Morgunblaðið - 20.02.2020, Síða 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir Ís-
landssjóða högnuðust um 10,4 millj-
arða króna á árinu 2019 sem er um
5,1 milljarði meira en árið 2018 og
hefur hagnaður sjóðanna því hækk-
að um 97% milli ára, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu. Þar segir
að allir verðbréfa- og fjárfestingra-
sjóðir skiluðu jákvæðri raunávöxtun
í fyrra.
Jafnframt skilaði hlutabréfasjóð-
urinn IS EQUUS Hlutabréf bestu
ávöxtun slíkra sjóða á landinu og
voru fleiri sjóðir Íslandssjóða í efsta
sæti í sínum flokki á landsvísu sam-
kvæmt flokkun Keldunnar. Verð-
mæti í eignastýringu Íslandssjóða,
sem eru dótturfélag Íslandsbanka,
námu 309,1 milljarði króna við árslok
2019 sem er 42,6 milljörðum meira
en við árslok 2018. Nam hagnaður
Íslandssjóða 436 milljónum króna í
fyrra sem er 57% meiri hagnaður en
árið 2018.
Hreinar rekstrartekjur jukust um
17% milli ára og voru þær 1,7 millj-
arðar í fyrra og voru rekstrargjöld
svipuð milli ára eða rúmlega millj-
arður króna.
„Árið 2020 fer einnig vel af stað en
margt bendir til að ávöxtun skulda-
bréfa verði lægri í ár en hún hefur
verið undanfarið. Því eru viðskipta-
vinir að dreifa sparnaði sínum á milli
eignaflokka og velja bæði erlenda og
innlenda hlutabréfasjóði í bland við
skuldabréf og innlán. Eignadreifing
er alltaf skynsamlegur kostur í
sparnaði sem hugsaður er til lengri
tíma,“ segir Kjartan Smári Hösk-
uldsson, framkvæmdastjóri Íslands-
sjóða, í tilkynningunni.
Morgunblaðið/Hari
Vöxtur Kjartan Smári Höskuldsson
kveðst ánægður með árangurinn.
Hagnaður Íslands-
sjóða jókst um 97%
Um 309 millj-
arðar í eignastýr-
ingu hjá sjóðunum
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Gagnaversfyrirtækið Etix Every-
where Borealis hefur verið í umfangs-
mikilli uppbyggingu á síðustu miss-
erum og lauk félagið framkvæmdum
á síðasta ári á
Blönduósi og á
Fitjum í Reykja-
nesbæ. Sam-
kvæmt samtali
Morgunblaðsins
við Björn Brynj-
úlfsson, fram-
kvæmdastjóra
fyrirtækisins, þá
reisti félagið sex
gagnaversbygg-
ingar á Blönduósi
auk skrifstofu- og aðstöðuhúsnæðis,
en á meðfylgjandi mynd má virða fyr-
ir sér uppbygginguna.
Samhliða uppbyggingunni lauk fé-
lagið jafnframt á síðasta ári við um
tveggja milljarða króna fjármögnun
vegna hennar. Björn segir að fjár-
mögnunin sé jafnframt liður í áfram-
haldandi vexti á báðum þeim stöðum
þar sem félagið er með starfsemi, og
hafi að mestu leyti farið fram í gegn-
um erlenda fjárfesta.
Etix Everywhere Borealis er hluti
af alþjóðlega gagnaversfyrirtækinu
Etix Everywhere sem hannar, byggir
og rekur gagnaver í fremstu röð í
heiminum.
Næsti áfangi hafinn
Björn segir að undirbúningur að
næsta áfanga á Blönduósi sé nú þegar
hafinn og fyrsta fasa í þeirri upp-
byggingu sé nú að ljúka. Þar verði
lögð áhersla á gagnageymslu og ofur-
tölvurekstur. Hann segir að bæjar-
félagið sé ákjósanlegur staður fyrir
gagnaver. Svæðið búi við örugga af-
hendingu orku, jarðfræðileg skilyrði
séu góð og hættan á umhverfisvá
mjög lítil.
Fyrstir á tveimur stöðum
Í kynningarmyndbandi fyrir
gagnaverið má sjá að það, sem tók að-
eins fjóra mánuði að reisa frá því að
fyrsta skóflustunga var tekin og þar
til það var fullreist, er m.a. búið full-
komnu kælikerfi og sömuleiðis vönd-
uðu eftirlitskerfi allan sólarhringinn.
Þá kemur fram í myndbandinu að í
gagnaverinu séu staðsettir tuttugu og
fimm þúsund miðlarar (e. Servers).
Björn segir að Etix Everywhere
Borealis hafi á síðasta ári orðið fyrsti
stórnotandinn sem tengdist flutn-
ingskerfi Landsnets á tveimur stöð-
um og hafi einnig gert orkukaupa-
samninga við Landsvirkjun, Orku
náttúrunnar og HS Orku.
Etix Everywhere var nýlega keypt
af Vantage Data Centers sem er leið-
andi fyrirtæki í gagnaverslausnum
fyrir vel þekkt stór alþjóðleg tölvu-
fyrirtæki (e. Hyperscalers), skýja-
þjónustuaðila og alþjóðleg stórfyrir-
tæki.
Vantage áformar í framhaldinu að
fjárfesta fyrir um tvo milljarða
Bandaríkjadala í verkefnum í Evr-
ópu.
Uppbygging næsta áfanga
er hafin á Blönduósi
Upplýsingatækni Gagnavershúsin sex á Blönduósi auk skrifstofubyggingar og tengigangs.
Uppbygging
» Etix Everywhere var nýlega
keypt af Vantage Data Centers
sem er leiðandi fyrirtæki í
gagnaverslausnum fyrir vel
þekkt stór alþjóðleg tölvufyrir-
tæki (e. Hyperscalers), skýja-
þjónustuaðila og alþjóðleg
stórfyrirtæki.
» Blönduós þykir ákjósanlegur
staður fyrir gagnaver.
» Sömdu í fyrra við Lands-
virkjun, ON og HS Orku
Etix Everywhere Borealis stækkar enn Tveggja milljarða króna fjármögnun
Björn
Brynjúlfsson
● „Þetta liggur nánast fyrir og það er ver-
ið að slátra á fullu og gengur ljómandi vel.
Heildartölur frá áramótum verða vænt-
anlega yfir 500 tonn,“ segir Gísli Jónsson,
sérgreinadýralæknir hjá MAST, spurður
um heildarmagn þess lax sem hefur þurft
að fara með í skyndi í slátrun vegna laxa-
dauða í kvíum Arnarlax í Arnarfirði.
Hann segir að nú sé farið að sjá fyrir
endann á aðgerðum og mun slátrun
standa fram í mars. Þorri tjónsins varð í
einni kví, númer fjögur, og drápust í
henni yfir 300 tonn af laxi, að sögn Gísla
sem segir að klárað hafi verið upp úr
henni í gær.
Leiða má líkur að því að megnið af um-
ræddum 500 tonnum séu laxar að þyngd
fimm til sex kíló og er meðalverð þeirra
samkvæmt vísitölu Nasdaq nú 62,94
norskar krónur á kíló, jafnvirði 890 ís-
lenskra króna. Markaðsvirði laxins sem
drapst er því tæpar 435 milljónir króna.
Ekki reiknast þessi upphæð sem tap í
bókum félagsins þar sem einhverjar
tekjur fást fyrir laxinn. gso@mbl.is
Virði laxins sem drapst
um 435 milljónir króna
20. febrúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.81 127.41 127.11
Sterlingspund 165.29 166.09 165.69
Kanadadalur 95.62 96.18 95.9
Dönsk króna 18.379 18.487 18.433
Norsk króna 13.613 13.693 13.653
Sænsk króna 13.013 13.089 13.051
Svissn. franki 129.21 129.93 129.57
Japanskt jen 1.1551 1.1619 1.1585
SDR 173.27 174.31 173.79
Evra 137.32 138.08 137.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.297
Hrávöruverð
Gull 1588.2 ($/únsa)
Ál 1678.0 ($/tonn) LME
Hráolía 57.35 ($/fatið) Brent
www.gilbert.is
Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum
við okkur í úrsmíði, hönnun
og framleiðslu úra
ICQC 2020-2022
STUTT