Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 72

Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 20-50% Sparadu- af borðstofu- húsgögnum 13. feb. – 2. mars Sparadu- 20-25% af öllum borðbúnaði TOKE BORÐSTOFUBORÐ borðplata úr vaxlökkuðum eikarspón. 3 plankar og fætur úr svartlökkuðu MDF. L 220 x B 95 cm. Áður 99.900 kr. Nú 79.900 kr. SPARAÐU 20.000 kr. Íslensku myndlistarverðlaunin 2020 verða afhent við athöfn í Iðnó í kvöld kl. 20. Tilnefnd eru þau Anna Guð- jónsdóttir, Guðjón Ketilsson, Hildi- gunnur Birgisdóttir og Ragnar Kjartansson. Að vanda hlýtur ung- ur myndlistarmaður einnig hvatn- ingarverðlaun. Dagskráin hefst kl. 18 með pallborðsumræðum um mikilvægi setningar íslenskr- ar myndlistarstefnu. Myndlistarverðlaunin verða afhent í kvöld FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Fyrsti áfanginn á fyrsta stigi for- keppninnar fyrir HM karla í körfu- knattleik er hjá íslenska landsliðinu í kvöld í kvöld þegar Ísland sækir lið Kósóvó heim. Verður þetta fyrsti landsleikur Hafnfirðingsins snjalla Kára Jónssonar frá því í september árið 2018. Í millitíðinni fór hann í umfangsmiklar aðgerðir vegna meiðsla. »61 Ísland sækir Kósóvó heim í kvöld ÍÞRÓTTIR MENNING Samsýning 20 myndlistarmanna verður opnuð kl. 19 í kvöld í Gallery Porti að Laugavegi 23b og verða 20 verk sýnd. Öll eiga verkin reiknings- dæmið 20 sinnum 20 sameiginlegt – og í dag er 20. febrúar. Lista- mennirnir koma úr ýmsum áttum, sumir eru ungir en aðrir í hópi þeirra þekktustu; þar á meðal má nefna Egg- ert Pétursson, Hildi- gunni Birgisdóttur, Hallgrím Helgason, Örnu Óttars- dóttur, Helga Þórsson, Helgu Pá- leyju, Fritz Hendrik og Loja Hösk- uldsson. 20 sýna 20 listaverk sem eru 20x20 cm Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Félagsmál og sérstaklega kven- félagsmál hafa lengi verið Guðrúnu Þórðardóttur, forseta Kvenfélaga- sambands Íslands, hugleikin. „Ég er félagsmálatröll og finn mér stöðugt eitthvað að gera á þeim vettvangi,“ segir hún. Í tilefni 90 ára afmælis KÍ 1. febr- úar síðastliðinn hófu kvenfélög um allt land sérstaka söfnun með sölu á þremur mismunandi armböndum og sérpökkuðu súkkulaði frá Omnon vegna tækjakaupa sem gagnast eiga konum við til dæmis meðgöngu og fæðingu eða í skoðunum vegna sjúk- dóma. Um er að ræða tækni- og hug- búnað sem tengir monitora og óm- tæki saman rafrænt svo sérfræðing- ar geti skoðað gögn þegar þess þarf. Það eykur öryggi í greiningum og dregur úr líkum á að konur þurfi að fara langar leiðir til rannsókna. „Við vonum að landsmenn taki vel í þessa söfnun sem mun standa yfir í eitt ár og er viðbót við reglubundnar fjár- aflanir kvenfélaganna, sem halda sínu striki,“ segir Guðrún. Hún bæt- ir við að sérstök sala verði í Smára- lind í dag og kvenfélagsmessa verði í Dómkirkjunni klukkan 11 á sunnu- dag. Bökuðu bústað Kvenfélags Rípuhrepps í Skaga- firði var stofnað 1869. „Þá hófst þessi vegferð, barátta kvenna fyrir bættu samfélagi,“ segir Guðrún. Móðir hennar, Sigríður Sigurjóns- dóttir, fæddist á stofndegi KÍ, en hún segist samt ekki hafa kynnst starfsemi kvenfélagsins á Akranesi, þar sem hún ólst upp. Eftir að hún flutti í Grímsnesið hafi hún gengið í Kvenfélag Grímsneshrepps 1989. „Mér fannst konurnar vinna svo áhugavert og öflugt starf,“ segir hún og bendir á að á sumrin hafi þær far- ið vikulega til Reykjavíkur til að selja kökur, hannyrðir og fleira í Torginu í Austurstræti og síðar í Kolaportinu til að safna fyrir kostn- aði við sumarbústað, sem þær voru að byggja. „Ég segi stundum að þær hafi bakað heilan bústað.“ Hún seg- ist hafa heillast af þessum kraft- miklu konum og þær hafi líka gert sitt til þess að fá hana í félagið. „Ég sé ekki eftir því að hafa gengið til liðs við þær.“ Félagsstörfin hafa gefið Guðrúnu mikið og hún leggur áherslu á að virkir félagar í félagi eins og KÍ geti látið margt gott af sér leiða. Kven- félögin séu víða í sókn og þau séu mikill auður fyrir samfélagið. „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur og gefandi tími,“ segir hún, en í 90 ára sögu KÍ hafa tveir forsetar, Guð- rún og Drífa Hjartardóttir, komið frá landsbyggðinni. Guðrún er jafn- framt þriðja konan til að gegna for- mennsku í Norrænu kvenfélaga- samtökunum, tók við 2016 og hættir síðar á árinu. Sigríður Thorlacius og Drífa Hjartardóttir eru einu ís- lensku konurnar fyrir utan Guð- rúnu, sem hafa leitt samtökin. Guðrún hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Kvenfélag Gríms- neshrepps og var meðal annars for- maður þess í sex ár. Hún var jafn- framt virk í starfi Sambands sunnlenskra kvenna, var kjörin varaforseti KÍ á landsþinginu í Reykjanesbæ 2012 og forseti sam- takanna á landsþinginu á Selfossi 2015. „Ég er því á seinna kjör- tímabili og skila af mér í Borgarnesi á næsta ári, en þá tek ég mér bara eitthvað annað fyrir hendur.“ Ljósmynd/Silla Páls Stjórn Kvenfélagasambands Íslands Frá vinstri: Björg Baldursdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Þuríður Guðmunds- dóttir, Guðrún Þórðardóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Bryndís Ásta Birgisdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir. Kraftmiklar konur í KÍ  Safna fyrir tækjum og hugbúnaði til að auka öryggi kvenna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.