Morgunblaðið - 20.02.2020, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 0. F E B R Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 43. tölublað 108. árgangur
Lambabógur
890KR/KG
ÁÐUR: 1.099 KR/KG
Appelsínur
125KR/KG
ÁÐUR: 249 KR/KG
EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NÆSTU VERSLUN NETTÓ!
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 20. - 23. febrúar
-40%Nauta Rib-Eye
Heilt stykki
1.997KR/KG
ÁÐUR: 3.329 KR/KG
-50%VERÐ
SPRENGJA!
ÞRÓUN
RISAEÐLA
Í NÝJU LJÓSI LEGGJA MIKIÐ Á SIG
VÖK MEÐ
ÁTTA TIL-
NEFNINGAR
KÖRFUBOLTASYSTUR 26 MENNING 68NÝ TEGUND GRAMEÐLU 32
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ríkisstjórnin verður að grípa strax til
aðgerða til þess að sporna við frekari
slaka í hagkerfinu. Þetta er mat Lilju
Alfreðsdóttur, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra og varaformanns
Framsóknarflokksins.
Segir hún að umfang aðgerðanna
þurfi að nema að minnsta kosti 2% af
landsframleiðslu eða 50 milljörðum
króna. Þetta kem-
ur fram í viðtali í
Viðskiptapúlsin-
um, sem nú er að-
gengilegt á mbl.is
og helstu hlað-
varpsveitum.
Segir hún að ríkis-
stjórnin sé með
mörg verkefni í
pípunum sem
hægt sé að koma á
framkvæmdastig á skömmum tíma.
Þannig eigi tímabundið að auka halla
á rekstri ríkissjóðs og flýta fram-
kvæmdum. Í viðtalinu tekur hún
dæmi af verkefnum sem þannig eru í
burðarliðnum.
Mörg verkefni koma til greina
„Ég held við séum öll sammála um
að við þurfum að fara í uppbyggingu
sem varðar snjóflóðavarnir. Við þurf-
um að bæta hafnaraðstöðu víða um
land og svo þurfum við líka að styðja
betur við raforkukerfið okkar, þannig
að það eru mörg verkefni sem bíða og
eru tilbúin. Ég nefni t.a.m. í mínu
ráðuneyti, við erum á lokametrunum
með að geta hafið uppbyggingu við
Menntaskólann í Reykjavík, Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti og Fjöl-
brautaskólann á Suðurnesjum. Við
erum með á teikniborðinu undirbún-
ing að nýjum Listaháskóla og svo
nefni ég auðvitað þjóðarleikvanga.“
Lilja segir að margir deili þessari
skoðun með henni og því býst hún við
því að breið samstaða náist um að-
gerðir af þessu tagi. Hætt sé við að
niðursveiflan sé meiri en spár geri ráð
fyrir. Það sé reynslan úr litlu og opnu
hagkerfi eins og því íslenska að sveifl-
an verði gjarnan talsvert ýktari en
gert sé ráð fyrir. Það sé raunin bæði í
upp- og niðursveiflum.
MViðspyrna til að varðveita … »18
Vill tuga milljarða innspýtingu
Varaformaður Framsóknarflokksins segir að bregðast þurfi hratt við versnandi efnahagshorfum
Lilja D.
Alfreðsdóttir
Vegfarendur í Lækjargötu í Reykjavík þurftu að
setja undir sig hausinn þegar hríðarél gekk yfir
borgina í gær. Reyndar fór veður versnandi í
öllum landshlutum í gærkvöldi og þungfært var
víða vegna snjókomu. Af þeim sökum hefur
Veðurstofan gefið út gula viðvörun, sem veit á
minni háttar raskanir, þvert yfir landið frá vestri
til austurs. Síðdegis í gær og gærkvöldi var gefin
út appelsínugul viðvörun um suðurströndina.
Morgunblaðið/Eggert
Vonskuveður og víða slæm færð
Fjórir voru fluttir slasaðir á
sjúkrahús eftir harðan árekstur
fólks- og vörubíls til móts við bæinn
Esjuberg á Kjalarnesi undir kvöld í
gær. Ekki fengust frekari upplýs-
ingar um líðan hinna slösuðu. Veg-
inum um Kjalarnes var lokað í um
eina og hálfa klukkustund vegna
þessa, en þá var blindhríð á svæð-
inu og ekkert ferðaveður.
Þá gekk krapabylur yfir á Suður-
landi síðdegis í gær og minnst þrír
bílar fóru út af veginum austan við
Vík í Mýrdal.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Vetrarfærð Bílar fóru út af vegi við Vík.
Harður árekstur
og útafkeyrslur
Mannréttinda-
dómstóll Evrópu
í Strassborg er
kominn langt út
fyrir hlutverk
sitt og hefur það
valdið deilum og
umtali í Dan-
mörku.
Mads Bryde
Andersen, laga-
prófessor við
Kaupmannahafnarháskóla, lýsir
þessu sjónarmiði í samtali við
Morgunblaðið og gagnrýnir að
dómstóllinn skuli leitast við að út-
víkka ætlað valdsvið sitt. »20-22
Mannréttindadóm-
stóll á villigötum
Mads Bryde
Andersen