Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 20-50% Sparadu- af borðstofu- húsgögnum 13. feb. – 2. mars Sparadu- 20-25% af öllum borðbúnaði TOKE BORÐSTOFUBORÐ borðplata úr vaxlökkuðum eikarspón. 3 plankar og fætur úr svartlökkuðu MDF. L 220 x B 95 cm. Áður 99.900 kr. Nú 79.900 kr. SPARAÐU 20.000 kr. Íslensku myndlistarverðlaunin 2020 verða afhent við athöfn í Iðnó í kvöld kl. 20. Tilnefnd eru þau Anna Guð- jónsdóttir, Guðjón Ketilsson, Hildi- gunnur Birgisdóttir og Ragnar Kjartansson. Að vanda hlýtur ung- ur myndlistarmaður einnig hvatn- ingarverðlaun. Dagskráin hefst kl. 18 með pallborðsumræðum um mikilvægi setningar íslenskr- ar myndlistarstefnu. Myndlistarverðlaunin verða afhent í kvöld FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Fyrsti áfanginn á fyrsta stigi for- keppninnar fyrir HM karla í körfu- knattleik er hjá íslenska landsliðinu í kvöld í kvöld þegar Ísland sækir lið Kósóvó heim. Verður þetta fyrsti landsleikur Hafnfirðingsins snjalla Kára Jónssonar frá því í september árið 2018. Í millitíðinni fór hann í umfangsmiklar aðgerðir vegna meiðsla. »61 Ísland sækir Kósóvó heim í kvöld ÍÞRÓTTIR MENNING Samsýning 20 myndlistarmanna verður opnuð kl. 19 í kvöld í Gallery Porti að Laugavegi 23b og verða 20 verk sýnd. Öll eiga verkin reiknings- dæmið 20 sinnum 20 sameiginlegt – og í dag er 20. febrúar. Lista- mennirnir koma úr ýmsum áttum, sumir eru ungir en aðrir í hópi þeirra þekktustu; þar á meðal má nefna Egg- ert Pétursson, Hildi- gunni Birgisdóttur, Hallgrím Helgason, Örnu Óttars- dóttur, Helga Þórsson, Helgu Pá- leyju, Fritz Hendrik og Loja Hösk- uldsson. 20 sýna 20 listaverk sem eru 20x20 cm Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Félagsmál og sérstaklega kven- félagsmál hafa lengi verið Guðrúnu Þórðardóttur, forseta Kvenfélaga- sambands Íslands, hugleikin. „Ég er félagsmálatröll og finn mér stöðugt eitthvað að gera á þeim vettvangi,“ segir hún. Í tilefni 90 ára afmælis KÍ 1. febr- úar síðastliðinn hófu kvenfélög um allt land sérstaka söfnun með sölu á þremur mismunandi armböndum og sérpökkuðu súkkulaði frá Omnon vegna tækjakaupa sem gagnast eiga konum við til dæmis meðgöngu og fæðingu eða í skoðunum vegna sjúk- dóma. Um er að ræða tækni- og hug- búnað sem tengir monitora og óm- tæki saman rafrænt svo sérfræðing- ar geti skoðað gögn þegar þess þarf. Það eykur öryggi í greiningum og dregur úr líkum á að konur þurfi að fara langar leiðir til rannsókna. „Við vonum að landsmenn taki vel í þessa söfnun sem mun standa yfir í eitt ár og er viðbót við reglubundnar fjár- aflanir kvenfélaganna, sem halda sínu striki,“ segir Guðrún. Hún bæt- ir við að sérstök sala verði í Smára- lind í dag og kvenfélagsmessa verði í Dómkirkjunni klukkan 11 á sunnu- dag. Bökuðu bústað Kvenfélags Rípuhrepps í Skaga- firði var stofnað 1869. „Þá hófst þessi vegferð, barátta kvenna fyrir bættu samfélagi,“ segir Guðrún. Móðir hennar, Sigríður Sigurjóns- dóttir, fæddist á stofndegi KÍ, en hún segist samt ekki hafa kynnst starfsemi kvenfélagsins á Akranesi, þar sem hún ólst upp. Eftir að hún flutti í Grímsnesið hafi hún gengið í Kvenfélag Grímsneshrepps 1989. „Mér fannst konurnar vinna svo áhugavert og öflugt starf,“ segir hún og bendir á að á sumrin hafi þær far- ið vikulega til Reykjavíkur til að selja kökur, hannyrðir og fleira í Torginu í Austurstræti og síðar í Kolaportinu til að safna fyrir kostn- aði við sumarbústað, sem þær voru að byggja. „Ég segi stundum að þær hafi bakað heilan bústað.“ Hún seg- ist hafa heillast af þessum kraft- miklu konum og þær hafi líka gert sitt til þess að fá hana í félagið. „Ég sé ekki eftir því að hafa gengið til liðs við þær.“ Félagsstörfin hafa gefið Guðrúnu mikið og hún leggur áherslu á að virkir félagar í félagi eins og KÍ geti látið margt gott af sér leiða. Kven- félögin séu víða í sókn og þau séu mikill auður fyrir samfélagið. „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur og gefandi tími,“ segir hún, en í 90 ára sögu KÍ hafa tveir forsetar, Guð- rún og Drífa Hjartardóttir, komið frá landsbyggðinni. Guðrún er jafn- framt þriðja konan til að gegna for- mennsku í Norrænu kvenfélaga- samtökunum, tók við 2016 og hættir síðar á árinu. Sigríður Thorlacius og Drífa Hjartardóttir eru einu ís- lensku konurnar fyrir utan Guð- rúnu, sem hafa leitt samtökin. Guðrún hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Kvenfélag Gríms- neshrepps og var meðal annars for- maður þess í sex ár. Hún var jafn- framt virk í starfi Sambands sunnlenskra kvenna, var kjörin varaforseti KÍ á landsþinginu í Reykjanesbæ 2012 og forseti sam- takanna á landsþinginu á Selfossi 2015. „Ég er því á seinna kjör- tímabili og skila af mér í Borgarnesi á næsta ári, en þá tek ég mér bara eitthvað annað fyrir hendur.“ Ljósmynd/Silla Páls Stjórn Kvenfélagasambands Íslands Frá vinstri: Björg Baldursdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Þuríður Guðmunds- dóttir, Guðrún Þórðardóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Bryndís Ásta Birgisdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir. Kraftmiklar konur í KÍ  Safna fyrir tækjum og hugbúnaði til að auka öryggi kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.