Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Ýmsir hafa lengi haft áhyggjuraf, ef ekki skömm og fyrirlitn- ingu á, Mannréttindaráði SÞ. Iðu- lega hafa fulltrúar þjóða, sem eng- um dettur í hug að nefna í sama orði og mannrétt- indi, ráðið þarna mestu.    Nú er komið íljós að allt voru þetta óþarfar vangaveltur. Í við- tali sl. mánudag segir utanrík- isráðherrann sjálfur: „Það er sam- dóma álit erlendra fjölmiðla og annarra að seta Íslands hafi heppn- ast mjög vel.“    Þetta er ótrúlegur árangur. Ekkier þekkt annað mál sem er- lendir fjölmiðlar hafa sameinast um svo eindregið og allir aðrir að auki. Þessi stórkostlega breyting varð um leið og Bandaríkin hurfu úr þessu ráði og Ísland tók við!    Fyrir aðeins hálfu öðru ári sagðiBoris Johnson, þá utanrík- isráðherra Breta: „We share the view that a dedicated agenda item focused solely on Israel and the occupied Palestinian territories is disproportionate and damaging to the cause of peace.“    Daginn eftir fóru Bandaríkin ogNikki Haley, sendiherra þeirra hjá SÞ, sagði ráðið vera „cesspool of political bias“. Rotþró pólitískrar hlutdrægni. Stak- steinar, sem kalla ekki allt ömmu sína, enda færi ekki vel á því, hafa ekki notað slík orð um „RÚV“.    En svo kom íslenska utanríkis-ráðuneytið í rotþróna og hún er tekin að ilma og það svo að allir erlendir fjölmiðlar, að vísu ónefnd- ir, falla í stafi yfir afrekum þess. Guðlaugur Þór Þórðarson Með réttu mannréttindaráði? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Embættis landlæknis þess efnis að hafna því að menntaður osteópati fái starfsleyfi sem slíkur hér á landi. Osteópatía er 4-5 ára háskólanám sem felst í að greina og meðhöndla stoðkerfavandamál, að því er fram kemur á heimasíðu Osteópatafélags Íslands. Viðkomandi osteópati sótti upphaflega um starfsleyfi í lok árs 2017. Osteópatafélagið mælti með því við landlækni að hann fengi starfs- leyfi. Því var hins vegar synjað á þeim forsendum að nám hans í Sví- þjóð væri hvorki viðurkennt af heil- brigðis- né menntayfirvöldum þar í landi. Osteópatinn sótti um starfsleyfi að nýju en var hafnað á ný. Þá kærði osteópatinn úrskurðinn og bar því við að landlæknir hefði ekki sinnt rann- sóknarskyldu sinni. BS-próf hans hefði í raun verið gefið út af Háskól- anum í Dresden í Þýskalandi en ekki í Svíþjóð þótt hann hefði stundað nám- ið þar. Í umfjöllun landlæknis segir að það breyti litlu þar eð osteópatía sé hvorki löggilt starfsgrein í Svíþjóð né í Þýskalandi. Þá hafi viðkomandi ekki starfað innan starfsgreinarinnar í öðru EES-ríki í minnst tvö ár í fullu starfi, en það hefði tryggt réttindin hér. hdm@mbl.is Fær ekki starfsleyfi sem osteópati  Heilbrigðisyfirvöld hér leggjast gegn leyfisveitingu  Fullt nám að baki ytra Ljósmynd/Thinkstock Osteópatía Meðferð felst í því að beita höndum á liðamót og mjúkvefi. Mikil umræða hefur skapast í hópn- um Íslendingar í útlöndum á Face- book að undanförnu um réttindi og fyrirgreiðslu í bönkum á Íslandi. Tugþúsundir Íslendinga eru í hópn- um og virðast margir telja sig hlunn- farna í viðskiptum. Nýlegt dæmi snýr að manni sem vildi fá hækkaða heimild á kredit- korti sínu tímabundið. Hann segir að það hafi til þessa reynst auðfengið. „Nú fékk ég það svar í þjónustuveri að vegna lagabreytinga væri alveg útilokað að auka heimild hjá við- skiptavini sem búsettur er erlendis,“ skrifar maðurinn. Morgunblaðið spurðist fyrir um þetta hjá Arion banka, viðskipta- banka mannsins, og fékk þau svör að búseta væri ekki hindrun hvað kreditkortaheimildir varðaði. „Hér virðist því annaðhvort um misskiln- ing að ræða eða starfsmaður bank- ans hafi gefið rangar eða misvísandi upplýsingar,“ segir í svarinu. Arion banki getur þess jafnframt að neytendalánalögin í núverandi mynd geri auknar kröfur varðandi skilmála neytendalána (þar undir fellur t.d. dreifing kreditkortareikn- inga) hvað varðar þá sem eru búsett- ir erlendis (og lán í erlendri mynt til þeirra sem eru búsettir hér á landi). „Þessir skilmálar gera það að verk- um að bankinn hefur ekki tök á að veita slík lán,“ segir í svari Arion. Nýverið birti fjármála- og efna- hagsráðherra í samráðsgátt stjórn- valda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda. Þar er að finna tillögur um breytingar á ákvæðum fast- eigna- og neytendalánalaga um lán sem tengjast erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins ættu þær breytingar að liðka nokkuð til fyrir lánveitingum til Íslendinga sem búsettir eru erlendis og þeirra sem eru með tekjur í erlendri mynt. Lýsa óánægju með fyrirgreiðslu banka  Íslendingar í útlöndum telja að þrengt sé að þeim Morgunblaðið/Hari Kreditkort Heimildin dugði ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.