Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 13
AÐALFUNDUR MAREL HF. 2020 Dagskrá: 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 3. Skýrsla forstjóra. 4. Ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2019 lagðir fram til staðfestingar. 5. Ákvörðun hvernig skuli fara með hagnað fyrir árið 2019. 6. Skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu félagsins. 7. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna árið 2020. 9. Ákvörðun um greiðslu til endurskoðanda fyrir liðið starfsár. 10. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: 10.1. Grein 2.2 – Tillaga um breytingu orðalags til að endurspegla það að nafnvirði hluta í félaginu er í íslenskum krónum, þar til skráningu hlutafjár hefur verið breytt í evrur. 10.2. Grein 2.4 – Tillaga um breytingu orðalags til að skýra betur heimild stjórnar til að skrá hlutafé félagsins í evrum. 10.3. Grein 2.10 – Tillaga um breytingu orðalags til að skýra betur skyldu hluthafa til að lúta samþykktum félagsins eins og þær eru á hverjum tíma. 10.4. Grein 4.2 – Tillaga um að bæta við orðalagi um rétt hluthafa til að koma með ráðgjafa á hluthafafund og að stjórnarmönnum sé heimilt að mæta á hluthafafund. 10.5. Grein 4.11 – Tillaga um að breyta ákvæði um lögmæti aðalfundar þannig að hluthafafundur sé lögmætur án tillits til fundarsóknar ef löglega er til hans boðað. 10.6. Ný grein 4.16 – Tillaga um að bæta við nýrri grein þess efnis að stjórn sé heimilt að halda hluthafafund annars staðar en á heimili félagsins. 10.7. Grein 4.16 – Tillaga um að breyta orðalagi um birtingu boðunar hluthafafundar í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög nr. 2/1995. 10.8. Grein 4.17 – Tillaga um að taka út ákvæði um fjögurra vikna hámarksboðunarfrest fyrir hluthafafundi. 10.9. Grein 4.18 – Tillaga um að breyta orðalagi þannig að það endurspegli ákvæði 88. gr. c. laga um hlutafélög nr. 2/1995, varðandi atriði sem greina skal í boðun hluthafafundar. 10.10. Grein 4.21 – Tillaga um að breyta orðalagi þannig að það endurspegli ákvæði 4. mgr. 88. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, þess efnis að dagskrá og tillögur séu aðgengileg á skrifstofu félags 14 dögum fyrir aðalfund. 10.11. Grein 5.3. – Tillaga um að stytta framboðsfrest til stjórnar úr 5 í 14 daga fyrir fund. 10.12. Grein 5.5. – Tillaga um að upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar skuli lagðar fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund, í stað tveggja daga. 11. Kosning stjórnar félagsins. 12. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis. 13. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf. 14. Önnur mál löglega upp borin. Fundarstörf munu fara fram á ensku. Sérstaklega er bent á að hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í Euronext kauphöllinni í Amsterdam sem óska eftir því að mæta og kjósa á aðalfundinum þurfa að tryggja að vörsluaðili hlutabréfanna hafi skráðmætingu á fundinn í vefgátt ABN AMRO og hún hafi borist félaginu fyrir kl. 12 á hádegi á fundardegi. Þetta gildir um alla hluthafa, innlenda semog erlenda, sem eiga hlutabréf skráð í Euronext kauphöllinni, einnig þá sem eiga líka hlutabréf skráð á Nasdaq á Íslandi. Kosningar á aðalfundinummunu fara fram á rafrænan hátt, með Lumi AGM snjallforritinu eða Lumi AGM veflausninni. Hluthafar eru hvattir til að hala niður Lumi AGM snjallforritinu á snjalltæki sitt, t.d. farsíma eða spjaldtölvu, áður en fundurinn hefst. Stjórn Marel hefur ákveðið að heimila hluthöfum að kjósa með rafrænum hætti fyrir aðalfundinn. Rafræn kosning vegna hlutabréfa sem skráð eru á Nasdaq á Íslandi fer fram í gegnum hluthafagátt Marel hjá Computershare A/S. Rafræn kosning vegna hlutabréfa sem skráð eru í Euronext kauphöllinni í Amsterdam fer fram í gegnum vefgátt ABN AMRO. Notendanöfn og lykilorð verða send til allra hluthafa sem eiga hlutabréf skráð á Nasdaq á Íslandi sem eru með heimilisföng skráð í hlutaskrá Marel í lok dags 19. febrúar 2020. Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð á Nasdaq á Íslandi geta einnig beðið um notendanafn og lykilorð í gegnum hluthafagátt Marel sem aðgengileg er á vefsíðu Marel. Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í Euronext kauphöllinni í Amsterdamþurfa að láta vörsluaðila hlutabréfa sinna vita hvernig þeir vilja kjósa og vörsluaðilar skila atkvæðunum í gegnum vefgátt ABN AMRO. Atkvæði þurfa að berast félaginu í gegnum hluthafagátt Computershare eða vefgátt ABN AMRO fyrir klukkan 12 á hádegi á fundardegi. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. mars n.k. Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til stjórnar. Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar þar til umræðu verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en tíu dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 sunnudaginn 8. mars n.k. Hafi hluthafar krafist þess að tiltekiðmál eða ályktun verði tekin fyrir verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsvæði félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafafundinn. Á aðalfundarvef félagsins, www.marel.com/agm, er að finna allar frekari upplýsingar í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t. frekari upplýsingar um rétt hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn, drög að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2019, upplýsingar umheildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginum.v. 18. febrúar 2020, reglur um rafræna kosningu auk upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn. Dagskrá fundarins og endanlegar tillögur verða gerðar aðgengilegar hluthöfum 14 dögum fyrir fundinn á framangreindum vef félagsins sem og á skrifstofu félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja aðalfund fyrir sína hönd. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang. Skráning á fundinn hefst á fundarstað kl. 15:00. Stjórn Marel hf. Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, miðvikudaginn 18. mars nk., kl. 16:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.