Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
DAGAR
Mikið úrval af vönduðum
Helly Hansen fatnaði í
verslunum Icewear Magasín
fyrir herra, dömur og börn. BROTINN
SKJÁR?
Við gerum við
allar tegundir
síma, spjaldtölva,
og Apple tölva
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Alls voru 158 fyrirtæki og stofnanir,
þar sem starfa um 70 þúsund manns,
komin með jafnlaunavottun 10. febr-
úar síðastliðinn. Eru það um 48%
þess fólks sem áætlað var að lögin
myndu ná til. Lög um jafnlaunavott-
un tóku gildi 1. janúar 2018 og snýr
efni þeirra að fyrirtækjum og stofn-
unum sem eru með 25 starfsmenn
eða fleiri. Í fyrstu var áherslan lögð á
stærri fyrirtæki,
eða þau sem eru
með 250 starfs-
menn, og þar eru
í breytunni t.d.
stærstu opinberu
stofnanirnar.
Vottun á launa-
stefnu þeirra átti
að liggja fyrir í
lok síðasta árs,
svo og stofnana
og fyrirtækja sem eru að meira en
hálfu í eigu ríkisins og eru með 25
eða fleiri starfsmenn. Fyrir lok
næsta árs eiga lögin svo að vera
komin til fullra framkvæmda.
Framangreindar upplýsingar um
jafnréttismál 2018-2019 koma fram í
nýrri skýrslu forsætisráðuneytisins
og verða til umfjöllunar á Jafnréttis-
þingi í Hörpu í dag, 20. febrúar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra ávarpar þingið, en jafnréttis-
mál tilheyra nú ráðuneyti hennar.
Á síðasta ári lét forsætisráðuneyt-
ið gera könnun um innleiðingu hjá
þeim 76 fyrirtækjum og stofnunum
sem komin voru með jafnlaunavott-
unina í lok apríl. Svör bárust frá
þremur af hverjum fjórum. Kom þar
fram almenn sátt með árangur. Inn-
leiðing á jafnlaunastaðlinum hafði
jafnvel haft víðtækari áhrif innan
skipulagsheilda en eingöngu á launa-
málin. Almenn áhersla á jafnrétti
jókst og betra skipulag komst á
starfsmannamál. Flestir töldu til
dæmis innleiðingu á jafnlaunakerf-
inu auka yfirsýn og skilvirkni í
rekstri.
Í spurningum um ávinning og
ábendingar voru svörin á þá leið að
vottað jafnlaunakerfi væri gæða-
stimpill sem stuðlaði m.a. að starfs-
ánægju. Athugasemdir í hina áttina
voru að kerfið væri of flókið og tíma-
frekt í uppsetningu og sumar kröfur
of miklar fyrir lítil fyrirtæki.
sbs@mbl.is
Jafnlaunavottunin nær nú
til 70 þúsund starfsmanna
Kerfið sagt auka yfirsýn og skilvirkni í rekstri fyrirtækja
Katrín
Jakobsdóttir
að viðhafa þessa réttarsköpun fyrr
en undir lok sjöunda áratugarins,
eða um þrjátíu árum eftir stofnun
hans,“ segir Andersen.
Þessi róttækni eigi rætur í því að
mannréttindi urðu að baráttumáli í
stjórnmálum. Þau tímamót megi
tengja við forsetatíð Jimmy Carter í
Bandaríkjunum, 1977-81, sem hafi
byrjað að gagnrýna Sovétríkin á
grundvelli mannréttinda. Um líkt
leyti hafi samtökin Amnesty Inter-
national hafið baráttu fyrir mann-
réttindum, sem hafi til að byrja með
beinst að stöðu samviskufanga.
Varð að pólitík
„Hugmyndir um mannréttindi
voru í deiglunni eftir Víetnamstríðið
[1955-75] er hægrisinnaðir stjórn-
málamenn fóru að tortryggja mann-
réttindabaráttuna en vinstrisinnaðir
stjórnmálamenn að styðja hana.
Áður var þessu öfugt farið. Vinstri-
menn vildu ekki ræða mannréttindi
vegna þess að Sovétmenn kunnu
ekki að meta það,“ segir Andersen til
upprifjunar.
Með falli Berlínarmúrsins hafi rík-
in í austurblokkinni gert mannrétt-
indi að sameiginlegu markmiði sínu;
það hafi verið hluti af því að segja
skilið við Sovéttímann. Samhliða
þessari stefnumörkun hafi Mann-
réttindadómstóllinn haldið lengra á
braut réttarsköpunar.
Það hafi svo verið aðgöngumiði
ríkjanna í Austur-Evrópu í Evrópu-
sambandið árið 2004 að samþykkja
Mannréttindasáttmála Evrópu. Það
hafi verið skilyrði ESB-aðildar.
Telur Andersen aðspurður að
þessi þróun hafi verið hluti af
Evrópuverkefninu, sem forystu-
menn ESB hafi kallað svo, um nán-
ari samruna ríkjanna í Evrópu.
Telur hann að pendúllinn hafi
sveiflast alla leið í þessa átt og muni
senn ganga til baka. Mörg ríki, þar
með talið heimaríki hans Danmörk,
hafi efasemdir um starfsemi Mann-
réttindadómstólsins.
Efasemdir í dönsku stjórninni
Þá sé slíkar efasemdir að finna inn-
an núverandi ríkisstjórnar í Dan-
mörku, sem sé til vinstri, og hjá fyrri
hægristjórn. Þá hafi verið umræða
um það í Bretlandi fyrir útgönguna
úr ESB að ganga úr Mannréttinda-
dómstólnum, ásamt því sem fleiri
ríki, á borð við Austurríki, hafi haft
efasemdir um dómstólinn. Þrátt fyrir
þetta haldi dómstóllinn sínu striki
eins og ekkert hafi í skorist.
Þekkja ekki til aðstæðna
Andersen telur jafnframt að aðferð
Mannréttindadómstólsins við að
semja dóma sé gagnrýniverð.
Dómstóllinn fái árlega um 50 þús-
und umsóknir um málsmeðferð og
vísi flestum frá með stuttri, skriflegri
umsögn lögfræðings hjá dómstólnum
sem einhver dómaranna skrifi undir.
Sé hins vegar samþykkt að taka mál
fyrir fari það í hendur dómara sem
hafi forræði á málinu. Sá semji síðan
drög að dómsniðurstöðu með aðstoð
lögfræðinga dómstólsins. Hún sé síð-
an borin upp í viðkomandi undirdeild.
Málflutningur sé skriflegur.
Við það tilefni geti aðrir dómarar
lýst gagnstæðum sjónarmiðum. Þá
geti þurft sterk bein til að ganga
gegn niðurstöðu lögfræðinga dóm-
stólsins og sjónarmiðum dómara að-
ildarríkis sem málið varðar.
Dómararnir hafi tilhneigingu til að
fylgja dómara frá aðildarríkinu.
Þetta sé til dæmis mjög frábrugðið
því hvernig dómar séu samdir við
Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar þekki
dómararnir réttarfar lands síns vel
og rökræði niðurstöðuna á jafningja-
grunni.
Ljósmynd/MDE
Mál 26374/18 Hluti málskjala í landsréttarmálinu fyrir yfirrétti MDE.
Björgunarbátar losnuðu ekki í
bátunum sem sukku við bryggju á
Flateyri í snjóflóðunum fyrir rúm-
um mánuði, samkvæmt upplýs-
ingum Jóns Arilíusar Ingólfs-
sonar, rannsóknastjóra siglinga-
sviðs Rannsóknanefndar sam-
gönguslysa. Bátarnir voru sex, en
tveir voru án björgunarbáta enda
höfðu þeir verið án haffæris um
tíma. Eini báturinn sem var með
gilt haffærisskírteini var Blossi ÍS
225.
Jón Arilíus segir að þeir fjórir
bátar sem hafi verið með björg-
unarbáta um borð hafi ekki náð
dýpi til að sleppibúnaður þeirra
virkaði og vantaði frá 0,7 metrum
til 1,5 metra upp á. Litlu hafi
munað að bátur losnaði í einu til-
viki, en höfnin var full af snjók-
rapa, sem gæti hafa haft áhrif.
Hann segir að miðað við þær
upplýsingar sem hafi verið aflað
sé ekki talið að neitt óeðlilegt hafi
átt sér stað og ekki sé tilefni til
frekari rannsóknar. aij@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Flateyri Aðkoman á hafnarsvæðinu á Flateyri var nöturleg eftir snjóflóðin sem féllu fyrir rúmum mánuði.
Björgunarbátar losnuðu ekki
Ekki er talið að ástæða sé til frekari rannsóknar