Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
• Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að
mikið álag sé á lifrinni.
• Lifrin er allt í senn; vinnslustöð, geymsla og
dreifingarmiðstöð því allt sem við látum í
okkur eða á, fer í vinnsluferli í lifrinni.
• Lifrin sinner yfir 100 mismunandi störfum í
líkamanum og tengist hún beint eða óbeint
allri líkamsstarfseminni.
• Active Liver inniheldur kólín sem stuðlar
að viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrar og
eðlilegum efnaskiptum. Auk þess inniheldur
það ekstrakt frá mjólkurþistil, túrmerik,
þistilhjörtum og svörtum pipar.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum.
Léttu lifrinni lífið
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Það er endalaust hægt að fara inn í tónlistina
hans á mismunandi þroskaskeiðum og upp-
götva eitthvað nýtt,“ segir tónlistarkonan
Magga Stína um tónlist Megasar - Magnúsar
Þórs Jónssonar - sem hún flytur í Eldborg
næstkomandi laugardag. Um er að ræða sann-
kallaða stórtónleika sem hefjast kl. 20.
Á tónleikunum mun heyrast þverskurður af
tónlistararfi Megasar en Magga Stína hefur
áður flutt lög hans og er tónlist hans henni
mjög kær. Hún minnist þess að hafa hlustað á
tónlist Megasar frá því að hún man eftir sér og
í raun segist Magga Stína hafa lært eitt og
annað um þessa veröld sem við búum í í gegn-
um tónlist Megasar.
„Vegna þess að hann neyðir mann til þess að
hugsa út frá öðrum víddum eða sjónarhornum.
Jafnvel að horfast í augu við sjálfan sig þar
sem hann er alveg ofboðslega óhræddur við að
lýsa brestum. Hann hefur verið úthrópaður
einkum og sér í lagi fyrir það að hann speglar
svo brestina í samfélagi sínu. Það er mjög
óþægilegt fyrir samfélög,“ segir hún.
Súrrealískir textar
Magga Stína minnist þess að hafa jafnvel
fundið hjá sér fyrsta vísinn að skilningi á sam-
bandi orsaka og afleiðinga í gegnum lag Meg-
asar um minni Ingólfs Arnarsonar. Lagið ætl-
ar hún að flytja á tónleikunum.
„Tónlist Megasar var mikið spiluð heima hjá
mér, allt frá upphafi ferils hans og minnar
æsku. Ég man skýrt eftir einu mögnuðu
augnabliki þegar ég var mjög ung, kannski
fimm, sex ára og heyrði einu sinni sem oftar
lagið „Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnar-
sonar“ og allt í einu átta ég mig á því sem mað-
urinn er raunverulega að segja í lok lagsins.
„Við minnumst Ingólfs Arnarsonar í veislum
en óskum þess að skipið hans það hefði
sokkið.“ Þetta var staða sem ég hafði ekki get-
að séð fyrir, að skip Ingólfs Arnarsonar land-
námsmanns hefði vel getað sokkið og hvað þá?
Þetta vakti verulega skelfingu innra með
mér.“
Sem dæmi um fleiri lög sem flutt verða á
tónleikunum má nefna tvo af Passíusálmum
Hallgríms Péturssonar en Megas hefur samið
lög við sálmana og flutt þá með viðhöfn, þó
nokkrum sinnum í gegnum tíðina. „Við munum
flytja lög vítt og breitt af hans höfundarferli,“
segir Magga Stína.
„Megas er hreint út sagt ótrúlega flinkur í
textum sínum og tónlist og þá einkum og sér í
lagi í eigin túlkun á þeim, við að staðsetja
mann óvænt, láta manni bregða, hvar sem
maður er staddur í tilverunni og neyðist til að
horfast í augu við sjálfan sig á annan hátt en
maður jafnvel kýs og skoða alveg sérstaklega
vel litlu núansana. Hann setur hluti í annað
samhengi, hvort sem hann fjallar um mann-
lega kosti eða bresti, Íslandssöguna, gildismat
eða samfélagslegan veruleika.“
Nýir fletir skjóta upp kollum
Spurð hvort hún eigi sér einhver uppáhalds-
lög eftir Megas segir Magga Stína: „Í raun og
veru verður alltaf eitthvað nýtt og nýtt að
uppáhaldi. Það sem er svo einkennandi við tón-
list Megasar er að uppáhaldslögin manns lifna
alltaf aftur við. Þau koma aftur upp á öðrum
tíma og maður finnur nýjan flöt á þeim. Maður
getur uppgötvað lög eftir hann upp á nýtt á
hvaða þroskaskeiði sem maður er staddur á.
Ég skil tónlistina hans á annan hátt nú en þeg-
ar ég var barn. Hún hefur aðra þýðingu vegna
þess að maður er búinn að ganga í gegnum
eitthvað.“
Tónlistarfólk úr ýmsum áttum mun troða
upp ásamt Möggu Stínu. „Þetta er dásamlegt,
nánast ógnvekjandi. Það er náttúrulega alveg
stórkostlegur hópur fólks sem ætlar að koma
að þessu með mér,“ segir hún um þann mikla
fjölda fólks sem mun mæta með henni í Eld-
borg.
Hljómsveit Möggu Stínu verður skipuð
þeim Tómasi Jónssyni, Matthíasi Hemstock,
Jakobi Smára Magnússyni og Daníel Friðrik
Böðvarssyni. Didda mun svo syngja við hlið
Möggu Stínu, Sigrún Eðvaldsdóttir mun leika
á fiðluna sína og Bjöggi Gísla á hljóðfærið sitt
leyndardómsfulla, sítar. Hvorki meira né
minna en þrír kórar munu taka þátt í herleg-
heitunum, Vox Populi, Söngfélagið og
Kammerkór Suðurlands. Hilmar Örn Agnars-
son fer með kórstjórn þeirra allra. Sömuleiðis
treður brasssveitin Látún upp á tónleikunum
en hún er sjö hljóðfæra brasssveit sem flokka
mætti sem jaðarsveit og segir Magga að ekk-
ert eigi betur við þegar verk eftir Megas eru
flutt.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tónlist Megasar abstrakt málverk
Magga Stína og hljómsveit flytja þverskurð af tónlistararfi Megasar í Eldborg Þrír kórar og
fjöldi tónlistarfólks „Ég skil tónlistina hans á annan hátt nú en þegar ég var barn,“ segir hún
Á æfingu Magga Stína með Tómasi Jónssyni, Diddu, Daníel Friðrik Böðvarssyni, Jakobi Smára Magnússyni og Matthíasi Hemstock á æfingu.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
fagnar á þessu ári 30 ára afmæli
sínu með margvíslegum hætti.
Fyrstu tónleikar ársins verða haldn-
ir í Seltjarnarneskirkju laugar-
daginn 22. febrúar kl. 16. „Þar verð-
ur fagnað velgengni íslenskra
kventónskálda með því að rifja upp
nokkrar perlur fyrri alda sem konur
hafa lagt til tónbókmenntanna en
legið hafa í þagnargildi mestallan
tímann síðan þau voru samin,“ segir
í tilkynningu frá sveitinni.
Á efnisskránni er forleikur eftir
Fanny Mendelssohn (1805-1847),
fiðlukonsert eftir Joseph Bologne,
Chevalier de St. Georges (1745-
1799), Andante fyrir klarínett og
hljómsveit eftir Alice Mary Smith
(1839-1884) og Sinfóníu nr. 7 eftir
Emilie Mayer (1812-1883). „Allt gull-
falleg verk sem eiga fullt erindi á
tónleikaskrár hljómsveita nútímans.
Þrjú verkanna hafa aldrei verið flutt
á Íslandi fyrr.“
Einleikari í fiðlukonsertinum er
Guðbjartur Hákonarson og í verki
Alice Mary Smith leikur Ármann
Helgason einleik á klarínett.
„Stjórnandi á tónleikunum er Hall-
fríður Ólafsdóttir en hún er einmitt
ein af tónlistarkonum Íslands sem
hafa getið sér gott orð í hinum al-
þjóðlega heimi tónlistarinnar.
Þjóðarhljómsveitin í Úrúgvæ hefur
boðið henni að koma og stjórna,
fyrst og fremst verkum kvenna,
meðal annars eftir Jórunni Viðar
sem Hallfríður stjórnaði nýverið
með Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands. Hluti efnisskrárinnar hljómar
nú með Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna,“ segir í tilkynningu frá
hljómsveitinni.
Týndar gersemar í
Seltjarnarneskirkju
Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli
Gleði Stjórnandinn Hallfríður
Ólafsdóttir ásamt einleikaranum
Guðbjarti Hákonarsyni fiðluleikara.