Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Athygli hluthafa er vakin á því að þann 6. desember 2017
voru viðskipti með hlutabréf Össurar hf. sameinuð í
kauphöll Nasdaq Copenhagen. Þá var öllum hlutabréfum
Össurar hf. sem voru til viðskipta í Kauphöll Íslands
umbreytt í hlutabréf sem eru til viðskipta í kauphöll
Nasdaq Copenhagen. Við umbreytinguna voru hlutabréfin
færð á safnreikninga og frá þeim tíma hafa hluthafar ekki
verið skráðir undir eigin nafni í hlutaskrá Össurar hf.
Hluthafar sem vilja nýta atkvæðisrétt sinn á aðalfundinum
þurfa því að afla fullnægjandi staðfestingar á eignarhlut
sínum frá þeirri fjármálastofnun sem er með hlutabréf
þeirra í vörslu. Hluthafar eru hvattir til að afla staðfestingar
frá vörsluaðila sínum sem fyrst svo unnt sé að tryggja að
atkvæðisrétturinn verði virkur á aðalfundardegi.
Hluthafar geta nálgast dagskrá fundarins, fundargögn
og nánari upplýsingar um aðalfundinn á heimasíðu
Össurar hf.: www.ossur.com/investors/AGM
AÐALFUNDUR ÖSSURAR HF.
verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins
að Grjóthálsi 5 í Reykjavík,
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 9:00.
Aðalfundur
Össurar
2020
kvæmt samningi við borgina frá maí
2017 tók Sjómannadagsráð, með að-
komu Hrafnistu, að sér að hafa um-
sjón með framkvæmdum við bygg-
inguna. Nú 32 mánuðum síðar er
rekstur að hefjast.
„Þetta er styttri framkvæmdatími
en áður hefur þekkst, auk þess sem
byggingarkostnaður verður talsvert
undir þeim markmiðum sem sett
voru í samningi ríkisins og Reykja-
víkurborgar í október 2016. Það ger-
ist þrátt fyrir að bæði byggingar- og
launavísitala hafi hækkað um 15-
20% á tímabilinu og gengi krón-
unnar lækkað um 8-9%.
Í samanburði við önnur áform við
byggingu hjúkrunarheimila hefur
framkvæmdin á Sléttuvegi gengið
mun hraðar fyrir sig og byggingar-
kostnaðurinn verður tugum pró-
senta lægri en hjá öðrum hjúkrunar-
heimilum sem nú eru í byggingu, eða
hafa nýlega verið tekin í notkun,“
segir í nýlegri grein á heimasíðu
Hrafnistu.
Pétur þakkar góðan árangur m.a.
góðu samstarfi milli ráðuneytisins,
borgarinnar og Hrafnistu. Þar skipti
sköpum að rekstraraðili hafi frá
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Nýtt 99 íbúa hjúkrunarheimili
Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi
verður tekið í notkun á næstu vikum.
Þá verða Hrafnistuheimilin orðin
átta með tæplega 800 hjúkrunar-
rýmum. Pétur Magnússon, forstjóri
Hrafnistu, segir augljóst að hag-
kvæmni fylgi stærðinni í þessum
rekstri. Sjó-
mannadagsráð og
Hrafnista kynntu
nýlega heil-
brigðisráðherra
hugmyndir um
átak til að flýta
núverandi áætl-
unum hins opin-
bera um bygg-
ingu og rekstur
nýrra hjúkr-
unarrýma.
Framkvæmdir við nýja hjúkrun-
arheimilið við Sléttuveg eru á loka-
stigi og er heildarkostnaður tæpir
2,9 milljarðar að sögn Péturs, en
formlega á að taka heimilið í notkun
28. febrúar. Forstöðumaður er Val-
gerður K. Guðbjörnsdóttir. Stöðu-
gildin verða um 100 og eru tæplega
80 starfsmenn þegar byrjaðir að
ganga frá og undirbúa komu íbúa.
Iðnaðarmenn eru að ljúka sínum
verkum og fjöldi birgja er á sama
tíma að koma með búnað og tæki.
Húsið er á fimm hæðum og verður
samtengt við þjónustumiðstöð sem
Sjómannadagsráð, eigandi Hrafn-
istu, er að reisa í samvinnu við
Reykjavíkurborg. Þar verða m.a.
dagdvöl og kaffihús og verður þjón-
ustumiðstöðin tekin í notkun í mars
eða apríl. Á nýja heimilinu eru ýms-
ar nýjungar í hönnun og skipulagi.
Léttir á Landspítalanum
Pétur segir að brýn þörf hafi lengi
verið á fleiri hjúkrunarrýmum og 99
rými til viðbótar létti án vafa mjög á
Landspítalanum. Hjúkrunarheimilið
er samstarfsverkefni heilbrigðis-
ráðuneytis, Reykjavíkurborgar og
Sjómannadagsráðs/Hrafnistu. Sam-
upphafi komið að verkefninu, en
slíkt sé nánast nýmæli. Mikilvægt sé
að hönnun, bygging og rekstur sé á
sömu hendi til að tryggja sem mark-
vissastan árangur.
Vilja byggja hraðar og ódýrar
Á fyrrnefndum fundi með ráð-
herra lýstu fulltrúar Sjómannadags-
ráðs og Hrafnistu áhuga á að koma
að frekari uppbyggingu hjúkrunar-
heimila á næstunni í samstarfi við
hið opinbera, að því tilskildu að
stuðst verði við sambærilegt fyrir-
komulag og við Sléttuveg.
„Með slíku samkomulagi væri
gerlegt að byggja ný hjúkrunarrými
mun hraðar og ódýrar en núverandi
fyrirkomulag ríkisins myndi leiða af
sér. Meðal verkefna sem hrinda
mætti í framkvæmd nú þegar eru
t.d. stækkun hjúkrunarheimilisins
við Boðaþing í Kópavogi (áætluð 64
rými), nýbygging á stóru hjúkrunar-
heimili í Reykjavík (100-200 rými)
auk annarra brýnna verkefna sem
bíða úrlausnar,“ segir í greininni.
Hagkvæmni í rekstri
Aðspurður segir Pétur að það sé í
sjálfu sér ekki markmið fyrir Hrafn-
istu að vera sem stærst í þessum
rekstri. „Við sjáum hins vegar að við
náum ákveðinni hagkvæmni í rekstri
okkar með stærðinni. Við vitum ekki
hvar mörkin eru og hvenær við verð-
um of stór, en við viljum bæta við
hægt og rólega í rekstrinum meðan
við sjáum samlegðaráhrif. Á þann
hátt teljum við okkur ná mestum
gæðum og þjónustu út úr því fjár-
magni sem við fáum til rekstrar,“
segir Pétur.
Undanfarið hafa rekstraraðilar
hjúkrunarheimila kvartað yfir ónógu
fjármagni frá ríkinu til rekstrar.
Pétur segir að á Hrafnistu-
heimilunum gangi reksturinn
þokkalega. „Við erum hins vegar
eins og aðrir í þessari þjónustu mjög
ósátt með að ríkið sé ekki tilbúið að
greiða fyrir þjónustu í samræmi við
viðmið embættis landlæknis um
mönnun á hjúkrunarheimilum,“
segir Pétur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sléttuvegur Nýja hjúkrunarheimilið reis á 32 mánuðum frá undirskrift samninga. Það tengist þjónustumiðstöð.
Ný rými bæta úr brýnni þörf
Hrafnista tekur nýtt hjúkrunarheimili við Sléttuveg í notkun Styttri framkvæmdatími en áður
Vilja koma að frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila og flýta aðgerðum í samstarfi við hið opinbera
Á þönum Alls verða 99 rými á nýja hjúkrunarheimilinu, sem verður form-
lega tekið í notkun 28. febrúar. Iðnaðarmenn höfðu í nógu að snúast í gær.
Pétur
Magnússon
Íslensk fjöl-
skylda, foreldrar
með eitt barn,
hafa óskað eftir
því að komast
heim frá Kína á
morgun, föstu-
dag, í ferð sem
Evrópusam-
bandið hefur
skipulagt til þess
að koma Evrópu-
búum til síns heima. Hjálmar Björg-
vinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
hjá almannavarnadeild Ríkislög-
reglustjóra, staðfesti þetta í sam-
bandi við mbl.is í gær og segir þar til
bær yfirvöld nú vera að vinna í mál-
inu.
Íslendingar sem hér um ræðir
hafa engin einkenni kórónuveir-
unnar, frekar en aðrir þeir sem yrðu
í Evrópufluginu. Fólkið yrði þó,
komið til Íslands, í fjórtán daga
sóttkví eins og tilmæli eru um. Í gær
benti allt til þess að Íslendingarnir
fengju kæmust með í umrædda ferð
úr austurvegi , en endanleg staðfest-
ing lá þó ekki fyrir.
Að sögn Hjálmars Björgvinssonar
hefur fjölskyldan íslenska verið á
ferðalagi í Kína um nokkurt skeið en
haldið sig út af fyrir sig síðan kór-
ónuveiran, COVID-19, kom upp í
desember síðastliðnum. Síðan þá
hefur fólkið fylgt öllum varúðar-
tilmælum sem kínversk stjórnvöld
hafa gefið út vegna veirunnar. thor-
gerdur@mbl.is
Óska eftir að kom-
ast heim frá Kína
Kína Allir eru á
varðbergi.