Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 2
Freyr Bjarnason
Sigurður Bogi Sævarsson
Verkfall Eflingarfólks sem starfar
hjá Reykjavíkurborg heldur áfram,
en samningafundur í yfirstandandi
kjaradeilu hjá Ríkisáttasemjara sem
haldinn var í gær var árangurslaus.
Annar sáttafundur í deilunni hefur
ekki verið boðaður. Áhrifa verkfalls-
ins er nú farið að gæta víða, svo sem í
leikskólum, velferðarþjónustu, sorp-
hirðu og fleiru. Þá var skólastarf að
komast að þolmörkum og í dag og á
morgun fellur starf í Réttar-
holtsskóla niður, enda er ræstinga-
fólk í verkfalli og gólf ekki skúruð.
Viðsjár af sömu rót eru í fleiri grunn-
skólum.
Borgin vill hækka lægstu laun
Í yfirlýsingu Eflingar er lýst von-
brigðum með viðbrögð borgarinnar
við tilboði sem stéttarfélagið lagi
fram. Þar var, skv. upplýsingum fé-
lagsins, lagt til að greiða starfsfólki
starfstengt leiðréttingu og auka-
greiðslu til viðurkenningar á faglegri
ábyrgð, álagi, starfstengdum kostn-
aði og fleiru. Ákvarðanir um upp-
hæðir yrðu svo teknar út frá starfs-
heitum og vinnustöðum. Sömuleiðis
var gert ráð fyrir uppbótum vegna
sérgreiðslna frá fyrra samningstíma-
bili sem borgin hefur krafist að falli
út. Lagt var til að upphæðir nýrra
álaga og uppbóta tækju sambæri-
legum breytingum og launataxtar á
samningstímanum. Fallist var á til-
lögu borgarinnar um breytingar á
launatöflu.
„Reykjavíkurborg hefur enn á ný
slegið á sáttahönd láglaunafólks.
Ótímabundið verkfall heldur áfram,“
segir í yfirlýsingu Eflingar.
Í yfirstandandi kjaradeilu verk-
föllum er leitað allra leiða til að koma
til móts við sjónarmið Eflingar, að
sögn Hörpu Ólafsdóttur, formanns
samninganefndar Reykjavíkur-
borgar. „Við erum að leggja áherslu
á að hækka lægstu launin sérstak-
lega. Við erum jafnframt að mæta
sjónarmiðum þeirra um að skoða
þurfi einstaka hópa, eins og við
ræddum sérstaklega hjá Ríkissátta-
semjara,“ segir Harpa, sem bætir við
að þessi viðleitni samninganefndar
borgarinnar hafi ekki svarað sjónar-
miðum Eflingarfólks. Því þurfi hvor
aðili nú að fara yfir stöðuna í sínum
ranni. Samningsvilji borgarinnar sé
skýr.
Tilboðið var hófsamt
Í yfirlýsingu Eflingar er afstaða
Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni
gagnrýnd harðlega. Lagt hafi verið
fram tilboð sem hafi verið sanngjarnt
og hófsamt, farið sé fram á hóflegar
álagsgreiðslur og slegið hafi verið af
upphaflegum kröfum, sbr. að borgin
hafi talið að kjarabætur í almennri
mynd yrðu of fordæmisgefandi. Þá
er minnt á að í sáttmála flokka sem
nú mynda meirihluta í borgarstjórn
hafi verið gefin út yfirlýsing um að
leiðrétta ætti laun kvennastétta.
Haldið skal til haga að undan-
þágur sem Efling veitti vegna félags-
manna sinna hjá velferðarsviði
Reykjavíkurborgar eru tímabundn-
ar, en ekki ótímabundnar eins og
Morgunblaðið hafði heimildir fyrir
og sagt var í blaðinu í gær. Núver-
andi undanþágur Eflingar gilda til
miðnættis í kvöld og þarf Reykja-
víkurborg að sækja aftur um undan-
þágurnar, náist ekki samkomulag
áður.
Eflingarverkfall hjá
borginni heldur áfram
Árangurslaus sáttafundur Skólastarf við þolmörk
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samtal Í þungum þönkum á fundi í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
GranCanaria
– fáðumeira út úr fríinu
25. Mars í 9 nætur Verð frá kr.
99.995
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Matvælastofnun er að útbúa upp-
lýsingar um nýjan vírus sem leggst
á tómataplöntur, tómata og papriku
og er að dreifa sér um Evrópu.
Ætlunin er að koma upplýsingunum
næstu daga til ræktenda ásamt leið-
beiningum um þrif á gróðurhúsum
og tækjum og varnir gegn plágunni.
Fyrst var tilkynnt um tómata-
veiru þessa, ToBRFV, í gróðurhús-
um í Ísrael árið 2014 en hún hefur
nú breiðst út, til Evrópu, Ameríku
og Kína. Í Evrópu hefur hún herjað
á helstu framleiðendur tómata, svo
sem á Spáni og Ítalíu. Hennar hef-
ur einnig orðið vart á Bretlandi og í
Frakklandi. Vírusinn er ekki skað-
legur fólki en drepur plöntur og
vegna bletta sem koma á tómatana
eru þeir óseljanlegir.
Hefur þetta valdið miklu tjóni hjá
ræktendum. Í Frakklandi er verið
að einangra stöðvar þar sem veiran
hefur komið upp og tómötum og
plöntun eytt vegna þess að ekki er
til nein meðferð við sjúkdómnum.
Franskir embættismenn vöruðu við
því í gær að veiran myndi hafa
miklar efnahagslegar afleiðingar ef
hún breiddist út um landið.
Haustið 2017 greindust tveir
plöntusjúkdómar í tómatarækt hér-
lendis og einn í gúrkurækt. Það
voru aðrir sjúkdómar en nú eru að
breiðast um Evrópu. Í kjölfarið
birti atvinnu- og nýsköpunarráðu-
neytið reglugerð um aðgerðir til
varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma
og Matvælastofnun birti leiðbein-
ingar um smitvarnir í garðyrkju.
Einnig voru tekin sýni í tómata-
rækt, gúrkurækt og kartöflurækt.
Kom í ljós að veirurnar höfðu ekki
borist í kartöflugarða.
Gert að taka upp smitvarnir
Ræktendum garðyrkjuafurða var
gert að taka upp smitvarnir til þess
að takmarka útbreiðslu plöntusjúk-
dóma.
Upphaflega fannst mósaík-veiran
í þremur garðyrkjustöðvum í tóm-
atarækt á Suðurlandi en breiddist
eitthvað frekar út. Hin tómata-
veiran var staðbundnari og gúrku-
veiran fannst í tveimur gróðurhús-
um á Suðurlandi. Garðyrkjubændur
hentu í sumum tilvikum plöntum úr
húsum sínum og sótthreinsuðu sam-
kvæmt leiðbeiningum Mast en aðrir
hreinsuðu á milli uppskerulota.
Brynjar Rafn Ómarsson, fagsviðs-
stjóri hjá Mast, segir að Mast hafi
ekki borist neinar tilkynningar um
sjúkdómana síðustu mánuði en tek-
ur fram að ekki hafi verið tekin sýni
til að ganga úr skugga um hvort
tekist hafi að útrýma sjúkdómnum.
ToBRFV-tómataveiran berst með
fólki, vörum, áhöldum og ávöxtum
sem fluttir eru til landsins, með
sama hætti og fyrri veirurnar, að
sögn Brynjars. Sé því mikilvægast
að takmarka sem mest aðgengi að
ræktunarrýmum. Þá sé nauðsynlegt
að fylgjast vel með plöntunum og
farga þeim strax sem sýna ein-
kenni.
Verjast nýrri veiru í tómatarækt
Veira eyðileggur tómata- og paprikuræktun og gerir tómata óseljanlega Hefur ekki fundist hér
Mast safnar upplýsingum og útbýr leiðbeiningar fyrir bændur um sótthreinsun og varnir gegn plágunni
AFP
Frakkland Nýja tómataveiran getur drepið plönturnar, hvort sem þær eru
ræktaðar úti eða inni í gróðurhúsum, og eyðilagt grænmetið.
Ekki er vilji hjá Reykjavíkurborg til þess að horfast í augu við staðreyndir
mála í yfirstandandi verkfalli. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, for-
maður Eflingar – stéttarfélags.
„Sú sanngjarna krafa sem við förum fram með um þessa sérstöku leið-
réttingu, þau virðast ekki ætla sér að viðurkenna réttmæti hennar,“ segir
Sólveig. „Við höldum ótrauð áfram í okkar baráttu og eigum ekki annarra
kosta völ. Svo ítreka ég það sem ég segi alltaf. Við höfum þennan mikla
stuðning félagsmanna með því sem við erum að gera. Við höldum áfram
að ráða okkar ráðum, sinna verkfallsvörslu, hittast og blása baráttuanda
í brjóst hvers annars.“
Við höldum ótrauð áfram
SANNGJÖRN KRAFA UM LEIÐRÉTTINGU
Aðalbjörg Eyjólfsdóttir og Jóna
Þórey Pétursdóttir voru meðal
baráttufólks sem kom saman í gær
til að mála skilti fyrir loftslags-
verkfall, en nú er liðið rétt eitt ár
síðan þau hófust. Viðburður þessir
eru í hádeginu á hverjum föstu-
degi og verður svo einnig nú. „Að-
gerðirnar hafa stuðlað að
vitundarvakningu og vonandi
komast góð fyrirheit til fram-
kvæmda,“ segir Gunnhildur Fríða
Hallgrímsdóttir, einn skipuleggj-
enda. sbs@mbl.is
Vitundarvakning og fyrirheit
Morgunblaðið/Eggert
Loftslagsverkföll unga fólksins í eitt ár