Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 58

Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 F á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í k 50 ára Eyrún er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti og býr í Úlfarsárdal. Hún er með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og er forstöðumaður líf- trygginga hjá Sjóvá. Maki: Stefán Jóhannsson, f. 1970, verkefnastjóri hjá Origo. Börn: Bjarki Stefánsson, f. 1993, og Viðar Stefánsson, f. 1997. Foreldrar: Baldvin Einarsson, f. 1934, d. 2018, lengst af starfsmannastjóri hjá Sambandinu, og Sigurveig Haralds- dóttir, f. 1934, starfaði síðast í mötu- neytinu hjá Landsbankanum, búsett í Reykjavík. Eyrún Baldvinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þörfin fyrir að gera sér glaðan dag er allsráðandi. Mundu að aðrir reiða sig á þig svo þú skalt takmarka þig við það sem þú getur staðið við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er óþarfi að taka allt per- sónulega sem sagt er í hita leiksins. Vertu rómantísk/ur í dag. Kvöldið verður líflegt og skemmtilegt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er alltaf niðurdrepandi þegar traust þitt á einhverjum minnkar. Félags- lífið er í blóma og þú ert meira úti í bæ en heima hjá þér þessa vikuna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar þér of mikið í einu. Vertu óhrædd við að leita þér aðstoðar til þess að þú getir skil- að af þér verkefnum í tæka tíð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér fer mikið fram í sjálfsástinni. Fáðu á hreint hver ber ábyrgðina á vissu verki og sæktu síðan rétt þinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nýjar reglur í vinnunni gætu leitt til sparnaðar eða aðhaldsaðgerða. Ágrein- ingur milli elskenda kemur upp úr kafinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér hættir til fljótfærni og því ættirðu að varast að taka afdrifaríka ákvörðun án þess að vera búin(n) að kanna alla málavexti. Kannski færðu óvæntar fréttir í kvöld. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur verið erfitt að halda haus í stormum lífsins. Leggðu spilin á borðið og láttu fólk vita hvað þú vilt og til hvers þú ætlast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er um að gera að setja sér raunhæf markmið, því fátt er verra en springa á limminu. Þér verður boðið út úr bænum fljótlega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við að einhvers konar deilur komi upp á milli þín og maka þíns í dag. Ef þú vinnur í efasemdum þín- um munu þær að lokum hverfa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Truflanir á vinnuferli eru líklegar í dag. Taktu fólki eins og það er, ekki viltu láta aðra segja þér hvernig þú átt að vera? Læknafélags Íslands 2014. Einnig var hann formaður Sjálfstæðisfélags Dalasýslu um skeið og í Gilsfjarðar- nefnd sveitarfélaga í Dölum og Austur-Barðastrandarsýslu lungann úr tíunda áratugnum. „Síðastnefnda verkefnið var til að koma fram vegabótum um Gilsfjörð og hafði verið áhugaefni rekstrar- aðila Heilsugæslustöðvarinnar í Búð- ardal um árabil. Það verk hlaut far- björns. Hann var formaður Kristi- legra skólasamtaka á menntaskóla- árunum. Í háskóla var hann formaður Kristilegs stúdentafélags og ráðningastjóri ungra lækna í kandidatsnámi. Sigurbjörn var for- maður stjórnar Læknafélags Vestur- lands 1981-1985, formaður Félags ís- lenskra heimilislækna 1991-1995 og formaður Læknafélags Íslands 1999- 2007. Hann var kjörinn heiðursfélagi S igurbjörn Sveinsson er fæddur 20. febrúar 1950 í Reyjavík og ólst upp í Sig- túninu sem taldist til Teig- anna og er í Laugar- nesinu. „Leiksvæðið var iðjagræn tún bændanna í Laugardal og á Undra- landi. Stórt svæði var þar fyrir kart- öflugarða Reykvíkinga og allmargir höfðu gert sér áhaldakofa og jafnvel niðurgrafnar kartöflugeymslur. Þetta var fyrir tíma Blómavals og hótel- byggingar og ekkert sem truflaði leik okkar krakkanna. Í sveit var ég sendur sex ára gam- all sumarlangt að Grafarkoti í Lín- akradal. Þar bjó ungt ágætisfólk, sem var að breyta búskaparháttum frá nítjándu öldinni inn í þá tuttugustu. Má segja að kynni mín af háttum fyrri aldar hafa orðið þar sterkari en af nútímanum. Lífsreynsla sem gleymist ekki.“ Sigurbjörn gekk í Laugarnesskól- ann fram að landsprófi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, af stærðfræðideild, 1970, og kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1978. „Á námstím- anum í læknadeild HÍ kenndi ég bæði við MR og Hjúkrunarskóla Íslands auk þess sem við hjónin stjórnuðum sumarbúðum þjóðkirkjunnar í Skál- holti eitt sumar. Aukastörf féllu auð- vitað til við hjúkrun og svo lækningar eftir því sem náminu vatt fram. Mest var ánægja mín af að leysa af héraðs- lækna úti á landi og gerði ég mér far um það eftir því sem kostur gafst.“ Strax eftir kandídatspróf fóru þau hjónin vestur í Búðardal til rúmlega árs dvalar og síðan aftur eftir kandi- datsár í Reykjavík. „Árin þar áttu að vera eitt til tvö en urðu tugur við spennandi uppbyggingarverkefni og pólitísk afskipti. Það kom í minn hlut að leiða m.a. uppbyggingu dvalar- heimilis í Búðardal og heilsugæslu á Reykhólum.“ Frá ársbyrjun 1989 hef- ur Sigurbjörn stundað heimilis- lækningar í Reykjavík, lengst af sem heilsugæslulæknir í Mjóddinni. Í rúm þrjátíu ár hefur hann einnig verið trúnaðarlæknir Pósts og síma og nú síðast Símans hf. Til jafns við lækningarnar hafa fé- lagsstörf einkennt lífshlaup Sigur- sælan framgang eins og alkunna er með gerð brúar fyrir mynni fjarðar- ins.“ Helstu áhugamál Sigurbjörns eru bækur og tónlist og sumarbústað- urinn í landi Kiðafells í Kjós. „Það er ættaróðal okkar Kiðfellinga og mörg okkar frændsystkina eiga bústað þar auk þess sem nafni minn Hjaltason er bóndi á Kiðafelli. Hin síðari ár nýt ég þess að mæta í ræktina með spúsu minni og hef gott af. Á yngri árum fórum við vítt og breitt um landið með börnin í tjald- vagni og síðar í fellihýsi, þegar öld þeirra rann upp. Við hjónin höfum ferðast til flestra heimshorna okkur til ánægju en ferðalög í sumarblíðu á Íslandi eru engu lík.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurbjörns er Elín Ásta Hallgrímsson, 29.2. 1952, bók- menntafræðingur og kennari. For- eldrar hennar voru hjónin Thor G. Hallgrímsson, f. 22.12. 1913, d. 6.2. 1996, framkvæmdastjóri Kveldúlfs og Norðurstjörnunnar, og Ólafía Guð- laug Jónsdóttir Hallgrímsson, f. Sigurbjörn Sveinsson, heimilislæknir og fv. formaður Læknafélagsins – 70 ára Fjölskyldan Sigurbjörn og Elín ásamt börnum og barnabörnum á heimili þeirra í Seljahverfinu árið 2016. Félagsstörf einkenna lífshlaupið Hjónin Í siglingu við bæinn Cartagena á Suðaustur-Spáni. 30 ára Kristrún er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðunum, en býr í Kópavogi. Hún er með BA-gráðu í þroska- þjálfun frá Háskóla Ís- lands. Kristrún er aðstoðarforstöðu- maður í Félagsmiðstöðunni Öskju, en er í fæðingarorlofi. Maki: Guðmundur Árni Magnússon, f. 1982, er með BA-gráðu í arkitektúr og starfar sem stuðningsfulltrúi. Sonur: Elvar Már Guðmundsson, f. 2019. Foreldrar: Sigríður Steingrímsdóttir, f. 1953, kennari, og Kristján Hermannsson, f. 1947, fyrrverandi þjónustustjóri hjá Framtaki. Þau eru búsett í Reykjavík. Kristrún Emilía Kristjánsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.