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
✝ Steinunn GróaValdimarsdóttir
fæddist í Reykjavík
2. júlí 1925. Hún lést
á Droplaugarstöðum
29. janúar 2020.
Foreldrar hennar
voru Sigurlína Jóns-
dóttir frá Innstu-
Tungu í Tálknafirði,
f. 20.8. 1893, d. 2.8.
1928, og Valdimar
Bjarnason frá Neðri-
Hvestu í Arnarfirði, f. 10.11.
1884, d. 24.11. 1943.
Systur hennar eru Kristín
Ingveldur Valdimarsdóttir, f.
3.10. 1920, Svanhildur Sigríður
Valdimarsdóttir, f. 20.10. 1922, d.
12.11. 2000, Bjarnfríður Gíslína
Valdimarsdóttir, f. 17.12. 1923, d.
10.5. 2015. Yngsta systirin fædd-
ist andvana árið 1927.
Steinunn Gróa var þriggja ára
þegar hún missti móður sína.
Faðir hennar var þá orðinn
ekkjumaður með fjórar litlar
stelpur og sú elsta einungis sjö
ára svo að Steinunn systir hans
hljóp þá í skarðið og var Stein-
unn Gróa hjá henni til 10 ára ald-
urs. Þá fór hún aftur til pabba
síns á Njálsgötu og gekk í Aust-
urbæjarskóla. Gróa var fjórtán
ára gömul þegar hún fór að
vinna og fór í vist eins og gerðist
í þá daga. Árið eftir byrjaði hún
að vinna á Elliheimilinu Grund í
borðstofunni og fór þaðan í Sjó-
klæðagerðina að sauma.
Steinunn Gróa giftist átján ára
Bjarna Knudsen, varð þeim fimm
barna auðið.
Aron Ívar Benediktsson, f. 2.1.
1995, í sambúð með Þórdísi Unu
Arnarsdóttur, f. 10.12. 1996.
4. Kristmundur Már, f. 24.1.
1954, var í sambúð með Vilborgu
Þórarinsdóttur, f. 16.8. 1955, eiga
þau einn son, Þórarin, f. 8.3.
1973, og er hann giftur Ragn-
heiði Hrönn Stefánsdóttur, f. 8.8.
1973, börn þeirra eru Stefán Már,
Katrín Helga og Kristján Örn.
5. Bjarni Steinar Bjarnason, f.
29.6. 1961 var giftur Margréti
Harðardóttur, f. 13.7. 1964, börn
þeirra eru Bryndís Steinunn, f.
29.8. 1989, Hörður Már, f. 24.7.
1991, og yngst er María, f. 15.8.
2005.
6. Arnar, f. 7.4. 1969, faðir
ókunnur, giftur Áslaugu Ólafs-
dóttur, f. 3.1. 1972. Elsta dóttir
Arnars er Elva Kristín, f. 14.3.
1988, móðir hennar er Svanhild-
ur Ingibjörnsdóttur. Elva Kristín
er í sambúð með Viggó Júl-
íussyni, f. 2.7. 1989, börn þeirra
eru Mikael Máni og Agnes Bríet.
Fannar Örn, f. 1.10. 1992, í sam-
búð með Diljá Ragnarsdóttur, f.
5.8. 1993, dóttir þeirra er Vaka.
Ólöf Rebekka, f. 15.1. 1997, Þór-
ey Berta, f. 16.11. 2012, og Leifur
Hrafn, f. 16.11. 2012.
Eftir skilnað við Bjarna fór
Gróa að vinna í Dósaverksmiðj-
unni og við þrif í útibúi Lands-
bankans vestur í bæ og Melabúð-
inni. Það var mikið áfall fyrir
hana að missa Sigurlínu dóttur
sína en þær voru mjög nánar.
Þegar aldurinn færðist yfir fór
heilsan að gefa sig. Fór hún m.a. í
erfiðar hjarta- og heilaskurð-
aðgerðir en alltaf reis hún upp.
Síðustu árin átti hún á Drop-
laugarstöðum.
Hún verður jarðsungin frá
Neskirkju í dag, 19. febrúar
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
Bjarni og Gróa
hófu búskap í
Skerjafirði. Fluttu
þau síðar á Mel-
haga 17 í Reykja-
vík. Börn þeirra
eru:
1. Valdimar, f.
25.11. 1943, giftur
Unni Eddu Müller,
f. 9.7. 1952. Börn
þeirra eru
Ragnheiður Sara, f.
26.1. 1976, börn hennar Anja
Birta, Andri Freyr og Aron
Fannar. Rakel Ýrr, f. 26.1. 1976,
á hún tvo syni, Bóas og Jökul. Ró-
bert Kári, f. 30.9. 1980, d. 9.5.
1982. Fyrir átti Valdimar með
Ástu Benediktsdóttur Magnús, f.
7.9. 1965, giftur Guðnýju Hrafns-
dóttur, og Dagmar, f. 4.10. 1966,
dætur hennar eru Margrét Ásta
og Bjarnheiður María.
2. Berta Karen Bjarney, f.
26.4. 1945, synir hennar eru þrír,
Brjánn, f. 3.8. 1964, faðir hans er
Baldur Hrafnkell Jónsson, Berta
er búsett í Bretlandi og var gift
Roger Rumens og synir þeirra
eru Hugo Brynjar, f. 20.11. 1975,
og Thomas Edward, f. 1.7. 1979,
giftur Vanessu N. Rumens, f. 7.8.
1985.
3. Sigurlína, f. 14.9. 1951, d.
22.8. 2011, var í sambúð með
Birni Blöndal og eiga þau Ívar
Blöndal, f. 21.12. 1972, var í sam-
búð með Tinnu Maríu Jóhann-
esdóttur, f. 8.7. 1982, börn Ívars
eru Davíð Örn, Júlía Rós, Sindri
Már, Andri Þór, Kristófer og
Flóki. Yngri sonur Sigurlínu er
Ég á margar góðar minningar
um hana mömmu mína. Á hennar
yngri árum vann hún mikið til
þess að sjá fyrir okkur sex systk-
inum. Hún var eina fyrirvinnan á
okkar heimili. Hún skildi snemma
við pabba. Ég átti heldur ekki
ömmu á þeim tíma, aðeins afa.
Það var stórt skarð sem hún
þurfti að fylla, hún gerði það með
hlýju og ást í minn garð.
Mamma tók alltaf daginn
snemma, byrjaði daginn á að velja
sér falleg föt, setja á sig rauðan
varalit. Þau skipti sem við fórum
saman á kaffihús var ekki hægt
að fara af stað fyrr en búið var að
ná í spegilinn, setja á sig rauðan
varalit og ná í fallegasta jakkann,
kveðja alla, láta vita að hún væri
að fara í bæjarferð. Við áttum
margar góðar stundir saman og
fyrir það verð ég ævinlega þakk-
látur.
Mamma sá til þess að ég væri
vel klæddur, fengi góðan og holl-
an mat tvisvar á dag, það var ekki
sjálfsagt á þessum árum. Hún var
útivinnandi og hafði ekki há laun
eða mikinn tíma. Hún vann við
skúringar og aðra tilfallandi
verkamannavinnu sem var í boði.
Þegar ég var smástrákur fór hún
oft með mig í Björninn sem var
smurbrauðsstofa, sú besta í bæn-
um, ég var ekki mikið fyrir kökur
á þeim tíma, hún vissi að mér
þótti rækjubrauð í Birninum al-
veg sérstaklega gott, hún fór með
mig þangað þó það væri ekki ódýr
staður. Hún gerði það til að gleðja
mig, oftast fékk hún sér ekkert,
sjálfsagt til að spara peningana.
Hún var afbragðsgóður kokk-
ur og það var alltaf góður matur
heima. Minn áhuga á elda-
mennsku á ég henni að þakka,
enda er ég mikið fyrir góðan mat.
Þegar hún síðan eignaðist fyrsta
bílinn sinn, Volkswagen-bjöllu,
fór hún með mig til Þingvalla að
veiða silung, þótt hún hefði ekki
mikinn áhuga á silungsveiðum, en
þetta gerði hún nú samt fyrir mig
því hún sá gleðina sem ég fékk af
veiðiferðunum. Alltaf þegar eitt-
hvað bjátaði á var hún til staðar
hvort sem ég hafði meitt mig eða
þurfti á hennar stuðningi að
halda.
Vinir mínir voru oft heima hjá
mér, fundu hversu velkomnir þeir
voru á Melhaganum eða Kapla-
skjólsveginum, enda stjanaði hún
við okkur með nýbökuðum kökum
og tilheyrandi, eða bauð þeim í
mat. Mamma var alltaf tilbúin að
hjálpa öðrum sem áttu í vanda og
opnaði heimilið fyrir þeim sem
áttu í erfiðleikum. Síðustu árin
bjó hún á hjúkrunarheimilinu á
Droplaugarstöðum.
Á hverjum degi þakka ég fyrir
að hafa átt heimsins bestu
mömmu. Heimsins besta
mamma, takk fyrir alla ástina og
hlýjuna sem þú gafst mér. Ég
mun sakna þín.
Þinn sonur,
Steinar.
Amma góða amma.
Erla góða Erla
ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð
því kveldsett löngu er.
Hart er mannsins hjarta,
að hugsa mest um sig.
Kveldið er svo koldimmt,
ég kenndi í brjósti um mig.
Dýrlega þig dreymi
og drottinn blessi þig.
(Stefán frá Hvítadal.)
Þín ömmustelpa,
Þórey Berta.
Kallið er komið elsku Gróa
mín.
Við náðum ávallt vel saman
þrátt fyrir að vera gjörólíkar.
Frá því ég kynntist tengda-
móður minni sextíu og sjö ára að
aldri þá hefur hún ávallt verið ung
í anda og aldrei viljað líta á sig
sem gamla konu.
Það var ekki fyrr en um jólin
síðustu sem hún sagði mér að
fyrra bragði, þá níutíu og fjögurra
ára, að hún væri orðin gömul og
færi nú sennilega að fara.
Gróa var Vestfirðingur en bjó í
Vesturbænum nánast alla tíð og
elskaði hann eins og sannir Vest-
urbæingar gera.
Í Reykjavík var sama hvort
farið var til læknis, í matvörubúð
eða á kaffihús var ávallt var verið
að hrósa henni.
Það var ýmist verið að dást að
því hversu dugleg, falleg eða
myndarleg hún var alla ævi.
Gróa var harðdugleg enda kom
hún upp sex börnum samhliða því
að vinna um tíma á allt að sex
stöðum samtímis, minntist sjálf
alltaf á að þá hafi hún reyndar
verið komin með bíl til að fara á
milli.
Hún var ávallt gríðarlega stolt
af sínum afkomendum og hversu
margir þeir eru orðnir. Átti ekki
til orð yfir hversu dugleg þau
voru í námi og fannst það alveg
frábært.
Það mótaði hana sjálfa alla tíð
að hafa misst móður sína mjög
ung að aldri og ég held það hafi
nánast aldrei liðið sá mánuður að
hún talaði ekki um það. Minntist
oft á það að það hafi vantað hlýju í
hennar uppeldi og þótti svo vænt
um þá sem veittu henni mikla
hlýju.
Hún var glæsileg og flott
skvísa enda hefur það skilað sér
til stelpnanna okkar sem vilja
bara líkjast ömmu sinni; passa vel
upp á útlitið.
Þessi duglega kona er klárlega
mjög fegin að hafa fengið að fara
því hún var orðin mjög þreytt og
hana langaði ekki til að verða
gömul og geta ekki séð um sig
sjálf.
Við fjölskyldan hans Arnars
þökkum fyrir allar þær góðu
minningar sem við áttum með
henni og vonum að hennar líf
verði auðveldara og ánægjulegra
í sumarlandinu.
Gróa hafði yndi af söng og söng
sér oft til skemmtunar ásamt því
að fara í fjölmargar gönguferðir
um Reykjavík.
Því er vel við hæfi á textabroti
Hver gengur þarna eftir Austurstræti
og ilmar eins og vorsins blóm
með djarfan svip og ögn af yfirlæti
á ótrúlega rauðum skóm.
Ó það er stúlka engum öðrum lík,
Það er hún Fröken Reykjavík ...
Hver situr þar með glóð í gullnum
lokkum
í grasinu við Arnarhól
svo æskubjört í nýjum nælonsokkum
og nýjum flegnum siffon kjól?
Hver svífur þarna suður Tjarnarbakka
til samfundar við ungan mann sem
bíður einn á brúnum sumarjakka
hjá björkunum við Hljómskálann?
(Jónas Árnason)
Hvíldu í friði. Þín
Áslaug.
Steinunn Gróa Valdimarsdótt-
ir lést á 95. aldursári. Hún var
móðir æskuvinar míns Arnars.
Gróa hélt fallegt og hlýlegt heim-
ili þar sem gestir upplifðu sig vel-
komna. Það var alltaf gott og
ánægjulegt að koma heim til Arn-
ars, bæði þegar hann bjó á Mel-
haga og síðar þegar þau bjuggu
við Kaplaskjólsveg. Gróa var
harðdugleg og lét ekkert eftir sér
til að tryggja fjölskyldunni gott líf
og öryggi.
Þrátt fyrir mikla vinnu sinnti
Gróa börnum sínum mjög vel og
hlúði að þeim.
Ég vil votta Arnari, Steinari,
Muggi, Bertu og Valdimar og öðr-
um ættingjum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Um leið og ég kveð Gróu vil ég
þakka góða og hlýja vináttu.
Gunnar Alexander
Ólafsson.
Steinunn Gróa
Valdimarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Kveðja frá
Ingu systur.
Elsku amma.
Ég vona að þú komist á
Njálsgötuna, því það var
síðasta ósk þín til mín að fá
að fara þangað. En ég veit
ekkert hvað þú ætlar að
gera á Njálsgötunni því þar
býr enginn lengur sem þú
þekkir.
Takk fyrir að hafa alltaf
verið góð við mig.
Þinn
Leifur Hrafn.
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ELÍSABET GUÐNÝ HERMANNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
laugardaginn 8. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Sigríður Indriðadóttir Margeir Pétursson
Einar Páll Indriðason Halla Halldórsdóttir
og barnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma
INGVELDUR HÖSKULDSDÓTTIR
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
að morgni fimmtudags 13. febrúar.
Jarðsett verður frá Langholtskirkju
mánudaginn 24. febrúar klukkan 15.
Hallfríður Kristjánsdóttir Veigar Óskarsson
Ástvaldur Óskarsson Marta Jónasdóttir
Helgi Óskarsson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn,
HALLGRÍMUR SVEINSSON
fyrrverandi skólastjóri,
Þingeyri,
lést á heimili sínu sunnudaginn 16. febrúar.
Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju
laugardaginn 22. febrúar klukkan 14.
Guðrún Steinþórsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VILBORG SIGURÐARDÓTTIR
Miðleiti 7, Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 15. febrúar.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn
28. febrúar klukkan 15.
Vikar Pétursson
Jón Ólafsson Sigrún Birgisdóttir
Halldór Ólafsson
Alexandra Jónsdóttir Anastasía Jónsdóttir
Ólafur Birgir Jónsson Anna Vilborg Jónsdóttir