Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 F á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í k 50 ára Eyrún er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti og býr í Úlfarsárdal. Hún er með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og er forstöðumaður líf- trygginga hjá Sjóvá. Maki: Stefán Jóhannsson, f. 1970, verkefnastjóri hjá Origo. Börn: Bjarki Stefánsson, f. 1993, og Viðar Stefánsson, f. 1997. Foreldrar: Baldvin Einarsson, f. 1934, d. 2018, lengst af starfsmannastjóri hjá Sambandinu, og Sigurveig Haralds- dóttir, f. 1934, starfaði síðast í mötu- neytinu hjá Landsbankanum, búsett í Reykjavík. Eyrún Baldvinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þörfin fyrir að gera sér glaðan dag er allsráðandi. Mundu að aðrir reiða sig á þig svo þú skalt takmarka þig við það sem þú getur staðið við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er óþarfi að taka allt per- sónulega sem sagt er í hita leiksins. Vertu rómantísk/ur í dag. Kvöldið verður líflegt og skemmtilegt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er alltaf niðurdrepandi þegar traust þitt á einhverjum minnkar. Félags- lífið er í blóma og þú ert meira úti í bæ en heima hjá þér þessa vikuna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar þér of mikið í einu. Vertu óhrædd við að leita þér aðstoðar til þess að þú getir skil- að af þér verkefnum í tæka tíð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér fer mikið fram í sjálfsástinni. Fáðu á hreint hver ber ábyrgðina á vissu verki og sæktu síðan rétt þinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nýjar reglur í vinnunni gætu leitt til sparnaðar eða aðhaldsaðgerða. Ágrein- ingur milli elskenda kemur upp úr kafinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér hættir til fljótfærni og því ættirðu að varast að taka afdrifaríka ákvörðun án þess að vera búin(n) að kanna alla málavexti. Kannski færðu óvæntar fréttir í kvöld. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur verið erfitt að halda haus í stormum lífsins. Leggðu spilin á borðið og láttu fólk vita hvað þú vilt og til hvers þú ætlast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er um að gera að setja sér raunhæf markmið, því fátt er verra en springa á limminu. Þér verður boðið út úr bænum fljótlega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við að einhvers konar deilur komi upp á milli þín og maka þíns í dag. Ef þú vinnur í efasemdum þín- um munu þær að lokum hverfa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Truflanir á vinnuferli eru líklegar í dag. Taktu fólki eins og það er, ekki viltu láta aðra segja þér hvernig þú átt að vera? Læknafélags Íslands 2014. Einnig var hann formaður Sjálfstæðisfélags Dalasýslu um skeið og í Gilsfjarðar- nefnd sveitarfélaga í Dölum og Austur-Barðastrandarsýslu lungann úr tíunda áratugnum. „Síðastnefnda verkefnið var til að koma fram vegabótum um Gilsfjörð og hafði verið áhugaefni rekstrar- aðila Heilsugæslustöðvarinnar í Búð- ardal um árabil. Það verk hlaut far- björns. Hann var formaður Kristi- legra skólasamtaka á menntaskóla- árunum. Í háskóla var hann formaður Kristilegs stúdentafélags og ráðningastjóri ungra lækna í kandidatsnámi. Sigurbjörn var for- maður stjórnar Læknafélags Vestur- lands 1981-1985, formaður Félags ís- lenskra heimilislækna 1991-1995 og formaður Læknafélags Íslands 1999- 2007. Hann var kjörinn heiðursfélagi S igurbjörn Sveinsson er fæddur 20. febrúar 1950 í Reyjavík og ólst upp í Sig- túninu sem taldist til Teig- anna og er í Laugar- nesinu. „Leiksvæðið var iðjagræn tún bændanna í Laugardal og á Undra- landi. Stórt svæði var þar fyrir kart- öflugarða Reykvíkinga og allmargir höfðu gert sér áhaldakofa og jafnvel niðurgrafnar kartöflugeymslur. Þetta var fyrir tíma Blómavals og hótel- byggingar og ekkert sem truflaði leik okkar krakkanna. Í sveit var ég sendur sex ára gam- all sumarlangt að Grafarkoti í Lín- akradal. Þar bjó ungt ágætisfólk, sem var að breyta búskaparháttum frá nítjándu öldinni inn í þá tuttugustu. Má segja að kynni mín af háttum fyrri aldar hafa orðið þar sterkari en af nútímanum. Lífsreynsla sem gleymist ekki.“ Sigurbjörn gekk í Laugarnesskól- ann fram að landsprófi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, af stærðfræðideild, 1970, og kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1978. „Á námstím- anum í læknadeild HÍ kenndi ég bæði við MR og Hjúkrunarskóla Íslands auk þess sem við hjónin stjórnuðum sumarbúðum þjóðkirkjunnar í Skál- holti eitt sumar. Aukastörf féllu auð- vitað til við hjúkrun og svo lækningar eftir því sem náminu vatt fram. Mest var ánægja mín af að leysa af héraðs- lækna úti á landi og gerði ég mér far um það eftir því sem kostur gafst.“ Strax eftir kandídatspróf fóru þau hjónin vestur í Búðardal til rúmlega árs dvalar og síðan aftur eftir kandi- datsár í Reykjavík. „Árin þar áttu að vera eitt til tvö en urðu tugur við spennandi uppbyggingarverkefni og pólitísk afskipti. Það kom í minn hlut að leiða m.a. uppbyggingu dvalar- heimilis í Búðardal og heilsugæslu á Reykhólum.“ Frá ársbyrjun 1989 hef- ur Sigurbjörn stundað heimilis- lækningar í Reykjavík, lengst af sem heilsugæslulæknir í Mjóddinni. Í rúm þrjátíu ár hefur hann einnig verið trúnaðarlæknir Pósts og síma og nú síðast Símans hf. Til jafns við lækningarnar hafa fé- lagsstörf einkennt lífshlaup Sigur- sælan framgang eins og alkunna er með gerð brúar fyrir mynni fjarðar- ins.“ Helstu áhugamál Sigurbjörns eru bækur og tónlist og sumarbústað- urinn í landi Kiðafells í Kjós. „Það er ættaróðal okkar Kiðfellinga og mörg okkar frændsystkina eiga bústað þar auk þess sem nafni minn Hjaltason er bóndi á Kiðafelli. Hin síðari ár nýt ég þess að mæta í ræktina með spúsu minni og hef gott af. Á yngri árum fórum við vítt og breitt um landið með börnin í tjald- vagni og síðar í fellihýsi, þegar öld þeirra rann upp. Við hjónin höfum ferðast til flestra heimshorna okkur til ánægju en ferðalög í sumarblíðu á Íslandi eru engu lík.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurbjörns er Elín Ásta Hallgrímsson, 29.2. 1952, bók- menntafræðingur og kennari. For- eldrar hennar voru hjónin Thor G. Hallgrímsson, f. 22.12. 1913, d. 6.2. 1996, framkvæmdastjóri Kveldúlfs og Norðurstjörnunnar, og Ólafía Guð- laug Jónsdóttir Hallgrímsson, f. Sigurbjörn Sveinsson, heimilislæknir og fv. formaður Læknafélagsins – 70 ára Fjölskyldan Sigurbjörn og Elín ásamt börnum og barnabörnum á heimili þeirra í Seljahverfinu árið 2016. Félagsstörf einkenna lífshlaupið Hjónin Í siglingu við bæinn Cartagena á Suðaustur-Spáni. 30 ára Kristrún er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðunum, en býr í Kópavogi. Hún er með BA-gráðu í þroska- þjálfun frá Háskóla Ís- lands. Kristrún er aðstoðarforstöðu- maður í Félagsmiðstöðunni Öskju, en er í fæðingarorlofi. Maki: Guðmundur Árni Magnússon, f. 1982, er með BA-gráðu í arkitektúr og starfar sem stuðningsfulltrúi. Sonur: Elvar Már Guðmundsson, f. 2019. Foreldrar: Sigríður Steingrímsdóttir, f. 1953, kennari, og Kristján Hermannsson, f. 1947, fyrrverandi þjónustustjóri hjá Framtaki. Þau eru búsett í Reykjavík. Kristrún Emilía Kristjánsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.