Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Horfur eru á að langvinnustu og um-
fangsmestu sakamálarannsókn í
sögu Svíþjóðar ljúki á sumri kom-
anda, þeirri sem snúist hefur um það
í 34 ár hver skaut sænska forsætis-
ráðherrann Sven Olof Joachim
Palme til bana á gatnamótum
Sveavägen og Tunnelgatan í höfuð-
borginni Stokkhólmi að kvöldi 28.
febrúar 1986.
„Ég reikna með að geta greint frá
atburðarás þessa máls og hver var
ábyrgur,“ sagði Krister Petersson,
stjórnandi fimm manna rannsóknar-
teymis sænsku lögreglunnar, í þætt-
inum Veckans brott í sænska ríkis-
útvarpinu SVT á þriðjudag.
Krister Petersson rannsóknarlög-
reglumaður er býsna nálægt því að
vera alnafni Christer Pettersson,
manns sem Lisbet Palme, ekkja ráð-
herrans, taldi sig, ásamt fleiri
sjónarvottum, hafa séð á vettvangi
ódæðisins. Pettersson þessi, sem lést
árið 2004, var þekktur óreglumaður
sem áður hafði hlotið dóm fyrir að
stinga mann til bana með byssusting
árið 1970.
Sýknaður á efra dómstigi
Pettersson var sakfelldur í hér-
aðsdómi sumarið 1989 fyrir að skjóta
Palme til bana en var sýknaður á
efra dómstigi í nóvember sama ár
vegna skorts á sönnunargögnum og
mistaka við sakbendingu. Sjálfur
neitaði Pettersson að hafa verið
staddur fyrir utan kvikmyndahúsið
Grand kino kvöldið örlagaríka, þar
sem mörg vitni sáu hann engu að
síður.
Lögreglan var þar með aftur á
byrjunarreit og enduðu ótal vísbend-
ingar frá almenningi í sífelldum
blindgötum. Grunurinn gagnvart
Pettersson varð kveikjan að einu
ákærunni sem enn hefur litið dags-
ins ljós í málinu.
Látinn maður undir grun
Petersson rannsóknarlögreglu-
maður, sem farið hefur með rann-
sóknina síðan 2017, telur þó að nú
rofi til. „Ég er bjartsýnn. Við höfum
unnið sleitulaust. Við höfum vísbend-
ingar sem við teljum áreiðanlegar,“
sagði hann í þættinum.
Sænska dagblaðið Aftonbladet
fjallar um málið og segir böndin nú
berast að manni sem er látinn. Sá
hafi vakið athygli rannsakenda á
fyrri stigum málsins en ekkert orðið
úr. Þessu vildi Petersson hvorki játa
né neita í samtali sínu við SVT.
Hvað sem verður munu fimm-
menningarnir, Palme-hópurinn svo-
kallaði, að öllum líkindum loka rann-
sókninni á þessu ári. „Vel má vera að
við séum komnir eins langt og kom-
ist verður og að frekari rannsóknir
færi okkur ekki neitt. Við eygjum
einn möguleika, en ég vil ekki spá
neinu um hvað það verður sem við
leggjum fram áður en árið er
hálfnað,“ sagði Petersson að lokum.
Hillir undir lausn Palme-gátunnar
Reikna með að loka málinu í sumar Rannsóknarhópurinn segist hafa áreiðanlegar vísbendingar
AFP
Minning Þessi skjöldur markar
staðinn þar sem Palme var myrtur.
Yfirvöld í Japan hófu í gær rýmingu skemmti-
ferðaskipsins Diamond Princess, er verið hefur í
sóttkví frá 3. febrúar síðastliðnum.
Fengu 500 af þeim 3.711 manns sem um borð
621 í heildina. Japönsk stjórnvöld hafa verið
gagnrýnd fyrir það hvernig þau héldu á málum
skipsins, en gert er ráð fyrir að rýmingin muni
taka um þrjá daga í viðbót.
voru að yfirgefa skipið eftir að búið var að stað-
festa að þeir hefðu ekki smitast af kórónuveir-
unni. Hins vegar var einnig tilkynnt að 79 tilfelli
til viðbótar hefðu greinst um borð, en þau eru
AFP
Fá loks að yfirgefa skemmtiferðaskipið
Rússar höfnuðu í gærkvöldi tillögu
sem bera átti fyrir öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna, þar sem
kallað var eftir
því að allar stríð-
andi fylkingar
legðu niður vopn.
Ákvörðun Rússa
kom í kjölfar
þess að stjórn-
völd í Tyrklandi
og Rússlandi
skiptust á hót-
unum vegna
ástandsins í
landinu. Recep
Tayyip Erdogan
Tyrklandsforseti hótaði m.a.
„yfirvofandi“ hernaðaraðgerðum
Tyrkja í Sýrlandi til þess að
stemma stigu við stórsókn sýr-
lenska stjórnarhersins gegn Idlib-
héraði, síðasta vígi uppreisnar-
manna í landinu.
Sögðu rússnesk stjórnvöld á móti
að aðgerðir gegn stjórnarher Sýr-
lands myndu hafa alvarlegar afleið-
ingar.
Höfnuðu
vopnahléi ör-
yggisráðsins
Recep Tayyip
Erdogan
Stefaan de Rynck, einn helsti ráðgjafi
Michels Barniers, samningamanns
Evrópusambandsins, sagði í gær að
sambandið ætti von á enn erfiðari við-
ræðum við Breta um fríverslunar-
samning við sambandið en þeim sem
leiddu til útgöngu Breta úr því um
síðustu mánaðamót.
Sagði de Rynck að Bretar yrðu að
fylgja sumum af reglugerðum sam-
bandsins ef þeir vildu tryggja sér
samning fyrir næstu áramót, sem er
sá tímafrestur sem Boris Johnson,
forsætisráðherra Bretlands, hefur
sett.
Ummæli De Rynck féllu á fyrir-
lestri hans við London School of
Economics, og sagði hann þar vand-
kvæðin meðal annars stafa af því að
lagalegar hliðar fríverslunarsamn-
ings væru mun fleiri en þær sem
þurfti að leysa við skilnað Breta frá
sambandinu.
Breyti forsendum eftir á
Reglur Evrópusambandsins munu
gilda í Bretlandi fram til næstu ára-
móta, og hefur Johnson þvertekið
fyrir að sá tímarammi verði fram-
lengdur. Þá gaf Johnson í skyn á sam-
félagsmiðlinum Twitter að sambandið
væri að reyna að breyta forsendum
viðræðnanna eftir á, með því að reyna
að tengja fríverslunarsamninginn við
fylgispekt Breta gagnvart reglum
Evrópusambandsins, þrátt fyrir að
Barnier hefði sjálfur lýst því yfir að
eini valkostur Breta væri fríversl-
unarsamningur á borð við þann sem
Kanada fékk við sambandið.
Barnier mótmælti „tísti“ Johnsons
hástöfum, en aðalsamningamaður
Breta, David Frost, lýsti því yfir fyrr í
vikunni að tilgangur útgöngunnar
væri sá að losa Breta undan reglu-
gerðafargani ESB, og að frá því yrði
ekki vikið.
Segir viðræður
verða erfiðar
Barnier kvartar
undan „tísti“ frá
Boris Johnson
AFP
Brexit Fram undan eru erfiðar frí-
verslunarviðræður vegna Brexit.