Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími 7.30-16.30
Sími 557 8866
pantanir@kjotsmidjan.is
Komdu við
eða sérpantaðu
Gæða
kjötvörur
Gefðu elskunni þinni gott að borða á konudaginn
Á árum áður voru
vöru- og fólksflutn-
ingar með skipum oft
eini kosturinn sökum
lélegra vega og erf-
iðleika við að halda
þeim opnum. Strand-
siglingar voru þess
vegna burðarás allra
flutninga umhverfis
landið í marga ára-
tugi. Lengst af var
þeim sinnt af Skipaútgerð ríkisins
sem var stofnuð 1929. Starfsemi
hennar var hins vegar lögð niður
1992, og í kjölfarið (1994) var verð-
lag á flutningaþjónustu gefið
frjálst. Það leiddi af sér, að margir
hófu flutninga með stórum flutn-
ingabílum eftir vegakerfinu, og
stóru skipafélögin, Eimskip og
Samskip, tóku upp takmarkaðar
strandsiglingar. Þeim var hins veg-
ar hætt upp úr aldamótum 2000.
Takmarkaðar strandsiglingar hóf-
ust að nýju 2013, og eru nú fluttir
um 10 til 12 þúsund 40 feta gámar
árlega.
Það eru margar ástæður fyrir
því, að strandflutningar eru mun
betri kostur heldur en flutningar á
landi. Það á þó aðallega við um
þann farm sem ekki er háður
þröngum tímatakmörkunum.
Flutningur sjóleiðina á matvælum,
allskonar smávöru og póstsend-
ingum getur verið heppilegur, en
aðeins að mjög takmörkuðu leyti.
Fiskur til vinnslu eða útflutnings
þolir ekki langan flutningstíma og
verður sennilega að mestu leyti
fluttur landleiðina. Þegar litið er á
heildarmagn flutninga, er engu að
síður ljóst, að stærsti hluti vöru-
flutninga getur farið sjóleiðina.
Þegar mengun frá skipum og
flutningabílum er borin saman má
segja að út frá sjónarmiðum olíu-
notkunar og losunar á koltvíoxíði,
sé 8 til 10 sinnum hagkvæmara að
flytja eitt tonn af varningi um einn
kílómetra með skipi. Nýr vörubíll
kostar 25 miljónir króna og getur
flutt einn 40 feta gám. Nýtt 100 m
skip kostar um 2.500 miljónir, en
getur flutt 200 stk. 40 feta gáma.
Skipið flytur þannig tvöfalt meira
miðað við fjárfestingu. Viðhalds-
kostnaður sem hlutfall
af fjárfestingu er mun
lægri fyrir skipin, líf-
tími miðað við fjár-
festingu mun lengri og
launakostnaður er
einnig talsvert minni.
Áhugamannahópur
hefur unnið að þessu
verkefni, er lýtur að
því að koma á öflugum
strandsiglingum aftur,
og hefur valið að nota
til þess tvö skip. Eitt
100 m skip sem kemur
við á 7 til 8 höfnum í vikulegum
siglingum umhverfis landið. Annað
80 m skip sem siglir norður fyrir
land (réttsælis) frá Reykjavík til
Hafnar í Hornafirði, snýr við og
siglir til baka til Reykjavíkur
(rangsælis). Það skip gæti haft við-
komu á 20 til 25 höfnum eftir þörf-
um, og myndi hver ferð taka um
tvær vikur.
Þetta yrðu afar vel útbúin skip
og sjálfbjarga að langmestu leyti.
Skipin þurfa að hafa mikið vélarafl,
vera búin tvöföldum skrúfubúnaði
og hafa fullkomna stjórnhæfni við
erfiðar aðstæður í slæmum veðr-
um. Þessi skip gætu einnig verið
liður í því að tryggja öryggi sjófar-
enda, ekki síst vegna þess að þau
eru alltaf á ferðinni meðfram allri
strandlengjunni. Þau gætu komið
sér afar vel til þess að koma alls-
konar varningi til staða, þegar
færð og veður hamla landflutn-
ingum. Mögulegt er að haga hönn-
un og búnaði skips þannig, að það
geti aðstoðað vélarvana skip, jafn-
vel mun stærri skip eins og far-
þegaskip, hafa þyrlupall aftast á
skipinu er tekur stærstu þyrlur
sem mætti hafa tilbúnar á 2 til 3
tímum og vera með eldsneytis-
birgðir.
Skýrslur hafa verið gerðar um
hagkvæmni og áhrif strandsigl-
inga. Hópurinn vil benda á tvær
þeirra sem umtalsverð vinna var
lögð í. Annars vegar skýrsla frá
nemendum í flutningafræðum við
HR, unnin fyrir samgöngu-
ráðuneytið og birtist 25. maí 2010.
Niðurstaða þeirrar skýrslu var
þessi: Strandsiglingar eru álitlegur
kostur miðað við þær forsendur
sem nemendur gefa sér, og nægj-
anlegt flutningsmagn virðist vera
til staðar. Þá vann VSO Ráðgjöf
skýrslu um álag á vegakerfið fyrir
Vegagerðina , sem skilað var í
ágúst 2016. Helstu niðurstöður
hennar eru: Eftir að strandsigl-
ingar hófust 2013 varð greinilegur
samdráttur í fjölda þungra bíla í
vegakerfinu. Í þessu sambandi má
taka það fram, að slitálag á vegum
er metið þannig, að álag vex í
fjórða veldi miðað við öxulþunga.
Það merkir að tíu tonna öxull slítur
á við 10.000 eins tonns öxla. Þetta
þýðir að verulegar upphæðir gætu
sparast í viðhaldi vegakerfisins.
Sú áætlunargerð sem nú er unn-
ið að er byggð á enn víðtækari
möguleikum en hingað til hafa ver-
ið skoðaðir. Vilji skipafélaganna til
samstarfs hefur verið kannaður, þá
aðallega að þau nýti sér skipin til
að sinna vöruflutningum innan-
lands. Bæði stóru skipafélögin hafa
sýnt jákvæð viðbrögð og eru þau
aðalforsenda þess að reksturinn
geti gengið upp. Mikið magn af
sorpi er flutt um vegakerfið. Þetta
er sorp til urðunar eða til hafnar í
skip til útflutnings. Eitt olíufélag-
anna hefur sýnt þessu verkefni
áhuga og tjáð að það myndi vilja
flytja alla sína olíu til landsbyggð-
arinnar með skipi, væri það í boði.
Þetta kallar hinns vegar á sér-
stakar ráðstafanir þar sem víðast
er búið að fjarlægja olíugeyma við
hafnir. Jafnframt er umtalsvert
magn af öðrum varningi sem hent-
ar til sjóflutninga, eins og áður er
sagt. Allur varningur sem þolir
lengri flutningstíma.
Strandflutningar
Eftir Stefán
Guðsteinsson » Þegar mengun frá
skipum og flutn-
ingabílum er borin sam-
an má segja að út frá
sjónarmiðum olíu-
notkunar og losunar á
koltvíoxíði sé 8 til 10
sinnum hagkvæmara að
flytja eitt tonn af varn-
ingi um einn kílómetra
með skipi.
Stefán Guðsteinsson
Höfundur er skipatæknifræðingur og
áhugamaður um strandsiglingar.
Nýlega vakti Árni
Stefán Árnason dýra-
lögfræðingur athygli á
því, að hér á Íslandi er
stunduð starfsemi,
sem undirritaður vildi
kalla „óiðju“, en hún
snýst um það, að 95
bændur halda um
5.000 hryssur, svokall-
aðar blóðmerar, sem
blóði er tappað af í
slíkum mæli, að saman koma um
170.000 lítrar.
Við höfum skoðað þetta mál og
fengið heimildir og upplýsingar víða
að, auk umfangsmikilla upplýsinga
frá Matvælastofnun, MAST.
Þetta blóðmerahald fer einkum
fram í Suður-Ameríku, en þar er
dýravernd takmörkuð. Í flestum
ríkjum Evrópu fyrirbyggja reglur
og lög um dýravernd þessa
blóðmeraiðju.
Hér virðist Ísland því hryggileg
undantekning; hér fer þessi starf-
semi fram, og það í þessum ótrúlega
mæli, og hefur gert í 40 ár, þó að hér
gildi lög, í síðasta lagi frá 2013 (nr.
55/2013), sem hefðu átt að fyrir-
byggja þessa óiðju.
Blóðmerastarfsemin hér byggist
á því, að bændur halda að 50-60
hryssur, allt hálfvillt útigangshross,
sem gerðar eru fylfullar í byrjun
sumars, svo hefst blóðtaka af dýr-
unum, með því að opnuð er æð á
hálsinum, í lok júlí.
Blóði er síðan tappað af hryss-
unum vikulega, 5 lítrum í senn, 7-8
sinnum, fram í lok september. Er þá
búið að tappa jafnmiklu blóði af
hverri hryssu og nemur heildar-
blóðmagni dýrsins.
Ef t.a.m. „Blutfarmen“ eða
„Blutstuten“ er slegið inn á Google,
koma ýmis myndbönd sem hafa ver-
ið gerð af þessari starfsemi í Suður-
Ameríku. Aðfarirnar – ofbeldi og
fantaskapur við dýrin – eru oft á
slíku stigi að manni verður illt af
áhorfi, enda eru þetta oftast hálfvillt
eða villt dýr sem eru stygg, fælin og
hrædd í eðli sínu.
Fyrst þarf að koma hryssunum í
svokallaða blóðtökubása. Streitast
dýrin auðvitað á móti og er þá beitt
raflosti og bareflum, að ótöldum
höggum og spörkum, til að koma
hryssunum í bás, eins og mynd-
böndin sýna.
Þá þarf að tryggja, að dýrið sé
grafkyrrt, svo að hægt sé að opna
hálsæð og tappa blóði af. Sum dýrin
reyna að slá frá sér með afturfót-
unum. Er þá (í Suður-Ameríku,
sennilega líka hér), járnslá skotið
þvert fyrir dýrið aftanvert, til að
festa það. Sum dýr reyna samt að
slá og geta þá stórskaðað sig á
slánni.
Sumar hryssur reyna að prjóna
upp úr básnum. Er þá slá skotið þétt
yfir bakið eða dýrið reyrt niður með
reipum. Líka hér.
Sum dýr reyna að forða sér með
því að leggjast niður. Er þá prikum
eða stöngum beitt, jafnvel á kynfæri
dýranna, til að knýja þau á fætur.
Nú þarf að reyra höfuð dýrsins
svo rækilega, að það geti ekki hreyft
það. Þarf ekki að fjölyrða um, hvílíkt
andlegt og líkamlegt ofbeldi þetta
allt er gagnvart dýrunum.
Hér á Íslandi er húð hryssa stað-
deyfð fyrir blóðtöku. Það munu vera
eiðsvarnir dýralæknar sem fram-
kvæma aðgerðina. Okkur finnst það
lítil sjálfsvirðing, starfsvirðing og
virðing við dýrin!
Og til hvers er svo öll þessi
gegndarlausa blótaka af lifandi dýr-
um?
Hryssurnar framleiða hormónið
PMSG (Pregnant Mare‘s Serum
Gonadotropin), sem fer að mælast
35-40 dögum eftir að merin var gerð
fylfull og styrkist horm-
ónið fram að 60. degi.
Er fylgst með styrk
hormóns með því að
blóð er tekið endurtekið
úr flipa hryssunnar,
sem varla er þægilegt
fyrir dýrið, og þegar
hormónið er orðið nógu
sterkt, hefst vikuleg
blóðtaka. Fer hún yf-
irleitt fram frá 50. degi
meðgöngu til 100. dags.
Merar ganga með fol-
aldið í tæplega 340 daga og fer því
bóðtakan aðeins fram fyrsta þriðj-
ung meðgöngu, en eftir það minnkar
styrkur hormónsins, þannig að blóð-
taka borgar sig ekki lengur.
Fullyrt er að í Suður-Ameríku séu
oft framkvæmdar fóstureyðingar
hjá hryssunum eftir 100 daga, oft
með heiftarlegu ofbeldi, þar sem
fylgjan er rifin með handafli, til þess
að hægt sé að gera hryssuna aftur
fylfulla.
MAST staðhæfir að blóðmera-
bændur hér framkvæmi ekki fóstur-
eyðingu til að auka meðgöngutíðni
og blóðframleiðslu.
Fylgifiskur blóðmerahaldsins er
„offramleiðsla“ á folöldum, sem fara
þá í sláturhús að hausti. 4.500 folöld-
um var slátrað að hausti í hittifyrra.
PMSG-hormónið er svo notað í
frjósemislyf fyrir fjöldadýrahald og
fjöldaframleiðslu kjöts. Er það eink-
um gefið svínagyltum, til að gera
þær frjósamari; náttúrulegur tíða-
hringur gyltu er rofinn og þannig
hægt að sæða hana aftur og aftur,
með minnsta mögulegu millibili, sem
tryggir tíðari meðgöngu gylta og
fleiri grísi; stuðlar frjósemislyfið
þannig að stóraukinni kjötfram-
leiðslu og auknum hagnaði þess iðn-
aðar.
Fyrir gylturnar þýðir þetta hins
vegar stóraukið andlegt og lík-
amlegt álag; þær fá ekki nátt-
úrulegan hvíldartíma milli með-
gangna.
MAST veitir grunnleyfið fyrir
blóðmerastarfseminni og byggir
leyfisveitinguna á „reglugerð um
dýratilraunir“ nr. 279/2002. Í augum
okkar Jarðarvina er þetta fáránleg
útlegging á þessari reglugerð, alveg
út í hött, en hér er um fjöldafram-
leiðslu á blóði, 170 tonn á ári, að
ræða, en tilgangur reglugerðarinnar
hljóðar:
„Markmið reglugerðarinnar er að
tryggja velferð dýra sem notuð eru í
tilrauna- og vísindaskyni eða alin í
þeim tilgangi“.
Reglugerðin gildir semsagt aðeins
um dýratilraunir og velferð þeirra
dýra sem í slíkri ógæfu lenda.
MAST þurfti að leita til „Fagráðs
um dýravelferð“ til að geta veitt
þetta leyfi. Fagráðið gegnir því meg-
inhlutverki, lögum samkvæmt, að
tryggja velferð dýra. Hvernig gat
ráðið þá gefið grænt ljós á það aug-
ljósa dýraníð sem blóðmeraiðjan
er!? Ruglaðist ráðið kannski á til-
gangi sínum og hlutverki; taldi, að
það væri fagráð um bændavelferð;
ekki dýravelferð?
Fyrir okkur eru þetta forkastan-
leg vinnubrögð – svik við skyldur og
ábyrgð auk brota á reglugerðum og
lögum – sem við munum leitast við
að láta reyna á.
170.000 lítrum
af blóði tappað
af hryssum
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt
»Markmið laganna er
að stuðla að velferð
dýra, þ.e. að þau séu
laus við vanlíðan, hung-
ur og þorsta, ótta og
þjáningu, sársauka,
meiðsli og sjúkdóma.
Höfundur er stofnandi
og formaður Jarðarvina.