Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Athygli hluthafa er vakin á því að þann 6. desember 2017 voru viðskipti með hlutabréf Össurar hf. sameinuð í kauphöll Nasdaq Copenhagen. Þá var öllum hlutabréfum Össurar hf. sem voru til viðskipta í Kauphöll Íslands umbreytt í hlutabréf sem eru til viðskipta í kauphöll Nasdaq Copenhagen. Við umbreytinguna voru hlutabréfin færð á safnreikninga og frá þeim tíma hafa hluthafar ekki verið skráðir undir eigin nafni í hlutaskrá Össurar hf. Hluthafar sem vilja nýta atkvæðisrétt sinn á aðalfundinum þurfa því að afla fullnægjandi staðfestingar á eignarhlut sínum frá þeirri fjármálastofnun sem er með hlutabréf þeirra í vörslu. Hluthafar eru hvattir til að afla staðfestingar frá vörsluaðila sínum sem fyrst svo unnt sé að tryggja að atkvæðisrétturinn verði virkur á aðalfundardegi. Hluthafar geta nálgast dagskrá fundarins, fundargögn og nánari upplýsingar um aðalfundinn á heimasíðu Össurar hf.: www.ossur.com/investors/AGM AÐALFUNDUR ÖSSURAR HF. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 5 í Reykjavík, fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 9:00. Aðalfundur Össurar 2020 kvæmt samningi við borgina frá maí 2017 tók Sjómannadagsráð, með að- komu Hrafnistu, að sér að hafa um- sjón með framkvæmdum við bygg- inguna. Nú 32 mánuðum síðar er rekstur að hefjast. „Þetta er styttri framkvæmdatími en áður hefur þekkst, auk þess sem byggingarkostnaður verður talsvert undir þeim markmiðum sem sett voru í samningi ríkisins og Reykja- víkurborgar í október 2016. Það ger- ist þrátt fyrir að bæði byggingar- og launavísitala hafi hækkað um 15- 20% á tímabilinu og gengi krón- unnar lækkað um 8-9%. Í samanburði við önnur áform við byggingu hjúkrunarheimila hefur framkvæmdin á Sléttuvegi gengið mun hraðar fyrir sig og byggingar- kostnaðurinn verður tugum pró- senta lægri en hjá öðrum hjúkrunar- heimilum sem nú eru í byggingu, eða hafa nýlega verið tekin í notkun,“ segir í nýlegri grein á heimasíðu Hrafnistu. Pétur þakkar góðan árangur m.a. góðu samstarfi milli ráðuneytisins, borgarinnar og Hrafnistu. Þar skipti sköpum að rekstraraðili hafi frá Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt 99 íbúa hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi verður tekið í notkun á næstu vikum. Þá verða Hrafnistuheimilin orðin átta með tæplega 800 hjúkrunar- rýmum. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir augljóst að hag- kvæmni fylgi stærðinni í þessum rekstri. Sjó- mannadagsráð og Hrafnista kynntu nýlega heil- brigðisráðherra hugmyndir um átak til að flýta núverandi áætl- unum hins opin- bera um bygg- ingu og rekstur nýrra hjúkr- unarrýma. Framkvæmdir við nýja hjúkrun- arheimilið við Sléttuveg eru á loka- stigi og er heildarkostnaður tæpir 2,9 milljarðar að sögn Péturs, en formlega á að taka heimilið í notkun 28. febrúar. Forstöðumaður er Val- gerður K. Guðbjörnsdóttir. Stöðu- gildin verða um 100 og eru tæplega 80 starfsmenn þegar byrjaðir að ganga frá og undirbúa komu íbúa. Iðnaðarmenn eru að ljúka sínum verkum og fjöldi birgja er á sama tíma að koma með búnað og tæki. Húsið er á fimm hæðum og verður samtengt við þjónustumiðstöð sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafn- istu, er að reisa í samvinnu við Reykjavíkurborg. Þar verða m.a. dagdvöl og kaffihús og verður þjón- ustumiðstöðin tekin í notkun í mars eða apríl. Á nýja heimilinu eru ýms- ar nýjungar í hönnun og skipulagi. Léttir á Landspítalanum Pétur segir að brýn þörf hafi lengi verið á fleiri hjúkrunarrýmum og 99 rými til viðbótar létti án vafa mjög á Landspítalanum. Hjúkrunarheimilið er samstarfsverkefni heilbrigðis- ráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Sjómannadagsráðs/Hrafnistu. Sam- upphafi komið að verkefninu, en slíkt sé nánast nýmæli. Mikilvægt sé að hönnun, bygging og rekstur sé á sömu hendi til að tryggja sem mark- vissastan árangur. Vilja byggja hraðar og ódýrar Á fyrrnefndum fundi með ráð- herra lýstu fulltrúar Sjómannadags- ráðs og Hrafnistu áhuga á að koma að frekari uppbyggingu hjúkrunar- heimila á næstunni í samstarfi við hið opinbera, að því tilskildu að stuðst verði við sambærilegt fyrir- komulag og við Sléttuveg. „Með slíku samkomulagi væri gerlegt að byggja ný hjúkrunarrými mun hraðar og ódýrar en núverandi fyrirkomulag ríkisins myndi leiða af sér. Meðal verkefna sem hrinda mætti í framkvæmd nú þegar eru t.d. stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing í Kópavogi (áætluð 64 rými), nýbygging á stóru hjúkrunar- heimili í Reykjavík (100-200 rými) auk annarra brýnna verkefna sem bíða úrlausnar,“ segir í greininni. Hagkvæmni í rekstri Aðspurður segir Pétur að það sé í sjálfu sér ekki markmið fyrir Hrafn- istu að vera sem stærst í þessum rekstri. „Við sjáum hins vegar að við náum ákveðinni hagkvæmni í rekstri okkar með stærðinni. Við vitum ekki hvar mörkin eru og hvenær við verð- um of stór, en við viljum bæta við hægt og rólega í rekstrinum meðan við sjáum samlegðaráhrif. Á þann hátt teljum við okkur ná mestum gæðum og þjónustu út úr því fjár- magni sem við fáum til rekstrar,“ segir Pétur. Undanfarið hafa rekstraraðilar hjúkrunarheimila kvartað yfir ónógu fjármagni frá ríkinu til rekstrar. Pétur segir að á Hrafnistu- heimilunum gangi reksturinn þokkalega. „Við erum hins vegar eins og aðrir í þessari þjónustu mjög ósátt með að ríkið sé ekki tilbúið að greiða fyrir þjónustu í samræmi við viðmið embættis landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sléttuvegur Nýja hjúkrunarheimilið reis á 32 mánuðum frá undirskrift samninga. Það tengist þjónustumiðstöð. Ný rými bæta úr brýnni þörf  Hrafnista tekur nýtt hjúkrunarheimili við Sléttuveg í notkun  Styttri framkvæmdatími en áður  Vilja koma að frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila og flýta aðgerðum í samstarfi við hið opinbera Á þönum Alls verða 99 rými á nýja hjúkrunarheimilinu, sem verður form- lega tekið í notkun 28. febrúar. Iðnaðarmenn höfðu í nógu að snúast í gær. Pétur Magnússon Íslensk fjöl- skylda, foreldrar með eitt barn, hafa óskað eftir því að komast heim frá Kína á morgun, föstu- dag, í ferð sem Evrópusam- bandið hefur skipulagt til þess að koma Evrópu- búum til síns heima. Hjálmar Björg- vinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra, staðfesti þetta í sam- bandi við mbl.is í gær og segir þar til bær yfirvöld nú vera að vinna í mál- inu. Íslendingar sem hér um ræðir hafa engin einkenni kórónuveir- unnar, frekar en aðrir þeir sem yrðu í Evrópufluginu. Fólkið yrði þó, komið til Íslands, í fjórtán daga sóttkví eins og tilmæli eru um. Í gær benti allt til þess að Íslendingarnir fengju kæmust með í umrædda ferð úr austurvegi , en endanleg staðfest- ing lá þó ekki fyrir. Að sögn Hjálmars Björgvinssonar hefur fjölskyldan íslenska verið á ferðalagi í Kína um nokkurt skeið en haldið sig út af fyrir sig síðan kór- ónuveiran, COVID-19, kom upp í desember síðastliðnum. Síðan þá hefur fólkið fylgt öllum varúðar- tilmælum sem kínversk stjórnvöld hafa gefið út vegna veirunnar. thor- gerdur@mbl.is Óska eftir að kom- ast heim frá Kína Kína Allir eru á varðbergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.