Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, var mætt- ur í viðtal hjá Agli Helgasyni í Silfrinu 9. febrúar sl. sem má heita merkilegt því af- ar fátítt er að Dagur fáist til að ræða mál sem varða gagnrýni á embættisrekstur hans, en Egill spurði borgar- stjórann um lokun Laugavegar og fleiri gatna í miðbænum, sem hefur sætt harðri og afgerandi andstöðu rekstraraðila á svæðinu. Þá brá Dag- ur á það ráð að fara um víðan völl, ræddi um stórmarkaði Bandaríkj- unum, Korputorg og Kringluna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem borgarstjórinn reynir að drepa óþægilegum málum á dreif í viðtölum. Forsaga málsins er sú að nýlega hefur verið kunngjörð allsherjar- lokun gatna, allan ársins hring, frá Hlemmi, niður allan Laugaveg og Bankastræti að Lækjartorgi, ásamt neðri hluta Skólavörðustígs. Í ljósi þess hversu afleitlega hefur tekist til með lokanir gatna fram að þessu sjá rekstraraðilar fram á að umræddar lokanir muni hafa hörmulegar afleið- ingar. „Vi alene vide,“ mun vera haft eftir Friðriki VI. Danakonungi og ámóta gerræðisleg afstaða ræður ríkjum í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem ráðamennirnir telja sig ekki þurfa að leita eftir afstöðu nokkurs. Dagur B. talaði eins og dönsku ein- valdskonungarnir í viðtalinu: Hann vissi allt betur en kaupmenn sem jafnvel hafa rekið fyrirtæki sín á svæðinu í meira en hálfa öld. Meðal okkar kaup- manna á þessu svæði er mikil samstaða og afger- andi meirihluti kannast ekki við að nokkurt sam- ráð hafi verið haft um lok- anir gatna. Þeir hafa ekki svo mikið sem verið virtir viðlits. Borgaryfirvöld, með Dag B. Eggertsson í fararbroddi, hafa þvert á móti sýnt af sér vald- hroka og yfirgang gagn- vart okkur. Mér þótti mjög athyglisvert að Dagur skyldi í viðtal- inu vitna í kannanir sem hann sagði sýna að rekstraraðilar væru hlynntir lokun götunnar. Hvaða kannanir eru það? Síðasta könnun sem Zenter- rannsóknir gerðu fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjón- ustu sýndi afgerandi andstöðu við lok- anir á svæðinu frá Hlemmi að Lækj- artorgi. Samtals voru 70% rekstraraðila á því svæði andvíg lok- unum. Ef það er ekki afgerandi meiri- hluti, hvað þá? Þá segir borgar- stjórinn enn fremur í viðtalinu að erlendar rannsóknir sýni að verslun aukist sé götum lokað fyrir bílaum- ferð. Fróðlegt væri að vita hvaða rannsókna hann vísar þar til og gott að minna á að við erum ekki erlendis. Alla vega er ljóst að verslunin hefur dregist verulega saman við lokun gatna í miðbæ Reykjavíkur. Íslend- ingum fækkar stöðugt í hópi við- skiptavina og æ færri skila sér til baka þegar opnað hefur verið aftur eftir tímabundnar lokanir undanfarinna ára. Tilraunin með lokun gatna hefur gjörsamlega mistekist og valdið gríðarlegu tjóni fyrir fjölda fyrirtækja og þar með starfsmenn þeirra. Þegar borgarstjórinn var í sjón- varpsviðtalinu inntur nánar eftir svörum sagði hann að fyrrverandi kaupmenn væru andvígir lokunum og „einhverjir“ núverandi. Hvernig get- ur afgerandi meirihluti orðið „ein- hverjir“? Hvernig getur stjórnmála- maður sem vill taka sig alvarlega haft önnur eins endaskipti á sannleik- anum? Eru mörg af elstu og þekkt- ustu fyrirtækjum borgarinnar bara „einhverjir“ í huga borgarstjórans? Kaupmenn við Laugaveg, Banka- stræti og Skólavörðustíg vilja starfa áfram í verslunum sínum og bjóða upp á vandaða vöru, góða þjónustu og hlýtt viðmót þrátt fyrir að borgar- yfirvöld keppist við að flæma þá og viðskiptavini þeirra burt. Árásir hins þóttafulla borgarstjóra verður að stöðva áður en miðbærinn deyr endanlega. Flest okkar hefðu aldrei trúað því þegar við hófum rekstur að okkar skæðustu andstæðingar ættu eftir að verða ráðamenn borgarinnar, sem nú keppast við að gera okkur að „fyrrverandi kaupmönnum“ eins og borgarstjórinn orðar það. Ég skrifa fyrir mína hönd og að- gerðarhópsins „Björgum mið- bænum“ sem studdur er af 250 versl- unum, veitingahúsum og sjálfstætt starfandi rekstraraðilum, auk fjölda íbúa. Hinn þóttafulli borgarstjóri Eftir Bolla Kristinsson » Tilraunin með lokun gatna hefur gjör- samlega mistekist og valdið gríðarlegu tjóni fyrir fjölda fyrirtækja og þar með starfsmenn þeirra. Bolli Kristinsson Höfundur er athafnamaður. Látum ekki gerræði borgaryfirvalda eyðileggja hann með víðtækum götulokunum allt árið hvernig sem viðrar, gegn vilja afgerandi meirihluta rekstraraðila og íbúa. Við viljum vera í miðbænum og halda áfram að þjónusta ykkur. Án verslunar er ekkert mannlíf. Við treystum á ykkar stuðning í baráttunni. Aðgerðarhópurinn Björgum miðbænum. BORGARBÚAR Við eigum aðeins einn Laugaveg og einn miðbæ Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn Eftir því sem hraði internettenginga á heimilum eykst þá eykst á sama tíma það efni sem fólk horfir á í gegnum streymisþjón- ustur. Þessar þjón- ustur eru af ýmsum toga og stærðum. Á Ís- landi eru reknar streymisþjónustur í eigu stóru símafyrir- tækjanna og síðan er samkeppnin frá erlendum streymisþjónustum sem starfa á Íslandi og í Evrópu. Á Íslandi hefur þessi breyting ver- ið mjög hægfara og byggjast flestar íslenskar þáttaraðir á því að fyrst sé sýnt í sjónvarpsútsendingu og síðan streymt til fólks. Á þessu eru örfáar undantekningar þar sem fólk getur horft á alla þáttaröðina eða kvik- myndina áður en eða eftir að útsend- ingu á viðkomandi þáttaröð er lokið. Það að senda út sjónvarpsþætti er í dag orðið úrelt og verður væntanlega lagt niður á næstu árum eftir því sem notkun á sjónvarpsefni af öllu tagi breytist og færist eingöngu yfir í streymi. Það eru nokkrir lausir endar í þessu sem ekki er ennþá búið að finna lausn á. Hvernig er best að eiga við beinar útsendingar, fréttir í beinni út- sendingu og annað slíkt? Ég er viss um að lausn á þessum málum mun koma á næstu árum. Ég tel einnig víst að við lok þessa áratugar sem núna er hafinn verði búið að leggja niður og hætta öllum útsendingum sjónvarps og útvarps yf- ir loftnet á Íslandi. Þessi þróun mun taka lengri tíma í Evrópu þar sem internettengingar eru ekki eins hraðvirkar í öllum ríkjum (t.d. Þýskalandi) og upp- bygging mun taka lengri tíma. Útvarp er einnig komið í streymi en það er öðruvísi en streymi fyrir sjónvarp. Hvernig málum verður þar skipað til fram- tíðar veit ég ekki en í dag er streymi á útvarpi orðið það algengt að farsímar eru ekki lengur með FM-móttöku. Einnig er hægt að fá útvarpstæki í dag fyrir heimilið sem bjóða upp á streymi og móttöku á FM-útsend- ingum eingöngu (einnig móttöku á DAB+ sem er ekki í notkun á Ís- landi). Þannig að þjónustusvæði út- varpsstöðva á Íslandi er orðið allt Ís- land og ekki bundið við takmarkað þjónustusvæði FM-senda. Þetta breytir öllu fyrir þær útvarpsstöðvar sem hafa aðeins náðst á höfuðborg- arsvæðinu eða öðru takmörku land- svæði á FM-útvörp. Endalok hefðbundnu sjónvarpsstöðvanna Eftir Jón Frímann Jónsson Jón Frímann Jónsson » Sjónvarpsþjónusta í framtíðinni verður eingöngu streymiþjónusta þar sem notandinn velur hvenær hann horfir á. Höfundur er rithöfundur. jonfr500@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.