Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
✝ Ruth Pálsdótt-ir fæddist 10.
desember 1926 í
Reykjavík. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir 7.
febrúar 2020.
Hún var dóttir
hjónanna Ingunnar
Guðjónsdóttur frá
Laugabökkum í
Ölfusi, f. 1903, d.
1962, og Páls Ein-
arssonar rafmagnseftirlits-
manns frá Borgarholti í
Stokkseyrarhreppi, f. 1904, d.
1958. Alsystur Ruthar eru Guð-
ríður, f. 1925, Guðbjörg, f.
1928, og Guðrún, f. 1929, d. 11.
mars 2018.
Ingunn og Páll slitu sam-
vistir. Samfeðra systkini voru
Grettir, f. 1935, d. 2019, og
Hallgerður, f. 1943, d. 1993.
Síðar hóf Ingunn sambúð með
Óskari Erlendssyni klæðskera,
f. 1896, d. 1978.
Ruth giftist Vermundi Ei-
ríkssyni húsasmíðameistara og
eignuðust þau fjögur börn.
4. Brynja leikskólakennari, f.
18. janúar 1957. Brynja er gift
Loga Úlfarssyni og synir
þeirra eru Bjarki, Breki og
Boði.
Ruth giftist 15. janúar 1967
Guðmundi H. Þorbjörnssyni
húsgagnabólstrara, f. 28. októ-
ber 1922, d. 9 september 2002.
Ruth útskrifaðist úr Versl-
unarskóla Íslands árið 1945 og
réði sig til Verslunarráðs Ís-
lands og starfaði þar um tíma-
.Vermundur og Ruth ráku sam-
an byggingafyrirtæki þar sem
Ruth sá um bókhald og launa-
greiðslur. Eftir að Vermundur
lést hóf hún skrifstofustörf hjá
Olíufélaginu Esso.
Ruth og Guðmundur stofn-
uðu bólstrunarfyrirtæki og
unnu að því saman. Seinni
hluta starfsævinnar starfaði
Ruth við ýmis skrifstofustörf
hjá Sjálfsbjörg.
Ruth hafði mikinn áhuga á
félagsmálum. Bridgespila-
mennska var henni mikilvæg
alla tíð. Einnig var hún mjög
áhugasöm um allt félagsstarf
sem fram fór í Eirarhúsum.
Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 19. febr-
úar 2020, klukkan 13.
Vermundur lést 3.
mars 1964. Þeirra
börn eru:
1. Sigurbjörg
Ingunn mat-
reiðslumaður, f.
21. des. 1949. Sig-
urbjörg giftist Eyj-
ólfi Gestsyni,
þeirra börn eru
Guðrún Ruth og
Gestur. Sigurbjörg
Ingunn og Eyjólfur
slitu samvistum. Sigurbjörg
Ingunn giftist síðar Kjell Harr
og er dóttir þeirra Kristine.
Sigurbjörg Ingunn er í sambúð
með Öystein Moe og eru þau
búsett í Noregi.
2. Páll Ómar bílamálari, f.
24. ágúst 1951, búsettur í
Kópavogi. Börn hans eru Ruth
og Ómar.
3. Kristín bókasafnsfræð-
ingur, f. 18. febrúar 1955.
Kristín giftist Vilhjálmi Fen-
ger, f. 26. febrúar 1952, d. 21.
október 2008, þeirra börn eru,
Björg og Ari. Kristín er í sam-
búð með Helga Benediktssyni.
Á okkar heimili var alltaf tal-
að um ömmu Ruth. Æska ömmu
mótaðist af aðstæðum þess tíma
sem hún ólst upp á þar sem bar-
áttan snerist um að hafa í sig og
á og hafa þak yfir höfuðið. En
amma Ruth ólst upp hjá ein-
stæðri móður ásamt þremur
systrum sem voru alltaf sam-
rýndar enda stutt á milli þeirra í
aldri.
Amma Ruth gekk mennta-
veginn sem var ekki sjálfgefið á
þeim tíma, en hún lauk verzl-
unarskólaprófi, ein fárra
kvenna. Eftir það starfaði hún
hjá Verslunarráði Íslands og
minntist þess tíma ávallt með
miklu stolti og ánægju.
Amma Ruth var ákveðin og
dugleg og allt sem hún tók sér
fyrir hendur var gert með stæl.
Hún lét sig menn og málefni
varða og hringdi gjarnan til að
ræða málefni líðandi stundar,
vakti það oft kátínu okkar að
hverju áhuginn beindist.
Útlit og föt skiptu ömmu
Ruth miklu máli og fylgdist hún
með nýjustu tískustraumum á
hverjum tíma. Hún var alltaf vel
tilhöfð og naut þess að klæða sig
samkvæmt nýjustu tísku.
Það skiptust á skin og skúrir í
lífi ömmu Ruthar, afi Vermund-
ur dó ungur frá henni og fjórum
börnum og markaði það líf fjöl-
skyldunnar en hún stóð þá ein,
37 ára með fjögur börn á aldr-
inum 7 til 15 ára. Menntunin
kom sér vel þar sem hún þurfti
að ala önn fyrir sér og börnun-
um. Það var svo gæfuspor fyrir
ömmu Ruth og börnin hennar
þegar hún giftist afa Guðmundi
sem reyndist okkur fjölskyld-
unni afar vel.
Amma Ruth var bæði bráð-
skemmtileg og félagslynd. Hún
spilaði bridge og félagsvist um
allan bæ og rakaði að sér verð-
launum. Eftir að amma Ruth
fluttist í þjónustuíbúð á Eir naut
hún sín mjög vel og eignaðist
góða vini. Hún var ein af stofn-
endum kjaftaklúbbsins sem
hittist einu sinni í viku og fór yf-
ir stöðu mála.
Við vitum að það verður vel
tekið á móti ömmu Ruth af þeim
sem á undan eru gengnir enda
mun hún hvíla í hlýjunni á milli
afa Vermundar og afa Guð-
mundar.
Góð ferð, elsku amma Ruth.
Kristín, Björg og Ari.
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sigurður J. Jóhannesson)
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég kveð elsku mömmu.
Þakklát fyrir að hafa fengið
að eldast með henni.
Þakklát fyrir allar góðu sam-
verustundir bæði hérlendis og
erlendis.
Þakklát fyrir að hafa fengið
að deila með henni bæði gleði og
sorg.
Þakklát fyrir að hafa átt hana
fyrir mömmu. Þakklát fyrir allt
sem hún kenndi mér. Þakklát
fyrir að hafa fylgt henni síðustu
sporin.
Fyrir mig verður það tómlegt
að geta ekki hitt mömmu og átt
gott spjall en minningarnar
munu lifa með mér. Ég kveð
hana með söknuði, hún var
hvíldinni fegin og var búin að
lifa góðu lífi eins og hún sagði
sjálf.
Hvíldu í Guðs friði, elsku
mamma mín.
Þín
Brynja.
Nú hefur hún tengdamóðir
mín yfirgefið jarðvistina eftir
langa ævi, en hún var 93 ára
þegar hún kvaddi fyrr í þessum
mánuði. Á slíkum tímamótum
hrannast upp fallegar minning-
ar. Við andlát ástvinar er eins
og maður missi ákveðinn neista
og það er eins og eitthvað deyi
inni í manni. Þannig líður mér
núna.
Ég kynntist Ruth þegar ég
var unglingur þannig að hún
hefur verið í lífi mínu í langan
tíma, eða 48 ár. Ég fór að venja
komur mínar í Stangarholtið
þegar yngsta dóttirin varð kær-
astan mín. Það var alltaf gott að
koma á heimili þeirra Guðmund-
ar og alltaf tekið vel á móti
manni.
Alla tíð vorum við Ruth miklir
vinir og það var gott að eiga
slíkan vin, sem rétti fram hjálp-
arhönd þegar þörf var fyrir,
spjallaði áhugasöm um svo
margt þegar svo bar undir og
var alla tíð vel inni í því sem
maður var að gera, alveg fram á
síðasta dag.
Ruth var góð kona, ákveðin,
og rökföst með sterkar skoðanir
á mönnum og málefnum. Hún
fylgdist alla tíð vel með því sem
var efst á baugi hverju sinni.
Hún var líka dugleg, hörð af sér,
greind, fylgin sér og sjálfstæð.
Hún var líka lífsreynd og fór í
gegnum eitt og annað á langri
ævi og það var ekkert auðvelt.
Hún var fötluð frá fæðingu en
lét það aldrei stoppa sig í neinu
og ég held það hafi bara hert
hana og gert hana sterkari ef
eitthvað var.
Hún missti fyrri mann sinn
snemma frá fjórum börnum, það
yngsta sjö ára, sem hlýtur að
hafa verið mikið áfall. Hún fór í
gegnum alla þá erfiðleika en
kynntist síðar Guðmundi og þau
gengu í hjónaband 1967. Ruth
og Guðmundur voru einstaklega
samhent hjón en Guðmundur
var ótrúlega góður maður og
gekk börnunum í föðurstað, sem
eins og gefur að skilja hefur ver-
ið ærið verkefni.
Með Guðmundi ferðaðist
Ruth mikið um heiminn og hafði
afskaplega gaman af því að
koma á nýja staði. Við Brynja
vorum þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá stundum að slást í för með
þeim og við eigum yndislegar
minningar úr þeim ferðum öll-
um.
Ruth var félagslega sterk
kona og átti stóran vinahóp sem
var einstaklega samheldinn og
hittist oft. Hún hafði unun af því
að vera innan um fólk og mér
eru minnisstæð árin sem hún
var meðlimur í félagsskapnum
málfreyjur, geislaði þá af áhuga
við að semja ræður og flytja
þær.
Hún var líka vel lesin og í
gegnum tíðina sótti hún sér
ýmsa menntun til að bæta við
þekkingu sína. Og gaman að
segja frá því að árið sem hún
varð 74 ára skellti hún sér á
tölvunámskeið því hún vildi vita
allt um þessa nýju tækni sem þá
hafði rutt sér til rúms.
Við kveðjum í dag yndislega
og góða konu með söknuði í
hjarta en eftir lifa minningarnar
sem ylja svo sannarlega.
Ég sendi börnum Ruthar,
tengdabörnum, barnabörnum
og barnabarnabörnum mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Logi Úlfarsson.
Elsku yndislega amma mín.
Það er ávallt erfitt þegar fyr-
irmyndirnar okkar falla frá, en
ég tel mig afar heppna að hafa
fengið að hafa þig svona lengi í
mínu lífi. Ég mun ávallt geyma
innra með mér þá visku, þá gleði
og þær fallegu minningar sem
ég á um þig.
Ég á svo óendanlega margar
góðar minningar í hjarta mínu
um þig og líka um ykkur Guð-
mund afa saman.
Þegar ég var barn fannst mér
alltaf svo gott að koma til ykkar
á sumrin, þar sem ég var búsett
í Noregi og sá ykkur ekki mjög
oft. Þið voruð svo endalaust góð
við mig og ég fann alltaf fyrir
svo mikilli hlýju og öryggi að
vera hjá ykkur. Mér eru ofar-
lega í huga allir ísbíltúrarnir
okkar saman enda ís í miklu
uppáhaldi hjá mér á þeim tíma,
og leiddist það engum.
Mikið var líka gaman að fá
þig í heimsókn til London þar
sem ég er búin að vera búsett
undanfarin 18 ár. Þú komst
reglulega með Brynju en líka
með Löbbu systur þinni og Jón-
ínu. Við nutum þess svo innilega
að fara á söngleiki saman, út að
borða á skemmtilegum veitinga-
stöðum en líka bara að slaka á
og spjalla. Okkur fannst heldur
ekki leiðinlegt þegar við fórum
saman í „afternoon tea“ og
gæddum okkur á krúttlegum
kökum, litlum samlokum og
skoluðum því svo niður með
kampavínsglasi. Svo var úthald
þitt í öllum fallegu búðunum
aðdáunarvert, þú fannst þér
alltaf afsökun til að versla þegar
þú sást fallega flík. Já, þú hafðir
svo mikinn áhuga á tísku og föt-
um, amma mín, enda varst þú
ávallt svo flott, falleg og vel til-
höfð.
Ég er líka svo heppin að hafa
fengið að eyða jólunum síðustu
árin með þér fyrir austan. Þú
alltaf svo glöð í fallegu rauðu
jólapeysunni þinni, svo jákvæð,
hláturmild og hafðir alltaf gam-
an af fyndnu pökkunum frá jóla-
sveininum. Það vantaði sko ekki
húmorinn hjá þér, elsku amma
mín, það er víst.
Lífið var þér ekki alltaf auð-
velt en styrkur þinn, dugnaður
og jákvæðni voru til fyrirmynd-
ar, amma mín, og ég dáist svo
mikið að þessum eiginleikum
þínum.
Þú varst félagslega svo sterk
og hafðir svo gaman af því að
vera innan um fólk, hvort sem
var við bridge-spilamennsku
eða bara til að spjalla. Greind
varstu svo sannarlega, ein af
fyrstu konum til að klára versl-
unarpróf við VÍ, fórst á tölvu-
námskeið komin vel á áttræð-
isaldur og fylgdist vel með
fréttum innanlands og líka er-
lendis og hafðir gaman af að
ræða þær. Mér eru minnisstæð-
ar spurningarnar um Brexit, þá
kom ég mér oft í vandræði.
Mig langar líka að nefna hvað
þú varst alltaf einstaklega góð
við hann Alexander minn og tal-
aðir svo fallega til hans og um
hann. Honum fannst líka ynd-
islegt að hafa þig í kringum sig
og sérstaklega gaman að fá þig í
útskriftarveisluna sína 2018.
Honum finnst hann vera svo
heppinn að hafa fengið að kynn-
ast þér og eiga þig sem lang-
ömmu.
Takk, elsku amma mín, fyrir
allt sem þú hefur gefið okkur Al-
exander, þú skilur svo sannar-
lega eftir þig falleg spor í hjört-
um okkar og hjá öllum þeim sem
hafa verið svo lánsamir að kynn-
ast þér. Þín verður sárt saknað.
Guðrún Rut.
Við bræður minnumst Ruthar
ömmu með gleði og hlýju í huga.
Skörp og snjöll með mikinn og
beittan húmor. Já, hún var eig-
inlega bara nákvæmlega eins og
ömmur eiga að vera. Hlý og góð
og hafði mikil og jákvæð áhrif á
líf okkar bræðra.
Við höldum að sú fátækt sem
hún amma ólst upp við hafi mót-
að hennar karakter og aldrei
heyrði maður hana kvarta yfir
nokkrum sköpuðum hlut. Hún
lét fötlun sína aldrei há sér og
vissi ekkert verra en að þurfa að
nota göngugrindina og síðar
hjólastólinn. Þetta viðhorf henn-
ar smitaði út frá sér til okkar
barnabarnanna og kenndi okkur
að taka ekki öllu sem sjálfsögð-
um hlut og um leið að leggja
okkur 100% fram í því sem við
tökum okkur fyrir hendur.
Okkur leið alltaf vel í Stang-
arholtinu. Það vel að tveir af
okkur hafa búið í götunni á full-
orðinsárum og alltaf horfir mað-
ur á númer 20 með bros á vör.
Það var ekki algengt að konur
fæddar snemma á tuttugustu
öldinni gengju menntaveginn en
það gerði hún amma. Hún fór í
Verzlunarskólann og það gerð-
um við bræðurnir einnig.
Ruth amma hafði mikinn
áhuga á samfélaginu og var allt-
af inni í öllum málum, hlustaði á
alla fréttatíma og las öll blöðin.
Oftar en ekki var hún mun betur
inni í málum en við blaðamenn-
irnir og það var oft snúið að
reyna að rökræða við þá gömlu.
Amma var líka sú fyrsta sem
kynnti okkur mikilvægi þess að
vinna fyrir sér. Bjarki og Breki
seldu merki fyrir Sjálfsbjörg,
þar sem amma vann, alla sína
æsku og má segja að þeir hafi
átt Holtin um tíma. Hún kenndi
okkur ólsen-ólsen á milli þess
sem hún rakaði til sín verðlaun-
um í bridge og lagði í P-stæðin
með merkið sitt í framrúðunni.
Amma var alla tíð mikil
áhugamanneskja um kvikmynd-
ir og þá sérstaklega sakamála-
myndir þar sem hún var iðulega
búin að átta sig á plottinu löngu
áður en 90 mínúturnar voru
liðnar og langt á undan okkur
ungu mönnunum.
Langömmubörnunum fannst
alltaf gaman að heimsækja Ruth
ömmu og hún hafði gaman af því
að spjalla og sjá þau vaxa og
dafna. Minnisstætt er þegar hún
lá inni á Borgarspítalanum síð-
asta sumar og var mikið veik.
Hún talaði sjálf um að nú hlyti
þetta að fara að taka enda.
Breki ákvað að segja henni að
von væri á þriðju stúlkunni hjá
sér, en hún mætti alls ekki segja
neinum frá því aðeins voru
komnar nokkrar vikur. Skömmu
síðar byrja svo að streyma inn
hamingjuóskir og hafði sú
gamla þá ekki getað setið á sér
enda alltaf mjög spennt og
áhugasöm þegar von var á lang-
ömmubarni í heiminn.
Hún amma er nú farin, 93
ára, og nýtti þessi ár sem hún
fékk ansi vel. Amma var, höld-
um við, sátt með að fara á þess-
um tímapunkti enda hafði lík-
aminn lokið hlutverki sínu en
skýr var hún í kollinum fram á
síðasta dag.
Nú er hún komin á milli
þeirra tveggja, Guðmundar og
Vermundar í Fossvoginum, lífs-
förunautanna sem hún elskaði
svo heitt og vitum við að þeim
þremur kemur vel saman.
Við kveðjum ömmu auðvitað
með söknuði en einnig með brosi
á vör því minningarnar um
þessa hlýju og góðu konu sem
kenndi okkur svo margt munu
lifa um ókomna tíð.
Bjarki, Breki og Boði.
Minningargreinin hefði getað
orðið heil bók, en ég og þú erum
orðin gömul. Þakka kærlega
vináttu sem rekur sig ævina
okkar alla. Allar ferðirnar okk-
ar. Öll spilakvöldin. Jólahátíð-
arnar sem við héldum saman
með börnunum okkar. Aldrei
bar skugga á vináttu fjölskyldna
okkar. Far þú í guðs friði, kæra
vinkona.
Viggó M. Sigurðsson
og fjölskylda.
Við förum öll sömu leið, erum
eins í grunninn, sem sést best
þegar við hittumst í laugunum.
Svo margt sameinar okkur,
óyggjandi, út í hið óendanlega,
líkamlega og áþreifanlega. And-
lega eigum við líka okkar ósýni-
legu sameiginlegu þætti, sem
tengja okkur böndum, sem land-
ar, eins og sagt er ein fjöl-
skylduheild með reynslu for-
feðra okkar. Það atvikaðist svo
að bróðir minn Eyjólfur Gests-
son, sem nú er látinn, gekk að
eiga Sigurbjörgu Ingunni, dótt-
ur heiðurshjónanna Ruthar
Pálsdóttur og Vermundar Ei-
ríkssonar. Ruth hefur nú lokið
93ja ára lífshlaupi. Með sinni
glöðu lund og framgöngu er
Ruth mörgum hugstæð. Þannig
kynntist ég Ruth á námsárum
mínum í Reykjavík. Þessari nú-
tímalegu og sterku kona,
tengdamóður stóra bróður
míns. Það var ánægjulegt að
heimsækja Ruth og Guðmund í
Stangarholtinu. Þá var ég ung
og óreynd, austan úr sveitum.
Eftirminnilegar voru stundirnar
sem við áttum saman yfir
spjalli, kaffi og meðlæti, en Guð-
mundur vann að bólstrun á
verkstæði sínu niðri.
Þau tvö voru fallegt samhent
par sem geislaði af. Efst í huga
er þakklæti mitt fyrir þetta
vinasamband, sem stóð með mér
alla tíð. Bubba og Eyfi eignuð-
ust tvö mannvænleg börn, Guð-
rúnu Ruth og Gest. Þau áttu
ásamt Alexander langömmu-
barninu tryggan stað hjá ömmu
Ruth. Við vottum fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúð og
biðjum Guð að vera með þeim.
Sigrún Valgerður
Gestsdóttir og
fjölskylda.
Ruth Pálsdóttir
Elsku amma mín
lést sunnudags-
morguninn 2. febr-
úar og var jarð-
sungin 14. febrúar í sönnu
íslensku veðri. Líkt og ávallt
þegar ástvinur kveður finnur
maður fyrir sorg og söknuði, en
einna helst finn ég fyrir gríð-
arlegu þakklæti og hamingju
yfir því að hafa átt hana Sig-
rúnu ömmu mína að eins lengi
og ég gerði, en hún lést rúmum
mánuði eftir 100 ára afmæli sitt.
Amma var hreinskilin, sterk og
ástúðleg kona sem alla sína ævi
var í umönnunarhlutverki, sem
móðir, amma, eiginkona, systir
og hjúkrunarkona. Líf hennar
og tilvera fólst í að hugsa vel
um fólkið sitt og aðra. Ég hef
sjaldan hitt jafn ákveðna mann-
eskju með skoðun á öllu og jafn
ríka réttlætiskennd, ég get bara
vonað að þessir eiginleikar
hennar hafi skilað sér að ein-
hverju litlu leyti til mín þegar
mér var gefið nafnið hennar. Til
að lýsa henni örlítið fyrir þá
Sigrún
Hermannsdóttir
✝ Sigrún Her-mannsdóttir
fæddist 27. desem-
ber 1919. Hún lést
2. febrúar 2020.
Útför Sigrúnar
fór fram 14. febr-
úar 2020.
sem ekki þekktu
hana ömmu mína
þá var Nallinn spil-
aður á meðan við
barnabörnin fylgd-
um henni síðasta
spölinn.
Amma átti góða
ævi, þó hún hafi
ekki verið alveg
áfallalaus, en hún
eignaðist fimm
börn, 13 barnabörn
og 12 barnabarnabörn og átti
þrjár systur sem allar voru
mjög nánar. Hún ferðaðist mik-
ið og bjó bæði í Danmörku og
Noregi, þó að ég haldi að eng-
inn staður hafi henni þótt betri
eða fegurri en Seyðisfjörður,
hennar fæðingarstaður og
æskustöðvar. Sögurnar sem
hún hefur sagt mér og allar
minningar sem ég á munu sjá
til þess að Sigrún amma er
aldrei langt undan.
Ég læt fylgja með síðasta
versið í ljóði Jóns Thoroddsen,
Litfríð og ljóshærð, sem amma
mín söng svo oft fyrir mig.
Sofðu, mín Sigrún,
og sofðu nú rótt;
guð faðir gefi
góða þér nótt!
Vertu sæl, elsku amma mín.
Þín
Sigrún.