Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 32
Tónlistarhópurinn Blóðberg frum-
flytur Tangó eftir Harald V. Svein-
björnsson auk þess að flytja tónlist
eftir Girolamo Frescobaldi, Dario
Castello og Isaac Albéniz á
háskólatónleikum í kapellu aðal-
byggingar Háskóla Íslands í dag kl.
12.30. Blóðberg skipa Helga Aðal-
heiður Jónsdóttir á blokkflautu,
Svanur Vilbergsson á gítar og
Kristín Lárusdóttir á selló/víólu da
gamba. Aðgangur er ókeypis.
Tangó frumfluttur
á háskólatónleikum
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 50. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Liverpool mátti þola 0:1-tap á úti-
velli fyrir Atlético Madríd í fyrri leik
liðanna í 16-liða úrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í fótbolta í gær-
kvöld. Saúl Niguez skoraði sig-
urmarkið strax á 4. mínútu.
Liverpool gekk illa að skapa sér færi
gegn sterkri vörn Atlético. Erling
Braut Håland skoraði mörk Dort-
mund í 2:1-heimasigri á PSG. »26
Liverpool átti ekki skot
á mark Atlético Madríd
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Larissa vill semja aftur við mig og
við höfum rætt málin. Ég er að
skoða stöðuna en
önnur félög hafa sýnt
mér áhuga. Ég á því
eftir að leggj-
ast yfir það
sem er í
boði,“ segir
Ögmundur
Kristinsson, lands-
liðsmarkvörður í
knattspyrnu,
meðal annars í
samtali við Morg-
unblaðið í dag en
samningur hans í
Grikklandi rennur
út í sumar. »27
Larissa vill semja við
Ögmund á nýjan leik
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tónlistar- og söngkonan Anna Han-
sen, sem býr í Kaupmannahöfn, hef-
ur verið á ferðinni heimsálfa á milli
að undanförnu. Hún er nú við laga-
smíðar og söng í
Bangkok í Taílandi,
en var í Nashville í
Bandaríkjunum í
liðinni viku að
kynna fyrsta lag
sitt, sem hún gaf út
7. febrúar síðastliðinn.
„Countrylagið“ Grace er á
streymisveitum og Youtube en Anna
samdi það í samvinnu við Stefan
Mørk og Lars Andersen. „Nashville
er „höfuðborg“ country-tónlistar-
innar og því fór ég þangað daginn
sem lagið kom út, bæði til að kynna
það og fylgja eftir tengslaneti sem
ég byrjaði að byggja þar upp í fyrra,
til þess að semja lög með lagahöf-
undum á svæðinu og til að sækja inn-
blástur í tónlistarlíf borgarinnar,“
segir hún.
Anna spilaði á The George Jones
og The Local í Nashville, þar sem
lagahöfundar spiluðu tvö til þrjú
frumsamin lög hver. Auk þess kom
hún fram með nokkrum lagahöf-
undum, sem hún segir að hafi allir
verið tilnefndir þrisvar til fjórum
sinnum til Grammy-verðlauna. Hún
segir mikið um það að lagahöfundar
hittist og semji saman í borginni og
hún hafi fengið þó nokkur tilboð, eft-
ir að hún kom fram, um að vinna með
fólki. „Við kærastinn minn, gít-
arleikarinn Anders Bo, vorum að
grínast með það að í Nashville hittir
maður ekki fólk og stingur upp á að
hittast í kaffi, heldur er aðalsetn-
ingin „við þyrftum endilega að hitt-
ast og prófa að semja saman“.“
Fleiri lög og kynningar
Þegar Anna var í grunnskóla
lærði hún á klarínett og á aldrinum
14 til 19 ára var hún í klassísku söng-
námi í Söngskólanum í Reykjavík.
Hún flutti til Danmerkur 2008 og út-
skrifaðist sem söngkennari frá
Complete Vocal Institute 2014. Síð-
an hefur hún unnið sem söngkennari
þar og í öðrum tónlistarskólum í
Kaupmannahöfn auk þess að starfa
sem söngkona í hinum ýmsu verk-
efnum. Nýlega samdi hún texta og
söng tvö lög fyrir norsk/danska Net-
flix-þáttinn Ragnarok, þar sem Gísli
Örn Ragnarsson er í stóru hlutverki.
„Textinn er á íslensku,“ segir hún og
lofar verkefnið. „Ég hef haft mjög
mikið að gera, sérstaklega undan-
farin þrjú til fjögur ár, og núna
fannst mér loksins kominn tími á að
gefa út mína eigin tónlist.“
Fyrir skömmu var Anna kölluð
inn í upptökustúdíó í Kaupmanna-
höfn með ísraelskum listamanni og
upptökustjóra hans frá Los Angeles.
Hann bauð kærustuparinu til Taí-
lands til að vinna með sér í upptöku-
stúdíói, sem hann leigði í Bangkok,
og semja meira. Anna segir að eftir
vinnuna í Bangkok og nokkurra
daga frí liggi leiðin aftur í hvers-
dagsleikann í Kaupmannahöfn.
Stefnan sé að halda áfram að gefa út
lög og koma tónlist sinni frekar á
framfæri í Danmörku og á Íslandi.
„Planið er svo að fara fljótlega aftur
til Nashville og fylgja ferðinni eftir,
hamra járnið á meðan það er heitt og
vera í sambandi við fólkið sem ég hef
kynnst. Það er ekki á hverjum degi
sem maður hefur tækifæri til þess að
vinna með fólki, sem hefur gefið frá
sér vinsæl lög og er með margar
Grammy-tilnefningar á bakinu.“
Í Nashville Á tónleikum, frá vinstri: Stefan Mørk, Anna Hansen, Bill O’Hanlan, Megan Barker og Anders Bo.
Með stjörnum í Nashville
Anna Hansen kynnti nýtt lag sitt með þekktu tónlistarfólki