Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 28

Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Kringlan | s: 577-7040 | loccitane.is Immortelle Reset næturserumið var innblásið af ferskri morgunbirtu Provence, sem endurspeglast í kröftugri blöndu náttúrulegra innihaldsefna. Immortelle ilmkjarnaolían leynist inni í örsmáum gylltum hylkjunum sem fljóta um í serumi úr kryddmæru. Serumið hjálpar húðinni að endurnæra og jafna sig eftir hraðan og upptekinn lífstíl nútímans. Litarhaftið fær greinilega ÚTHVÍLT og LJÓMANDI útlit. VAKNAÐU MEÐ ÚTHVÍLDA HÚÐ UNGLEGT OG LJÓMANDI ÚTLIT Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni er efnt til tón- leika í Miðgarði í Skagafirði á konudaginn, sunnudaginn 23. febrúar, kl. 15. Kaffiveitingar verða á veislu- hlaðborði að loknum tónleik- unum. Sóldísir ætla ekki að láta þar við sitja á afmæl- isárinu. Fyrstu helgina í mars halda þær suður yfir heiðar. Tónleikar verða í Langholtskirkju laugardag- inn 7. mars næstkomandi kl. 16 og daginn eftir hefja þær upp raust sína í Vinaminni á Akranesi kl. 15. Í vor er svo ætlunin að halda tónleika á Skagaströnd. Syngja við Gardavatnið Fastur liður í starfi kórsins undanfarin ár hafa verið tónleikar á Sauðárkróki í Sæluviku Skagfirð- inga, auk heimsóknar á Heilbrigðis- stofnunina á Sauðárkróki. Á afmælisári verður ekki vikið frá þessari hefð en hápunktur árs- ins verður án efa ferð til Ítalíu í byrjun júní þar sem dvalið verður við Gardavatnið og sungið á tveim- ur stöðum. Þaðan liggur leiðin til Stuttgart í Þýskalandi en þar er stjórnandi kórsins, Helga Rós Indriðadóttir óperusöngkona, vel kunnug eftir að hafa sungið í óperu- húsi borgarinnar í mörg ár. Undirleikari Sóldísa er Rögn- valdur Valbergsson. Einsöngvarar á tónleikunum framundan verða Helga Rós, Íris Olga Lúðvíksdóttir og Ólöf Ólafsdóttir. Á dagskránni verða ný lög auk eldri laga úr söng- starfinu. Meðal efnis er nýtt lag eftir Eddu Björk Jónsdóttur. Lagið er hluti af útskriftarverkefni Eddu úr Listaháskólanum og er samið við ljóð Ólínu Andrésdóttur, Til Kven- réttindafélagsins. Helga Rós hefur stjórnað fjöl- mörgum kórum gegnum tíðina. Auk Sóldísa má m.a. nefna Karlakórinn Heimi í Skagafirði. Spurð hvort ein- hver munur sé á að stjórna karla- kór eða kvennakór segir Helga Rós að óneitanlega sé liturinn á rödd- unum annar. „Annars eru allir alltaf að leggja sig fram um að gera sitt besta og njóta þessara töfra sem kórsöngur býður upp á, að finna sig í samhljómnum og framkalla um leið fegurðina og þessi mögnuðu áhrif sem felast í tónlistinni, sem áheyrandinn fær síðan að upplifa,“ segir Helga Rós við Morgunblaðið. Frá tvítugu til áttræðs Ítarlega er fjallað um kórinn í héraðsfréttablaðinu Feyki, sem kom út í gær. Þar er m.a. fjallað um tilurð kórsins. Stofnendur voru Drífa Árnadóttir á Uppsölum í Blönduhlíð, frænka hennar, Sigur- laug Maronsdóttir á Sauðárkróki og nágrannakonan Íris Olga Lúðvíks- dóttir í Flatatungu. Þær hafa setið í stjórn Sóldísar frá upphafi og að sjálfsögðu sungið í kórnum. Kór- félagar eru hátt í 60 talsins, frá tví- tugu til áttræðs. Stjórnandi fyrstu fimm árin var Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir en síðan tók Helga Rós við tónsprotanum. Í Feyki er m.a. birt þessi ágæta vísa eftir einn kórfélagann, Kristínu F. Jóhannesdóttur á Tyrfings- stöðum: Lævi þrungið loftið tel, lítt þó mælist hagnaður. Sóldísirnar syngja vel og söngstjórinn er magnaður. Söngur skagfirskra sóldísa í áratug  Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði fagnar 10 ára afmæli  Tónleikar á konudaginn í Miðgarði  Syngja sunnan heiða fyrstu helgina í mars  Afmælisferð til Ítalíu og Þýskalands í sumar Kvennakór Sóldísir í Skagafirði ásamt stjórnanda sínum, Helgu Rós Indriðadóttur, og undirleikara, Rögnvaldi Val- bergssyni. Kórinn verður á faraldsfæti næstu vikur og mánuði í tilefni 10 ára afmælisins og hvergi slegið slöku við. Helga Rós Indriðadóttir Í ár verða ratsjáreftirlitskerfin hér á landi uppfærð og er verkefnið að mestu fjármagnað af Mannvirkja- sjóði Atlantshafsbandalagsins. Þetta kemur fram í frétt á heima- síðu Landhelgisgæslunnar. Til að tryggja að eftirlit með loftrýminu sé órofið flutti kan- adíski flugherinn færanlegan ratsjárbúnað hingað til lands. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkur- flugvelli og 30 liðsmenn kanadísku sveitarinnar hafa undanfarnar vik- ur unnið að uppsetningu búnaðar- ins, sem er á Miðnesheiði. „Framlag Kanada er þýðingar- mikið og endurspeglar mikilvægt samstarf þjóðanna, samstöðu að- ildarríkja Atlantshafsbandalagsins og mikilvægi þess fyrir banda- lagið,“ segir í fréttinni. Afar brýnt sé að á Íslandi sé virkt loftrýmiseftirlit alla daga ársins. Ratsjárstöð kanadíska flug- hersins tryggi að svo verði áfram meðan unnið er að uppfærslunni. Landhelgisgæslan sé þakklát kanadísku flugsveitinni fyrir fram- lag hennar til verkefnisins. sisi@mbl.is Setja upp færanlega ratsjá Ljósmynd/Kanadíski flugherinn Ratsjáin Kanadamenn og starfs- menn Gæslunnar við uppsetningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.